Morgunblaðið - 28.10.1994, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 28.10.1994, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 28. OKTÓBER 1994 23 EPTA-tónleikar Debut-tónleikar Þór- hildar Bjömsdóttur ÞÓRHILDUR Bjöms- dóttir píanóleikari held- ur tónleika í Fella- og Hólakirkju laugardag- inn 29. október kl. 17.30 síðdegis á vegum íslandsdeildar EPTA, Evrópusambands píanókennara. Á efnisskrá Þórhild- ar á laugardaginn em fjögur Impromptu op. 90 eftir Schubert, Waldszenen eftir Schumann, Au bord d’une source og So- netto 104 del Petrarca eftir Liszt og La sér- Þórhildur Björnsdóttir énade interrompue (Truflaða kvöldljóðið) og La connines d’Anacapri (Hæðimar á Anacapri) eftir De- bussy. Stjóm EPTA vill vekja sérstaka athygli á nýjum tónleikastað, en í Fella- og Hóla- kirkju (rétt fyrir austan Gerðuberg) er nýr Steinway-flygill og mjög góður hljómburð- ur. Bindur stjómin von- ir við þennan stað fyrir tónleika EPTA í náinni framtíð. Fiðla Rotschilds HIÐ nýstofnaða Snobbleikhús Fiðlu Rotschilds framsýnir á morgun laugardag kl. 17, smásögu eftir rússneska rithöfundinn Anton Tsjekhov. Önnur sýning verður á sunnudag kl. 20.30. í fréttatilkynningu segir: „Þessi saga er að öllum líkindum skrifuð einhvern tíma í kringum síðustu aldamót og fjallar um tvo afdrifa- ríka daga í lífí rússneskra hjóna, líkkistumiðsins og fiðluleikarans Jakobs og konu hans Mörfu. Þor- steinn Ó. Stephensen þýddi söguna fyrir nokkram áram, en hún hefur aldrei verið birt á íslensku svo vitað sé.“ Snobbleikhúsið hefur nú gert leik- sýningu úr sögunni. Þorsteinn Guð- mundsson leikari leikur persónur sögunnar og flytur söguna í gervi skáldlegs aldamótamanns í frásagn- aranda þess tíma. Magnús Blöndal Jóhannsson tón- skáld samdi sérstaklega tónlist fyrir sýninguna sem Laufey Sigurðar- dóttir fíðluleikari fiytur. Leikstjóm er í höndum Magnúsar Guðmunds- sonar og Margrét Einarsdóttir sá um útlit og búninga. Sýningar verða í veitingahúsinu Ara í Ögri, Ingólfsstræti 3. Sýning- in tekur innan við klukkutíma, miða- verð er 800 krónur og veitingar inni- faldar í verði miðans. LISTIR Menning og listir í nýrri Evrópu LÖG og reglur Evrópusambandsins og samningurinn um Evrópska efnahagssvæðið hafa á ýmsan hátt áhrif á menningu og listir Evrópu- þjóða sem og á starfs- og lífskjör listamanna, en á mánudagskvöld, 31. október, gefst íslenskum lista- mönnum tækifæri til að kynna sér þessi mál, því þá heldur Bandalag íslenskra listamanna fræðslu- og umræðufund í Hlaðvarpanum kl. 20.30 undir yfirskriftinni Menning og listir í nýrri Evrópu. Tónleikar í Keflavíkurkirkju TÓNLISTARSKÓLINN í Keflavik stendur fýrir tónleikum i Keflavik- urkirkju í dag, föstudag, og hefjast þeir kl. 21. Á tónleikunum flytja Auður Haf- steinsdóttir fiðluleikari, Bryndís Halla Gylfadóttir sellóleikari og Steinunn Birna Ragnarsdóttir píanóleikari styttri verk eftir ýmsa höfunda. Má þar nefna Fauré, Tsjajkovskíj, Hándel og Schumann. Aðgangseyrir er 300 krónur, en nemendur skólans fá ókeypis að- gang. Tónleikarnir, sem era öllum opnir, eru haldnir í tengslum við strengjanemendamót sem fram fer í Keflavik um helgina. Kvikmyndasýn- ing