Morgunblaðið - 18.08.1996, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 18.08.1996, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ ALDARMINNING SUNNUDAGUR 18. ÁGÚST 1996 27 HELGI PÁLSSON + Helgi Pálsson fæddist á Ak- ureyri 14. ágúst 1896 og lést þar 19. ágúst 1964. For- eldrar hans voru Páll Jónasson, f. 23.12. 1861 á Sauðanesi í Þistil- firði, d. 7. ágúst 1941 á Akureyri, og kona hans Kristín Þórdís Jak- obsdóttir, f. 17.12. 1860 í Garði í Ól- afsfirði, d. 2.2. 1938 á Akureyri. Systir Helga var Vilborg Páls- dóttir, f. 15.5. 1904 á Akur- eyri, d. í desember 1993 á Akureyri. Eiginkona Helga var Kristín Pétursdóttir, f. 8.1. 1900 á T^örn á Nesjum, d. 5.12. 1989 á Akureyri. Börn Kristínar og Helga voru: Margrét Kristín, f. 20.3. 1929, hús- móðir í Borgar- nesi, d. 28.12. 1992. Guðrún, f. 1.9. 1930, kaupkona á Akureyri, d. 18.6. 1993. Pétur, f. 27.7. 1932, vélstjóri á Akureyri. Sigur- laug, f. 3.4. 1934, hjúkrunarfræðing- ur í Reykjavík. Hallgrímur,^ f. 7.5. 1935, starfsmaður Útgerð- arfélags Akureyringa hf., Ak- ureyri, Björg, f. 25.11. 1938, fulltrúi í Reyjavík, Páll, f. 23.10. 1944, organisti og tón- listarkennari á Kjalarnesi. Andlitssnyrting ei skal fresta augu skoða, bijóst og háls. Tak þér spegil, vel þann besta, talaðu fyrst við Helga Páls. Svo orti Kristján frá Djúpalæk, líklega að beiðni Helga Pálssonar, frænda síns, en Helgi átti aldaraf- mæli 14. ágúst 1996. Vona ég að rétt sé farið með vísuna en svona hefur hún geymst í minni mínu. Helgi notaði þessa auglýsingu í blöðum, sem gefin voru út á Akur- eyri í byijun sjöunda áratugarins. Þá rak Helgi Byggingarvöruversl- un Akureyrar hf. en hluti starf- seminnar var rekstur glerslípunar og speglagerðar. Er mér ljúft að minnast tengdaföður míns í nokkr- um orðum. Helgi stundaði nám við Gagn- fræðaskólann á Akureyri. Hann réðst síðar sem verslunarþjónn til Höfnersverslunar og starfaði þar um árabil. Árin 1924 til 1932 hafði Helgi með höndum útgerð ásamt Jakob Kristinssyni og sam- an gerðu þeir út Svan I og Svan II, sem byggður var árið 1930. Árið 1934 keypti Helgi Höfners- verslun í félagi við Ara Hallgríms- son (föður Hallgríms og Björns sem nú eru eigendur, ásamt fleir- um, að Bautanum á Akueyri). Ráku þeir verslunina og einnig fiskverkun í ein fimm ár. Helgi stundaði einnig um tíma útgerð með Vigfúsi Vigfússyni. Þá hafði hann jafnframt með höndum síld- arsöltun í Hrísey og á Akureyri. Það má sama segja um Helga og aðra síldarspekúlanta á þessum árum, að einn daginn voru þeir ríkir og vildu gefa, en annan dag- inn voru þeir fátækir og áttu ekki eyri. Helgi átti í nokkur ár fyrir stríð línuveiðarann Jarlinn og tel ég að Helga hafi ekki lánast út- gerð hans vel, en Óskar Halldórs- son keypti skipið af Helga og hélt því út til veiða og siglinga með aflann á stríðsárunum til Eng- lands, en eins og mörgum er kunn- ugt, fórst það skip með allri áhöfn í einni siglingunni. Helgi lét stríðsástandið í Evrópu ekki aftra sér frá því að fara til Noregs árið 1940 til þess að at- huga um kaup á fiskiskipi. Krist- ján P. Guðmundsson, síðar um- boðsmaður Sjóvátrygginga á Ak- ureyri, var samferða Helga