Morgunblaðið - 28.10.1994, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 28.10.1994, Blaðsíða 16
16 FÖSTUDAGUR 28. OKTÓBER 1994 MORGUNBLAÐIÐ f ERLENT Reuter Mesti fjölda- morðingi Astralíu? Campbelltown, Sydney. The Daily Telegraph. Reuter. VITNALEIÐSLUR standa nú yfir í máli gegn manni sem talinn er vera mesti fjöldamorðingi Ástralíu. Hann er sakaður um að hafa myrt sjö unga puttaferðalanga. JVIorðin hafa skelft fólk víðar en í Ástralíu, því tveir puttaferðalanganna voru Bretar og þrír Þjóðveijar. Vitna- leiðslumar eru til þess að ákveða hvort mál Ástralans eigi að fara fyrir æðsta dómstól landsins. Ivan Milat, 49 ára vegagerðar- maður, er sakaður um að hafa myrt fólkið á árunum 1989-1992, eftir að hafa boðið því far. Líkin fundust frá september 1992 og fram í nóvember 1993 en réttar- höldin hófust nú í vikubytjun. Líkin falin í skógi Mótmæla stjóm Jeltsíns RÚSSNESKI harðlínukommúnist- inn Viktor Ampílov hrópar slag- orð gegn ríkisstjórninni á útifundi í Moskvu í gær. Verkalýðsfélög undir stjórn kommúnista og stuðn- ingsmanna þeirra efndu til funda- halda víða í landinu, m.a. á Kyrra- hafsströndinni, til að andmæla töfum á útborgun launa. Jafn- framt verður efnt til mótmæla á næstunni um allt landið gegn skertum lifskjörum sem félögin segja að sé afleiðing frjálsrar markaðsstefnu ríkisstj órnarinnar. Stjórnarher Bosníu hefur stórsókn frá Bihac-héraði Serbneska herlið- inu stökkt á flótta Sar^jevo. Reuter. STJÓRNARHERINN í Bosníu hef- ur stökkt serbneskum hersveitum -á flótta í stórsókn i norðvestur- hluta landsins. Serbnesku her- mennirnir skildu eftir skriðdreka og stórskotavopn á flóttanum. Eftir því sem á líður, koma skelfileg- ar staðreyndir um morðin í ljós. Fólkið var bundið og keflað áður en það var ýmist stungið eða skotið og líkin falin í Belanglo-skógi, fyrir sunnan Sydney. Að minnsta kosti einni stúlkunni var nauðgað og eitt ungmennanna afhöfðað. Milat hefur lýst yfir sakleysi sínu. Sækjendur fullyrða hins vegar að fjöldi hluta sem fundust nærri lík- unum, samsvari hlutum á heimili Milats. Þá eru hár sem fundust í lófa tveggja fórnarlambanna í DNA- greiningu. Búist er við að vitnale- iðslurnar standi fram að jólum. Sprenging í dönsku Lindo-skipasmíðastöðinni Gasleki talinn hafa verið orsök slyssins „Bosníuher hefur hafið árásir frá Bihac-héraði,“ sagði Tim Spic- er, talsmaður friðargæsluliðs Sam- einuðu þjóðanna. „Við teljum að herinn hafi náð milli 100 og 150 ferkílómetra svæði á sitt vald. Hann hefur komið serbnesku her- sveitunum í opna skjöldu ... og Serbamir hörfuðu í allmiklu skipu- lagsleysi, skildu eftir hergögn eins og skriðdreka og sprengjuvörpur.“ Spicer sagði að stjórnarherinn hefði hafið mikla framrás en ekki væri Ijóst hvort hann gæti haldið landsvæðunum eða hvort Serbar gætu snúið vörn í sókn. Þúsundir flóttamanna Reuter LÖGREGLUMENN kanna skemmdirnar sem urðu á Yak-40 þotunni. Misheppnað flugrán SPRENGING varð í vélarrúmi 300.000 tonna tankskips í Lindo- skipasmíðastöðinni á Fjóni um klukkan 13 að staðartíma í gær og fórust fjórir starfsmenn auk þess sem 15 slösuðust, nokkrir lífs- hættulega. Nokkrir íslendingar vinna hjá stöðinni en enginn þeirra slasaðist. Nær 3.000 manns starfa hjá Lindo-stöðinni sem er um 15 km austan við Óðinsvé. Talið er líklegt að neisti hafi komist í gas sem lekið hafi um gat á slöngu. Fulltrú- ar vinnueftirlits könnuðu aðstæður á slysstað í gær. Morgunblaðið ræddi við Leo Jensen, upplýsingafulltrúa stöðvarinnar, en hann kenndi við Menntaskólann á Egilsstöðum fyr- ir nokkrum árum. „Aðkoman var hræðileg, eldurinn sem kom upp við sprenginguna bókstaflega elti menn uppi og hitinn var gífurleg- ur“, sagði Leo. Einn mannanna bjargaði lífinu með því að stökkva niður um stiga- op og slapp með brunasár. Leo sagði að svo hefði viljað til að rétt við skipið hefði verið sveit slökkvil- iðsmanna við æfingar með tæki sín. Þeir hefðu slökkt eldinn á fá- einum mínútum, ella hefði slysið vafalaust orðið enn mannskæðara. Fréttastofa Bosníu-Serba sagði að hermenn úr stjómarhernum væru að fagna sigri á götum Bihac- borgar og hjálparstofnanir sögðu að nokkrar þúsundir manna, eink- um Serbar, væru á flótta vegna bardaganna. „Flóttamönnunum er alltaf að fjölga," sagði Robyn Thompson, talsmaður Alþjóðaráðs Rauða krossins. Serbneskar hersveitir hafa setið um Bihac-hérað lengst af frá því stríðið í Bosníu hófst fyrir 30 mán- uðum. Stjórnarhermenn kváðu nið- ur uppreisn múslima í héraðinu í sumar og einbeita sér nú að því að binda enda á umsátur Serba. Makhatsjkala. Reuter. MAÐUR, sem rændi farþegaflug- vél í Suður-Rússlandi, réð sjálfum sér bana með sprengju í gærmorg- un þegar lögreglumenn ruddust inn í vélina. Var hún þá á flugvellinílm í Makhatsjkala, höfuðborg sjálf- stjórnarlýðveldisins Daghestans. Maðurinn náði vélinni með 22 farþegum og fimm manna áhöfn á sitt vald á þriðjudagskvöld en næsta sólarhringinn sleppti hann öllum nema þremur. Þeir komust síðan burt í gærmorgun og var þá látið til skarar skríða gegn honum. Hafði hann fengið tugmilljónir kr. í lausnargjald og vildi komast til Irans en þarlend stjórnvöld neituðu um lendingarleyfi. Talið er, að maðurinn hafi ekki verið heill á geði. Mikið glæpa- og óaldarástand ríkir í Kákasushéruðunum í Suður- Rússlandi og mannrán svo tíð, að í fjölmiðlum er svæðið stundum uppnefnt „Bermúdaþríhyrningur- inn“. Laugardaginn 29.október kynnumviðþér Orðabók Aldamóta á tilboði kr. 4.900,- Nýja útgáfan er komin. Bráðsniðug ensk/íslensk + íslensk/ensk tölvuorðabók fyrir Windows. Aðgengileg og öflug tölvuorðabók með tugþúsundum uppflettiorða. Kynningarverð aðeins þennan laugardag kr. 4.900,- stgr. m. vsk. Veriö velkomin á einstaka laugardagskynningu. Opiö frá kl. 10.00 tll 14.00. H Tæknival Skeifunni 17- Sími (91) 681665 - Fax (91) 680664

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.