Morgunblaðið - 18.08.1996, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 18.08.1996, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 18. ÁGÚST 1996 17 Grænlandi á 16. og 17. öld sem lýsti sér í kortagerð af Grænlandi og Grænlandslýsingum auk þess sem íslendingar lýstu áhuga á að taka þátt í seinna landnámi norrænna manna á Grænlandi á fyrri hluta 18. aldar. Einnig ræddi Anna um sam- eiginlega stöðu íslands og Græn- lands í Napóleónstyijöldunum (1807-1814) og hvernig verndari landanna beggja, Sir Joseph Banks, leysti úr vandamálum þeirra. Anna sýndi þau kort sem íslend- ingar gerðu af Grænlandi fyrr á tím- um og lýstu því ekki sem eyju held- ur skaga: Sigurður Stefánsson í Skálholti undir lok 16. aldar, Guð- brandur Þorláksson í byijun þeirrar sautjándu, Jón Guðmundsson lærði um miðja sautjándu öld og Þórður Þorláksson í seinni hluta aldarinnar. Einnig fór hún yfir lýsingar íslend- inga á Grænlandi frá þessu tímabili eins og Odds Einarssonar biskups og Arngríms lærða Jónssonar og kynnti hugmyndir Þormóðs Torfa- sonar frá því á sautjándu öld um að gera íslenska betlara að landnem- um á Grænlandi og hugmyndir Arn- grims Vídalíns frá því í upphafi átj- ándu ald'ir sem vildi gera leiðangur til Grænlands í samráði við Dana- konung með 500 fjölskyidur og stofna þar nýlendu. Þegar seinna landnám norrænna manna á Græn- landi hófst í kjölfar siglingar Hans Egede til landsins árið 1721 kom upp sú hugmynd að flytja íslenska bændur og fjölskyldur þeirra til Grænlands að byggja upp landbún- að. Um 200 manns á suð-vesturland- inu skráðu sig til farar. Fólk í Árnes- sýslu hafði þann fyrirvara að ef því vegnaði ekki eins vel á Grænlandi og heima á íslandi yrði það flutt heim aftur á kostnað konungs. Ekki virðist áhuginn á Grænlandi hafa aukist með tímanum því brátt var talan komin niður í 14 manns, þar af voru fjögur börn. Horfið var frá fyrirætlunum um frekara landnám íslendinga. Fyrir tilstilli Sir Joseph Banks fengu íslensk kaupskip og skip frá Grænlandi og Færeyjum leyfi til að sigla til Bretlands þegar Danir áttu í stríði við Breta eftir 1807. Siglinga- leyfin nutu engra vinsælda meðal breskra kaupmanna sem kröfðust þess að þau yrðu afnumin. Banks reyndist Grænlendingum ekkert síð- ur hjálplegur en íslendingum og kom í veg fyrir að siglingarnar yrðu stoppaðar og aðstoðaði þá á allan þann hátt sem hann gat. Banks lagði oftlega til að Island og Færeyjar yrðu innlimaðar í breska samveldið en nefndi aldrei Grænland í því sam- bandi. Það gerði þó annar maður gjörkunnugur íslendingum, Jörund- ur hundadagakonungur. Hann skrif- aði Banks bréf og lýsti þeirri hug- mynd að innlimun væri besta leiðin til að aðstoða fátæku „ís- og Græn- lendingana" (orðalag Jörundar). Áhugi Banks á íslandi, Grænlandi og pólsvæðinu er sjálfsagt sprottinn ásamt öðru af heimsóknum hans til íslands og Labradors. Árið 1814 var saminn friður á milli Breta og Dana í Kiel og Danir voru neyddir til að láta Noreg í hendur Svíum. ísland, Grænland og Færeyjar hefðu átt að fylgja með í kaupunum en í íjórðu grein Kielarsamningsins er tekið sérstaklega fram að lönd þessi teld- ust ekki með. í umræðum eftir er- indi Önnu kom fram tilgáta þess efnis að sænsku samningamennirnir í Kiel hefðu ekki verið betur að sér og ekki vitað að löndin þijú hefðu heyrt undir Noreg. Önnur tilgáta var sú að Bretar hefðu stjómað á bak við tjöldin og ekki viljað