Morgunblaðið - 28.10.1994, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 28.10.1994, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 28. OKTÓBER 1994 31 CAMILLA ALVHILDE SANDHOLT + Camilla Alvhilde Sandholt fædd- ist í Reykjavík 13. október 1909. Hún lést í vistheimili aldraðra í Seljahlíð 21. október síðastlið- inn. Foreldrar henn- ar voru Jenný Har- alda Chi’istensen Sandholt, f. 1887 (frá Tönsberg í Nor- egi), og Stefán Sand- holt, bakarameist- ari, f. 1886. Camilla var önnur í röð sjö systkina, en þau voru: Hanna Guð- rún, f. 1908 (látin), Sigurður Bang, f. 1912 (lést átta daga gamall), Egill Thor, f. 1912 (lát- inn), Ásgeir Jakob, f. 1913, Val- borg Julie, f. 1915 (látin), og Martha, f. 1919. Eiginmaður Camillu var Guðlaugur Þorláks- son, f. 1907, skrifstofusljóri og meðeigandi í elstu málflutnings- skrifstofu landsins, sem á starfs- árum hans var rekin í Austur- stræti 7, og síðar í Morgunblaðs- húsinu við Aðalstræti. Fyrstu félagar hans voru Pétur Magn- ússon og Einar B. Guðmunds- son, hæstaréttarlögmenn, og síðar synir þeirra, Guðmundur Pétursson og Axel Einarsson. Camilla og Guðlaugur gengu í hjónaband 7. maí 1932. Guðlaug- ur lést 21. apríl 1974. Börn þeirra hjóna eru fjögur: 1) Jenný Stefanía, f. 1933, gift Nils-Johan Gröttem, búsett í Noregi, og eiga þau þrjú börn, Guðrúnu Camillu, Harald Gunn- ar og Einar Johan. 2) Katrín FYRSTU kynni mín af þeim hjónum, Camillu og Guðlaugi, hófust þegar ég ungur kom inn á heimili þeirra í fylgd næstelstu dótturinnar, Katr- ínar (Systu). Þau bjuggu sér og sín- um fallegt heimili á Víðimel 27, at- hvarf sem andaði af kærleika og gleði. Upp frá því varð ég þar mik- ill heimagangur og það var gott að vera tengdasonur Camillu og Guð- laugs. Slík umhyggja umvafði okkur öll, jafnt afkomendur sem tengda- börn. Lífi sínu lifðu þau til blessunar og eftirbreytni börnum sínum. Sjálf naut Camilla trúarlegs uppeldis á heimili foreldra sinna, Jennýjar og Stefáns Sandholt, sem voru virkir meðlimir í KFUM og KFUK og Kristniboðsfélagi karla og Kristni- boðsfélagi kvenna í Reykjavík. Hið sama gilti um Guðlaug. Foreldrar hans, Katrín og Þorlákur, ólu börn Þorbjörg, f. 1934, gift Gísla Arnkels- syni og eiga þau sex börn, Guðlaug, Val- gerði Arndísi, Bjarna, Karl Jónas, Kristbjörgu og Kam- illu Hildi. 3) Hildur Björg, f. 1948, gift Þórði Ólafi Búasyni, og eiga þau tvo drengi, Guðlaug Búa og Þórð Ólaf. 4) Pét- ur Guðlaugsson, f. 1949, giftur Patricia Ann. Pétur á einn son frá fyrra hjóna- bandi, Kolbein Dav- íð, og Patricia á þrjú böm frá fyrra hjónabandi, Jacob Martin, Colette Patrice, og Danielle Erin. Eru þau búsett í Bandarikjunum. Barnabarnabörnin eru 19. Æsku- stöðvar Camillu stóðu við Njáls- götu í Reykjavík, uns faðir henn- ar reisti hús á Laugavegi 36, ásamt samstarfsmanni í bakara- stétt. Þar ráku þeir félagar bak- aríið G. Ólafsson & Sandholt, sem rekið er enn í dag. Að loknu skyldunámi stundaði Camilla nám við hússtjórnarskóla í Dan- mörku einn vetur ásamt eldri systur sinni. Ævistarf sitt innti Camilla af hendi innan veggja heimilisins, en síðast bjuggu þau hjónin á Víðimel 27. Eftir lát Guðlaugs bjó hún lengst af á Hjarðarhaga 50, eða þar til vorið 1992 að hún fluttist í Seljahlíð. Camilla var félagskona í KFUK