til Noregs og var hann í sömu erind- um. Leiðir þeirra skildu er þangað var komið og hélt Helgi til Ála- sunds. Á meðan þeir voru í Noregi hernámu Þjóðveijar landið. Varð ástandið ískyggilegt og áttu marg- ir á hættu að verða handteknir og færðir í fangabúðir. Símtöl voru hleruð og boðað var að sam- töl yrðu að fara fram á norsku. Helgi hringdi í Kristján og ræddu þeir saman um stund. Skyndilega kom rödd inn á línuna og sagði þeim að þeir yrðu að hraða símtal- inu. Þá hrópaði Helgi á íslensku: „Komdu hingað, héðan er alltaf möguleiki á að komast heim. Ég fer í kvöld.“ í sömu svifum var sambandið rofið. Og báðir komust þeir heim. Helgi eftir ævintýraleg- an flótta með norskum flótta- mannabát frá Álasundi, fyrst til Færeyja og síðan til Islands. Norskt flóttafólk, Davik fjölskyld- an, bjó á heimili Helga öll stríðsár- in og þröngt máttu þá sáttir sitja. Ingebrigt Davik, sem síðar varð þekktur útvarpsmaður í Noregi, var við nám í Menntaskólanum á Akureyri og lauk þaðan stúdents- prófi. Hann hélt ávallt mikilli tryggð við ísland, æskuvini sína þar og sérstaklega þessa fjöl- skyldu, líklega ekki að ófyrirsynju. Hann er látinn fyrir nokkrum árum. Afleiðingar heimsstyijald- arinnar urðu margvíslegar á ís- landi, þó íslendingar hafi ekki orð- ið fyrir slíkum hörmungum sem margar þjóðir Evrópu. Þungbær- ast af öllu var að missa marga unga menn sem drukknuðu er skip þeirra voru skotin í kaf eða sem skotnir voru til bana. En ýmis önnur vandamál komu upp, meðal annars vandræði við öflun vara og birgðaflutninga til lands- ins, sem leiddu til þess að taka varð upp skömmtun á ýmsum nauðsynjavörum. Þegar Helgi kom heim var hann ráðinn sem skömmtunarstjóri á Akureyri og gegndi því starfi af slíkri trú- mennsku að við var brugðið. Árið 1946 stofnaði hann ásamt öðrum Byggingarvöruverslun Akureyrar hf. og gerðist framkvæmdastjóri félagsins. Var starfsemin fólgin í verslun og glerslípun og spegla- gerð. Rak hann þessa starfsemi til dauðadags og var orðinn aða- leigandi er hann lést árið 1964. Mættu nú ýmsir ætla að maður- inn hefði haft í nógu að snúast við það sem að ofan er rakið, en það var öðru nær. í frítímum ræktaði hann tún og sá um skepnuhald, byggði nýtt hús fyrir foreldra sína í Aðalstræti og sinnti áhugaefnum sínum. Hann aðhylltist snemma stefnu Sjálf- stæðisflokksins og lét í té ómælda vinnu við ýmis málefni á vegum flokksins og í þágu bæjarfélags- ins. Hann var kosinn í bæjarstjórn árið 1950 og sat þar til dauða- dags. Hann átti sæti í bæjarráði og var í stjórn Krossanesverk- smiðjunnar og jafnan í hafnar- nefnd auk margvíslegra annarra starfa í þágu bæjarins. Helgi var virtur af háum sem lágum og orðlagður fyrir drengskap, hjálp- semi, orðheldni, einurð og dugnað og „hann var einskis manns hand- bendi“ eins og góður maður orð- aði það. Þá sat hann í stjórn Út- gerðarfélags Akureyringa frá stofnun þess allt til er hann lést. Vil ég leyfa mér að vitna til minn- ingarorða farsæls framkvæmda- stjóra þess félags, Gísla Konráðs- sonar, um Helga. en þau voru meðal annars þessi: „Upphaf þess félags, barátta fyrir stórri fiskiskipaútgerð frá Ákureyri til atvinnuaukningar