Morgunblaðið - 31.08.1997, Qupperneq 16

Morgunblaðið - 31.08.1997, Qupperneq 16
16 SUNNUDAGUR 31. ÁGÚST 1997 MORGUNBLAÐIÐ Bandaríski vísindamaðurinn Robert G. Johnson kynnti fyrir að veðurfar geti kólnað á sumum svæðum, til dæmis fyrir skemmstu kenningu sína um að breytingar á í Skandinavíu. Þannig má segja að útlit sé fyrir að vatnsbúskap Miðjarðarhafs geti innan næstu tveggja alda veðurfarssveiflur geti á komandi árum haft uggvænleg ýtt undir nýtt ísaldarskeið á norðurhveli. áhrif á lífsskilyrði í þeim heimshluta sem ísland tilheyrir. Veðurfarsfræðingar spá stöðugri hækkun meðalhitastigs Auðunn Amórsson segir hér frá kenningum og á jörðinni á sama tímabili, en gera þrátt fyrir það ráð vangaveltum um orsakir ísaldarskeiða og veðurfarssveiflna. FYRIR sjötíu milljónum ára ríkti sólarstrandarveður um nær alla jarðarkringluna; risaeðlur spígsporuðu um sólbakaðar strendur Græn- lands og pálmatré bærðust í hlýrri golunni í Kanada. Veðurfar hafði verið með þessum hætti meira eða minna um 500 millj- ón ára skeið, með styttri tímabil svalara veðurfars inn á milli. Þá gerðist það, að meðalhiti á jörðinni fór stöðugt að lækka. Jöklar hófu að myndast á Suðurskautinu. ísöld var hafin. Það tímabil jarðsögunnar sem hófst þar með og enn stendur yfir, nýlífsöld, hefur einkennzt af síendurteknum ísaldarskeiðum. Tal- ið er að nú ríki á jörðinni hlýskeið inni á milli ísaldarskeiða, en þetta hlýskeið kann senn að vera á enda, hvað sem upphitun lofthjúpsins vegna uppsöfnunar „gróðurhúsaloft- tegunda" líður. Ný kenning Roberts G. Johnsons, bandarísks sérfræðings í orsökum ísaldarskeiða, um að auk- in selta í Miðjarðarhafi muni breyta hafstraumum þannig að hætta sé á að loftslag í NV-Evrópu kólni og að ísbreiðan í Norður-Kanada stækki. Samkvæmt útreikningum Johnsons munu gróðurhúsaáhrifín ekki megna að halda aftur af þess- ari þróun. Hvað nákvæmlega veldur ísald- arskeiðunum er ráðgáta sem vís- indamenn hafa lengi glímt við en hafa ekki getað fundið viðhlítandi skýringar á. Þessi ráðgáta er reynd- ar mjög erfið viðfangs, þar sem ver- ið er að spá í atburði sem urðu fýr- ir tugum milljóna ára. Sú staðreynd, að meðalhitastig á jörðinni skuli ekki hafa verið meira en 10 gráðum hærra á hitabeltistímanum rétt áður en ísöldin skall á en nú er, er vís- bending um hve flóknar forsendur liggja hér að baki. Ymsar kenningar eru uppi, sem margar hvetjar eiga lítið sameigin- legt. Flestir þeir sem nálægt rann- sóknum af þessu tagi koma eru þó sammála um, að lækkun koltvísýr- ingshlutfalls í lofthjúpnum var ein helzta orsökin fyrir því að hitastig lækkaði það mikið fyrir um 60 millj- ónum ára, að jöklamyndun jókst til muna unz ís þakti stóran hluta beggja jarðarhvela. Þannig urðu „gróðurhúsaáhrif" með öfugum formerkjum völd að ísöldinni. Hvað nákvæmlega olli svo mikilli lækkun koltvísýringshlutfalls í lofthjúpnum er aftur á móti spum- ing sem ekki hafa fundizt skýr svör við. Binding koltvísýrings í fjallshliðum Himalaya? Ein einkennilegasta kenningin, sem einna mest er þó vísað til, þótt umdeild sé, tengist því að Himalayafijöll, hæstu fjöll jarðarinn- ar, mynduðust við árekstur jarð- skorpufleka á svipuðum tíma og koltvísýringshlutfallið lækkaði. Vitað er, að koltvísýringur úr lofthjúpnum binzt rigningu og myndar sýru sem virkar ætandi á berg. Við það kemst koltvísýringur- inn í samband við efni í berginu, sem bindur hann og losar hann þannig varanlega úr loftinu. Kenn- ingin gengur út á það, að magn koltvísýrings sem þannig hafi bund- izt úr loftinu hafí lækkað hlutfall þessarar hitaeinangrandi loftteg- undar í lofthjúpnum nægilega til að orsaka þá hitastigslækkun sem þarf til að koma ísöld af stað. Önnur nýleg kenning gengur út á að gras beri ábyrgð á kólnun- inni. Grastegundir þróuðust og breiddust út um svipað leyti og kólnunin átti sér stað. Afkastameiri ljóstillífun stærri gróðurþekju gæti hafa síað mikið magn koltvísýrings úr loftinu og bundið hann í