Morgunblaðið - 18.08.1996, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 18.08.1996, Blaðsíða 44
44 SUNNUDAGUR 18. ÁGÚST 1996 MORGUNBLAÐIÐ ÍÞRÓTTIR TobyTanser mætturtil íslands á nýtil aðtaka þátt í Reykjavíkurmaraþoni Æfði í hálfl ár með bestu hlaupurum heims í Kenýa UNGUR piltur frá Sheffield í Englandi vakti athygli hér á landi fyrir sex árum vegna góðs árangurs í hlaupum. Hann vann marga sigra á þeim vettvangi með glæsibrag, oft við erfiðar aðstæður, og ekki lét hann íslenska veðráttu aftra sér þegar hann hljóp léttklæddur um miðjan vetur. Sá sem nefndur er til sögunnar er Toby Tanser, fæddur 21. júlí 1968 á Englandi, en á ættir sínar að rekja hingað til lands. Allt frá því að hann hóf störf hér á landi í mjólkurkæli í stórverslun á Reykjavíkursvæð- inu fór hann að láta að sér kveða á hlaupabrautinni, en undan- farin ár hefur hann verið búsettur í Svíþjóð, þar sem hann hef- ur verið við æfingar og keppni. Morgunblaðið/Árni Sæberg TOBY Tanser kominn til íslands að nýju, til að taka þátt í Reykjavíkurmaraþoni í dag. „Veftir mér alltaf ánægju að koma hingað. Það er eins og að koma heim.“ Hann er nú oftar sem áður kom- inn hingað til lands til að taka þátt í Reykjavíkurmaraþoni, ■■■■■ sem fram fer í dag, Stefán og forvitnilegt væri Friðgeirsson að vita hver hlaup- skrifar arinn Toby Tanser er. „Ég spilaði mikið knattspyrnu til að byija með, og var reyndar sá eini í fjölskyldunni, sem sýndi íþróttum áhuga. í ungl- ingaskóla um 12 ára aldur reyndi vinur minn að komast í skólaliðið í knattspyrnu, en tókst það ekki svo hann fór þess í stað að æfa fijálsar íþróttir. Örlögin höguðu því svo til að ég var tekinn með á æfingar. I ljós kom að mér gekk ágætlega að hlaupa og það varð mér hvatning til að halda áfram,“ sagði Toby í samtali við Morgun- blaðið. „Þrettán ára hljóp ég síðan 10 km hlaup á 34,35 mínútum og komst að því að ég hafði hæfileika í lengri vegalengdum. Á þessum sama aldri hljóp ég þijú hlaup yfir þriggja daga tímabil, en var svo óheppinn að meiða mig á fæti. Ég fór til ýmissa íþróttalækna og mæltu þeir allir með hvíld frá íþróttum, sérstaklega hlaupum. Á þessum tíma var ekki eins mikið vitað um íþróttameiðsli og í dag og í framhaldi af þessu ákvað ég að hætta. Ákvörðunin var ekki erfið og ég sneri mér að störfum í leik- húsi, sem fjölskylda mín hefur tengst sterkum böndum, og það var því ekki langt að sækja áhuga minn á því.“ Ottaðist að lungun uæru ónýt Hvað tók við þegar þú gerðir hlé á hlaupunum? „Ég var í tónlist, spilaði undir á gítar hjá söngvara, auk þess sem ég vann við viðgerðir og endurnýj- un á gömlum mótorhjólum. Á þess- um tíma fór ég að temja mér óholla lifnaðarhætti; ég var á reykmettuð- um skemmtistöðum, með gítarinn undir hendi, borðaði ruslfæði, drakk bjór og reykti sígarettur. Fleira vann ég við á þessum tíma, en á sumrin lagðist ég í ferðalög um Evrópu, og þá stundum á mót- orhjólinu mínu.