Morgunblaðið - 18.08.1996, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 18.08.1996, Blaðsíða 2
MORGUNBLAÐIÐ 2 SUNNUDAGUR 18. ÁGÚST 1996 FRÉTTIR Morgunblaðið/Jón Svavarsson Stúlka sem tekin var með kókain á Kastrup í febrúar enn í varðhaldi Ungt fólk oft auðveld bráð í Kaupmannahöfn Kaupmannahöfn. Morgunblaðið. TVITUG íslensk stúlka, sem var handtekin í febrúar á Kastrup-flug- velli með 2'h kíló af kókaíni situr enn í gæsluvarðhaldi, þar sem rann- sókn á máli hennar er ekki lokið. Að sögn Eriks Bjorns yfirmanns hjá eiturlyfjalögreglunni í Kaup- mannahöfn er málið umfangsmikið og rannsókn seinleg sökum þess hve margir koma þar við sögu. í samtali við Morgunblaðið sagði Bjorn að ungt fólk sem kæmi til borgarinnar án húsnæðis og at- vinnu gæti verið auðveld bráð fyrir þá, sem leita að fólki til að smygla eiturlyfjum. Islenska stúlkan var að koma frá Montevídeó í Úrúgvæ, þegar árvök- ull tollþjónn stöðvaði hana. Kókaín- ið var í handtösku, sem hún hafði með sér. Líklegast þykir að hún hafi verið fengin til að takast þessa ferð á hendur og sækja efnið, verið „burðardýr" fyrir söluaðila. Rann- sóknin er seinleg, því takmarkið er að ná í þá sem standa að sölu og dreifingu, en ekki aðeins þá sem fara í sendiferðirnar. Stór hluti eiturlyfjamarkaðarins í Kaupmannahöfn er í höndum Afr- íkubúa og erfítt hefur reynst að hafa hendur í hári þeirra. Söluverð- mæti efnisins á götunni fer eftir því hversu sterkt það er og hversu mikið er hægt að þynna það, en algengt verð er um ellefu þúsund íslenskar krónur fyrir hvert gramm. Fleiri íslendingar yfirheyrðir Að sögn Eriks Bjorns hafa fleiri íslenskar stúlkur verið yfírheyrðar vegna málsins. Bjorn vildi ekki tjá sig um mál stúlkunnar, en segir að mörg smyglmál af þessu tagi fylgi svipuðu mynstri. Stúlkur, en stöku sinnum ungir menn, sem hvorki hafa atvinnu né húsaskjól, séu oft auðveld bráð fyr- ir menn, sem bjóði ókeypis flug- ferð, dvöl á lúxushóteli, vasapen- inga og þóknun fyrir að sækja tösku eða pakka til Suður-Ameríku. Mikil- vægt sé að hafa í huga að „frels- andi englar“ séu ekki til og þeir sem beri upp slík gylliboð vilji fá eitt- hvað fyrir sinn snúð. Bjorn sagði að það væru tvær hliðar á því að takast á hendur svona smygl. Annars vegar væri verið að ganga erinda skrattans og flytja inn efni, sem leiddi hörmung- ar yfír fólk er væri þeim ánetjað. Hins vegar væri áhættan gífurleg fyrir þá sem tækju slíkar sendiferð- ar að sér og ekki væri of djúpt í árinni tekið að að segja að það gæti lagt lífið í rúst fyrir þá sem verða teknir. Til þess að komast hjá að verða auðveld bráð fyrir áðurnefnd gylli- boð sagði Bjern að tryggast væri fyrir ungt fólk, sem hyggðist koma til Kaupmannahafnar að vera búið að tryggja sér húsnæði og atvinnu áður en það kæmi hingað til dvalar. Fastar dómavenjur í Danmörku Fastar venjur eru í Danmörku um hvernig dæmt er í smyglmálum og er þá dómurinn í samræmi við smyglmagnið. Fyrir smygl á því magni, sem