Morgunblaðið - 28.10.1994, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 28.10.1994, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ PÖSTUDAGUR 28. OKTÓBER 1994 5 Ifáum orðum sagt: Hvers vegna sjálfstæðismenn í Reykjavík ættu að greiða Sólveigu Pétursdóttur atkvæði sitt í 3ja sæti í prófkjörinu. Hverra maniia er húní’ Það er gamall og góður ís- lenskur siður að spyrjast fyrir um ætt og uppruna manna. I pólitík geta það reyndar verið hæpin vísindi því mörg dæmi eru þekkt um dramatíska flokkadrætti í fjölskyldum. En Sólveig Pétursdóttir er af traustu reykvísku sjálfstæðisfólki komin. Foreldrar hennar eru Guðrún Arnadóttir hús- freyja og Pétur Hannesson fyrrverandi deildarstjóri hjá Reykjavíkurborg. Pétur hefur um langt árabil verið ötull í starfi Sjálfstæðis- flokksins og var meðal annars um tíma formaður Oðins. Föðurforeldrar Sól- veigar voru Hannes Jóns- son kaupmaður og Olöf Stefánsdóttir sem bjuggu á Asvallagötu 65 en móður- foreldrar hennar voru Arni Þorvaldsson og Sigurbjörg Hálfdánardóttir. Hver er íiiunneskjan? Sólveig er fædd í Reykja- vík 11. mars 1952. Hún lauk prófi frá Kvennaskól- anuni 1968, varð stúdent frá Menntaskólanum í Reykjavík 1972, lögfræð- ingur frá Háskóla íslands 1977 og hlaut héraðsdóms- lögmannsréttindi 1980. Sólveig er gifl Kristni Björnssyni og eiga þau 3 börn. Um pólitíska afstöðu tengdafjölskyldu Sólveigar þarf ekki að hafa mörg orð. Um fertugt fólk er stundum sagt að það sé á besta aldri. Líka að það hafi náð l'ullum þroska. Sjálft segist það vera ungt. Allt þetta er rétt um Sólveigu. Hún er ungur, en fullþrosk- aður stjómmálamaður, til- búin til að leggja fram ó- bilandi starfsþrek, kunnáttu og metnað til þess að grundvallarhugsjónir Sjálf- stæðisflokksins um frjálsan einstakling í mannúðlegu samfélagi megi verða þungamiðjan í íslenskri þjóðfélagsmynd. Hún hyrjaði í borgarmálunum Sólveig átti sæti í borgar- stjórnarflokki Sjálfstæðis- flokksins 1986-1990. Hún starfaði þá m.a. í félags- málaráði og byggingar- nefnd heilsugæslustöðva og sem varamaður í heil- brigðisráði. Einnig var hún formaður barnaverndar- nefndar Reykjavíkur og öðlaðist þar mikla þekk- ingu og innsýn í þann við- kvæma og vandmeðfarna málaflokk. Fyrst í prófkjöril987 í sínu fyrsta prófkjöri fyrir Alþingiskosningar vorið 1987 náði Sólveig afbragðs árangri aðeins 35 ára göm- ul. Eftir kosningarnar varð hún 1. varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík. Sat hún oft á þingi sem slfk þar til hún varð alþingismaður í febrú- ar 1991 þegar Birgir ísleif- ur Gunnarsson tók við stöðu Seðlabankastjóra. Tók við af Ragnliildi Helgadóttur Fyrir Alþingiskosningarnar 1991 ákvað Ragnhildur Helgadóttir, sem verið hafði oddviti kvenna í Sjálfstæðisflokknum um árabil, að draga sig í hlé. Það var því nokkur spenna í prófkjörinu um hver tæki sæti Ragnhildar sem efsta kona á lista flokksins í Reykjavík. Sólveig hlaut afgerandi stuðning sem efsta kona listans, en ýms- um þótti hlutur kvenna á þeim lista þó helst til rýr. Formaður