Morgunblaðið - 18.08.1996, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 18.08.1996, Blaðsíða 36
36 SUNNUDAGUR 18. ÁGÚST 1996 MORGUNBLAÐIÐ Innilegar þakkir fœri ég öllum þeim, sem heiðr- uðu mig meÖ heimsóknum, gjöfum og á marg- an hátt sýndu mér vináttu á sjötugsafmœli mínu 28. júlí sl. GuÖ blessi ykkur öll. Ingvar Einarsson, Hraunbraut 27. PARHUS - RIMAHVERFI Snoturt og nánast fullbúið (vantar gólfefni) 178 fm parhús m. innbyggðum bílskúr í Rimahverfí í Grafarvogi. Húsið stendur efst í stuttum botnlanga. Nýfrágengin lóð. Stutt í skóla og verslanir. Samtals áhvílandi 7,5 milljónir í langtíma lánum. Verð 12,3 milljónir. Upplýsingar gefur Ás fasteignasala (Kári) s. 565 2790 * Utsalan hefst á morgun 10-50% afsláttur Vefnaðarvöruverslunin textil line Faxafeni 12, sími 588 1160 ONSKOLI SIGURSVEINS D. KRISTINSSONAR RE YKJAVÍK Innritun hefst mánudaginn 19. ágúst Nemendur í hljóðfæra- og söngdeildum þurfa að staðfesta umsóknir sínar á skrifstofu Tónskólans fyrir 31. ágúst nk. Getum enn tekið nokkur böm í forskóla í Hraunbergi og bætt við nemendum í undirbúningsnám fullorðinna. Athugið að forskölanemar, sem sótt hafa um nám, verða hoðaðir sérstaklega. Skrifstofa skólans verður opin sem hér segir: I Hellusundi 7 mánudaginn 19. ágúst til föstudagsins 30. ágúst frá kl. 13-17. I Arbæjarskóla föstudaginn 30. ágúst frákl. 17.30-18.30. I Hraunbergi 2 laugardaginn 31. ágúst frá kl. 11-13. Skólastjóri. Fullar búðlr af úrvalsvörum Allar vörur á sama verdi kr. 189 M.a. léikföng, ritföng, geisladiskar. myndarammar, búsáhöld, verkfæri, snyrtivara, silkiblóm, gjafavara, fatnaður, skór, sólgleraugu, kveikjarar o.fl. o.fl. Ótrúlegasta búðin á íslandi Otvúle^a Imöin _____Laugavegi 118, sími 511 4141 og Borgarkringlunni, simi 581 4177_ Einnig á sama stað, Heildsöluhornið með ýmsar gjafavörur á heildsöluverði ÍDAG Umsjón Margcir Pétursson Svartur leikur og vinnur STAÐAN kom upp á belgíska meistaramótinu í ár. Alþjóð- legi meistarinn Marc Du- treeuw (2.385) var með hvítt en Martin Ahn (2.295) hafði svart og átti leik. Hvítur lék síðast 31. Hhl-bl??, en svart- ur missti af glæsilegri vinn- ingsleið. Hann lék 31. — Rg2? og eftir 32. Hb3! náði hvítur að vinna endataflið. Vinningsleiðin var þannig: 31. - Hxe3! 32. Kxe3 (32. Hbb7 - Hhe2+ 33. Kdl - Hcxc2! 34. Hxf7+ - Ke8 dugir ekki heldur) 32. — Hxc2 33. Hel - Rg2+ 34. Kd3 — Rxel+ og svartur vinnur mann. BORGARSKÁKMÓTIÐ fer fram í dag í Ráðhúsi Reykja- víkur og hefst kl. 15. Margir af sterkustu skákmönnum landsins munu taka þátt í mótinu. Borgarstjórinn 1 Reykjavík, Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, opnar mótið og leikur fyrsta leikinn. d • I o h VELVAKANDI Svíirar í síma 569 1100 frá 10-12 og 14-16 frá mánudegi til föstudags Netfang: lauga@mbl.is Krossgátan „KAUPANDI Morgun- blaðsins" gerir athuga- semd í Velvakanda 15. ágúst við skýringu á orð- unum kólga og agi í kross- gátum hér í blaðinu. Um- sjónarmaður krossgát- unnar vekur athygli á skýringu umræddra orða í Orðabók Menningar- sjóðs: Kóíga: 1 alda, 2. kuldablær; skýjaþykkni. Agi: 1 ótti; lotning, 2. tamning við reglusemi, 3 ófriður; órói. Og ennfrem- ur: Væta; mýrlendur jarð- vegur. I krossgátum eru not- aðar fleiri skýringar á orð- um en þær sem algeng-' astar eru. Skjaldar- merkjafræði EFTIRFARANDI bréf barst Velvakanda frá finnanum Kaj Puumalain- en, sem skrifar á íslensku, og birtist bréfið óbreytt: „Ég óskar að komast í samband við mann, sem hefur numið og eða hefur áhuga á skjaldarmerkja- fræðum (heraldik og vex- illogi) í ólíku myndum. Ég er í félagi Heraldiska Sállskapet í Finland, og hef við þessi skilyrði sér- stakt áhugi á núverandi íslensku skjaldarmerki- fræðinni og hannandi og