Dagblaðið Vísir - DV - 24.05.1982, Blaðsíða 21

Dagblaðið Vísir - DV - 24.05.1982, Blaðsíða 21
DAGBLAÐIÐ & VISIR. MANUDAGUR 24. MAI1982. 29 Willie Nelson: Always On lí/ly Mind Rólegir og hugljúfir söngvar Willie Nelson er einn allra þekktasti og vinsælasti söngvari Bandaríkja- manna sem syngja kántrísöngva og ná vinsældir hans langt út yfir þann hóp fólks sem helzt enga aöra tónlist vilja heyra. I yfir tuttugu ár hefur hann raulað slagara eftir sjálfan sig og aöra og lítið breytzt, en alltaf verið s jarmer- andi i látleysi sínu og ekki látiö flóknar útsetningar tefja fyrir, heldur hafa plöturnar hans hljómað nákvæmlega eins og hann kemur fyrir á sviði þar sem þessi rauðhærði og rauðskeggjaði öðlingur stendur með gítarinn sinn ásamt þremur til fjórum aöstoöar- mönnum og raular lögin sin. Á sinum langa ferli hefur Willie Nel- son samið ein 700 lög og hafa nokkur þeirra náð því aö veröa klassísk dægurlög, má þar nefna Night Life, Funny How Time Slips Away, Crazy og Hello Walls. Þaö hafa skipzt á skin og skúrir i ferli þessa ágæta manns og þótt hann hafi gefið út fjöldan allan af LP-plötum eru það frekar fáar sem hafa selzt eitthvað að ráði. Hljómplötur Það má skipta ferli Nelsons i tvennt. I kringum 1960 var hann mjög vinsæll og virtur lagahöfundur og söngvari, og allir helztu kántrísöngvarar vildu syngja lög eftir hann en eftir því sem árin liðu fór snilligáfan eitthvaö að gefa sig og það er ekki fyrr en eftir 1970 sem hann nær sér aftur á strik, og þá svo um munar, og í dag hefur hann aldrei verið vinsælli og er það ekki ein- göngu sem söngvari og lagahöfundur, heldur hefur hann tekið upp á því að fara að leika í kvikmyndum með mjög góöumárangri. Ein allra vinsælasta og bezta platan sem Willie Nelson hefur gefið út er Stardust en hún kom út árið 1978 og innihélt gömul klassísk dægurlög ein- göngu og öðluðust mörg lög nýtt líf í meðförum hans. Það má eiginlega segja að Always On My Mind sé fram- hald þeirrar plötu. A plötunni eru tíu lög, þar af eru átta eldri og áður vinsæl lög en tvö laganna hefur Willie samið sjálfur. Af þessum klassísku lögum eru jafn ólík lög og Do Right Woman, Do Right Man, Bridge Over Troubled Water, A Whiter Shade Of Pale og Let It Be Me en öll þessi lög, ásamt Qeirum, fá þessa ljúfu meðferð frá Willie Nelson sem hann er einn fær um að gera, maö- ur hefur það á tilfinningunni þegar hlustað er á Willie Nelson að allt þaö stress og læti sem einkenna poppheim- inn hafi engin áhrif á hann, heldur haldi hann sinni ró á hverju sem geng- ur enda vel sjóaður í gegnum lífið. Always On My Mind er viriölega af- slappandi og ljúf plata og ættu allir að geta slappað af viö að hlusta á Willie Nelson. HK. WDlle Nelson. Kim Larsen and Jungledreams: SittingOnA TimeBomb Mjög boðlegur Bauni Það er ekki oft sem skandinavískum popphljómlistarmönnum tekst að slá rækilega um sig innan um enskumæl- andi poppunnendur. Slíkt hendir þó á stundum. Dananum Kim Larsen hefur tekizt að vekja á sér nokkra athygli í Bretlandi og ekki síður i Bandarikjun- um með nýjustu sólóplötu sinni „Sitting On A Time Bomb” ásamt vin- um sínum sem kalla sig „Jungle- dream”. Við hér upp á skeri könnumst væntanlega sum viö Kim Larsen. Hann var ein helzta driffjöðurin i dönsku rokkhljómsveitinni „Gasolin” sem naut nokkurra vinsælda hér á síöasta áratug en hún leystist upp siðla árs 1979. Kim Larsen hafði þegar hafið sólóferil sinn áður en Gasolin lagði upp laupana og náðu plötur hans miklum vinsældum í Skandinavíu. Fyrir tveimur árum fluttist Larsen búferium vestur um haf og settist að í New York. Og nú er sem sagt fyrsta „bandaríska” platan hans komin á markað. A SOATB eru 10 lög sem, öll nema þrjú, eru eftir þá Kim Larsen og Joe Delia (eitt eftir Bob Dylan). Joe Delia er þekkt nafn vestur í Bandarikjunum en hann hefur unniö með stjömum á borð við Stevie Wonder, Janis Ian og Pat Benatar. Aðrir meðlimir „Jungle- dreams” eru þeir Rick Blakemore, Abe Speller og Dennis Espantman. Kann ég engin deili á þeim þremenn- ingum. SOATB ber með sér að þar eru engir nýgræðingar á f erð. Hljóðfæraleikur er £dlur mjög góður en lítið er um aö ein- staklingar láti ljós sitt skína. Kim Larsen sér um söng í öllum lögunum tólf og er því ávallt í aðalhlutverki. Rödd hans minnir einna helzt á Ian Dury, þó ekki alveg jafnhrá. og fellur vel að lögunum. Tónlistin er mjög í ætt við brezku nýbylgjuna eins og hún var fyrir nokkrum árum. Hljóigervlar, vinsælir í bakgrunni, og léttur trommutaktur heldur öllu í réttum skoröum. Lögin eru mörg hver af betra taginu. Mestum vinsældum hafa þau danshæfustu náð svo sem „Thin Ice” og „Till Morrow”. En á plötunni er einnig aö finna rólegri lög sem standa þeim vinsælli sízt aö baki og margar aðlaðandi melódíur sem standa vel fyrir sínu. Það er ljóst að Kim Larsen lætur ekki deigan síga þrátt fyrir langan og litríkan feril og búferiaflutningamir virðast hafa borgaö sig. Sú saga flýgur um bæinn aö von sé á Larsen og félögum til landsins innan tíðar og fari svo verður þar um góöan gest að ræða. -TT. LEÐUR- KARL- MAIMNA- SANDALAR FRÁ PORTÚGAL Tag. 77 Utur: brúnt Mur Stærðir: 41-46 VerOkr. 144,- Teg: 76 LJtur: brúnt loður Stærðir: 41-46 VarOkr. 171,- PÓST5ENDUM STJÖRNUSKÓBÚDIN Laugavegi 96 — Viö hliðina á Stjörnubiói — Sími 23795 Max sportfat naöur fyrir alla fjölskylduna Klæðir alla aldursflokka. Til í öllum stærðum og mörgum litum. [öj 10 IeI BÍLASÝNING Sýnum í dag í nýji [aj m m nýjum sýningarsal v/Rauðagerði: Nýja gerð af Einnig sýnum við ýmsar aðrar tegundir bifreiða. mmn STANZA INGVAR HELGASON Sýningarsalurinn v/Rauðagcrði, sími 33560 lc 1IC mi\ m IeI

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.