Morgunblaðið - 28.10.1994, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 28.10.1994, Blaðsíða 20
FÖSTUDAGUR 28. OKTÓBER 1994 MORGUNBLAÐIÐ LISTIR _ ) UR BLAÐADOMUM „Glæsileg sýning sem sannarlega er ástæða til að hvetja fólk tál að sjá.“ (Friðrika Benónýs, Pressunni.) „Benedikt...ræður vel við uppbyggingu og persónu- sköpun og gæðir Loft feiknakrafti..." (Auður Eydal, DV) „Látleysið er fallegt og einfalclar lausnir... voru mjög skemmtilega hugsaðar.“ (Súsanna Svavarsdóttir, Morgunblaðinu.) „...Sigrún Edda...í röð stóru nafnanna í leikhús- heiminum...sannar hér enn og aftur hæfileika sína.“ (Priðrika Benónýs, Pressiinni.) „Sýningin er sigur fyrir höfund leikgerðar og leikstjóra, Pál Baldvin og hún er líka sigur fyrir Stig Steinþórsson...“ (Auður Eydal, DV) „...stjörnuleikur Sigrúnar Eddu...“ (Jón Y. Jónsson, Sigþrúður Gunnarsdóttir, Stúdentablaðinu.) Leikfélag Reykjavíkur Borgarleikhús ASTRIÐUR H. Andersen: I klettum. Litasinfóníur MYNDLIST Menningarstofnun Bandaríkjanna MÁLVERK ÁSTRÍÐUR H. ANDERSEN Opið virka daga kl. 10-17 og um helgar frá kl. 14-18 til 5. nóvember. Aðgangur ókeypis. ÞAÐ HEFUR áður verið nefnt á þessum vettvangi, að þeir mörgu, sem sinna myndlistinni í frístundum, fínna í henni ákveðna lífsfyllingu, sem önnur tómstundaiðja gefur ekki. Slíkir listamenn vinna að list sinni af fullum heilindum, og þó verk þeirra séu sjaldnast mikils metin þegar listasagan er skrifuð, er full ástæða til að fylgjast með þeim, því þar er oft að finna vog þeirrar list- kenndar, sem þróast meðal almenn- ings á hveijum tíma. Ástríður H. Andersen hefur unnið lengi að myndlistinni, og haldið ýms- ar sýningar á verkum sínum í gegn- um árin. Að þessu sinni sýnir hún alls rúmlega fjörutíu málverk, sem m.a. er komið fyrir á gamla mátann á veggjum salarins, þar sem þau hanga gjama hvert fyrir ofan annað; þannig eru t.d. tæplega tuttugu myndir á einum veggnum! Þessi upp- setning gefur sýningunni sterkan svip eldri sýningarsala, og hentar myndunum jafnframt ágætlega. Meðal verkanna eru mest áberandi hefðbundin viðfangsefni áhugafólks, blómamyndir og lausbeislaðar litas- infóníur, oft tengdar árstíðum eða breytilegum svipum náttúrunnar. Ástríður hefur tamið sér lausbeislaða tækni, þannig að ekki er um að ræða natúralískar eftirmyndir, heldur fijálslega ásetningu, þar sem sam- spil sterkra lita ræður heildarmynd- inni fremur en þröngt njörvuð mynd- efni. Listakonan er óhrædd við að tak- ast á við viðkvæma liti og kemst oftast vel frá þvi, eins og sést á „Endurminning" (nr. 25) og „í klett- um“ (nr. 4), þar sem uppbyggingin er í góðu jafnvægi. Á stöku stað bregður þó fyrir ofhlæði, en yfirleitt er gott samræmi í listvinnslu hverrar myndar fyrir sig. Á einum vegg hefur Ástríður kom- ið fyrir flokki jafnstórra mynda sem tengjast árstíðunum; þrátt fyrir sterka litfleti má hér fínna fínlegar breytingar litanna, sem við tengjum gjama við sveifiur tímans. Sé litið til þessarar heildar, sem skapar vissa festu í sýningunni, má segja að fjöl- breytnin sé ef til um of á öðmm veggjum; færri