Morgunblaðið - 28.10.1994, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 28.10.1994, Blaðsíða 18
18 FÖSTUDAGUR 28. OKTÓBER 1994 MORGUNBLAÐIÐ LISTIR Litríkur og lifandi ævintýraheimur Morgunblaðið/Þorkell GERÐA, Kári og vinir þeirra fagna sigri með sigri með Sögumanninum og Ommu viðrósirnar, sem öll átökin spruttu af. LEIKUST Þjóðleikhúsið SNÆDROTTNINGIN Höfundur: Evgení Schwartz. Þýðing: Ami Bergmann og Bjami Guð- mundsson. Leikgerð: Andrés Sigur- vinsson og Elísabet Snorradóttir. Söngtextar: Flosi Olafsson. Tónlist: Ami Harðarson. Hljóðstjóm: Sveinn Kjartansson. Dansstjóm: Sylvía von Kospoth. Dýragervi: Katrín Þor- valdsdóttir. Lýsing: Páll Ragnarsson. Búningar: Þórunn Elísabet Sveins- dóttir.Leikmynd: Guðný B. Richards. Leikstjóri: Andrés Sigurvinsson. STUNDUM er það svo að sögu- menn verða leiðir á að segja sögur og langar til að fá tilbreytingu. Þannig er það með Sögumanninn í Snædrottningunni. Hann langar að gera eitthvað verulega skemmti- legt þann daginn og ákveður að búa til leiksýningu í stað þess að segja sögu. En til að ekki fari allt úr böndunum og persónurnar æði ekki út og suður í eitthvert bull, ákveður hann að taka þátt í leikn- um. Það þarf nefnilega að stjóma sögupersónum. Og sagan hefst á Gerðu og Kára, sem búa í hlýlegu húsi, þar sem eru bróderaðir dúkar, teppi og svuntur. Þar er hjartahlýjan svo stór að lifandi rósir þrífast á heimil- inu og alltaf er heitt á könnunni. Þau bíða eftir að amma komi heim og þegar þau heyra fótatak í stig- anum reikna þau með að þar sé hún komin. En, eins og segir í svo mörgum leikritum, vei ó vei, það er ekki hún. Heldur er fulltrúi Snæ- drottningarinnar - mikill og ógn- andi risi - mættur til leiks. Hann vill kaupa allar rósimar, hvað sem þær kosta, því Snædrottningin þol- ir ekki lifandi rósir. Bara frostrós- ir. Þegar svo sú gamla kemur heim, þvemeitar hún að láta rósirnar sín- ar af hendi. Þær eru gleði hennar og barnanna og gleðina er ekki hægt að selja. Greinilega em góð ráð dýr, því sjálf Snædrottningin mætir á svæð- ið - aðsópsmikill kvenmaður og fyllir heimilisfólkið ekki bara skelf- ingu, heldur hélar hún húsið og tælir Kára á brott með sér. Gerða getur ekki sætt sig við að missa uppeldisbróður sinn og vin og ákveður að leita hans. Til þess þarf hún að fara yfir háifan hnöttinn. Á ferð sinni hittir hún fyrir prinsa og prinsessur, fugla og dýr, ræningja og rumpulýð - og alltaf er fulltrúi Snædrottning- arinnar á hælum hennar. Þótt Gerða bjargi sér oft sjálf úr krögg- unum, kemur Sögumaðurinn henni þó stundum til hjálpar, því hann fylgir fast á eftir Fulltrúanum. En Gerða kemst þó að lokum til hallar Snædrottningarinnar - en þar situr Kári með frosið hjarta. Fyrir utan er hallarinnar gætt af ísbjörnum og öðrum hættulegum dýmm. í þessu dýrðlega ævintýri eru það átök góðs og iils sem atburða- rásin snýst um. Hið illa er kalt og gróft, hið góða hlýtt og mjúkt og línan er skýrt afmörkuð. Hún ligg- ur í gegnum miðja kóngshöll. Gerða fetar sig í gegnum hið ókunnuga, þar sem óvæntir atburðir gerast og ólíklegustu persónur verða á vegi hennar. Hún þarf að losa sig úr klípu og yfirstiga ýmsa erfið- leika. Og hún þarf að yfirstíga ótta- tilfínninguna. Óttinn er jú sú til- finning sem helst kemur í veg fyr- ir að við sigmmst á erfíðleikum í lífinu. Hilmir Snær Guðnason debúter- ar í Þjóðleikhúsinu í hlutverki Sögumannsins. Það er alltaf til- hlökkunar- og kvíðaefni að sjá nýja leikara takast á við Stóra sviðið, því leikari sem er góður á litlu sviði í miklu návígi við áhorfendur, hefur ekki endilega styrk á Stóra sviðið. Og þótt Hilmir hafi verið einn af þeim mögnuðu, ungu leikurum sem vom í Nemendaleikhúsinu i fyrra, og slegið í gegn í Hárinu, var hann samt óþekkt stærð þegar að þol- raun Stóra sviðsins kom. En hann stóðst prófíð og átti glæsilegt deb- út. Hann hefur sérlega mikla út- geislun, mikla rödd og alveg ein- staka raddbeitingu, náði mjög góðri athygli barnanna í salnum. Það var ekki hægt að merkja öryggisleysi hjá Hilmi og það er ljóst að hann stendur undir