allsherjar Á Alþingi hefur Sólveig gegnt ýmsum trúnaðar- störfum. Hún hefur m.a. verið formaður allsherjar- nefndar þingsins en sú nefnd fjallar t.d. unt öll þingmál á vegum forsætis- ráðuneytis og dóms- og kirkjumálaráðuneytis. Hún hefur þar mjög látið til sín taka s.s. í mannréttinda-, réttarfars- og fjölskyldu- málum. Hún hefur beitt sér fyrir bættri réttarstöðu barna, auknum greiðslum í fæðingarorlofi, lækkun greiðslubyrði aldraðra sem eru sjúkir eða dveljast í þjónustuhúsnæði, tryggum bótagreiðslum vegna of- beldisbrota og afnámi á- kvæða um sérstakar for- gangskröfur ríkisins í þrota- og dánarbú, svo nokkur slík mál séu nefnd. Allsherjarnefnd fjallar einnig um stjórnskipun og stjórnarfar og vann Sólveig m.a. mjög að hinum nýju stjórnsýslulögum sem tekið hafa gildi og þykja vera mikið framfaraskref. EES og sl jórnnrskrúiii Það er til marks um yflr- gripsmikla þekkingu Sól- veigar og það traust sem samstarfsmenn hcnnar hal'a á henni að hún var skipaður formaður sérnefndar Al- þingis um stjórnarskrármál sem sett var á stofn til þess að ganga úr skugga um að EES samningurinn marg- umtalaði samrýmdist stjórnarskránni. Þá á Sólveig sæti í efnahags- og viðskipta- nefnd og heilbrigðis-og trygginganefnd og er vara- maður í utanríkismála- nefnd. Erlend tengsl Sólveig er formaður ís- landsdeildar Norður-Atl- antshafsþingsins, þing- mannasamtaka NATÓ-ríkj- anna, sem þingmenn Sjálf- stæðis-, Alþýðu- og Fram- sóknarflokks eiga aðild að. 1 starfi samtakanna hefur Sólveig átt þess kost að hitta og skiptast á skoðun- um við marga helstu framá- menn í öryggis- og vamar- málum í Evrópu og Norð- ur-Ameríku. Konur á Alþingi með mestan atkvæðafjölda að baki: 1. Salome ÞorkellsdóttY 0-lista 2. Sólveig Pétursdóttir D-lista 3. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir V-Iista 4. Jóhanna Sigurðardóttir A-lista 5. Lára Margrét Ragnarsdóttir D-lista 6. Guðrún Helgadóttir G-lista 7. Kristín Einarsdóttir V-lista Með fleiri atkvæði á bak við sig en nokkur önnur kona á þingi fyrir Reykvíkinga Það er athyglisverð stað- reynd að þrátt fyrir upp- gang Kvennalistans, frægð og fallvaltan frama Jó- hönnu Sigurðar dóttur í Al- þýðuflokknum, jafnréttis- hjal Alþýðubandalagsins og tilraunir Framsóknar- flokksins til þess að sýnast nútímalegur eru það konur sem sitja á þingi fyrir Sjálf- stæðisflokkinn sem hafa mest fylgi allra kvenna á bak við sig. Sölveig Péturs- dóttir er 6. þingmaður Reyk- víkinga með 12.096 at- kvæði á bak við sig og að- eins samflokksmaður henn- ar Salome Þorkelsdóttir 2. þingmaður Reyknesinga og forseti Alþingis hefur lleiri atkvæði eða 12.450. Sj álfstæðismenn vantar fleiri konur í undanförnum kosningum til Alþingis hel'ur D-listi fengið mun fleiri atkvæði frá körlum en konum. Við þurfum fleiri konur - á lista og sem kjósendur. Krafan unr aukna þátttöku og auk- in áhrif kvenna í stjórnmál- um er jafnsjálfsögð í Sjálf- stæðisflokknum og öðrum flokkum. Samt eigum við ekki að velja konur af því að þær eru konur. Sjálf- stæðismenn