Morgunblaðið - 28.10.1994, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 28.10.1994, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ MINNIIUGAR FÖSTUDAGUR 28. OKTÓBER 1994 35 yfirmaður minn á spádeild stofnun- arinnar frá árinu 1979. Fyrstu minningar mínar um Markús eru bjartar og fullar af gáska. Veðurstofan á Keflavíkur- flugvelli átti 20 ára afmæli árið 1972. Við lentum saman í einhveij- um hringdansi „Ef þú giftist, ef þú bara giftist". Hann var hamingju- samur og augljóslega að hugsa um Hönnu sína og ég um einhvern á hvítum hesti. Þetta var þá Markús. Hann var ungur og efnilegur maður sem allir báru mikla virðingu fyrir. Það var líka ástæða til. Áður en heilsan brast hafði ég það á tilfinningunni að Markús gæti allt. Hann var ákaflega vel af Guði gerður. Ég ætla þó ekki að hrósa honum fyrir góðar gáfur eða annað því um líkt sem Guð hafði augljós- lega gefið honum, slíkt er ekki okk- ur að þakka. Það sem mér þótti vænst um í fari hans voru aðrir hlut- ir. Til dæmis sú einlæga virðing og nærgætni sem hann sýndi öðrum manneskjum. Þessa þætti mátti lesa út úr mörgu sem hann gerði. Hefði einhver okkar þurft að vera í hjóla- stól er ég sannfærð um að hann hefði ekki sagt viðkomandi að vera heima hjá sér. Nei, Markús hefði látið okkur hafa verkaskipti við hann og allt hefði verið leyst á farsælan hátt. Oft heyrði ég og sá hann leysa vandamál vinnufélaga minna, vandamál sem komu Veðurstofunni ekkert við. Gæti hann lagt eitthvað til þá gerði hann það. Eg var Ud. nýbyijuð á spádeildinni þegar ég var að skafa timbur í húsið mitt. Markús hafði ýmislegt til málanna að leggja í þeim efnum. Hann gaf mér öll sín góðu ráð ásamt tólum og tækjum sem hann hafði notað við sömu verk í sínu húsi. Mörgum þykir ekki þægilegt að hafa yfirmann sinn nálægt sér og eru þeirri stundu fegnastir þegar hann er á fundi út í bæ eða bara sem lengst í burtu. Markús var ekki slíkur yfirmaður, það var alltaf gott að vera nálægt honum. Við munum sakna hans um ókomin ár, sakna hans í vinnunni, sakna hans þegar við gerum okkur glaðan dag, þá verður stóllinn við píanóið auður. í anddyri spádeildar hefur logað lifandi ljós í heila viku, við hliðina á yndislegri blómaskreytingu og mynd af Markúsi. Hanna mín, þakka þér fyrir þessa fallegu kveðju. Hún minnir mig á ykkur bæði. Engin önnur huggunarorð á ég til en þau sem felast í bæn og trú á Jesú Krist. Trú sem byggist á kærleika Guðs til mannanna. Hanna mín, ég samhryggist þér, börnum ykkar og öllum astvinum. Stella Oskarsdóttir. Sárt er, en skylt, að minnast gam- als vinar frá námsárum, og starfs- bróður, sem látinn er fyrir aldur fram. Síðustu 15 árin höfum við Markús Á. Einarsson unnið á sama stað, Veðurstofu íslands. Minnist ég nú með þökk í huga samstarfs hans við okkur á hafísrannsóknadeild öll þessi ár, og hans góða viðmóts. En hann veitti forstöðu veðurspádeild sem að vonum hefur verið þunga- miðja stofnunarinnar. Markús var fjölhæfur afkasta- maður í embætti, á ritvelli og í margþættum félagsmálum. Kynni okkar voru mest tvö tímabil sem langt var á milli. Á námsárum í Ósló voru persónuleg samskipti mest, enda bjuggu Islendingar í námunda hveijir við aðra á Sogni, stúdentagörðum. Raunar má kalla að við höfðum búið í návígi, svo tíð- ur var samgangur með mönnum. Var þó nýlendumönnum ekki síst tíðförult til hinna ágætu hjóna, Markúsar og Hönnu. Þar var nánast opið hús öllum stundum, athvarf kvöldstund einhleypingum að ráða bót á einsemd sinni fjarri ættjörð- inni. En Markús var mikill og stað- fastur námsmaður. Gestrisni hans og félagslyndi komu ekki í veg fyrir góðan árangur í náminu. Svo atvikaðist að leiðir skildu og úthöf álllengi. Markús hélt heim á leið, en mér dvaldist enn um sinn í annarri heimsálfu. Einstöku bréf fór þó á milli. Gott þótti mér löngum til þess að hugsa að hafa fengið Markús til að semja ritgerð um veð- urfar á íslandi í mikið alfræðirit um veðurfar heimsins. Rit þetta er alls um 15 stór bindi, samið af sérfræð- ingum frá ýmsum þjóðlöndum. En ísland hafði gleymst hjá Norðmann- inum sem lýsti veðurfari Norður- landa. Stakk ég því í bréfi til aðalrit- stjóra verksins upp á því að Markús yrði fenginn til að semja kafla um Island í væntanlegt bindi sem