Morgunblaðið - 18.08.1996, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 18.08.1996, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 18. ÁGÚST 1996 19 setninga og hef skrifað talsvert fyr- ir kammerhljómsveitir, fyrir 13-16 hljóðfæri og reyndar einnig tvö hljómsveitarverk. Hvert hljóðfæri útaf fyrir sig getur hljómað margvís- lega og þegar 10-20 hljóðfæri koma saman verður útkoman enn ríkulegri en bestu hljóðgervlar. En kannski held ég mig bara við hljóðfærin því það er það sem ég kann best... en ég held samt ekki. Með því að tengja saman ólík hljóðfæri reyni ég að búa til ný hljóð- færi. Orgelleikari getur valið hvaða raddir hljóðfærisins hljóma saman, en hann getur ekki látið pípurnar spila ólíka tóna samtímis. Eg get hins vegar til dæmis látið þijú hljóð- færi leika saman ólíka tóna sem eitt hljóðfæri, eða ég læt eitt byija og annað taka við og breyta litnum á tóninum, sem byijað var á. Með því að greina tón klassískra hljóðfæra í tölvu sést að það er ákveðið hljóð, sem fylgir tóninum í byijun. Það er þetta sem gefur hveiju hljóðfæri sinn sérstaka blæ og er hluti af því sem við skynjum sem tón einmitt þess hljóðfæris. í raftónlist er oft leikið með að láta tón til dæmis byija sem gíanó en breyta honum svo í óbó. Ég hef þetta líka í huga, reyni að búa til nýjar samsetningar til að fá út ferska tónmynd." Hlustarðu mikið á tónlist? „Ég hlusta alltaf minna og minna, því hlustunina tók ég mikið til út á námsárunum, þegar ég reyndi að kynna mér hvað hefði verið gert á undanfömum öldum. Þá var gaman að vera kannski búinn að kynna sér vel þijár Brahms-sinfóníur, en eiga eina eftir og geta þá ímyndað sér að hlusta á hana sem einkafrumflutn- ing. Nú er minna og minna eftir og ég fer helst á tónleika til að hlusta. Það er líka dálítil synd með hlust- unina að þegar maður hlustar á nýja tónlist, er maður svolítið í vinn- unni, reynir að greina hljómana og svo framvegis. Það veitir hins vegar örugglega sterkari upplifun á eldri tónlist að hafa tónlistarmenntun, því með formkunnáttu veit maður hve- nær eitthvað á að gerast og þegar það gerist verða áhrifín mögnuð." Gott að vera tónskáld á íslandi - en hins vegar er einangrunin En verkið um Guðrúnu var pantað verk. Hvernig barstu þig þá að? „Fyrst og fremst hugsaði ég um hvers konar hljóðblær myndi henta efni og stað. Þetta tvennt átti það sameiginlegt að vera nokkuð hrátt, efnið í slitnu handriti og þurrkvíinn yfirgefin. Textinn er hijóstrugur líkt og kvíin og samstarfsfólk mitt fann samsvörun milli kvíarinnar og ís- lensks landslags. Ég hugsaði um heildarblæinn, á hvaða hátt ég vildi nota hljóðfærin. Síðan hugsaði ég um atburðarásina, reyndi þá að hafa mikla vídd í tón- listinni, þar sem rauðir þræðir gengu í gegn, en líka að kaflarnir yrðu andstæðir. Ég notaði chaconnu- formið, sem byggir á endurtekning- um með tilbrigðum, því mér fannst það henta framvindu sögu Guðrún- ar.“ Venjulega vinna tónskáld ein að iðju sinni, en Guðrúnarsöngurinn var samstarfsverkefni. Hvernig kunn- irðu því? „Í fyrstu fannst mér það óþolandi afskiptasemi þegar leikstjórinn tal- aði um að þessi eða hinn kaflinn í tónlistinni væri of langur eða stemmningin ekki rétt. En svo lærði ég að taka því, lærði að bregðast hægt við í þeirri von að leikstjórinn kæmist á mitt band eða sá kostinn við að ræða saman. í þessu tilfelli var líka kostur að við byijuðum al- veg frá byijun, en höfðum engan ytri ramma sem við urðum að fylgja, svo sem ákveðna stærð af hljóm- sveit eða kór. En það er líka meiri vinna að flétta alla þræði saman í svo náinni samvinnu, því ef ein- hveiju er hnikað til hefur það áhrif á svo marga aðra þætti. Svo höfðum við rúman tíma. Mér varð stundum hugsað til þess að það var ekki íslenskur háttur á þessu, ekki rokið upp og allt drifið hrátt í gegn. Við