kjósa konur af því þær eru góðir sjálfstæð- ismenn. Því er þó ekki að neita að það hefur ekki beinlínis verið um breiðan og beinan veg að fara fyrir konur sem vilja komast til áhrifa í Sjálfstæðisflokkn- Er 3ja sætið konusæti? Já og nei. Þegar svo stendur á að bæði formaður og vara- formaður flokksins eru karlmenn (sem reyndar hefur alltaf verið) og bjóða sig fram í Reykjavfk eru þeir sjálfsagðir í 1. og 2. sæti listans. Þegar svo stendur á að þrír mjög hæf- ir frambjóðendur, sem allir eru þingmenn sækjast eftir 3ja sætinu lenda margir kjósendur í nokkrum vanda. Langflestir vilja styðja þá alla en neyðast engu að síður til að raða þeim númer 3, 4 og 5 á list- ann. Á því leikur enginn vafi að framboðslisti Sjálf- stæðisflokksins í Reykja- vík þarf að höfða sterkt til þeirra kjósenda sem f und- anförnum kosningum hafa talið atkvæði greitt kvenna- listum þjóna hagsmunum sínum betur en atkvæði greitt D-lista. Þess vegna á 3ja sætið að vera konusæti að þessu sinni. Kvenualisti Sj álfslæðisflokksins Sjálfstæðisflokkurinn í Reykjavík þarf að bera fram D-lista í vor með sam- stilltum hópi karla og kvenna sem konur jafnt sem karlar vilja kjósa. Reynsla undanfarinna ára sýnir svo ekki verður um villst að þau mál sem sér- staklega varða réttindi kvenna í þjóðfélaginu eru mun betur komin í höndum Sjálfstæðisflokksins en Kvennnalistans. Kvenna- listinn hefur frá því hann komst inná þing aðeins komið fram 4 frumvörpum. Á sama tíma hefur Sjálf- stæðisflokkurinn kornið fram óteljandi málum sem allar konur njóta góðs af. Framganga Sólveigar Pét- ursdóttur og þau mál sem hún hefur beitt sér fyrir eru þar talandi dæmi. Tvær konur, þær Sól- veig Pétursdóttir og Lára Margrét Ragnarsdóttir, eru nú þingmenn fyrir Sjálf- stæðisflokkinn í Reykjavík ' og auk þeirra gefa Ásgerð- ur Flosadóttir og Katrín Fjelsted kost á sér í próf- kjörinu. Þótt þessar konur séu að vissu leyti keppi- nautar á sama hátt og allir aðrir þátttakendur í próf- kjörinu er nauðsynlegt fyrir stuðningsmenn þeirra að gera sér grein fyrir að Sjálf- stæðisflokknum er mikil- vægt að þeir standi saman og tryggi að vegur kvenna í prófkjörinu verði sent mestur. Stundum hefur þótt brenna við að stuðningur við eina konu þýddi and- staða við aðrar. Slíkt er úr- eltur hugsunarháttur. Það er enginn kvóti á konum í Sjálfstæðisflokknum frem- ur en körlum. Skipting stuðningsmanna Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík í Alþingis- kosningum eftir kyni. Nýleg könnun. Af skaUheimtuiiiú skulið þér þekkja þá Það er skoðurr margra að afstaða stjómmálamanna til skattamála segi meira um stefnu þeirra og lífsskoðan- ir en flest annað. Gildi þá einu hvort litið sé á afstöð- una til skattheimtu eða þess hvernig skattpeningum sé varið. Lítum á Sólveigu Pétursdóttur með hliðsjón af þessari kenningu: » Sólveig vill afnema tví- sköttun á lífeyrissjóðs- greiðslur. Hún vill að per- sónuafsláttur verði að fullu færanlegur milli hjóna. Henni finnst hátekjuskatt- ur, sem að stærstum hluta leggst á sjómenn