Morgunblaðið - 31.08.1997, Page 56

Morgunblaðið - 31.08.1997, Page 56
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLAN 1,103 REYKJAVIK, SÍMI6691100, SÍMBRÉFS691181 PÓSTHÓLF3040, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI1 SUNNUDAGUR 31. ÁGÚST 1997 VERÐ í LAUSASÖLU 125 KR. MEÐ VSK Hagnaður SH um 270 ^ milljónir HAGNAÐUR Sölumiðstöðvar hraðfirystihúsanna á fyrstu sex mánuðum ársins nam 270 milljón- um króna eftir skatta, en var 170 milljónir á sama tímabili síðasta árs. Að sögn Friðriks Pálssonar, forstjóra SH, skýrist þessi aukni hagnaður fyrst og fremst af 11% veltuaukningu á þessu ári. Betri afkoma í Bandaríkjunum Friðrik segir að rekstur SH og dótturfyrirtækja hafí gengið vel á flestum sviðum það sem af er ári. Afkoma móðurfélagsins er nokkru ^betri heldur en í fyrra. Hagnaður varð einnig af rekstri beggja verk- smiðjufyrirtækja SH, í Bandaríkj- unum og Bretlandi, og mun betri afkoma í Bandaríkjunum heldur en á sama tíma í íyrra. Hins vegar sagði Friðrik að þyngra hefði verið í Bretlandi vegna mikillar sam- keppni á þeim markaði. Hann sagði að allar einingar fyrirtækisins hefðu skilað nokkuð viðunandi af- komu. Eigið fé SH er nú 3,2 milljarðar ^íróna. Morgunblaðið/Arnaldur Hugmyndir um álbræðslu norska fyrirtækisins Hydro Alummium í Reyðarfírði Islensk eign í álverinu og norsk í virkjuninni .-y'ÍAIST samningar við norska íyrir- tækið Hydro Aluminium um bygg- ingu álbræðslu í Reyðarfirði verður staðið að uppbyggingu fyrirtækisins og tilheyrandi virkjana með allt öðr- um hætti en í fyrri stóriðjusamning- um hér á landi. Islenskir fjárfestar myndu eiga hlut í álbræðslu og sjálf- stætt verkefnafjármagnað orkufyr- irtæki í blandaðri eigu byggði og ræki nauðsynlegar virkjanir. Fulltrúar iðnaðarráðuneytisins og Landsvirkjunar eru í könnunar- viðræðum við tvo aðila um bygg- ingu stórs eða meðalstórs álvers hér á landi. Atlantsálsverkefnið hefur lengi verið til umræðu en vaxandi efasemdir eru nú hér á . Jpndi um alvöru erlendu fyrirtækj- anna sem að því standa. Hins vegar virðist mikil alvara vera að baki könnunarviðræðum við Hydro Alu- minium Metal Products, dótturfé- lag Norsk Hydro, og bjartsýni meðal íslensku samningamannanna um góðan árangur. Hugmyndirnar á bak við álver Hydro Aluminium eru í grundvall- aratriðum frábrugðnar því sem áður hefur þekkst við uppbyggingu stór- iðju hér á landi og orkuöflun til hennar. Náist samningar er gert ráð fyrir því að verksmiðjan verði í meirihlutaeigu Hydro Aluminium og íslenskra fjárfesta og skráð á verð- bréfaþingum á Islandi og í Noregi. Gerður yrði stjórnunarsamningur við norska fyrirtækið. Ekki er reikn- að með að Landsvirkjun afli orkunn- ar heldur á að koma á fót verkefna- fjármögnuðu orkufyrirtæki með blandaðri eignaraðild íslenskra og norskra aðila til að virkja. Hins veg- ar yrði gerður stjórnunarsamningur við Landsvirkjun. Hálendislína kostar 30 miHjarða kr. Vegna þriggja nýrra stóriðju- samninga hefur gengið nokkuð á virkjanamöguleika á Pjórsár/ Tungnaársvæðinu auk þess sem talið er skynsamlegt að hafa borð fyrir báru vegna fyrirsjáanlegrar stækkunar þeirra iðjuvera sem fyrir eru og aukinnar almennrar raforku- notkunar. Því er mjög horft til Aust- urlands með stórvirkjanir fyrir næstu stóriðjuverkefni. Ef ál- bræðsla yrði reist á suðvesturhorn- inu þyrfti að leggja háspennulínu yf- ir hálendið en hún er talin kosta um 30 milljarða kr. Ekki er talið að eitt stóriðjuverkefni geti borið þann kostnað og ekki er búið að finna leið- ir til að dreifa kostnaðinum. Þess vegna er vaxandi áhugi á að virkja Jökulsá á Brú og Jökulsá í Fljótsdal fyrh' álbræðslu í Reyðar- firði. Hefur eyðibýlið Eyri við sunn- anverðan fjörðinn komið til athug- unar í því sambandi. Kostnaður við virkjun og álbræðslu er áætlaður liðlega 100 milljarðar kr. ■ Rafmagnaðir áldraumar/10 Kvíði í Grímsey við upphaf