að Svíar réðu þessum hemaðarlega mikil- vægu löndum. Tilkall íslendinga til Grænlands Kristján Sveinsson sagnfræðingur vék að hugmyndum íslendinga um Græniand frá árum sjálfstæðisbar- áttu íslendinga til miðrar þessarar aldar. Grænland blandaðist sjálf- stæðisbaráttunni að því leyti að ís- lenskir stjórnmálamenn litu svo á að Island væri hjálenda Dana en Grænland og Færeyjar nýlendur og því var allur samanburður við þaú lönd út í hött. íslendingar mótmæltu harðlega þegar þeir voru spyrtir saman við Grænlendinga. Viðhorfið í kringum aldamótin var að á Græn- landi byggju skrælingjar og grimm og ómenningarleg þjóð. Þeir Islend- ingar sem hins vegar þekktu til Grænlendinga af eigin reynslu og höfðu búið í landinu og lært málið sögðu þá duglega og friðsama þjóð sem lært hafði að komast af með ráðum og dáð við mjög erfiðar að- stæður. Kristján sagði að þegar ísland var orðið fullvalda ríki árið 1918 var ekki lengur ástæða til að skilja sig gersamlega frá Grænlandi og áhugi vaknaði hér heima á náttúruauðlind- um landins og var Einar Benedikts- son skáld einn af þeim sem sýndi landinu mikinn áhuga. Var því sleg- ið fram hvor íslendingar gætu feng- ið leyfi til atvinnureksturs á Græn- landi við sambandslagasamnings- gerðina en því var hafnað. Jón Þor- láksson áleit að íslendingar gætu átt sögulegan rétt til Grænlands vegna stöðu landsins innan dansk- norska ríkisins fram að friðargerð- inni í Kiel árið 1814. Magnús Torfa- son Framsóknarflokki var fylgjandi því að Islendingar héldu fram rétti sínum til Grænlands og sagði enga bera hag Grænlendinga meir fyrir bijósti en íslendinga. Héðinn Valdi- marsson benti hins vegar á að ef íslendingar ættu sögulegan rétt til Grænlands ætti Noregur með sama hætti rétt til íslands og var einn um að halda því fram að þeir einu sem ættu tilkall til landsins væru íbúar þess. Á árunum 1953 til 1954 fengu íslenskir stjórnmálamenn í síðasta sinn tækifæri til að deila um Græn- land. Það gerðist annars vegar í tengslum við inngöngu íslands í NATO og komu Bandaríkjahers til Keflavíkur. Þjóðernishyggja fékk byr undir báða vængi hjá vinstri mönnum sem bentu á að sagan end- urtæki sig og eftir fá frelsisár væri þjóðin afUir undirokuð af erlendu hervaldi. ísland og Grænland lutu sömu örlögum að þessu leyti sem kúgaðar þjóðir. Einnig gerðist það árið 1953 að Grænland var gert að amti í Danmörku en hafði talist nýlenda frá árinu 1931. Breytingin fól í sér að Grænland var innlimað í danska ríkið. Danir sóttu um það til Sameinuðu þjóðanna að vera leystir undan skýrslugerðarkvöð þeirri sem nýlenduríki báru gagn- vart Sþ. Umræðan um hugsanleg réttindi íslendinga á Grænlandi kom upp aftur hér heima í tengslum við afgreiðslu málsins hjá SÞ og það var í síðasta sinn sem það gerðist. Sam- einuðu þjóðirnar viðurkenndu yfir- ráðarétt Dana yfir Grænlandi og allt tal um rétt Islendinga tillaiids- ins féll niður. blabib - kjarni málsins! Hrefnu rak aljoru Litlu-Árvík - Hefnu rak á fjöruna fyrir neðan bæinn í Stóru-Árvík í Árnes- hreppi 15. ágúst sl. Guð- mundur Jónsson, bóndi í Stóru-Árvík, segir þetta örugglega vera hrefnu og er hún aðeins rifin og virð- ist löngu dauð. Ekki var hægt að mæla hana á flóðinu en hún reyndist svo vera 8 metrar. Morgunblaðið/Jón G. Guðjónsson sófasett - sófar - stakir sófar í léðri - alkantara- og teflonáklæði

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.