stúlkan hafði með sér, hefur viðkomandi venjulega verið dæmdur í 5-6 ára fangelsi, sem er þung refsing í dönsku réttarkerfi, enda smygl af þessu tagi litið alvar- legum augum. Hinn dæmdi þarf venjulega ekki að afplána allan dóminn, heldur hefur tækifæri til að stytta tímann með góðri hegðun og á einnig kost á að vera látinn laus til reynslu. Það breytir því ekki að smygl af þessu tagi er mjög alvarlegt brot og það gerist aðeins nokkrum sinn- um á ári að svo mikið magn er tek- ið á flugvellinum. RÉYKJAVÍKURBORG efnir til „hvíldardags bílsins" næstkomandi fímmtudag. Ingibjörg R. Guðlaugs- dóttir, yfírskipulagsfræðingur Borgarskipulagsins, segir að til- gangurinn með deginum sé að vekja fólk til umhugsunar um áhrif bíla- umferðar á umhverfíð, heilsu fólks og kostnaðinn við bílaeign. „Við vonum að fólk staldri við °g spyrji sjálft sig að því hvort ef til vill sé ástæða til að nota strætis- vagna meira á lengri leiðum og hjóla eða ganga á styttri leiðum,“ sagði Ingibjörg og lagði áherslu á að, dagurinn yrði á léttu nótunum. Honum tengdust ýmiss konar uppá- komur en hvorki boð né bönn. Hún sagði að samhliða átakinu Björk í Loftkast- alanum BJÖRK Guðmundsdóttir og Sindri sonur hennar brugðu sér á sýningu Skara skrípó í Loftkastalanum á föstudags- kvöldið. Björk kvaðst vera hér á landi í tveggja daga fríi, en hún hefði ekki átt almennilegt frí í eitt og hálft ár. Ekki var annað að sjá en að hún skemmti sér hið besta og sömu sögu er að segja um unga fólk- ið, sem er með Björk og Ósk- ari Jónassyni á myndinni. Eldsmíði haldið við á einum stað AÐ UNDANFÖRNU hefur staðið yfir námskeið í eld- smíði hjá vélaverkstæði Jósa- fats Hinrikssonar, en iðn- greinin hefur átt undir högg að sækja í nútímanum. Um miðja öldina voru eld- smiðir á hveiju einasta véla- verkstæði, en nú er svo kom- ið að aðeins eitt verkstæði í Reykjavík ræður yfir afli, þar sem eldurinn er kyntur og blásinn. Danskur leiðbeinandi hefur kennt íslendingunum á námskeiðinu og hefur hann komið seinustu sumur til þeirra verka. Annað námskeið hefst í byijun vikunnar, en þar smíða menn meðal annars hnífa úr bílgormum og belt- issylgjur. Morgunblaðið/Ásdís yrði efnt til átaks til að fá fólk til að aka saman. „Ef fólk getur ekki fengið far með nágrönnunum eða vinnufélögunum gefum við þvi kost á að hringja í Borgarskipulagið og gefa upp nafn og símanúmar. Við ætlum svo að reyna að leiða fólk saman,“ sagði hún. Veggspjöld með slagorðinu „Ökum saman“ verða hengd upp í tengslum við átakið. Reykjavikurborg er aðili að evr- ópsku samtökunum Carfree-Cities Network. Samtökin styrkja tilraun- ina um 1,2 milljónir. Eitt skilyrð- anna fyrir styrknum er að skilað verði skýrslu um árangur dagsins. Rúmlega tveir Reykvíkingar eru á hvern bíl í borginni eða heldur meira en í öðrum Evrópulöndum. Flóttafólki aldrei verið beturtekið ► Nokkrir nýju íslendinganna frá Júgóslavíu eru komnir í fasta vinnu á ísafirði og allir eru þeir farnir að glíma við