og studdi jafnframt kristniboð meðal heiðinna þjóða. Utför Camillu fer fram frá Fossvogs- kirkju í dag. sín upp í guðhræðslu og góðum sið- um. Þetta var dýrmætur arfur, sem hjónin Camilla og Guðlaugur litu á sem sína mestu gæfu, og þessum arfi vildu þau skila áfram til sinna barna. í Sálmi 103,17 stendur: ,LMis- kunn Drottins við þá er óttast hann varir frá eilífð til eilífðar og réttlæti hans nær til barnabarnanna"; það réttlæti sem Jesús Kristur ávann öllu mönnum með dauða sínum og upprisu. Hvílíkur arfur og hve nauð- synlegt að hann komist til skiia. Ég á skemmtilega minningu um lítinn nafna minn, sem fór með mömmu sinni og ömmu í heimsókn til langömmu í Seljahlíð, skömmu áður en hann hélt með fjölskyldunni til kristniboðsstarfa í Eþíópíu. Hann stóð við sófaborðið og skóflaði í sig ís af miklum móð. Skyndilega leggur hann skeiðina frá sér og vindur sér SOFFANÍAS G UÐMUNDSSON + Soffanías Guð- mundsson fædd- ist á Skerðingsstöð- um í Dalasýslu 18. janúar 1899. Hann lést á Sjúkrahúsi Akraness 19. októ- ber síðastliðinn. For- eldrar hans voru lijónin Guðmundur Guðmundsson og Sigurlaug Snorra- dóttir, en þau létust með stuttu millibili árið 1907. Eftir lát foreldra sinna flutt- ist Soffanías að Bóndhóli í Borgar- hreppi, þar sem hann síðan ólst upp l\já móðursystur sinni Soffíu Snorradóttur, eiginmanni henn- ar Guðmundi Jónssyni og börn- um þeirra Önnu, Baldri og Ás- laugu. Soffanías átti tvo eldri bræður, Karl og Kristin, sem báðir eru látnir. Hinn 3. júlí 1926 ÞAÐ ER skrýtið að hugsa sér að hann afi Soffi sé ekki lengur á með- al okkar, en nú hefur hann fengið giftist Soffanías Önnu Magnúsdóttur frá Ið- unnarstöðum í Lundarreykjadal. Þau eignuðust eina dóttur, Sigurlaugu, f. 1928. Hún er gift Sverri Sigurjónssyni og eiga þau þijú börn, Önnu, gifta Valgeir Einarssyni og eiga þau fímm börn; Rafn, kvæntur Heið- rúnu Bjömsdóttur og eiga þau fjögur börn; og Áslaugu, gifta Sigurði Krist- jánssyni og eiga þau þijú börn. Soffanías starfaði lengst af lijá Haraldi Böðvars- syni & Co. á Akranesi, en lét af störfum árið 1989. Síðustu fjögur árin dvaldi hann á deild aldraðra á Sjúkrahúsi Akraness. Útför hans fer fram frá Akraneskirkju í dag. hvíldina og er kominn til hennar ömmu. Hann afi var sérstakur maður, MINNINGAR að langömmu: „Langamma, trúir þú á Jesúm?" „Ha, já það geri ég,“ svaraði hún hálfliissa á óvæntri spurningunni. „Ég líka,“ sagði litli drengurinn og andlitið ljómaði. Hann hélt áfram að borða ísinn sinn, en aftur lá honum eitthvað á hjarta og hljóp til langömmu sinnar og lagði litlu höndina á stólarminn: „Heyrðu langamma, þú veist að Jesús er up- prisinn!“ Þetta hrærði langömmu að innstu hjartarótum og oft minntist hún á.þetta atvik. Börnin segja oft hlutina betur en við fullorðna fólkið og þau tala vafningalaust. Tengdaforeldrar mínir vildu börn- um sínum það besta og reistu sér sumarbústað í Lækjarbotnum meðan elstu dæturnar voru á barnsaldri, svo þær fengju að njóta sveitasælu í guðsgrænni náttúrunni. Þær minn- ast þess er fjölskyldufaðirinn kom eftir vinnu á kvöldin og um helgar með áætlunarbíl að Lögbergi. Ganga þurfti þaðan langan spöl að bústaðn- um, því engan áttu þau bíllinn á þeim árum. Þá stóðu dæturnar uppi á hólnum fyrir ofan „Litla Dal“ og