Morgunblaðið - 31.08.1997, Síða 19

Morgunblaðið - 31.08.1997, Síða 19
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 31. ÁGÚST 1997 19 ÍHRÓTTIR ERLA Reynisdóttir ásamt tveimur stöllum sínum í „stjörnulið- inu“ í mótslok. Hún er tfl hægri með viðurkenningu sem hún hlaut fyrir valið. Endurtekið efni Landsdeildaiiiðin í NFL-deildinni meðyfirburði Keppnin í NFL-deildinni í amer- íska fótboltanum hefst nú um helgina. Að venju er mikið um breyt- ingar á liðum, en flestir sérfræðingar teija meistara Green Bay Packers sigur- stranglega í vetur. Nýju liðin frá Karólínu og Jackson- ville munu ekki koma öðrum liðum eins á óvart og á síðasta keppnis- tímabili. Liðin 30 leika 16 leiki á 17 vikum Gunnar Valgeirsson skrifar frá Bandaríkjunum í tveimur deildum og keppa sigur- vegararnir úr hvorri deild til úrslita í „ofurskálarleiknum" 1. febrúar í San Diego. Úrslitakeppnin hefst um áramótin. í Ameríkudeildinni eru Denver Broncos, New England Patriots og Pittsburgh Steelers talin sigurstrang- legust. Það mun þó eflaust skipta litlu þegar í úrslitaleikinn kemur því meistarar úr þessari deild hafa nú tapað 13 úrslitaleikjum í röð gegn liðum úr Landsdeild. Ekki verður séð að það breytist í ár. Mesta keppnin verður sjálfsagt í Landsdeildinni þar sem Green Bay, San Francisco 49ers, Dallas Cowboys og Carolina Panthers ættu öll að vinna lið úr Ameríkudeild- inni í úrslitum. Ellefu af liðunum þtjátíu eru með nýja þjálfara og er endurkoma Mike Ditka, fyrrum þjálfara Chicago Be- ars, til New Orleans Saints athyglis- verð. Hann er þekktur fyrir að vera vægðarlaus við leikmenn og sagði að liðið yrði alltént í góðri þjálfun í ár! Erla valin í „stjörnu- liðið“ í Chicago ERLA Reynisdóttir, körfu- knattleikskona úr Keflavík, var nýlega valin í „stjörnulið" að lokinni þátttöku með ís- lenska unglingalandsliðinu í körfuknattleik 19 ára og yngri í Chicago á dögunum. Þar keppti íslenska liðið við landslið Kanada og Mexíkó auk nokkurra bandarískra menntaskóla- og úrvalsliða. Einnig var bandaríska ung- lingalandsliðið á meðal þátt- takenda í mótinu en það ís- lenska mætti því ekki. Frammistaða Erlu vakti hins vegar mikla athygli þjálfara og útsendara menntaskóla sem fylgdust með mótinu og að sögn Sig- urðar Hjörleifssonar, þjálf- ara íslenska liðsins, hafa fimm til sex háskólalið lýst yfir vilja að fá hana í sínar raðir og greiða fyrir hana öll skólagjöld. Telur hann ekki ósennilegt að úr verði að Erla fari utan eftir ár þegar hún hefur lokið því námi hér á landi sem hún er í. í sjö leikjum íslenska liðs- ins í mótinu skoraði Erla sam- tals 114 stig og lék feykivel að sögn Sigurðar og ekki var það til að minnka áhuga skól- anna er hún var valin í „stjörnuliðið" í mótslok ásamt fjórum stúlkum frá Mexíkó, fjórum frá Bandaríkjunum og þremur kanadískum. Sigurður sagði ennfremur að ferðin í heild hafi verið ánægjuleg og árangursrík þrátt fyrir álag því leiknir voru tíu leikir á sex dögum. ísland hafnaði í fjórða sæti eftir að hafa tapað fyrir ung- lingalandsliði Kanada 63:59 í úrslitaleik um 3. sætið, en í riðlakeppni mótsins hafði ís- lenska lagt það kanadíska, 67:57. Að sögn Sigurðar fjár- magnaði íslenska liðið sjálft ferð sína til og frá Boston en uppihald í Chicago meðan á mótinu stóð svo og ferðir á milli Boston og Chicago var greitt af mótshöldurum. Hef- ur íslenska liðinu verið boðið að taka þátt í mótinu að ári. \Nýir SRS hliðarloftpúðarsem Ifyllast lofti við hliðarárekstur \og hreyfast með Iframsætunum. Hemlalæsivöm (ABS). Þríggja rása stjómbunaður sérumað hjólin læsast aldrei föst þegar hemlað er. _ CRRISMR Mitsubishi Carisma er bíll fyrir fólk sem kann að njóta lífsins. Fágaður og rennilegur sinnir hann þörfum þínum fyrirrými, hagkvæmni, þægindi og öryggi um leið og hann uþþfyllir óskir þínar um mikla orku og góða aksturseiginleika. INVECS-II. Skynvædd sjálfskipting. Skiptingin er mýkrí en ívenjulegum sjálfsklptingum. Loftpúðar og bilbelti með forstrekkingu fyrírökumann og farþega frammí. HEKLA _ _ „D tilhíiinn ú yaUuuá MITSUBISHI -í niiklmn metirn !

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.