fískveiðiárs Leggja bátum og leita sér að vinnu „ÞAÐ ER ekkert um annað að ræða fyrir mig en að draga bát- inn á land og fara að leita mér einhvers staðar að vinnu,“ sagði Alfreð Garðarsson, trillusjómað- ur í Grímsey. Hann sagði að fleiri sjómenn í eynni væru í sömu stöðu nú við upphaf nýs fiskveiðiárs. Líkast til mættu þeir sækja sjó næsta árið í innan við 20 daga. Alfreð sagði að staðan hjá "'trillusjómönnum í Grímsey væri misjöfn. Nokkrir menn ættu talsvert stóra kvóta, en aðrir, sérstaklega yngri mennirnir, sem hefðu byrjað í útgerð fyrir fáum árum, hefðu sáralitlar heimildir til að veiða á næsta fiskveiðiári. Hann sagðist telja að fímm trillusjómenn í Gríms- éy væru í þeirri stöðu að þurfa að Ieita sér að annarri vinnu. Margir þessara manna ættu báta sem umtalsverðar skuldir hvíldu á. Möguleikar manna til að standa við skuldbindingarn- ar væru litlir við þessar aðstæð- ur. Óvissan erfið Alfreð sagðist telja að hann gæti fengið vinnu í Grímsey því að vel hefði fiskast við eyna síð- ustu vikurnar. Óvissan um fram- tiðina væri hins vegar erfið. Menn væru að vonast eftir að eitthvað yrði komið til móts við trillusjómenn en enginn vissi þó hvort það yrði gert og þá með hvaða hætti. „Menn vita aldrei hvað er framundan. Það fóru nokkrir menn hér út í að fá sér fleiri báta og treystu því að veiði yrði takmörkuð með fleiri banndög- um. Siðan var kerfínu breytt og í ljós kom að þetta voru rangar ákvarðanir. Það er erfitt að taka ákvarðanir við þessar aðstæð- ur,“ sagði Alfreð. Jóhannes Magnússon útvegs- bóndi sagði að það væri útilokað að búa við þetta ef menn fengju ekki að sækja sjó nema í 20-30 daga á ári. Utlitið væri kvíðvæn- legt, sérstaklega fyrir unga fjöl- skyldumenn. Hann sagðist ekki trúa því að ekki væri hægt að breyta lögum til að bæta stöð- una. Ef það yrði ekki gert hefði það slæm álirif á þessi litlu byggðarlög úti um land. Jóhannes sagði að fískgengd við Grímsey hefði verið afskap- lega góð í sumar og margfalt meiri en undanfarin sumur. Það hefði ekki verið neitt vit í öðru fyrir menn en sækja sjóinn með- an þessi góði afli fékkst. Þetta hefði leitt til þess að aflinn varð mun meiri en ráð var fyrir gert. Grátt nyrðra, væta syðra HITI fór niður fyrir frostmark á Hveravöllum í fyrrinótt og í eitt stig í Skagafírði. Kalt var um allt norð- anvert landið og víða gránaði í fjöll. í Þingeyjarsýslum var snjókoma og slydda, í Eyjafírði og Skagafírði gránaði einnig niður f hlíðar fjalla og sömuleiðis á ísafírði. Éljagangur var á Grímsstöðum á Fjöllum í gær- morgun og hitinn við norðurströnd- ina ekki nema um þijú stig, að sögn Haraldar Ólafssonar, veðurfræð- ings á Veðurstofu. Hann kvaðst þó eiga von á að veður færi heldur hlýnandi á Norðurlandi í dag. Sunnanlands gerði væna dembu í fyrrinótt og skúrir á stöku stað í gær en Haraldur gerði ráð fyrir að í dag yrði víðast hvar lengst af þurrt. --------------- Viðræður um eftirlit í miðbænum DÓMSMÁLARÁÐUNEYTIÐ hefur svarað erindi Reykjavíkurborgar frá því í vor og lýsir sig reiðubúið til við- ræðna við borgaryfirvöld um upp- setningu og rekstur öryggismynda- vélakerfis í miðborg Reykjavíkur. Ráðuneytið óskaði á sínum tíma umsagnar tölvunefndar um erindi borgarinnar. I áliti tölvunefndar seg- ir að verði umræddur myndatöku- búnaður eingöngu notaður af lög- reglu og í þágu rannsóknar brots rúmist myndatakan innan heimilda í lögum um meðferð opinberra mála. „Tekið skal fram að tölvunefnd telur ekkert því til fyrirstöðu að borgaryfirvöld afhendi lögreglunni myndavélar til notkunar við vöktun í löggæsluskyni enda verði mynda- tökuvélarnar settar upp af lögregl- unni og meðferð og varsla þeiira gagna sem þannig fást með sama hætti og meðferð og varsla annarra rannsóknargagna sem lögreglan afl- ar,“ segir í umsögn tölvunefndar. ■ Hvergi skjól/24-25

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.