Morgunblaðið - 28.10.1994, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 28.10.1994, Blaðsíða 44
MORGUNBLAÐIÐ 44 FÖSTUDAGUR 28. ÖKTOBSl/1994 ' WODLEIKHUSIÐ sími 11200 Stóra sviðið ki. 20.00: • SNÆDROTTNINGIN eftir Evgeni Schwartz Byggt á ævintýri H.C. Andersen. Sun. 30/10 kl. 14 - sun. 6/11 kl. 14. • VALD ÖRLAGANNA eftir Giuseppe Verdi Fös. 25/11, uppselt, sun. 27/11, uppselt, - þri. 29/11, nokkur sæti laus, - fös. 2/12, uppselt, - sun. 4/12, nokkur sæti laus, - þri. 6/12, laus sæti, - fim. 8/12, nokkur sæti laus, - lau. 10/12, örfá sæti laus. Ósóttar pantanir seldar daglega. • GAURAGANGUR eftir Ólaf Hauk Símonarson Fim. 3/11, uppselt, - fös. 4/11 - fim. 10/11, uppselt, - lau. 12/11 - fim. 17/11, uppselt, - fös. 18/11 - fim. 24/11, uppselt. • GAUKSHREIÐRIÐ eftir Dale Wasserman I kvöld nokkur sæti iaus, - á morgun - lau. 5/11 — fös. 11/11. Litla sviðið kl. 20.30: • DÓTTIR LÚSÍFERS eftir William Luce í kvöld, uppselt, - á morgun - fim. 3/11 örfá sæti laus - lau. 5/11. Smíðaverkstæðið kl. 20.00: • SANNAR SÖGUR AF SÁLARLÍFI SYSTRA eftir Guðberg Bergsson í leikgerð Viðars Eggertssonar. í kvöld, uppselt, - lau. 29/10 - lau. 5/11 - sun. 6/11. Miðasala Þjóðleikhússins er opin alla daga nema mánudaga frá kl. 13-18 og fram að sýningu sýningardaga. Tekið á móti sfmapöntunum virka daga frá kl. 10.00. Græna linan 99 61 60 - greiðslukortaþjónusta. LEIKFELAG REYKJAVIK.UR STÓRA SVIÐIÐ KL. 20: • LEYNIMELUR 13 eftir Harald Á. Sigurðsson, Emil Thoroddsen og Indriða Waage. Sýn. í kvöldfáein sæti laus, lau. 29/10 uppselt, fim. 3/11, lau. 5/11, lau. 12/11. • HVAÐ UM LEONARDO? eftir Evaid Flisar 5. sýn. sun. 30/10, gul kort gilda, fáein sæti laus, 6. sýn. fös. 4/11, græn kort gilda, örfá sæti laus, 7. sýn. sun. 6/11, hvít kort gilda, 8. sýn. fim. 10/11, brún kort gilda. LITLA SVIÐIÐ KL. 20: • ÓSKIN (GALDRA-LOFTUR) eftir Jóhann Sigurjónsson Sýn. í kvöld, lau. 29/10, fim. 3/11 uppselt, fös. 4/11 örfá sæti laus, lau. 5/11, fim. 10/11, 40. sýn. örfá sæti laus, fös. 11/11, lau. 12/11, fös. 18/11. Miðasalan er opin alla daga nema mánudaga frá kl. kl. 13-20. Miðapantanir í síma 680680 frá kl. 10-12 alla virka daga. Munið gjafakortin, vinsæl tækifærisgjöf! Greiðslukortaþjónusta. KaííiLciHhúsið Vesturgötu 3 Sápa I Auði Haralds Hl.MiVARI’ANIJM 5. sýning í kvöld uppselt 6. sýning laugard. 29. okt. Eitthvað ósagt HMia Tennessee Williams 6. sýning 5. nóv. 7. sýning 11. nóv. Lítill leikhúspakki Kvöldverður og leiksýning aðeins 1400 ó mann. Leiksýningar hefjast kl. 21.00 ! I F R Ú E M I L í A ■ L E 1 K H U S 1 Seljavegi 2 - sími 12233. KIRSUBERJAGARÐURINN eftlr Anton Tsjekhov. 2. sýn. sun. 30/10, lau. 5/11 kl. 20. MACBETH eftir William Shakespeare. Sýn. lau. 29/10 kl. 20. ATH. sýningum fækkar. Miðasalan opin frá kl. 17-20 sýningar- daga, sími 12233. Miðapantanir á öðrum tfmum f símsvara. t LEIKFELAG IKUREYRAR • KARAMELLUKVÖRNIN Sýn. lau. 29/10 kl. 14 uppselt. Lau 29/10 kl. 17. • BarPar sýnt í Þorpinu kl. 20.30 60. SÝNING í kvöld, lau. 29/10. Sýningum lýkur í nóvember. Miðasalan opin dagl. kl. 14-18, nema mánud. Fram að sýningu sýningar- daga. Sfmi 24073. Þríréttaðnr kvöldverrlur á tilboðsverði kl. 18-20, ætlað leikhúsgestum, áaðeinskr. 