burðarrullum á Stóra sviðinu. Álfrún Helga Örnólfsdóttir leik- ur Gerðu - og það er óhætt að segja að þetta sé stærsta hlutverk- ið í sýningunni. Gerða knýr at- burðarásina áfram og er á sviðinu allan tímann. Álfrún er hreint ótrú- legt leikaraefni. Textameðferð hennar er óaðfinnanleg, leikræn tjáning eins og hjá atvinnumanni og hún er heillandi í hlutverki Gerðu, svo sterk á sviði að litlir áhorfendur í salnum fylgja henni gegnum þykkt og þunnt - og anda bara einhvern tímann seinna. Gunnlaugur Helgason leikur Kára. Þetta er mun minna hlutverk en hlutverk Gerðu. Það er jú Kári sem verið er að leita að allan tím- ann. En Gunnlaugur vinnur það mjög vel. Hann hefur fallegar hreyfingar og þótt röddin sé að byrja að breytast, kemur það ekki að sök, því hann beitir henni vel og hefur skýra framsögn. Hið ógnandi hlutverk Fulltrúans er leikið af Jóhanni Sigurðarsyni, sem skapar virkilega ógnandi kar- akter sem andar svo köldu að það er sýnilegt. Vinna hans við þetta hlutverk er virkilega vönduð. Hina pikkfreðnu Snædrottningu leikur Edda Arnljótsdóttir. Hún leikur þessa íðilfögru konu, sem er heillandi og fráhrindandi í senn, geysilega vel, skilar óaðfinnanlega nístingskulda hennar og valdi. Hjálmar Hjálmarsson og Hall- dóra Björnsdóttir eru þrælsniðug sem hin skrollandi og hégómlegu Krákur og Kráka. Elva Ósk Ólafs- dóttir og Hilmar Jónsson eru dá- samleg í hlutverkum hjónanna sem eru prins og prinsessa í höllu kon- ungs. Þau eru börn og taka á mál- unum af barnslegri einlægni og eru skrautlegir og skemmtilegir kar- akterar. Eftir að Gerða hefur verið í höll- inni og fengið þar þá aðstoð sem til þarf, lendir hún í ræningjahönd- um, þar sem Ræningjaforinginn er kona. Anna Kristín Arngrímsdóttir leikur foringjann af mikilli rögg- semi og stjórnar ræningjunum sín- um, sem leiknir eru af Magnúsi Ragnarssyni, Randveri Þorlákssyni og Flosa Ólafssyni með viðeigandi stórkarlalegum tilburðum. Þetta'*' var skemmtilega útfærður og leik- inn hópur. Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir leikur Ræningjastelpuna, dóttur Ræningjaforingjans, og fer á kost- um, skapar óborganlegan karakter, illa uppalda frekjudós - sem hefur þó einn veikleika. Hún er ægilega góðhjörtuð. Og þegar Hreinninn, sem hún hafði haft með sér af Norðurheimskautinu, og Gerða biðja um að fá að fara, meyrnar hún, þvert gegn vilja sínum. Leikmynd og búningar sýningar- innar eru algert konfekt fyrir aug- að. í hvoru tveggja ræður fjöl- breytni og litadýrð ríkjum. Heimili ömmunnar í hlýjum litum, þar sem persónuleiki hennar kemur fram í öllu því bróderíi og handavinnu sem þar fyrirfinnst. Allt er gull og glansandi í höllu konungs og bún- ingar konungborinna og þeirra hirðfólks í skærum, glaðværum lit- um. Hjá ræningjunum eru það jarð- arlitirnir sem ráða ríkjum og í höllu Snædrottningar eru það kaldir blá- ir litir á móti ísköldu, ólituðu gagn- sæi. Inn.á milli eru senur, sem eiga sér stað úti í náttúrunni og þar voru trén alveg sérlega skemmti- leg. Þrátt fyrir þetta, myndu áhrif- in varla skila sér ef ekki væri góð lýsing. í þessari sýningu er hún með því besta sem ég hef séð í íslensku leikhúsi. Tónlistin er grípandi og mjög skemmtileg. Hún fellur vel að sýn- ingunni og er mjög vel leikin af þeim Martial Nardeau, Auði Haf- steinsdóttur, Bryndísi Höllu Gylfa- dóttur, Richard Korn, Pétri Grét- arssyni og Árna Harðarsyni. Leikstjórnin er feykivel af hendi leyst. Það er mikil spenna í sýning- unni, átökin lífleg, hröð framvinda, mjög góð textameðferð, skýr per- sónusköpun og heildarmyndin ber vott um frjótt og fjörugt ímyndun- arafl. Þau Andrés, leikstjóri, Guðný, leikmyndahönnuður, Þór- unn, búningahönnuður, og Páll, ljósahönnuður, hafa skapað stór- brotna sýningu þar sem heimur ævintýrsins nýtur sín að fullu. Súsanna Svavarsdóttir Kosningaskrifstofa Láru Margrétar er opin á Lækjartorgi, Hafnarstræti 20, 2. hæð, alla virka daga kl. 16-22, laugardaga og sunnudaga kl Símar: 2 49 08, 2 49 12 og 2 49 14. Stuðningsmenn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.