hittumst á 4-6 mánaða fresti, bárum saman bækur okkar og fórum svo heim á milli til að hugsa áframhaldið. Á vinnslutíman- um var tónlistin tvisvar sinnum tek- in upp svo samstarfsfólkið fengi hugmynd um hvernig hún hljómaði. Að lokum var gaman að sjá sýn- Ég hef hins vegar ekki karakter til aó veróa hl jóófœraleikari, því til þess þarf meóal annars útgeisl- un á sviói og ánœgju af aó koma fram og ég hef hvorugt. inguna komast upp, sjá ailt blómstra eins og vonast var eftir. Eftir þessa reynslu vildi ég mjög gjarnan taka þátt í svona vinnu aftur. Hið sjón- ræna getur skýrt tónlistina, svo þessi beina upplifun getur orðið svo mögn- uð. Það væri líka gaman að vinna með textahöfundi í stað þess að vinna út frá prentuðum texta í end- anlegu formi.“ Nú hyggurðu á vetursetu í Amst- erdam. Þó flest íslensku tónskáldin hafi farið erlendis í nám, snúa flest heim, svo það mætti ætla að það sé gott að vera tónskáld á íslandi, þótt tónlistarhefð hér sé ekki gamalgróin? „Líklega er hvergi betra að vera tónskáld en á íslandi, því hingað til hefur verið tiltölulega auðvelt að fá verk flutt og kennslu til að fram- fleyta sér. Það vantar hins vegar að íslensk verk séu kynnt markvisst erlendis, þó Tónverkamiðstöðin reyni að sinna því af bestu getu en miklum vanefnum. Það er alls staðar lítill hópur, sem hlustar á samtímatónlist, en ég held reyndar að sá hópur fari stækkandi, því tónlistin er að verða einfaldari. Þessi harði módemismi fer dvín- andi, verkin að verða skýrari og meira hugsað um að áheyrendur geti fylgst með og fengið eitthvað út úr fyrstu hlustun. En fámennið hér kemur í veg fyrir að það sé rekstrargrundvöllur fyrir hóp eins og Caputhópinn, sem einbeitir sér að samtímatónlist. Hefðin er ekki gömul hér, en við eigum þó Jón Leifs, sem mikið er verið að skoða nú. Kafli og kafli í verkum hans hrífur mig, en á milli finnst mér tónlist hans staglkennd. Það verður spennandi þegar óútgefm verk hans koma út. Það er magnað þegar menn eru svona þijóskir eins og hann, þótt þijóskan hafi kannski líka skemmt fyrir honum. Það þarf mikla staðfestu til að skrifa þessi stórbrotnu verk, sem aldrei voru flutt. Þó að verk hans hafi ekki ver- ið sérlega framúrstefnuleg miðað við það sem þá gerðist í Evrópu, þá vantaði nógu marga menntaða hljóð- færaleikara hér og þeir stóðu svolít- ið á gati gagnvart tónlist hans. Það er töluvert auðveldara fyrir mína kynslóð að koma heim frá námi. Ég veit eiginlega ekki af hveiju ég kom heim. Líklega er maður bara svona mikill heimalningur. Erlendis saknar maður vinanna, þegar maður hefur alist upp í litlu samfélagi. Svo hefur verið auðvelt að fá kennslu hér, meðan það er mikið atvinnu- leysi meðal tónlistarmanna í Evrópu og það er meira en að segja það að fá stöðu við bandaríska háskóla. Núna er ég á þvi að best sé að vera nokkra mánuði hér, en flesta í Evrópu. Ég hlakka því til að vera í Amsterdam eftir sex ár hér heima og heyra hvað er um að vera þar í tónlistarlífínu. Þrátt fyrir internet og góðar samgöngur er ekki hægt annað en fínna fyrir einangrun hér.“ þína! Nú hafa tekið gildi breytingar á leiðakerfi Streetisvagna Reykjavíkur. Þær eru gerðar til að aðlagast vaxandi byggð í borginni og til að tryggja öllum borgarbúum greiða leið á fljótan og öruggan hátt. Við hvetjum borgarbúa til að kynna sér vel þennan skynsamlega og þægilega ferðamáta, spara sér umtals- verða fjármuni og menga minna en þeir sem kjósa að ferðast einir. Og leiðin er alltaf greið! Leiðina þina sérðu í síma- skránni (beint fyrir framan Gulu síðurnar) og á Internetinu. Þú getur einnig hringt í þjónustu- síma SVR: 551 2700 og fengið ráðleggingar um greiðustu leiðina á áfangastað þinn innan borgarinnar. STRÆTO stendur þér nair! Kynntu þér GREIBUSTU LEIÐINA

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.