íslenskunám fullir eldmóðs þó þeir hafi ótrúlega og óhugnanlega reynslu að baki. /10 Aftur í austurátt ►Erbakan vill nýtt bræðralag múslimaþjóða. /12 Sem tónlist eins og ég vil heyra hana ► HaukurTómasson tónskáld í víðtali, en hann hefur fengið mikið lof fyrir leikverkið „Fjórða söng Guðrúnar" sem frumflutt var í Kaupmannahöfn á dögunum. /18 Ostamaðurinn á horninu ►í Viðskiptum og atvinnulífl á sunnudegi er rætt við Þórarinn Þórhallsson í Ostahúsinu í Hafnar- firði. /20 B ► 1-32 Ljós úr bæjalæknum ►í Svínadal í Skaftárhreppi var bæjarlækurinn virkjaður fyrir rúmlega 70 árum og ábúendur verið sjálfum sér nógir í raforku- vinnslu síðan. Rætt er við bræð- urna Eirík og Jón Bjömssyni í Svínadal um raforkubúskap fyrr á öldinni og fleira. /1 og 16-17 Ómetanleg reynsla ► Þrír Egyptar voru hér við nám í Jarðhitaskólanum, og tveir stýra nú vatnsleit og borunum í heimalandi sínu. /2 Tónlistarmaður íhálfaöld ►Jónas Þórir Dagbjartsson, tón- listarmaður, sem er sjötugur í dag, á að baki langt og farsælt starf í tónlistinni. /4 c FERÐALOG ► 1-4 Miinchen ►Á Marienplatz er iðandi mannlíf frá morgni til kvölds. /2 Golfog búðarráp í sömu ferð ►Úrval-Útsýn býður kylfingum upp á spennandi möguleika, golf- ' og verzlunarferð til Halifax í Kanada. /4 BÍLAR_____________ ► 1-4 Torfærumeistari í jeppaakstri ► Hollendingaryfir sig hrifnir af íslenskri jeppamenningu. /3 Reynsluakstur ►Góðar endurbætur á NISSAN TERRANOII með nýrri dísilvél. /4 FASTIR ÞÆTTIR Fréttir 1/2/4/8/bak Idag 36 Leiðari 24 Fólk I fréttum 38 Helgispjall 24 Bíó/dans 40 Reykjavíkurbréf 24 íþróttir 44 Skoðun 26 Útvarp/sjónvarp 45 Minningar 27 Dagbók/veður 47 Myndasögur 34 Gámr 8b Bréf til blaðsins 34 Mannlífsstr. 8b Brids 36 Dægurtónl. 12 Stjömuspá 36 Kvikmyndir 14b Skák 36 INNLENDAR FRÉTTIR: 2-4-8-BAK ERLENDAR FRÉTTIR: 1&6 Viðhorf til fullyrðinga um sparnað og neyslu Mig langar til að spara en finnst það erfitt Kaup á verðbréfum og hlutabréfum er of áhættusöm fjárfesting fyrir mig Ég leita yfirleitt að lægsta vöruverði þegar ég fer að versla Ég læt stundum eftir mér að kaupa hluti sem eru óþarfir Ég velti fyrir mér hverri krónu þegar ég kaupi inn til heimilisins Ég er farin(n) aö hugsa meira um í hvað ég eyði peningunum ... Mér hættir til að eyða peningum hugsunarlaust Ég er alltaf með augun opin fyrir útsölum og sértilboðum Ég eyði meira þegar ég er með kreditkort NEYSLUKÖNNUN FÉLAGSVÍSINDASTOFNUNAR1996. Úrtak 1.200 manns, 882 svöruðu. ÞÝÐI neyzlukönnunarinnar, þ.e. sá hópur þjóðarinnar sem úrtakið var tekið úr.eru allir Islendinaar á aldrinum 14-80 ára. Þetta eru 185.173 einstaklingar, samkvæmt upplýsingum frá Hagstofu Isl. Hvert prósentustig I könnuninni samsvarar því um 1.850 manns. Taka veröur tillit til skekkjumarka, sem eru á niöurstöðum I könnun sem þessari, þegar prósentustig eru umreiknuð I mannfjölda. „Hvíldardagnr bílsins“ á fimmtudag Almenningur vakinn til umhugsunar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.