“ Hvernig stóð á því að þú bytjað- ir aftur að hlaupa? „Ég var orðinn meðvitaður um lélegt líkamsástand mitt, og eftir miklar reykingar í sex ár fór ég að leita að leiðum til að hætta. Ég reyndi allt til að sigrast á þeim, því lungum á mér voru í slæmu ástandi eftir allar reykingarnar, og smá halli á vegi mínum var eins og að klífa Esjuna. Kvöld eitt sat ég með vinum mínum, þríþrautar- mönnum frá heimaborg minni Sheffield, og var að horfa á mara- þonið í sjónvarpi, sem keppt var í á Samveldisleikunum 1990. Ég sá þar fyrrum hlaupafélaga minn frá yngri árum Carl Thackery keppa, en hann var maraþonhlaupari í fremstu röð. Ég sagði félögum mínum frá þessu, en þeir litu van- trúaðir á mig og fannst sú hug- mynd að ég gæti hlaupið vægast sagt brosleg. Síðar meir sást til 21 árs síðhærðs unglings seint á kvöldin, þar sem hann læddist inn í almenningsgarð í nágrenninu til að skokka. Eg hafði áhyggjur af líkamsástandi mínu og var hræddur um að ég hefði skemmt lungun á mér fyrir fullt og allt með reyking- unum. Tveimur vikum síðar fannst mér ég fljúga áfram, og gerði ég mér ljóst að ég gæti tekið þráðinn upp að nýju eins og áður. Síðan liðu tveir mánuðir þangað til ég tók þátt í hæðóttu götuhlaupi í Barns- ley, 9,6 km löngu, og hljóp ég þar á 31 mínútu, en þá tóku gömlu meiðslin sig upp, sem ég hafði átt í áður. Þetta var eina alvarlega hlaupið, sem ég hljóp á þessum tíma.“ Upprunans leitað Og svo komstu til íslands í fram- haldi af þessu. „Ég ákvað að flytja til íslands til að leita uppruna míns, en ég er íslenskur í aðra ættina. Ég var heppinn að fá inni hjá ættingja mínum Ásgeiri Halldórssyni. Hann hefur sýnt íþróttum mikinn áhuga, og systir hans er Ása Halldórsdótt- ir, sem kom til Englands á sínum tíma til æfinga í kúluvarpi, en hún tók mig einmitt með sér á fyrsta fijálsíþróttamótið mitt. Eftir að hafa dvalið hér um skamma hríð tók ég þátt í mínu fyrsta hlaupi, sem var Reykjavíkurmaraþonið 1990, en þar keppti ég í 7 km og fór með sigur af hólmi, og enn hijáðu gömlu meiðslin mig. Þau höfðu vafist fyrir læknum áður fyrr, en bjargvættur varð á vegi mínum, þegar ég rakst á Þorgeir Óskarsson, góðan sjúkraþjálfara hér. Ég taldi mig einnig hrósa happi yfir því að fá aðstoð hjá Nike- umboðinu með skó og klæðnað, sem enn í dag hafa reynst mér sérstaklega vel sem og einnig FH, en það félag hef ég verið að keppa fyrir hér á landi í seinni tíð. í fram- haldi af byijunarerfiðleikum vegna meiðslanna hér á landi lék lánið þó loks við mig með sigrum í hlaup- um þetta sama ár 1990, og endaði ég árið á sigri í Gamlárshlaupi ÍR, sem ég reyndar endurtók svo næstu tvö árin.“ Hvernig var þjálfun og undirbún- ingi fyrir keppni háttað hjá þér? „Ég vann hjá Hagkaup á þessum tíma í mjólkurkælinum, standandi meirihluta dagsins frá 9 á morgn- ana til 7 á kvöldin, svo það kom niður á æfingunum. Ég gat aðeins hlaupið á „mínum hraða“ þrisvar í viku, og þegar ég ætlaði að keppa var ég stundum í vandræðum með að fá far. Ekki bætti úr skák að ég þekkti oft ekki keppnisleiðina í götuhlaupunum, þar sem ég hafði oftast aldrei farið þar um áður. Skipuleggjendur hlaupanna gerðu yfirleitt ráð fyrir því að keppendur þekktu leiðina án þess að hún væri sérstaklega merkt, en skipuleggj- endur Reykjavíkurmaraþons voru þó til fyrirmyndar í þessu. Stundum var það fyrir tilviljun að ég komst á keppnisstað eða fékk frí frá vinnu, þar sem ég vann líka um helgar. Komið gat fyrir að einhver hjálparhellan í þessum efnum kom til að versla í Hagkaup og bauð mér far á keppnisstað, en frí úr vinnu voru ekki vinsæl. Málum var oft bjargað með því að fá 1-2 tíma frí og flýta sér svo til baka að loknu hlaupi, oft á meiri hraða en í keppn- inni sjálfri, og það gat því komið fyrir að ég gat ekki tekið við verð- launapeningi