og ungt fólk sem vinnur myrkranna á milli til þess að koma sér upp þaki yfir höfuðið, vondur skattur. Henni finnst óhóflegar skattaálög- urká fyrirtæki, sem draga kraft úr hæfni þeirra til uppbyggingar, athafnasemi og sköpunar fleiri atvinnu- tækifæra, hættulegar. Henni finnst þjónustugjöld í heilbrigðiskerfinu, sem taki mið af tekjum fólks, fullkomlega eðlileg enda sé ekki á sarna tíma dregið úr þjónustunni. Henni fmnst að rekstur fyrirtækisins „Ríkissjóður Islands” eigi að mestu að lúta sömu lög- málum og rekstur annarra fyrirtækja. Hún vill að “Ríkið” nái sama árangri og fyrirtækin hafa náð með aðhaldi og ráðdeild. Hún vill lækka skatta með því að minnka ríkisumsvif. Við einkavæðingu opin- berrar þjónustu vill hún að gætt sé fyllstu varúðar, l.d. hvað varðar ýmsa öryggis- þætti. Hún vill auka á- byrgð og virkja kraft þeirra einstaklinga sem starfa hjá hinu opinbera með sömu aðferðum og reynst hafa hvað best hjá einkafyrir- tækjum. Afrain Island Þeirra sjórnmálamanna sem við íslendingar mun- um kjósa sem fulltrúa okk- ar í komandi Alþingis- kosningum bíða stærri og flóknari úrlausnarefni en nokkru sinni fyrr í sögu þjóðarinnar. Þeirra verður áð marka framtíðarstefnu til fjölþjóðabandalaga eins og ESB. Leggja efnahags- og menningarlegt sjálf- stæði okkar á vogarskálar. Bregðast við byltingu í upplýsingatækni og fjöl- miðlun. Fjalla um vernd' barna og unglinga við þjóðfélagsaðstæður sem voru jafnvel óhugsandi þar til í síðustu viku. Móta for- dómalausa afstöðu til þjóð- ernismála. Umræða um slík grundvallarmái má ekki mótast af hagsmunum einstakra stétta eða hópa. Þess vegna hefur þörfín fyrir breiðan og málefna- legan stjómmálaflokk eins og Sjálfstæðisflokkinn aldrei verið brýnni. Þess vegna hefur aldrei verið brýnna að Sjálfstæð- isflokkurinn beri fram sig- urstranglegan lista. Er hún„slæðukona“? í umfjöllun sumra fjöl- miðla um prófkjörið hefur þvf verið haldið fram að Sólveig sé „kona með slæðu“. Hún hafi lítið beitt sér í baráttunni um efstu sætin og látið að því liggja að hana skorti afrek til þess að slá um sig með. And- stæðingar Sjálfstæðis- flokksins hafa gjarnan kallað forystukonur í flokknum „konur með slæðu", enda séu þær aðeins til skrauts eða yfir- breiðslu á hina „hörðu“ ímynd flokksins. Þeir, sem þekkja til starfa Sólveigar og hafa kynnt sér efni þessarar síðu eru ekki í neinum vafa: Hún er slæðulaus, með uppbrettar ermar og lætur verkin tala. Þetta verða allir að lesa Það er e.t.v. ekki sanngjarnt að ætla kjósendum í prófkjöri sjálfstæðismanna í Reykjavfk nú um helg- ina að hafa tíma til þess að lesa allt sem stendur á þessari blaðsíðu. En í stuttu máli eru hér færð rök fyrir því að Sólveig Pétursdóttir alþingismaður verð- skuldi stuðning þinn í 3. sæti listans og jafnframt að það sé Sjálfstæðisflokknum afar mikilvægt að hún hljóti góða kosningu þar sem hlutur kvenna verði að aukast mjög til þess að tryggja flokknum hagstæð úrslit í vor. Þökk fyrir lesturinn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.