raunsær starfandi þeirra. Hvaða umfjöllunardiljar, félög og menn á íslandi annast erindi um skjaldar- merkifræði? Þegar ég ekki hef önn- ur vitneskja _um skjaldar- merkifræða íslands nema frá íslensku bókum og blöðum og ekki fengið svör frá forsætisráðu- neytinu eða Myndlista- skóla íslands, væri ég mjög þakklátur fyrir hvert svar við fyrirspurnina. Bréfaskiptin kann að gerast á íslensku.. Með bestu kveðjur." Kaj Puumalainen Utmarksv3agen 72b 3 FIN-20810 ÁBO Finland. Tapað/fundið Lyklakippa fannst LYKLAKIPPA með þrem lyklum, þar af tveim hús- lyklum, fannst við Skóg- arfoss miðvikudaginn 14. ágúst sl. Eigandinn má vitja þeirra í síma 553-5035. Gæludýr Kisa vantar heimili GULLFALLEGAN fress- kettling (Oriental Havana- brown), bráðvantar gott heimili. Hann er fjögurra mánaða, blíður inniköttur, dökkkaffibrúnn með örlít- inn hvítan blett á bring- unni. Þeir sem vilja góðan félaga og kassavanan heimiliskött eru beðnir að hafa samband í síma 565-6781. Hlutavelta ÞESSIR duglegu krakkar héldu hlutaveltu nýlega til styrktar Rauða krossi Islands og varð ágóðinn 1.046 krónur. Þau heita Valgeir Erlendsson og Hrafnhildur Jónsdóttir. ÞESSAR duglegu stúlkur héldu hlutaveltu nýlega til styrktar Rauða krossi íslands og varð ágóðinn 2.377 krónur. Þær heita Lena Valdís og Elísabet Ósk. Víkveiji skrifar... KARTÖFLUR hafa lengi verið undirstaða í fæðu íslendinga og er svo enn. Kartöflur eru holl- ar, en hins vegar eru þær tiltölu- lega dýrar, sem hefur dregið nokk- uð úr neyzlunni. Nú er uppskeru- tíminn víða hafinn og á næstu vik- um mun berast mikið magn á markaðinn, enda búizt við met- uppskeru vegna góðs vors og sumars, einkum sunnan heiða. Samt ber lítið á verðlækkun á kartöflum ennþá. Einn framleið- andi samdi þó við stórverzlun í Reykjavík um verulega lækkað verð, en þá brá svo við, að skemmdarverk voru unnin á vél- um hans og tækjum. Skemmdar- vargarnir hafa ekki fundizt svo vitað sé, en verknaður þeirra virð- ist hafa hrætt aðra framleiðendur frá verðlækkun. xxx FARI sem horfir, að metupp- skera verði á kartöflum, mun hátt verð koma framleiðendum í koll. í fyrsta lagi dregur það úr almennri neyzlu, því fólk leitar einfaldlega í ódýrara hráefni í staðinn, t.d. hrísgrjón og hvers konar pastavörur. I öðru lagi munu framleiðendur sitja uppi með óselj- anlegar birgðir og í þriðja lagi munu neytendur kunna þeim litlar þakkir fyrir að þurfa að borða vondar (og í raun óætar) kartöflur fram eftir næsta sumri. Ekki er heimilað að flytja inn nýja erlenda uppskeru á meðan nægar birgðir eru til innanlands, þar sem stjórn- völd gera sér grein fyrir því, að útilokað er fyrir innlenda fram- leiðslu að keppa á markaði á vorin við nýuppteknar kartöflur erlend- ar, hvorki í verði né gæðum. xxx UPPSPRENGT kartöfluverð mun hafa í för með sér, að fólk byrjar á ný að rækta eigin kartöflur eins og gerðist á vel- mektardögum Grænmetisverzlun- ar landbúnaðarins, svo og mun þrýstingur neytenda aukast á stjórnvöld að heimila meiri sam- keppni á kartöflumarkaði. Aldrei er að vita, hvenær stjórnmálamenn söðla um og telja sér ekki fært að ganga fram hjá hagsmunum tugþúsunda kjósenda. Það kann líka að hafa áhrif á þá, að hátt kartöfluverð sprengdi upp vísi- töluna í ágústbyijun, enda hafði það hækkað um 52% frá mánuðin- um áður. Kannski stjórnmála- mönnum hijósi hugur við því, að hátt verð á kartöflum auki verð- tryggðar skuldir ríksins og heimil- anna í landinu. Framleiðendur geta ekki leyft sér til lengdar að ganga fram af neytendum og það geta þeir tryggt með sanngjörnu verði. Þeir verða að hætta að líta á upphaf upp- skerutímans sem sérstök uppgrip í skjóli skorts á markaðnum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.