Morgunblaðið - 18.08.1996, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 18.08.1996, Blaðsíða 4
4 SUNNUDAGUR 18. ÁGÚST 1996 MORGUNBLAÐIÐ FRETTIR VIKAN 18/8 - 24/8. ááSÉk_____i ►STERKAR líkur eru tald- ar á því að fundist hafi leif- ar af landnámsbæ í landi Seljavalla og Akurness við Homafjörð. Kuml úr heiðni hefur verið þekkt í nágrenn- inu frá því um aldamót. Læknadeilan enn í hnút ►HEILDARÚTLÁN Hús- næðisstofnunar rikisins námu 186,4 milljörðum fyrsta júlí sl. Þó skil hafí batnað frá áramótum námu vanskil tæpum tveimur milljörðum á sama tíma. DEILA heilsugæslulækna og ríkisins er enn óleyst. Sáttasemjari ræddi við samninganefndimar hvora í sínu lagi í þrjár klukkustundir á föstudag. Bréfasendingar gengu á milli fundar- herbergja samninganefndanna. Læknamir telja sig hafa dregist veru- lega aftur úr viðmiðunarhópum innan BHM frá árinu 1992. Næsti sátta- fundur hefur verið boðaður á mánu- dag. ►EFSTA hluta Almanna- gjár var lokað fyrir umferð ferðamanna vegna töku auglýsingar í einn og hálfan dag í vikunni. Breska aug- lýsingafyrirtækið Limelight og Saga film sömdu við Þingvallanefnd um rétt til kvikmyndatöku í gjánni. Fyrirtækin leggja fram um 350 þúsund króna frjálst framlag til gerðar örnefna- korts af Þingvöllum. Starfsnefnd í Hafnarfirði FULLTRÚARÁÐ Alþýðuflokksins í Hafnarfírði hefur ákveðið að setja á fót níu manna starfsnefnd, skipaða bæjarfulltrúum flokksins, þremur fulltrúum frá jafn mörgum flokksfé- lögum og þingmanni flokksins í Hafn- arfírði. Hlutverk nefndarinnar verður að skoða nánar samstarfsgrundvöll við sjálfstæðismenn í stjórn bæjarins, efla starf flokksfélaganna og fara yfir brýnustu verkefnin á sviði bæjar- málanna. ►SlF hefur keypt allt hlut- afé i saltfiskverksmiðjunni La Bacladera i borginni Irun í Baskahéruðum Spán- ar. Verksmiðjan afkastar um 12 þús. tonnum af full- unnum afurðum á ári. Þormóður rammi dregur sig útúrviðræðum ' ►ÍSLENDINGAR og Danir leita leiða til að finna varan- lega lausn á ágreiningi um mörk fiskveiðilögsögu ís- lands og Grænlands og ís- lands og Færeyja á næst- unni. GENGI hlutabréfa í Þormóði ramma og Haraldi Böðvarssyni hf. lækkaði um 16% og 14% á Verðbréfaþingi þegar tilkynnt var að fyrrnefnda fyr- irtækið hefði dregið sig úr viðræðum um sameiningu við hið síðarnefnda og tvö önnur. ►COLUMBIA Ventures hefur tilkynnt viðræðuaðil- um í Venesúela að það ætli að beina sjónum sínum að Islandi vegna byggingar 600.000 tonna álvers. Álver- ið yrði reist á Grundartanga ef af yrði. 660 millj. til Þróunarsjóðs GJÖLD sjávarútvegsins til Þróunar- sjóðs sjávarútvegsins verða innheimt í fyrsta sinn í upphafi fiskveiðiárs samkvæmt lögum frá 1994. Alls nem- ur innheimta vegna Þróunarsjóðsins um 660 milljónum króna vegna kom- andi fískveiðiárs og 105 milljónum vegna veiðieftirlits. Lebed reynir að tryggja frið HLÉ varð á bardögunum í Grosní í Tsjetsjníju á miðvikudag og þúsundir íbúa borgarinnar notuðu tækifærið til að flýja eftir mann- skæð átök í átta daga. Borís Jeltsín, forseti Rússlands, veitti Alexander Lebed, yfírmanni rússneska öryggis- ráðsins, víðtækt um- boð til að ná