Morgunblaðið - 18.08.1996, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 18.08.1996, Blaðsíða 6
6 SUNNUDAGUR 18. ÁGÚST 1996 MORGUNBLAÐIÐ Dole snýr dæmínu við BAKSVIÐ Hafí einhver afskrífað Bob Dole sem forsetaframbjóðanda verður sá hinn sami að meta stöðuna upp á nýtt. Steingrímur Sigurgeirsson segir Dole hafa styrkt stöðu sína verulega á skömmum tíma, en eftir sem áður eiga mjög erfiða baráttu fyrir höndum. NÆSTU vikur munu leiða í ljós hvernig Bob Dole, forsetaefni Repúblikanaflokksins, vegnar í baráttunni við Bill Clint- on forseta. Tíu vikur eru til kosn- inga og enn hefur Clinton tölu- vert forskot í skoðanakönnunum. Á rúmri viku hefur repúblikönum hins vegar tekist að bæta stöðu sína og ímynd flokksins langt umfram það sem nokkur átti von á. Þó .svo að vissulega sé á bratt- ann að sækja er ekki lengur talið útilokað að Dole eigi raunhæfan möguleika á sigri. Flokksþing repúblikana þykir hafa tekist vonum framar þótt tíminn einn muni leiða í ljós hvort að það dugi til þegar upp er stað- ið. I síðustu viku einkenndist and- rúmsloftið í flokknum af svartsýni og jafnvel uppgjafartón. Bob Dole hafði ekki tekist að snúa umræð- unni sér í hag eftir að hann vann sigur í forkosningum repúblikana. Margar yfírlýsingar hans þóttu alls ekki til þess fallnar að auka vinsældir hans og sjálfur þótti hann þurr, gamall og önugur. Þá bætti það ekki stöðuna að meiri- hluti repúblikana á þinginu lenti í miklum útistöðum við Clinton vegna fjárlaga er leiddu til að starfsemi hins opinbera lamaðist um stundarskeið. Orvæntingin horfin Margir, ekki sist í herbúðum repúblikana, voru farnir að efast um að Dole myndi takast að glæða kosningabaráttuna lífi og velgja Clinton undir uggum, en forsetinn hefur á síðustu mánuð- um tekið frumkvæði í hveiju málinu á fætur öðru. Forskot forsetans í skoðanakönnunum mældist allt að tuttugu prósentustig. í byrjun síðustu viku kynnti hins vegar Dole róttæka áætlun um skattalækkanir, sem verður kjarni þeirrar efnahagsstefnu, er hann hyggst boða í kosningabar- áttunni, og um síðustu helgi var greint frá því að Jack Kemp, fyrr- um ráðherra, yrði varaforsetaefni hans í kosningunum. Kemp nýtur mikilla vinsælda í Bandaríkjunum en valið á honum kom þó verulega á óvart, þar sem hann og Dole hafa átt í hörðum deilum á undan- förnum árum og oft ekki sparað hvor öðrum kveðjurnar. Það virðist hins vegar sem Dole hafi hitt naglann á höfuðið með valinu á Kemp og skoðana- kannanir benda til að ört dragi á milli hans og Clinton. Þetta er þó ekki síst að þakka ímyndarsmiðum flokksþingins í San Diego sem sniðu þingið full- komlega að þörfum sjónvarps. Að mati margra er þetta eitthvert best skipulagða flokks- þing, sem haldið hefur verið. Allt gekk upp og ekkert varð til að spilla ímyndinni líkt og þegar harðlínumaðurinn Pat Buchanan þrumaði yfir flokksbræðrum sínum á flokks- þinginu í Houston fyrir fjórum árum og rauf samstöðuna. Fullkomin sviðsetning Sviðsetningin var á köflum full- komin eins og þegar Nancy Reag- an lýsti á tilfínningaþrunginn hátt baráttu eiginmanns síns við Alz- heimer-sjúkdóminn eða er Elisa- beth Dole gekk um salinn og lýsti mannkostum bónda síns. Repúblikönum tókst sömuleiðis að mýkja pólitíska ímynd sína og áherslur. Þrátt fyrir að íhaldssöm öfl ráði miklu í flokknum og hafi mikil áhrif í til dæmis forkosning- um tókst að halda þeim í skefjum í San Diego. Vissulega voru, ályktanir þær, sem samþykktar voru flestar hveijar í anda íhalds- samari hægrimanna en ræðu- mennirnir er birtust bandarísku þjóðinni á sjónvarpsskjánum boð- uðu fijálslyndari og umburðar- lyndari stefnu. Ágrein- ingsmál á borð við fóst- ureyðingar og réttindi minnihlutahópa komu vart upp á yfirborðið. Colin Powell, fyrrum formaður herráðsins, og þingmaðurinn Susan Molinari frá New York komu fram sem öflugir fulltrúar blökkumanna og kvenna, en repúblikanar hafa átt mjög undir högg að sækja meðal þeirra. Ræður þeirra Kemps og Doles á fimmtudag þóttu jafn- framt vel heppnaðar og útfærðar en ekki frábærar. Hápunktur þingsins verður því líklega í hug- um flestra hin magnþrungna ræða