að hlaupi loknu. Ég hitaði oftast aldrei upp eins og gert er fyrir hlaup, og þegar á keppnisstað var komið stökk ég út úr bílnum, henti frá mér óþarfa klæðnaði, var oftast léttklæddur eins og um sumar væri, og tók síð- an á rás. Margir furðuðu sig á þessu háttarlagi, að ég kæmi bara á ráslínuna án nokkurrar almenni- legrar upphitunar. Eitt sinn á leið í hlaup í Mosfellsbæ var ég þreytt- ur eftir mikla vinnu, og vegna þessa varð ég að leggja mig í aftursæti bifreiðar til að fá mér hænublund fyrir keppnina. Ég bað bílstjórann að vekja mig rétt áður en hlaupið hæfist, sem ég svo og sigraði í.“ Veturdvöl í Kenýa Þú fórst til Kenýa í vetur til að æfa með heimsfrægum hlaupurum þar. „Ég fór á eigin spýtur til Afríku til að kynnast því andrúmslofti, sem þar ríkir fyrir utan það að æfa þar og fá innblástur frá nokkrum af þeim hlaupurum sem fremstir hafa verið í heiminum í iþrótt sinni á undanförnum árum. Til að nálgast afríska menningu og daglegt líf íbúanna ákvað ég að eyða tíma mínum með Kenýabúunum í burtu frá öllu því sem Vesturlandabúar sækjast eftir í lífinu. Þannig gat ég upplifað það hvernig þeir lifa lífi sínu, hvort sem það var venju- legt fólk eða hlauparar í fremstu röð í veröldinni. Ég dvaldi í 5 mán- uði í Rift-dalnum í Kenýa, en dalur- inn er einna þekktastur fyrir það að þaðan hafa margir bestu hlaup- arar heims komið á undanförnum áratugum. Þarna lifði ég eins og Afríkumenn gera sjálfir og lærði m.a. að laga mat að þeirra hætti. Margt er eftirminnilegt úr þessari ferð, og eitt af því er dvöl mín hjá nokkrum heimsfrægum hlaupur- um. Einn þeirra var Moses Tanui sigurvegari í 100. Boston-mara- þoninu, sem fram fór sl. vor, en hann hefur einnig sigrað tvisvar á heimsmeistarmótum í hálfu mara- þoni og 10 km, auk þess sem hann átti heimsmetið í hálfu maraþoni um tíma, 59,47 mínútur. Hann hefur ótrúlega hæfileika því hann hefur einnig verið í fremstu röð í víðavangshlaupum. Við æfðum saman þarna áður en hann fór og sigraði í Boston-maraþoninu. Það kemur kannski sumum á óvart en Tanui hefur sagt að hann hyggist snúa sér að keppni í bílaralli, þegar hlaupaferli hans lýkur, en hann á einn bíl til þess arna. Ég dvaldi einnig hjá Patrick Sang, en hann hefur tvívegis unnið silfur á heims- meistaramóti í hindrunarhlaupi, auk þess að vinna eitt silfur á Ólympíuleikunum í Barcelona í sömu grein. Patrick kenndi mér margt um þolinmæði við æfingarn- ar, þegar við hlupum saman um eina af uppáhaldshlaupaleiðum hans, sem var 22 km brekkuleið og allt var upp í móti. Það voru fleiri sem ég fékk tækifæri til að æfa með, þ.á m. Paul Tergat, sem hefur tvisvar orðið heimsmeistari í víðavangshlaupum, og hann er ein- hver auðmjúkasti og jarðbundnasti maður sem ég hef fyrirhitt. Hann hefur sannarlega ekki látið vel- gengnina stíga sér til höfðs, jafn- vel þó hann sé heimsmethafinn í hálfu maraþoni með tímann 58,51. Enn annan hlaupara hitti ég enda nágranni minn þarna, en það var Richard Chelimo, og hann eins og hinir hefur unnið til verðlauna á heimsmeistarmóti þar sem hann vann til silfurverðlauna í 10 km og sömu verðlaun á Ólympíuleikun- um í Barcelona. Hann átti heims- metið í 10 km um tíma 1993. Nix- on Kiprotich er enn annar hlaup- ari, sem ég bjó hjá en hann vann silfur í 800 m á Ölympíuleikunum 1992. Hann hefur einmitt hlaupið vegalengdina 36 