verk hefðu jafnvel notið sín betur. Fjölskrúðugir rammar marka myndimar, og lífga á vissan hátt upp á svip sýningarinnar; þarna er að finna allt frá skrautlegum, gylltum römmum til sléttra, hlutlausra umg- jarða og loks fagurlega útskoma tré- ramma, sem jafnvel bera myndimar ofurliði, eins og á sér stað í smá- myndunum „Lauf“ (nr. 21) og „Haustar að“ (nr. 30). Ástríður hefur nýtt sýningarrýmið ágætlega, og náð að skapa myndum sínum góða umgjörð. Þó mætti að skaðlausu fjarlægja blóm og vendi, sem skreyta salinn; myndirnar standa sig fyllilega án þeirra. Eiríkur Þorláksson Skrúfa Sigurjóns í stáli í Laugarnesi SKRÚFAN, eitt af lykilverkum Sig- uijóns Ólafssonar, hefur nú verið fært í varanlegt efni og komið fyrir á ströndinni í Laugarnesi. Var stytt- an afhjúpuð á lóð safnsins við hátíð- lega athöfn föstudaginn 1. október, sem er afmælisdagur listamannsins og vígsludagur safnsins. Styttuna vann Siguijón í steinsteypu 1968 í sambandi við vinnu hans að Islands- merki, minnismerki um stofnun Lýð- veldisins , en það var reist á Hagat- orgi árið 1977. Birgitta Spur, ekkja Siguijóns og forstöðumaður safnsins, hefur lengi lagt drög að því að færa Skrúfuna í varanlegt efni og komu margir henni til stuðnings og kostuðu end- urgerð verksins í sýrugert stál. Þakk- aði hún þeim stuðninginn og Erlingi Jónssyni myndhöggvara sérstaklega fyrir að endurskapa listaverkið í var- anlegt efni. Stuðningsaðilarnir eru auk Erlings Guðrún og Ólafur Ó Johnseon, Eimskipafélagið, Húsfélag Sundaborgar, Iðnlánasjóður, íslands- banki hf. Landsbanki íslands, Lands- virkjun, Olíufélagið Esso, Sparisjóður Reykjavíkur, Vátryggingafélag Is- lands og Steinsmiðjan S. Helgason, sem sá um að reisa verkið á lóð safns- ins. Við þessa athöfn söng Signý Sæm- mundsdóttir íslensk lög við undirleik Þóru Fríðu Sæmundsdóttur og Bald- vin Halldórsson leikari las ljóð sem Morgunblaðið/Sverrir SKRÚFUNA, ber við himin í Laugarnesi. Ekkja Sigurjóns, Birgitta Spur, við styttuna. ort hafa verið við verk Siguijóns, en eitt þeirra eftir Susanne Jorn er m.a. á prenti á ensku og íslensku í vand- aðri útgáfu safnsins um „íslands- merki og súlur Siguijóns". Guðrún Jónsdóttir formaður menningarmála- nefndar Reykjavíkurborgar afhjúp- aði svo styttuna og að lokum voru gestum boðnar veitingar í kaffistofu safnsins. Menntamálaráð- herra hefur skipað stjóm Sinfóníuhljóm- sveitar íslands til næstu fjögurra ára frá og með 1. október síð- astliðnum. í stjórninni eiga sæti Elfa Björk Gunnars- dóttir framkvæmda- stjóri, tilnefnd af Ríkis- útvarpinu, Jón Þór- arinsson tónskáld, til- nefndur af fjármála- Hörður Sigurgestsson stjórnarformaður SI ráðherra, Sigurður I. Snorrason hljóðfæra- leikari, tilnefndur af hljóðfæraleikurum hljómsveitarinnar, Sigursveinn K. Magn- ússon skólastjóri, til- nefndur af Reykjavík- urborg, og Hörður Sigurgestsson for- stjóri, skipaður án til- nefningar og er hann Hörður jafnframt formaður Sigurgestsson stjómarinnar. i i i i l i i i i i i i I I i i I i

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.