friðar- samkomulagi við tsjetsjenska aðskiln- Lebed aðarsinna. Lebed ræddi við Zelimkhan Jandarbíjev, leiðtoga aðskilnaðarsinna á fímmtudag, og þeir sögðust báðir vongóðir um að friðarsamkomulag næðist. Lebed sagði þó að friðarumleit- animar gætu orðið erfíðar þar sem öfl í Moskvu vildu af einhveijum ástæðum að stríðið héldi áfram. „Margir hagn- ast á þessu stríði," sagði hann. ► BOB Dole var formlega tilnefndur forsetaefni repúblikana í kosningun- um í nóvember á fimmtu- dag. Ræðumenn á flokks- þingi repúblikana í San Diego hældu Dole á hvert reipi og forsetaefnið tár- aðist þegar öldungadeild- , arþingmaðurinn John McCain kallaði hann „þögla hetju“ og tilnefndi hann forsetaefni. Jack Kemp, fyrrverandi þing- maður og húsnæðismála- ráðherra, var tilnefndur varaforsetaefni. Spenna milli Tyrkja og Grikkja RAÐAMENN Grikklands og Tyrklands skiptust á hvössum skeytum vegna ólg- unnar á Kýpur eftir að tveir Kýpur- Grikkir biðu bana á miðvikudag og sunnudag í átökum á „grænu línunni" svokölluðu sem hefur skipt eyjunni frá innrás Tyrkjahers árið 1974. Háttsettur grískur embættismaður sagði að Costas Simitis, forsætisráðherra Grikklands, vildi „að öllum væri ljóst að hæfu Tyrk- ir sókn til suðurs á Kýpur myndi það strax koma af stað styijöld við Grikk- land“. Spennan milli ríkjanna, sem eiga bæði aðild að Atlantshafsbandalaginu, gæti torveldað tilraunir Sameinuðu þjóðanna og Bandaríkjanna til að stuðla að samkomulagi um sameiningu Kýpur. ► BORÍS Jeltsin, fórseti Rússlands, stokkaði upp í stjórn sinni á fimmtudag og skipaði tvo af nánustu ráðgjöfum sínum og ung- an bankamann i valda- mikil ráðherraembætti til að hraða umbótum. Ráð- herrar varnar-, innanrík- is- og þjóðernismála héldu embættum sínum þrátt fyrir ófarir hersins í Tsjetsjngu. ► BOSNÍU-Serbar létu undan óbeinum hótunum NATO um valdbeitingu og heimiluðu eftirlit í herstöð fyrir austan Sarajevo á mánudag. Áður hafði NATO gert víðtækar ör- yggisráðstafanir í þeim hluta Bosniu, sem Serbar ráða, flutt friðargæsluliða til höfuðstöðvanna og hvatt borgaralega starfs- menn til að koma sér á brott. 460 grísir af norsku kyni hafa verið fiuttir til landsins Hyggjast flylja inn finnskan svínastofn FRA því í ágúst 1995 hafa 460 grís- ir af norsku kyni verið fluttir inn til landsins til kynbóta. Úr einangrun- arstöð Svínaræktarfélags íslands í Hrísey hafa þeir verið fluttir um allt land. Að sögn Kristins Gylfa Jónssonar, formanns félagsins, eru þau svínabú sem tekið hafa við grísum af norska kyninu með um 70% af svínum hér- lendis. Þegar verkefninu lýkur um næstu áramót má gera ráð fyrir að um sex hundruð grísir verði komnir frá Hrísey. Samtals eru um 3.500 svín á íslenskum búum. Norski svínastofninn er ætlaður til kynblöndunar á hinum íslenska. Með blönduninni næst svonefndur blendingsþróttur. „Við fáum þannig grísi sem vaxa hraðar, þurfa minna fóður og verða kjötfylltari, það er að segja vöðvahlutfallið eykst en fit- an minnkar." Svínaræktarfélagið hefur sótt um það tií yfírdýralæknis að flytja inn annan stofn, sem nefndur er Yorks- hire, frá Finnlandi, og blanda honum við þá tvo sem fyrir