jarðveg- inum. Orsaka ísaldarskeiða á norðurhveli leitað Það sem veldur vísindamönnum enn meiri heilabrotum er leitin að ástæðunum fyrir styttri kuldaskeið- um á norðurhveli jarðar, þar sem ísþekjan hefur teygt sig frá Norður- skautinu langt suður yfir bæði Ev- rasíu og Norður-Ameríku. Á mest- öllum hluta nýlífsaldar hafa jöklar aðeins hrannast upp á heimskauta- svæðunum, en fyrir um tveimur og hálfri milljón ára byrjuðu jöklar að skríða inn yfír Evrópu og Norður- Ameríku. Jökullinn, sem náði þvert yfir meginland Norður-Ameríku frá Seattle nútímans til New Jersey og huldi allt ísland og stærstan hluta meginlands Evrópu, var milli eins og tveggja kílómetra þykkur. Hann þrýsti með þvílíkum þunga á landið sem undir honum var að jarðskorp- an sökk. Slík ísaldarskeið hafa kom- ið aftur og aftur síðan, og varað í nokkra tugi þúsunda ára í hvert sinn. Breytingar á öxulhalla og spor- braut jarðar, sem gerast með nokk- uð reglubundnum hætti, eru taldar eiga verulegan þátt í orsökinni fyr- ir þessu með því að skin sólarinnar á heimskautasvæðin sveiflast til með þessum breytingum, og valda þannig annað hvort meiri ísmyndun eða bráðnun. En breytingarnar á skini sólarinnar eru þó ekki taldar veita fullnægjandi skýringu á þessu fyrirbæri. Hafstraumar geta haft lykilþýð- ingu í þessu samhengi. Fyrr á þessu ári birti bandaríski vísindamaðurinn Robert G. Johnson kenningar sínar um að breytingar, sem nú séu að verða á vatnsbúskap og seltustigi Miðjarðarhafs, muni hafa örlagarík áhrif á hafstrauma í Norður-Atl- antshafi. Samkvæmt niðurstöðum rannsókna hans bendir allt til að afleiðingamar af þessum breyting- um, til næstu 100-200 ára litið, verði þær að jökulmyndun í Kanada muni aukast um allan helming og veðurfar í Norður-Evrópu kólna. Vísindamenn hafa lengi verið sammála um það mat, að um þess- ar mundir sé jörðin stödd seint á hlýskeiði milli ísaldarskeiða, sem þýðir að til langs tíma litið stefni í nýtt kuldaskeið. Upphitun loft- hjúpsins vegna gróðurhúsaáhrifa, sem aukin losun koltvíildis og fleiri gastegunda út í andrúmsloftið veld- ur, verkar á móti þessari þróun, en ljóst þykir að þótt meðalhitastig hækki á næstu 100 árum sé fyrir- sjáanlegt að veðurfar kólni á sum- um svæðum. Og hvort þessi upphit- » un lofthjúpsins verði varanleg, eða ) hvort hún sé aðeins tímabundið k ástand sem endi eftir að jarðarbúar ' verða orðnir uppiskroppa með líf- rænt eldsneyti, er ekki síður opin spurning. Að spá fyrir um veðurfar næstu aldar er því mjög vandasamt verkefni. Veðrið næstu hundrað árin Meðalhiti á jörðinni hefur á und- , anförnum 100 árum hækkað um eina gráðu. Aukin losun hinna svo- I kölluðu „gróðurhúsalofttegunda" er | talin vera meginorsakavaldur að þessarr þróuh. Veðurfarsfræðingar spá áframhaldandi hækkun meðal- hita á jörðinni næstu hundrað árin. Deildar meiningar eru þó um hve langt sú hækkun muni ná. Áætlan- ir ná frá hækkun um 1,8 gráður upp í 6,3 til ársins 2100. Þótt spár vísindamanna séu ekki nákvæmari f en þetta eru þeir almennt sammála um að áhrif upphitunar lofthjúpsins F á veðurfar verði mikil; því meiri f hækkun hitastigs, þeim mun alvar- legri og/eða óútreiknanlegri verði afleiðingarnar. En þótt meðalhita- stig hækki er talið líklegt að kólni á sumum svæðum. í Noregi og víð- ar í Skandinavíu virðist nýísmyndun á jöklum vera að aukast, en á sama tíma er meðaltalsstærð jökla jarðar- innar að minnka. Einnig er óttazt, I að bráðnunarvatn frá hopandi jökl- um muni breyta hafstraumum svo F sem Golfstraumnum, sem ber heitt I vatn frá Karíbahafinu norður til íslands og víðar, og gerir loftslag um vestanverða Norður-Evrópu mun mildara en ella væri. Kenning Johnsons En það er ekki aðeins bráðið jökulvatn sem talið er geta breytt hafstraumum sem hafa mótandi § áhrif á loftslag á íslandi og ná- | grannalönd þess. Fyrrgreind kenn- L ing Roberts G. Johnsons, sem hann ■ birti fyrst grein um í Earth and

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.