Powells. Úrslit kosninganna munu lík- lega ekki síst ráðast af því hvaða mat kjósendur leggja á þetta sjón- arspil. Hefur orðið raunveruleg breyting á Repúblikanaflokknum eða var fijálslyndið einungis yf- irskin til að hylja hina raunveru- legu harðlínustefnu flokksins? Er skattastefna Doles raunhæf og traustvekjandi eða einungis ódýr kosningabrella sem ætlað er að höfða til þeirrar andúðar sem margir Bandaríkjamenn hafa. á sköttum? Fyrstu viðhorfskannanir eftir flokksþingið benda til að kjósendur líti repúblikana mun jákvæðari augum en fyrir þingið. Ekki eru þó á allir á eitt sáttir um þá andlitslyftingu er flokkur- inn hefur fengið. Leiðarahöfundur New York Times bendir á að vissulega séu nú meiri líkur á að frambjóðendur repúblikana nái kjöri en áður. Þeir séu hins vegar ekki lengur samkvæmir sjálfum sér. Bæði Dole og Kemp hafi á einni viku kúvent í mörgum mál- um og varpað sannfæringu sinni í þeim fyrir róða. Þeir geti því lent í erfiðleikum hyggist þeir gagnrýna Clinton í kosningabar- áttunni fyrir hentistefnu og póli- tíska tækifærismennsku. Mikill meðbyr Dole hefur mikinn meðbyr eftir flokksþingið og tókst í raun að gera það sem fáir áttu von á. Valið á Kemp og sá kraftur og baráttugleði sem einkenndi flokksþingið hefur glætt framboð hans nýju lífi. Herfræðingar demókrata höfðu margir hveijir nánast lýst því yfir að baráttunni væri þegar lokið. Sagnfræðingar framtíðarinnar myndu líta svo á að tímabilið frá því að Dole tryggði sér nægi- legan fjölda kjörmanna í forkosningum í mars- mánuði og fram ti! flokksþingsins hefði verið sá tími er Clinton tryggði sér annað kjörtímabil, fyrstur forseta demókrata frá því að Franklin Roosevelt var endur- kjörinn árið 1936. Engum dettur lengur í hug að gefa út slíkar yfirlýsingar. Það á aftur á móti eftir að koma í ljós hvort honum tekst að halda dampi. Þegar er ljóst að demókratar munu halda uppi hörðum árásum á efnahagsstefn- una og reyna að sannfæra kjós- endur um að hún muni valda koll- steypu í ríkisfjármálum verði hún framkvæmd. „Betri mögu- leikar en sam- kvæmnin horfin“ „ímyndin mýkt með frjálslyndum ræðum" ERLEIMT Repúblikanar og Bob Dole í sókn eftir velheppnað flokksþing Yfir 20 tegundir afsófaborðumó lager - Ýmsar viðartegundir Suðurlandsbraut 54, sími 568 2866 FULLTRÚAR á flokksþingi repúblikana hylla Bob Dole og Jack Kemp að Iokinni ræðu Doles á fimmtudagskvöld. Reuter Loft- ferðabann á Súdan ÖRYGGISRÁÐ Sameinuðu þjóðanna samþykkti á föstu- dagskvöld að setja loftferða- bann á Súdan þar sem þarlend stjórnvöld hafa neitað að fram- selja þijá menn sem sakaðir eru um að hafa reynt að ráða Hosni Mubarak, forseta Egyptalands, af dögum í fyrra. Ferðabannið tekur þó ekki gildi fyrr en eftir þijá mánuði að minnsta kosti. 12 ríki studdu bannið og ekkert ríki greiddi atkvæði gegn því, en Kína og Rússland sátu hjá. Grænfrið- ungar handteknir LÖGREGLAN í Seattle í Bandaríkjunum handtók á föstudag ellefu Grænfriðunga sem tóku þátt í mótmælum gegn veiðum bandarískra verk- smiðjuskipa í Norður-Kyrra- hafi. Grænfriðungarnir hlekkj- uðu sig við fjóra togara til að koma í veg fyrir að þeir gætu siglt á miðin en kafarar voru fengnir til að losa keðjurnar. 28 manns tóku þátt í mótmæl- unum, sem eru liður í nýrri herferð Grænfriðunga fyrir banni við veiðum togara sem vinna aflann um borð. Deutch búinn að fá nóg JOHN Deutch, yfirmaður CIA, bandarísku leyniþjónustunnar, hefur skýrt vinum sínum frá því, að hann sé búinn að fá sig fullsaddan á starfinu og hyggist hætta um næstu ára- mót. Kom þetta fram í The Wash- ington Post. Blaðið hef- ur eftir ónafngreind- um heimilda- mönnum utan og innan ríkisstjómarinn- ar, að Deutch hafi rætt um að hætta í desember. „Hann hefur aldrei verið ánægður með þann anda, sem ríkir innan CIÁ, og saknar Pentagons (bandaríska hermálaráðuneytisins) þar sem honum líkaði vel,“ er haft eftir kunningja hans. Talsmaður CIA neitar, að Deutch sé á förum, en blaðið segir, að vinir hans og sam- starfsmenn hafi þó aðra sögu að segja og fullyrði, að hann vilji hætta. John Deutch

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.