og hagsbóta fyrir bæ og byggð, var að miklu leyti verk Helga Pálsson- ar. Hann hafði heitan áhuga og bjarta trú á útgerð og skildi, að öflun sjávarfangs er svo nauðsyn- legur þáttur í tilveru þessarar þjóðar, að honum verður að gefa fullan gaum og veita verðugan stuðning. Og þótt hann hefði kom- ist í kynni við það, að slíkum at- vinnurekstri fylgja skúrir eigi síð- ur en skin, bilaði ekki bjartsýni hans og trú á það, að sigur ynnist að lokum, ef nógu ötullega væri fram haldið. Þessi lifandi áhugi Helga átti sinn ríka þátt í því, að hann varð einn af helztu hvata- mönnum að stofnun togaraútgerð- ar hér á Akureyri, eins og fyrr segir, og að honum var falin for- mennska í fyrstu stjórn þess og síðan nær óslitið til dauðadags. Eins og Akureyringum er kunnugt hefur á ýmsu gengið um rekstur þess félags eins og alla togaraút- gerð á Islandi hin síðari ár, en hvað sem á bjátaði var Helgi ávallt ódeigur í baráttu sinni fýrir gengi félagsins og sparaði sér aldrei ómak eða tíma ef hann taldi að verða mætti því til gagns. í þeirri baráttu hélt hann vel á máli sínu en var þó ávallt með opin eyru fyrir hveiju því, er réttara kynni að reynast. Og þótt hann væri ákveðinn fylgjandi síns stjórnmála- flokks sætti hann sig ekki við neinn þann pólitíska einstefnuakstur, sem þröng flokksstjómarsjónarmið ákveða, heldur lét skoðun sína og sannfæringu um málefnin vísa veg- inn hveiju sinni. Þessir mannkostir og hin glaðlega og ljúfmannlega framkoma Helga öfluðu honum vinsælda og trausts." Ekki verður hjá því komist, og reyndar er mér það ljúft, þegar rifjuð er upp ævi Helga, að nefna þátt eiginkonu hans, Kristínar Pétursdóttur. Helgi eignaðist af- burða duglega og fallega eigin- konu, sem studdi hann við störf og stóð við hlið hans í blíðu og stríðu. Kristín var alin upp við öll almenn sveitastörf og er mér ekki grunlaust um að oft hafi kunnátta hennar og útsjónarsemi ráðið úr- slitum þegar þrengdist í búi, en hin fyrstu ár í hjónabandi þeirra voru ekki alltaf dans á rósum. Og margar raunir þurftu þau sameig- inleg'a að upplifa er árin liðu, eins og gengur í lífinu. En þau bönd sem þau bundu í upphafi röknuðu aldrei og hjónaband þeirra reynd- ist afar farsælt og ástríkt. Eignuð- ust þau sjö börn sem öll komust á fullorðinsaldur, en tvær dætur þeirra eru nú látnar. Helgi Pálsson lést 19. ágúst 1964. Kristín lést 15. desember 1989. Blessuð sé minning þeirra. Ragnar Ásgeir Ragnarsson. Innritun er hafin Athygli er vakin á því að námskeið fyrir gönguleiðsögumenn verður haldið nú i vetur. Umsækjendur þurfa að hafa reynslu í notkun áttavita, löngum gönguferðum og hafa góða tungumálakunnáttu. Kennsla hefst 7. september n.k. Uþþlýsingar eru gefnar á skrifstofu skólans kl. 9:00 til 12:00 virka daga (gengið er inn frá Hóvegi). Innritun lýkur 20. ágúst. Leiðsöguskóli íslands MENNTASKÓLANUM í KÓPAVOGI ICELAND TOURIST GUIDE SCHOOL Mikiðúival afheHum ogsteinum. Mjöggottverð STÉTT HELLUSTEYPA HYRJARHÖFÐI 8 112 REYKJAVlK SÍMI 577 1700-FAX 577 1701 Fylgstu meb í Kaupmannahöfn Morgunblabib fæst á Kastnipflngvelli og Rábhústorginu

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.