eru. „Ég tel gott útlit til þess að við fáum leyfið. Heilbrigði svína í Noregi og Finn- landi er gott og svipað og á Islandi. Upprunalega sóttum við um að flytja inn stofna frá Bretlandi og Dan- mörku, en fengum synjun vegna sjúkdómahættu." Morgunblaðið/Þorkell JÓN Ingi Jónsson, svínabóndi í Smárahlíð í Hrunamanna- hreppi, kyssir gyltuna Skottu. Hún er af norskum ættum og átti 19 grísi í fyrsta goti fyrir skömmu. Lækkar kostnað og verð Kristinn segir langtímamarkmiðið með innflutningnum vera að lækka framleiðslukostnað og þar með verð á svínakjöti. „Það er þó auðvitað skilyrði að verð og kostnaður sé í einhveiju samhengi. Nú er til dæmis verðlag of lágt. En við verðum að mæta hagræðingarkröfum sem eru í þjóðfélaginu og það gerum við meðal annars með þessum innflutn- ingi. Við gerum ráð fyrir að þurfa að mæta aukinni samkeppni í fram- tíðinni og við verðum að vera undir hana búnir. Við megum ekki vera eftirbátar nágrannaþjóðanna." Kristinn telur að verð á svínakjöti muni í framtíðinni færast nær því sem gerist í Evrópu. „Sennilega verðum við þó alltaf eitthvað dýrari. Við notum til dæmis ekki vaxt- arhvetjandi lyf og búin verða aldrei jafn stór og hagkvæm eins og til dæmis er í Danmörku. Gagnrýni hefur komið fram á norska svínastofninn og sérstaklega verið talað um að hann hafi veik- byggða fætur og afföll hafi verið mikil. Kristinn segir að ekki hafi komið upp önnur vandamál en þau sem fyrirsjáanleg voru. Eðlileg afföll Morgunblaðið/Halldór Sveinbjörnsson BÚIÐ er að steypa grunninn að nýja leikskólanum á Flateyri og bytjað er að reisa húsið. Framkvæmdir við leikskóla á Flateyri samkvæmt áætlun BYGGING leikskólans á Flateyri gengur samkvæmt áætlun en framkvæmdir hófust um miðjan júlímánuð. Krislján Þór Júlíusson, bæj- arstjóri á ísafirði, segir að bygg- ing leikskólans hafi tafist um tvo mánuði vegna þess að samþykki aðalskipulags dróst á langinn. Segist hann vona að starfsemin heQist í nýja leikskólanum fyrir jól. Leikskólinn stendur langt fyr- ir neðan flóðamörk, neðarlega á eyrinni, hjá félagsheimilinu. Verður tilbúinn fyrirjól Skólinn er byggður fyrir gjafafé frá Færeyjum, sem er rúmlega 27 milljónir króna. Kristján Þór segir að skólinn muni kosta nokkrum milljónum meira, full- kláraður, og mun sveitafélagið leggja til féð. Gísli Rafnsson, bygginga- tæknifræðingur hjá Risi ehf. sem byggir leikskólann, ségir að bygging hússins sé langt komin. Um sé að ræða finnskt bjálka- hús, sem flutt er inn frá Finn- landi. „Búið er að steypa grunn- inn og byijað er að reisa húsið. Við teljum að húsið verði fokhelt eftir 2-3 vikur og það verði full- klárað 1. nóvember nk., ef allt gengur að óskum,“ segir hann. „Við vissum að Landkynið norska væri með veikbyggða fætur. Með blöndun og framræktun verður bætt úr því. Afföll hafa verið innan eðli- legra marka. Þau hafa verið um 19 prósent hjá grísunum úr , Hrísey. Þriðjungur þeirra er vegná fótgalla. Hitt tengist að hluta til því að verið er að flytja unga grísi úr sótthreins- uðu kjörumhverfi í Hrísey á venjuleg svínabú." ! ! > > l

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.