Morgunblaðið - 18.08.1996, Qupperneq 21

Morgunblaðið - 18.08.1996, Qupperneq 21
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 18. ÁGÚST 1996 21 góður til að bræða. Við flytjum einnig inn Raclettgrill sem við höf- um til sölu í versluninni. Gjafakörfur og ostabakkar Ostahúsið hefur til sölu flest það sem tilheyrir ostum og ostaneyslu. Svo sem ostakex, áhöld, svo sem ostaskera af ýmsu tagi, servíettur og kerti fyrir veisluborð, skreyt- ingar og fleira. Einnig nýtur ólífu- barinn sívaxandi vinsælda. Mörg fyrirtæki nýta sér veisiuþjónustu Ostahússins og einnig leitar hinn almenni borgari í vaxandi mæli til Ostahússins þegar halda á veislur ýmist í heimahúsum eða í leigðum sölum. „Ostabakkarnir okkar hafa líka verið mjög vinsælir. Við erum með þijár tegundir af þessum bökkum, 10, 15 og 20 manna. Á ostabökkunum höfum við verið með okkar framleiðslu líka og sköpum okkur þannig sérstöðu. Við höfum einnig verið með gjafa- körfur, þær hafa verið mikið keyptar, ekki síst fyrir jólin, fyrir- tæki hafa keypt þær talsvert til gjafa. Verð þeirra er mjög hag- stætt, það er hægt að fá mjög góðar körfur fyrir 12 til 15 hund- ruð krónur, við munum hafa enn meira á boðstólum af gjafakörfum fyrir næstu jól. Ostapinnarnir og pinnamaturinn hefur líka verið vinsæll, við erum með skinkurúll- ur, laxabita og fylltar döðlur. Hvað með framtíðaráform? „Ég þykist sjá að stórmarkaðimir muni hafa í vaxandi mæli ostavörur til sölu í sérstökum ostaborðum og að það muni verða aðkallandi að framleiða fyrir slík borð. Það er ekki ólíklegt að við stefnum á vax- andi framleiðslu og minn draumur er sá að fyrirtækið flytji út osta. Við höfum aðeins þreifað fyrir okk- ur í þeim efnum, en það starf er á frumstigi. Verð á íslenskum ostum er orðið samkeppnishæft miðað við verð á erlendum ostum. Sérostar hér em á sambærilegu verði og erlendis. Okkar vara er mjög hrein og það er greinilegt að útlendingar sem smakka íslenska osta kunna mjög vel að meta þá. Ég tel að við eigum möguleika á útflutningi og ætla að láta reyna á það.“ - kjarni málsirn! Fagmenn segja aö myndgæði Siemens tækjanna séu mikil. Verulega mikil. Smith & Norland býður mikið úrval sjónvarps- og myndbands tækja frá Siemens. Fagleg ráðgjöf og góð þjónusta. Verulega góð. Umboðsmenn okkar á landsbyggðinni eru: • Akranes: Rafþjónusta Sigurdórs • Borgarnes: Glitnir • Borgarfjörður: Rafstofan Hvítárskála • Snæfellsbær: Blómsturvellir • Grundarfjörður: Guðni Hallgrímsson • Stykkishólmur: Skipavík • Búðardalur: Ásubúð • ísafjörður: Póllinn • Hvammstangi: Skjanni • Sauðárkrókur: Rafsjá • Siglufjörður: Torgið • Akureyri: Ljósgjafinn • Húsavík: Öryggi • Vopnafjörður: Rafmagnsv. Árna M. • Neskaupstaður: Rafalda • Reyðarfjörður: Rafvólaverkst. Árna E. • Egílsstaðir: Sveinn Guðmundsson • Breiðdalsvík: Stefán N. Stefánsson • Höfn í Hornafirði: Króm og hvítt • Vík í Mýrdal: Klakkur • Vestmannaeyjar: Tréverk • Hvolsvöllur: Kaupfélag Rangæinga • Hella: Gilsá • Selfoss: Árvirkinn • Grindavík: Rafborg • Garður: Raftækjav. Sig. Ingvarss. • Keflavik: Ljósboginn • Hafnarfjörður: Rafbúð Skúla, Álfaskeiði. SMITH & NORLAND Nóatúni 4 • Sími 5113000 XYZETA auglýslngastofa

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.