biðu þess að sjá pabba koma. Þegar hann var í sjónmáli hlupu þær á móti honum til að létta oft þungar kliíjar. Um minningarnar frá þessum árum leikur sólskin og gleði í hugum systranna, Jennýjar og Systu. Þegar þær voru á fermingaraldri stækkaði fjölskyldan á ný, er Hildur Björg og Pétur komu í heiminn, stórum og smáum mikið fagnaðarefni. Um það leyti hóf Guðlaugur fórnfúst sjálf- boðastarf fyrir sumarstarf KFUK í Vindáshlíð, sem leiddi til kaupa á landi undir sumarbústað fyrir flöl- skylduna í nágrenninu. „Þetta var eini möguleikinn til að sjá eitthvað af Guðlaugi á sumrin,“ sagði Cam- illa við mig eitt sinn. Þau hjónin voru samhent í öllu og þó Camilla bærist lítt á studdi hún eiginmann sinn ótrauð og fjöl- skyldan átti hug hennar og krafta. Skömmu eftir lát eiginmannsins fluttist Camilla á Hjarðarhaga 50, þar sem hún naut hlýhugs góðra nágranna um langan tíma. Hún var heilsuhraust fram eftir öllum aldri, rösk og dugleg, en í desember 1981 fékk hún alvarlega heilablæðingu. Hún náði sér þó smám saman, en fáeinum árum síðar kvöddu veikindi dyra á ný og áföllin urðu fleiri og þéttari. Síðustu árin naut hún tíma- bundinnar heimahjálpar uns hún vorið 1992 fluttist í Seljahlíð. Þar bjó hún í fallegu umhverfi og naut frábærrar umhyggju og kærleika. Fyrir það vilja börnin hennar þakka af heilum hug. Camilla var glæsileg kona og það leyndi sér ekki, að hún hafði hlotið glaðværð og ljúflyndi í vöggugjöf. Hress og kát létti hún lund margra sem umgengust hana, þakklát fyrir minnsta viðvik og jákvæðari en flest- ir. Þessum persónueinkennum hélt léttur í lund og léttur á fæti. Hann vann þar til hann var 90 ára og hljóp í rútuna á morgnana og í hádeginu. Hann var hagmæltur og gerði marg- ar sniðugar vísur. Árið 1976 flutti ég í húsið til hans á Vesturgötu 83 á Akranesi, með eiginmann og eitt barn, en börn- in urðu fimm og alltaf gladdist hann afi jafn mikið yfír hveiju barni. Hann kenndi þeim stafína og söng fyrir þau, og ekkert fannst þeim betra en hræringurinn og hafra- grauturinn hans afa. Árið 1989 hrakaði honum mikið og fór hann þá á Sjúkrahús Akra- ness, en 1990 flutti ég til Svíþjóðar með fjölskylduna, en afa hefur verið sárt sakhað af langafabömum hans sem munu alltaf minnast hans og senda þau honum sínar bestu kveðjur. Anna. Mig langar í örfáum orðum að kveðja afa minn og þakka honum stundirnar okkar saman. Þegar ég var lítil stelpa varst þú fastur punktur í tilverunni og bestu minningar bernskuáranna eru frá heimsóknum á Skagann til ykkar ömmu. Ég var ekki nema þriggja ára þegar ég flutti úr húsinu ykkar á Vesturgötunni þar sem ég kom í þennan heim, en margar voru heim- sóknirnar eftir það og gott var að hún til hinstu stundar og hugurinn geymir dýrmætar minningar um kæra tengdamóður. Réttri viku fyrir andlátið átti Camilla 85 ára afmæli. Þá var mjög tekið að halla undan fæti, en þó vottaði fyrir brosi og smáviðbrögð- um er við töluðum við haná. „Til himinsala mín liggur leið, þar gott er heima að búa,“ var sungið þegar Guðlaugur var kvaddur fyrir 20 árum. Nú er. Camilla líka komin heim. Hún kvaddi 21. október. Þann dag árið 1923 fermdist hún í Dóm- kirkjunni og sr. Bjarni gaf henni Nýja testamentið. Inn í það skrifaði hann fermingarversið hennar: „Sjáið hvílíkan kærleika faðirinn hefur auð- sýnt oss, að vér skuium kallast Guðs börn og það erum vér.