sinnum undir 1,44 mínútum, sem er afrek út af fyrir sig. Hann er mjög sérstæður maður og æfir á ólíklegustu tímum sólar- hringsins, eins og t.d. kl. 2 að nóttu, eða morgni eins og sumir vilja kalla það. Ismail Kirui, sem er tvöfaldur heimsmeistari í 5 km á braut, bauð mér einnig húsaskjól, og sagði mér eitt sinn, við matarborðið, þegar hann hélt á „ugali“, afrískum rétti gerðum úr maís, að hann teldi að afrískur matur væri fullkominn fyrir hlaupara. Það sem ég lærði í þessari ferð var það hversu vel Kenýahlaupararnir æfa og gæði æfinga þeirra eru mikil, og jafn- framt því gat ég einnig séð hvern- ig Vesturlöndum hefur í raun hnignað og hvernig fólki í Kenýa hefur tekist að viðhalda því já- kvæða í lífi mannsins.“ Afdrifarík rútuferð Toby er af íslenskum ættum sem fyrr segir. „Afí minn kom til ís- lands á fjórða áratugnum, en hann var prófessor í norrænum málum og ensku. Hann hafði haft þann fræga rithöfund J.R.R. Tolkien sem kennara, en Tolkien hafði áhuga á norrænum fræðum. Þetta hafði áhrif á afa minn og fór hann m.a. þess vegna til íslands til að fást við þýðingar. Eitt sinn á ferðalagi norður í landi tók hann sér far með rútu frá Blönduósi. Eftir að hann og aðrir farþegar höfðu komið sér fyrir í rútunni var aðeins eitt sæti laust, og farþegar biðu eftir síðbún- um farþega. Farþegi þessi reyndist vera Sigríður Ásgeirsdóttir, sem síðar varð amma mín. Hún átti á þessari stundu engra annarra kosta völ en að tylla sér hjá rauðhærða Englendingnum Arnold Taylor. Töluðu þau saman á leiðinni til Reykjavíkur og kvöddust að svo búnu. Sjö árum síðar sneri hann aftur til íslands í vissum erinda- gjörðum rétt fyrir seinni heims- styrjöldina. í þeirri heimsókn sér hann stúlku á gangi á Laugavegin- um, stúlkuna sem hann hafði verið samferða í rútunni forðum norðan úr landi, og nú varð samfylgdin og samræðurnar öllu lengri, því amma fluttist með honum til Bretlands. í stríðinu vann hann sem túlkur í bresku leyniþjónustunni, og í kring- um stríðið komu þau öðru hvoru til íslands. Það má kannski geta þess hér að hann fékk Fálkaorðuna fyrir hollustu við íslenskan mál- stað, auk breskra orðuveitinga fyr- ir frammistöðu í stríðinu, en hann sóttist ekki eftir þeim síðarnefndu þegar úthluta átti í Buckingham- höll. Það varð því að senda honum þær meira en 40 árum síðar þegar afkomendur hans vildu heiðra minninguna um frammistöðu hans á þessum tíma. Áhrif hans á mig voru ekki beinlínis á íþróttasviðinu en þeim mun meiri á bókmennta- sviðinu og ég lærði af honum þá ánægju að lesa. Ekki eyðilagði það fyrir að vita það í æsku minni að hann hafði þekkt höfunda eins og C.S. Lewis. Sú saga er sögð af honum þegar hann kom í heimsókn til Islands, að þá leiðrétti hann stundum málvillur landsmanna, sem fór víst stundum fyrir bijóstið á þeim mörgum, sérstaklega þegar ,;útlendingurinn“ átti hlut að máli. Örlögin hafa hagað því svo til að ég kem hingað til lands nokkrum áratugum síðar til að leita að upp- runa mínum, ekki síst vegna þess að mér fannst ég alltaf vera ís- lenskur. Eins og afi heitinn hitti ég einnig kærustu mína hér. Hún er sænsk, og er það ein ástæða þess að ég er nú búsettur í Stokk- hólmi. Annars væri ég líklega hér ennþá, en það veitir mér alltaf ánægju að koma hingað. Það er eins og að koma heim.“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.