fyrir börn NORSKA brúðumyndin Den Hvite Selen verður sýnd í Norræna húsinu á sunnudag kl. 14. Sagan segir frá selnum Kotic sem Þar mun miðla af þekkingu sinni og reynslu formaður norska lista- mannaráðsins (Norges Kunstn- errád), Carl Morten Inversen og fjallar erindi hans um stöðu menn- ingar og listá innan ESB/EES og helstu breytingar sem verða kunna á réttindum og kjöram listamanna (verður erindið flutt á ensku). Þá mun Þórann Hafstein, deildarstjóri í menntamálaráðuneyti, ræða m.a. um íslenska listmenningu í þessu samhengi. er fæddur og uppalinn í Barents- hafi. Þar lifir hann í sátt og sam- lyndi við önnur dyr. En skyndilega raskast allur friðurinn á ströndinni því hópur veiðimanna birtist og þeir era á höttunum eftir selskinni. Kotic leggur því upp í langferð til að fmna stað þar sem friður rikir. í þessari ferð lendir hann í ýmsum ævintýram. Kvikmyndin er tæp klukkustund að lengd og er með norsku tali. Allir era velkomnir og aðgangur er ókeypis. Fjölskyldutón- leikar í Logalandi TÓNLISTARSKÓU Borgarfjarðar stendur fyrir íjölskyldutónleikum í Logalandi í Reykholtsdal á morgun, laugardag, kl. 14. Þar verður boðið upp á hljóðfæra- leik og söng. Nemendur og kennar- ar Tónlistarskólans koma fram á tónleikunum, bæði böm og ungling- ar, pabbar og mömmur, afar og ömmur. Gestir fá einnig að taka lagið og leika á hljóðfæri. Að tónleikunum loknum verður boðið upp á kaffi- veitingar. Allir era velkomnir á tónleikana til að eiga tónlistarstund á Ári fjöl- skyldunnar. Tónleikar Bern- ardel á Borginni EFNT verður til tónleika Bernardel- kvartettsins í Gyllta salnum á Hótel Borg á morgun, laugardag. Tónleik- arnir hefjast klukkan 15 og á efnis- skránni eru tveir strengjakvartett- ar: Ópus 18, númer 4 í e-moll eftir Beethoven og númer 3, ópus 67 í b-dúr eftir Brahms. Bemardel-strengjakvartettinn er rúmlega eins árs gamall og hefur komið víða fram hú þegar. Hann skipa fiðluleikararnir Zbigniew Dubik og Greta Guðnadóttir, víólu- leikarinn Guðmundur Kristmunds- son og Guðrún Th. Sigurðardóttir sellóleikari. Söngtónleikar í Listasafni Kópavogs SÖNGTÓNLEIKAR verða í Lista- safni Kópavogs, Gerðarsafni, á morgun, laugardag, kl. 16. Bergþór Pálsson bariton mun syngja lög eft- ir innlenda og erlenda höfunda og með honum leikur Anna Guðný Guðmundsdóttir á píanó. Tónleikar þessir eru liður í skóla- tónleikum og tónleikum fyrir bæj- arbúa, sem gengið hafa undir nafn- inu „Tónlist fyrir alla“. Þessa viku hafa Bergþór og Anna Guðný sungið og leikið fyrir alla skólaæskuna í Kópavogi, sem er á fjórða þúsund manns og hafa þess- ar uppákomur farið fram i Lista- safni Kópavogs, Gerðarsafni. [iif® [ftj (f'íj 1 Þj»IÍ} fiHV ^p] nWLi 11 mm ftjSypvgoie s i8 r* 1 \ m * /i.r>fr • •■* 3/ > ? / V .. 'Kúiy-ir*1 y( ^TLv,'. p .7:l| ' '' I; ‘N ;'.v \ -.v'- - - , lí .[•; áfiíl ■ ííi,- . • ÍL' ■; ■ - . . .. V * M \ l C. ., ; K: VV ■•7“; • - ;/■'■ ■••■' ■ . y - > \ ýV'rt-vV-r ■>■’, , ;f'> ' -J-ÍAÍÍ- í. Vp 1 ||y . tíJ WjT ; Æ i l' ^ t Iv-. l . A ' ” ' . \. ' w v ,/■ i- i. V’ i ^ 1; ',%■.) V ri£> • 7 ' i* = n , ■ ; 5 V v ’■. > , 1 A »"/■* 4V k ' & wÆ í .'C‘ : ■ É

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.