Morgunblaðið - 18.08.1996, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 18.08.1996, Blaðsíða 12
12 SUNNUDAGUR 18. ÁGÚST 1996 ERLENT MORGUNBLAÐIÐ Erbakan vill nýtt bræðralag múslimaþjóða Aftur í austurátt? Tyrkland er byggt múslimum en á aðild að Atlantshafsbandalagínu, NATO, og þar ríkir lýðræði þótt brokkgengt sé. Nýlega tók þar við völdum í fyrsta sinn í 73 ár ríkisstjóm undir foiystu heittrúarmúslima og hyggst hún efla mjög samskiptin við önnur ríki múslima, ekki síst íran og írak, segir í grein Kristjáns Jónssonar. Bandaríkjamenn telja þessi tvö ríki mikilvægustu hreiður alþjóð- legra hermdarverkamanna og em uggandi vegna þessarar þróunar FYLGI Velferðarflokks Neemettins Erbakans, hins nýja forsætisráð- herra Tyrklands, hefur aukist úr 8% í 20% á aðeins fjórum árum. Segja stjórnmálaskýrendur að spilling meðal ráðandi afla, efnahagserfíðleikar og valdabar- átta milli forystumanna annarra helstu flokka í landinu, sem nær allir eru veraldlegir og andvígir ofsatrú, hafí verið vatn á myllu Erbakans. Flokkur hans höfðar fyrst og fremst til fátæks alþýðufólks, er vel skipulagður, nýtir sér tölvu- tækni og ýmsar vestrænar bar- áttuaðferðir. Flokksleiðtoginn virðist geta ýtt mikilvægum stefnumálum til hliðar þegar það hentar; fótgönguliðarnir sýna hon- um samt algera hollustu. Fyrst í stað virtist Erbakan gera sér far um að lægja öldurnar og sannfæra jafnt vestræna ráða- menn sem innlenda andstæðinga um að ekkert væri að óttast. Ýmsar yfírlýsingar hans síðustu daga og vikur um nýtt bræðralag með öðrum þjóðum islams og við- leitni til að efla siðareglur trúar- innar í landinu hafa hins vegar valdið ótta við að Tyrkir séu að hverfa frá áratuga langri sam- vinnu sinni við vestrænar þjóðir sem lagður var grunnur að skömmu eftir að hið forna heims- veldi soldánsins hrundi í fyrri heimstyijöld. Erbakan hefur hvatt til þess að haldinn verði „islamskur leiðtoga- fundur“ með fulltrúum írans, ír- aks og SýrlandS; ríkja sem Banda- ríkjamenn og Israelar segja að beri ábyrgð á flestum hryðjuverk- um sem beint er gegn vestrænum skotmörkum. Erbakan var fyrr á árum óspar á gagnorðar yfírlýsingar er hann var í stjómarandstöðu. Hann for- dæmdi aðild landsins að NATO og hernaðarsamvinnu við ísrael, var andvígur tollabandalaginu við Evrópusambandið, mælti með efnahagsbandalagi ríkja múslima. Þrautseigja og kænska hins sjö- tuga Erbakans eru orðiögð og hann er fljótur að nýta sér þau tækifæri sem bjóðast. Hann dró þegar í land er hann sá að flokkur- inn gat komist til valda með því að milda afstöðu sína, verða stofu- hreinn í pólitískum skilningi. Er stjórnarsamstarf hægri- flokka þeirra Mesuts Yilmaz og Tansu Ciller var í andarslitrunum leituðu þau bæði hófanna hjá Er- bakan, þrátt fyrir yfirlýsingar beggja um þá hættu sem framtíð Tyrkja stafaði af uppgangi öfga- manna. Ciller, sem er fyrrverandi forsætisráðherra, hafði betur, hún varð utanríkisráðherra í nýrri rík- isstjórn undir forystu Erbakans í júlí. Velferðarflokkurinn stóð við sitt og hætti að beita sér fyrir rannsókn á meintri spillingu Ciller er hún gegndi embætti forsætis- ráðherra. Ciller hafði áður heitið því að leggja allt í sölurnar til að hindra framgang heittrúarmanna en af- sakaði sig með því að hún hefði ekki átt annarra kosta völ. Stjórn- málaskýrendur voru auk þess margir á því að rétta leiðin til að stöðva Erbakan væri einmitt að fela honum stjórnarforystu. Hann myndi ekki geta uppfyllt kosn- ingaloforð sín til handa fátækl- ingum án þess að kollsigla efna- hagnum. Flokksleiðtogarnir myndu einnig fljótt verða jafn spilltir og aðrir tyrkneskir póli- tíkusar og því glata trausti al- þýðufólks. Minningar um heimsveldi Tyrkjaveldi, sem tók við arfi hins mikla ríkis araba á miðöldum, NECMETTIN Erbakan, for- sætisráðherra Tyrklands. Að baki honum er málverk af stofnanda nútímaríkis í Tyrk- landi, Kemal Atatiirk, er nefndur var Gráúlfurinn. var öldum saman eitt af öflugustu ríkjum heims, náði þá auk Tyrk- lands yfir meginhluta Miðaustur- landa allt að landamærum Persíu, núverandi írans og réði löndum í Norður-Afríku og á Balkanskaga. Tyrkir voru bijóstvörn NATO í suðausturhluta Evrópu