1.860 Skólobrú Borðapantanir í síma 624455 NEMENDALEIKHÚSIÐ LHMDARBÆ - SÍMI 21971 TRÚÐAR 3. sýn. í kvöld, sýn. lau. 29/10, sun. 30/10. Sýningar hefjast kl. 20.30. Takmarkaður sýningafjöldi! Miðapantanir allan sólarhringinn Sýnt í íslensku óperunni. Sýn. í kvöld kl. 20, uppselt, og kl. 23, uppselt. Sýn. lau. 29/10 kl. 24, uppselt. Sýn. fös. 4/11 kl. 24. Sýn. lau. 5711 kl. 24. Bjóðum fyrirtækjum, skólum og stærri hópum ufslótt. Ósóttar pantanir eru seldar 3 dögum fyrir sýningu. Miðapantanir í simum 11475 og 11476. Ath. miðasalan opin virka daga frá kl. 10-21 og um helgar frá kl. 13-20. Ath. Sýningum fer fækkandi! í Tjarnarbíói Sýn.: Sun. 30/10, mið. 2/11 og fös. 4/11: Sýn. hefjast kl. 20.30. Takmarkaður sýningafjöldi. Miðasala í Tjarnarbíói dagl. 17-19, nema mánud. Sýningardaga tíl kl. 20.30 I símsvara á öðrum tímum. Sími 610280. - kjarni málsins! FÓLK í FRÉTTUM Alf Garnett skúff- að út af BBC? Basil Fawlty. Hyacinth Bucket. Meldrew. „HEFUR einhver heyrt um við- kunnanlegu bresku gamanþátta- persónuna sem vekur alltaf hlátur? Nei? Það var skrítið, ekki ég held- ur.“ Flestir vinsælustu bresku gam- anþættirnir virðast byggjast á „skrímslum“. Hvort sem hugsað er til Fawlty, Gamett, Meldrew, Hancock, Steptoe, Edina og Patsy, Alan Partridge og Brittas eða Hyac- inth Bucket. Af hverju er slíkur hryllingur í uppáhaldi hjá okkur? Hvers vegna höfða óviðkunnanleg- ar persónur svona mikið til okkar? Warren Mitchell sendir frá sér „Thoughts of Chairman Alf“ á myndbandi í þessari viku. Hann er með þá kenningu að í gamanþáttum sé vont gott. „Enginn getur búið til fyndna gamanþætti um viðkunn- anlegt fólk. Slæmar persónur eru hornsteinn gamanþátta ... Munið þið eftir Jack Benny? Hann var sá allra versti. í einu atriði beinir ræn- ingi byssu að honum og segir: „Pen- ingana eða lífið.“ Og Berihy þarf virkilega að hugsa sig um.“ Martin Amis sagði einhveiju sinni: „Góðmennska skrifast hvít.“ Martin Fisher sem er yfir gaman- þáttadeild BBC segir: „Ég kalla þetta bananahýðisheimspekina. Fólk vill sjá yfirgengilegar persónur hníga í duftið - það er jafn gömul viska og skemmtiiðnaðurinn sjálfur. Áhorfendur eru alltaf einu skrefi á undan gamanþáttapersónunni. Þeir vita að það sem Gordon Brittas stingur upp á endar með ósköpum. Það er eins og þeir viti kjörorð gamanleikarans og fái smjörþefinn af yfirvofandi hörmungum. Það sem hefur síðan úrslitaáhrif er að fá áhorfendur til að hafa samúð með persónunni á sama tíma.“ Krónprins þessara slæmu per- sóna er Alf Garnett sem er íslensk- um sjónvarpsáhorfendum að góðu kunnur, eða öllu heldur slæmu. Hann er karlremba með kynþátta- fordóma og samt hafa áhorfendur samúð með honum. „Eina skiptið sem ég lenti í vandræðum," segir ALF Garnett er leikinn af Johnny Speight en þættina skrifar Warren Mitchell. Mitchell, „var þegar náungi gekk til mín og sagði: „Mér finnst frá- bært þegar þú gerir grín að negr- um, Alf.“ Ég svaraði: „Reyndar er verið að gera grín að hálfvitum eins og þér.