“ Þetta Nýja testamenti var ávallt á náttborðinu við rúmið hennar og í það var sóttur styrkur og hugarró. Bænavers úr bernsku voru henni líka töm á tungu. Við leiðarlok þökkum við Guði fyr- ir Camillu, ailt sem hún var okkur og fyrir okkur gerði. Blessuð sé minn- ing ástkærra tengdaforeldra minna. Gísli Arnkelsson. Okkur systurnar langar til að minnast ömmu með nokkrum orðum. Fyrstu minningar okkar um Camillu ömmu eru frá árinu 1972, þegar við fjölskyldan fluttum heim eftir margra ára dvöl í Eþíópíu, þar sem foreldrar okkar störfuðu sem kristni- boðar. Loksins fengum við systurnar að sjá ömmu og afa á Víðimel, sem við höfðum heyrt svo mikið talað um og fengið bæði jóla- og afmælis- gjafir frá. Sterkustu minningarnar af Víðimelnum eru tengdar aðfanga- dags- og gamlárskvöldum, þegar öll fjölskyldan kom 'saman. Auk þess að borða góðan mat og opna jóla- pakka voru sungnir jólasálmar, hlustað á afa lesa jólaguðspjallið og gengið í kringum jólatré. Samveru- stundirnar urðu hins vegar ekki mjög margar, því Guðlaugur afí féll frá 21. apríl 1974. Það var mikið áfall fyrir okkur öll, ekki síst ömmu. Amma flutti síðar á Hjarðarhaga og þangað var alltaf gott að koma. Samverustundirnar urðu aldrei eins án afa, en engu að síður voru þær yndislegar. Amma var að eðlisfari lífsglöð kona. Það þurfti lítið til að gleðja hana og okkur leið alltaf vel í ná- lægð hennar. Undanfarin ár bjó amma í Seljahlíð. Þar fannst henni gott að vera og hafði oft orð á því hversu vel stúlkurnar þar hugsuðu um hana. Við þökkum Guði fyrir þann tíma sem við höfum átt með ömmu. Það verður tómlegt í fjölskylduboðunum án hennar, en það er gott að vita að hún átti lifandi trú á Jesúm Krist, sem gefur eilíft líf. Systkini okkar, sem eru við kristniboðsstörf í Eþíópíu, sakna ömmu sárt og öll blessum við minn- ingu hennar. Jesús sagði: „Ég er upprisan og lífið. Sá sem trúir á mig mun lifa þótt hann deyi.“ (Jóh. 11:25.) Kristbjörg og Kamilla. Ég hitti eiginkonu mína, Jenný, er við vorum við nám í Ósló veturinn 1951-52. Um haustið opinberuðum við trúlofun okkar og þá komu for- eldrar hennar, Camilla og Guðlaugur Þorláksson, til Noregs til að fagna þessum viðburði með okkur. Þetta voru mín fyrstu kynni af þeim hjón- um, sem síðan leiddu til lífstíðar vin- áttu. Þau notuðu tækifærið og buðu mér til íslands til þess að halda jól með þeim og þeirra fjölskyldu jólin 1952. Þessi jólafagnaður varð til þess að ég ílengdist á íslandi í sjö ár. Það eru til margar sagnir um „tengdamæður" og ef allar slíkar sögur væru sannar væri vissulega áhætta að ganga í hjónaband. En sem betur fer erum við margir sem höfum gagnstæða reynslu. Tengda- móðir mín var reyndar hálfnorsk. Móðir hennar, Jenný Sandholt, flutt- ist ung til íslands. Hugsanlega átti þessi uppruni sinn þátt í að tengja okkur traustum böndum. Oft rædd- um við saman eins og mæðgin, bæði í gamni og alvöru, og áttum margt sameiginlegt. Það var alltaf gott að fínna faðmlag hennar og það var mér einstök ánægja að hitta hana, hvort sem var á Islandi eða á heim- ili okkar í Noregi. Ég stend í mikilli þakkarskuld við Camillu og Guðiaug, sem gáfu okkur tækifæri til að búa í risinu á