í kalda stríðinu og hérafli þeirra, um 500.000 manns, er hinn næst- stærsti í bandalaginu, aðeins Bandaríkjamenn hafa fleiri menn undir vopnum. Herflugvöllurinn í Incirlik, í suðausturhluta landsins, gegndi lykilhlutverki í Persaflóa- stríðinu gegn Saddam Hussein. Bandarískar herflugvélar, sem ' halda uppi eftirliti yfir norðurhluta íraks og veita Kúrdum þar vernd fyrir ofsóknum Saddams, hafa enn bækistöð í Incirlik. Erbakan hvatti áður til þess að þeim yrði vísað burt, kallaði þá „hernámslið", en í júlí greiddi flokkur hans atkvæði með því að framlengja dvöl Bandaríkjamann- anna um hálft ár. Ljóst er að mestu réð þar þrýstingur af hálfu Ciller og flokksmanna hennar en heimildarmenn benda auk þess á að ráðamenn í tyrkneska hernum hefðu getað ákveðið að taka völd- in ef Erbakan hefði haldið stefnu sinni til streitu. Hershöfðingjarnir hafa bak við tjöldin sagt að þeir muni aldrei sætta sig við að Tyrk- land, sem er veraldlegt ríki að undirlagi stofnanda lýðveldisins, Kemals Ataturks, hverfi af þeirri braut og geri kennisetningar isl- ams að grundvelli stjórnarfarsins. Við hrun Sovétríkjanna hófu Tyrkir að auka samstarf sitt við múslimaþjóðir í fyrrverandi sovét- ríkjum í Mið-Asíu sem margar tala tungumál náskyld tyrknesku. Erbakan hyggst ekki láta þar við sitja, hann vill einnig bæta sam- búðina við arabaríkin og íran. Fyrr í vikunni fór hann í sína fyrstu opinberu heimsókn og gegn ráðum embættismanna í utanríkis- ráðuneytinu varð íran fyrir valinu. Þar undirritaði hann samning um kaup á gasi fyrir um 23 milljarða Bandaríkjadollara, um 1.500 millj- arða íslenskra króna, á næstu 22 árum. Ætlunin er að flytja gasið með ieiðslum um fjallahéruð austurhluta Tyrklands. Sérfræð- ingar benda á að ekki sé víst að stjórnvöldum í Ankara takist að fá fjármagn til þeirra miklu fram- Blóðugar pólitískar hreinsanir í írak Staða Saddams þykir veikari en nokkru sinni The Daily Telegraph. FREGNIR af blóðugum hreinsunum, pyntingum og aftökum pólitískra and- stæðinga Saddams Husseins í Irak þykja benda til að hann eigi undir högg að sækja í dulinni valdabar- áttu í landinu. Saddam hefur áður gripið til þess ráðs að taka andstæðinga sína af lífi. Allt frá því að hann tók við völdum árið 1979 hefur engum lið- ist að starfa gegn honum. Hreinsanirnar nú þykja hins vegar umfangsmeiri en oft áður. Nýlega bárust fregnir af tveim- ur misheppnuðum tilraunum til að ráða Saddam af dögum og í kjöl- farið hafa allir þeir, sem minnsti grunur leikur á að kunni að hafa efasemdir um leiðtogann, verið handteknir. Heimildir í írak herma að 122 háttsettir yfirmenn í íraska hem- um hafi verið teknir af lífi síðastlið- inn mánuð. Fjölmargir til viðbótar hafa ver- ið í haldi við hrikalegar aðstæður í fangelsum víðs vegar um írak og margir látist af völdum pynt- inga eða slæms aðbúnaðar. Tuttugu saman í klefa Eitt versta dæmið er af hundrað yfírmönnum í hernum er voru lok- aðir inni í Salamiyeh-fangelsinu í borginni Mosul í norðvesturhluta landsins. Mennirnir voru lokaðir inni í sérstakri álmu og látnir dúsa RÆÐA sem Hussein flutti í síðustu viku þykir til marks um að hann meti stöðu sína veikari en oft áður. allt að tuttugu saman í Iitlum fjög- urra manna klefum. Hitastig var allt að fjörutíu gráður og létust tæplega fjörutíu fanganna innan nokkurra daga. Vakti þessi með- ferð mikla reiði meðal lækna á spítala fangelsisins og neituðu þeir að undirrita dánarvottorð. Urðu embættismenn að múta öðrum læknum til að útvega nauðsynleg skjöl, þannig að hægt yrði að af- henda ættingjum líkin. Það felst ákveðin kaldhæðni í því að kveikjan að þessum hreins- unum er sú að útlit er fyrir að slakað verði á efnahagslegum refsiaðgerðum Sameinuðu þjóð- anna. Verða allt að tólf hundruð embættismenn á vegum SÞ sendir til írak til að tryggja að tekjur af olíusölu renni til mannúðar- mála. „Saddam óttast að eftirlitsmenn SÞ muni komast að því að mikil andstaða sé við stjórn hans í írak og nýta sér þær upplýsingar til að knýja breytingar í gegn,“ sagði Ayad Alawi, framkvæmdastjóri íraskra útlagasamtaka í London. „Hann hefur gripið til þessara að-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.