“ Persóna Alfs er afar umdeild og hefur verið tekin út af dagskrá BBC. Mitchell hefur sína skoðun á því: „Alf Garnett er ekki afsprengi mitt, heldur þjóðfélagsins. Það eina sem ég gerði var að finna hann. Hann er þöngulhaus; durgslegur, fáfróður, hás heimskingi. Þjóðfélag sem óttast að sjá hann draga upp skuggahliðar sama þjóðfélags á í miklum vand- ræðum ... Rétt- trúnaðarfólk í stjórnmálum sem sópar vandræða- málum undir teppið býr í drauma- veröld þar sem allir elska nágranna sína. Ég held að við ættum að hafa gætur á þeim; þeir gætu verið að grafa lík í bakgarðinum - hvað veit ég.“ Mitchell hljómar næstum eins og Alf Garnett þegar hann ver heiður hans: „Ég veit ekki hvort rétttrún- aðarfólk í stjórnmálum hefur skop- skyn. Það er engin leið að leika kynþáttahatara án þess að tala eins og kynþáttahatari. Það er engin leið að leika karlrembu án þess að tala eins og karlremba. [Líkir eftir Alf:] „Guð skapaði Adam, og hann tók rif úr Adam til að skapa Evu svo að hún gæti séð um heimilis- haldið fyrir hann.“ Alf er ekki ánægður með að skóladrengir með skegg, eins og Johnny Speight kall- ar þá, ráði BBC um þessar mundir. í gamanleik er engin leið að móðga ekki fólk.“ Gordon Brittas. Núer nóg komið ►JANE March vakti heimsathygli fyrir hlutverk sitt í erótísku myndinni „The Lover“ aðeins sautján ára gömul. Myndin olli miklu fjaðrafoki og fjölmiðlar veltu sér upp úr því hvort hún og mótleik- ari hennar Tony Leung hefðu í raun haft samræði í myndinni og rökstuddu það á einfaldan hátt; annað virtist liffræðilega ómögulegt. Eftir allt fjölmiðlafárið hafði March mörg orð um það að hún ætlaði aldrei aftur að fækka klæðum í kvikmynd. En þvert ofan í orð sín leikur hún allsnakin á móti allsnöktum Bruce Will- is í myndinni „Color of Night“. En það er líka í síðasta skipti, því í nýlegu viðtali segir hún: „Eg veit að ég hef áður sagt það, en að þessu sinni er ég viss í minni sök. Núna er nóg komið.“ ALDREI láta undan kröfum hryðjuverkamanna, það borgar sig ekki. Þessi kenning er í hávegum höfð um allan heim og um réttmæti hennar efast sennilega ekki margir enda eru menn þá að tala um eitthvað ann- að en bara beinharða peninga. { kvikmyndinni Speed kemur hryðjuverkamaður, sem Dennis Hopper leikur, fyrir sprengju í strætisvagni og hótar að sprengja allt f loft upp fái hann ekki 3,7 milljónir daia, um 260 milljónir íslenskra króna, í iausnargjald. Löggan sem Keanu Reeves leikur ætlar ekki að láta hann komast upp með það. Það hefði verið miklu ódýrara tyrir yfírmenn löggunnar að greiða lausnargjaldið heldur en að borga fyrir allar þær skemmdir sem baráttan við hryðjuverkamanninn hefur 1 för með sér. Breska tímaritið Premiere hefur reiknað út að væri sagan raunveruleg hefði það kostað borgar- stjórnina í Los Angeles næstum því 1,5 miHjarða króna að bæta skaðann sem eltingaleikurinn olli. Stærstu kostnaðarliðir sundurliðast þannig: 1 stk. Boeing 707, full af bensíni: 1,3 milljarðar. 1 stk. íbúðarhús í Los Angeles: 21 milljón króna. 1 stk neðanjarðarlest: 140 miHjónir króna. 1 stk. strætis- vagn: 28 milljónir króna.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.