Víði- mel 27, þegar ég var nemandi við Kennaraskóla Islands skólaárið 1961-62. Þá vorum við orðin fjögur í heimili og Camilla umvafði okkur með kærleika sínum og umhyggju. Tengdaforeldrar mínir komu oft til Stavanger eftir að við fluttum þangað 1959. Það var alltaf mikið tilhlökkunarefni, ekki síst börnun- um, að fá „ömmu og afa“ í heim- sókn. Þá var hátíð á heimili okkar og sterk tengsl mynduðust milli barnabarnanna og ömmu og afa og þau eiga góðar minningar frá þess- um tíma. Camilla lifði það líka að eignast langömmubörn og tala þau um langömmu á íslandi. Eftir að Guðlaugur lést árið 1974 kom hún oft og var hjá okkur yfir lengri tíma. Eitt sumar var hún með okkur á ferðalagi um Noreg og Sví- þjóð. Hafði hún af því mikla gleði og þakklæti hennar hrærði okkur, þó það væri frekar okkar að þakka henni. Eftir lát móður minnar fyrir 30 árum síðan varð tengdamóðir mín mér kærari en nokkru sinni. Guð blessi minningu hennar. Nils-Johan Gröttem. sofna í holunni þinni á kvöldin eftir kvöldkaffið þar sem barnið ég fékk að dýfa kringlu í svart kaffið þitt. Búkollu-sagan var ómissandi fyrir svefninn og aldrei komst þú upp með það að reyna að skipta eða breyta þeirri sögu. Eins skyldi hún sögð kvöld eftir kvöld. Síðan raulaði þú fyrir mig og fórst með bænirnar með mér. Eftir að ég óx úr grasi og stofn- aði fjölskyldu urðu heimsóknir stop- ulli og hefðu þurft að vera miklu fleiri, en kapphlaupið og hraðinn í dag er mikill og alltaf er tímaskort- ur afsökun fyrir öllu en er í raun engin afsökun. Alltaf var umhyggja þín sú sama og alltaf hafðir þú tíma fyrir okkur öll. Siggi og börnin okkar þijú kveðj- um þig í dag með þakklæti í huga fyrir að hafa fengið að njóta stunda með þér, stunda sem gleymast ekki. Ég enda þessa kveðju með fyrstu bæninni sem þú kenndir „Stifrinu“ þínu eins og þú kallaðir mig alltaf. Láttu nú ljósið þitt loga við rúmið mitt. Hafðu þar sess og sæti, signaði Jesús mæti. (Höf.ók.) Áslaug. 1 dag verður borinn til hinstu hvílu afí minn Soffanías Guðmunds- son. Mig langar að minnast afa með nokkrum línum. Við bjuggum á neðri hæðrnni hjá afa og ömmu fyrstu átta ár ævi minnar, og á ég margar ljúfar minningar frá þeim árum. Afi var mikill spilamaður og snjall og vorum við systkinin ekki gömul þegar hann kenndi okkur að spila á spil, og margar voru spilastundirnar á Vesturgötunni. Afi var handlaginn maður og það var fátt sem hann ekki gat gert við eða smíðað, enda féll honum sjaldan verk úr hendi. Afi starfaði hjá H.B. & Co. og man ég sérstaklega eftir Haraldar- búð þar sem hann starfaði lengi. Tryggð hans við H.B. og Co. var alveg einstök enda góðir húsbændur að starfa fyrir. Eftir að ég eignaðist konu og börn komum við oft við á Vestur- götu á ferðum okkar og var þá gjarn- an tekið í spil. Mikill kærleikur myndaðist milli afa og konu minna Heiðrúnar Björnsdóttur, enda kallaði hún hann afá frá fyrstu kynnum þeirra. Afi minn og okkar allra, við fjöl- skyldan þökkum Jiér samfylgdina í gegnum tíðina. Eg veit að þú ert hvíldinni feginn eftir langa ævi og að nú verðið þið amma aftur saman eftir langan aðskilnað. Elsku mamma, við kveðjum nú mætan mann, en minningin um hann mun lifa um ókomna framtíð. Rafn Sverrisson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.