ráð- gert var að hafa um veðurfar út- hafa. Kafli Markúsar er hinn merk- asti og sómir sér vel í þessu heims- fræga uppsláttarriti. Margt liggur eftir Markús en hér verður til viðbótar látið nægja að nefna ritstjóm hans við útgáfu bók- arinnar Hafísinn sem enn er helsta rit á íslensku um hafís við ísland. Frá útlöndum sendi ég skyld- mennum Markúsar samúðarkveðju. Fyrir hönd okkar Jóhönnu votta ég Hönnu og fjölskyldu einlæga samúð í söknuði þeirra. Blessuð sé minning Markúsar Ármanns Einarssonar. Þór Jakobsson veðurfræðingur. Það var mildur haustmorgunn þegar fregnin um andlát Markúsar Á. Einarssonar barst til okkar á Veðurstofu íslands. Sölnuð laufin vour enn að falla af tijánum í garð- inum, og enn var jörð auð. Haustið hafði verið milt. Það haustaði snemma í lífi Mark- úsar, allt of snemma, og það haust var hart og miskunnarlaust. Þó við hefðum með vaxandi ugg fylgst með baráttu Markúsar við sjúkdóminn kom fregnin á óvart. Þetta var orðið langt stríð. Markús kom til starfa á spádeild Veðurstofunnar 1974 en hafði áður unnið á öðrum deildum stofnunar- innar. Árið 1975 varð hann svo deild- arstjóri. Þeir sem hafa unnið vakta- vinnu þekkja það vel hvernig vinna á nóttunni verður oft til þess að meiri trúnaður myndast milli manna og umræðan snýst um „dýpri“ svið mannlífsins en gerist í ys og þys daganna. Oft kynnist maður alveg nýrri hlið félaga síns. Þannig kynnt- ist maður einnig Markúsi og hann féll vel inn í þann góða anda sem löngum hefur þótt prýða þennan vinnustað og jafnvel utanaðkomandi hafa haft orð á að þeir fyndu. Hann var líka hrókur alls fagnaðar er starfsmenn hittust í afmælum eða árshátíðum og spilaði af fingrum fram á píanó undir söng félaganna. Hann var mikill baráttumaður, ætíð trúr sinni sannfæringu og lét ógjarnan sinn hlut. Oft gustaði um hann eins og gjarnan gerist með þá er veljast til forystu. Slíkir menn þurfa oft að taka óvinsælar ákvarð- anir. Hann var ákaflega vinnusam- ur, skipulagður og fljótur að greina hismið frá kjarnanum. Okkur eftirlitsmönnum á spádeild Veðurstofu íslands reyndist hann góður yfirmaður. Hann fylgdist með gleði okkar og sorgum og studdi okkur í hvívetna. Það er ljúft og skylt að þakka samfylgdina. Hann var góður félagi. Sárastur er þó missirinn hjá fjöl- skyldu hans. Við sendum Hönnu og börnum þeirra hjartans samúð- arkveðjur og biðjum alföður að sefa sorgina og blessa minninguna um góðan dreng. Eftirlitsmenn á Spádeild. Ágætur félagi úr röðum Fram- sóknarmanna í Hafnarfirði, er fall- inn frá á besta aldri. Hans vilja fram- sóknarfélögin í Hafnarfirði minnast með þakklæti og virðingu. Ekki verður hér rakin æviferill né saga Markúsar úr erli dagsins, aðrir munu verða til þess. Aftur á móti vilja Framsóknarfélögin í Hafnarfirði minnast Markúsar fyrir óeigingjarnt og fórnfúst starf fyrir þeirra hönd um árabil. Fyrir bæjarstjórnarkosningarnar í Hafnarfirði árið 1974 var leitað til Markúsar um að hann skipaði 2. sæti á framboðslista Framsókn- arflokksins. Fyrsta sæti skipaði þá Ragnheiður Sveinbjörnsdóttir sem féll frá langt um aldur fram á síð- asta ári. Urslit kosninganna voru stórsigur fyrir Framsóknarmenn sem fengu þá 699 atkvæði og mun- aði litlu að Markús næði kjöri sem annar maður. Sem varamaður í bæjarstjórn tók Markús virkan þátt í störfum sem lutu að stjórn bæjar- ins, átti sæti í náttúruverndarnefnd og sat fundi í bæjarstjórn í forföllum aðalmanns eins og lög gera ráð fyrir. Við bæjarstjómarkosningamar 1978 leiddi Markús listann og var kjörinn í bæjarstjóm Hafnarfjarðar þar sem hann átti síðan sæti næstu 8 árin. Þar kom Markús fram af vilja og festu, var raungóður þeim sem til hans leituðu og kaus jafnan að fylgja góðum málefnum fremur en ákveðnum kennisetningum. Er vitað að andstæðingar hans í pólitík mátu orð hans og skoðanir mikils. í vetrarkosningunum 1979, ákvað Markús að gefa kost á sér til Alþing- is og skipaði 2. sæti á lista Fram- sóknarflokksins í Reykjaneskjör- dæmi. Flokkurinn náði einum manni kjörnum og sem varaþingmaður átti Markús þess kost að sitja á Alþingi um tíma. Flutti hann þar m.a. þing- sályktun um byggingu nýs útvarps- húss. Þá sat Markús í miðstjórn Framsóknarflokksins 1974-1978 og var formaður markmiðánefndar Framsóknarflokksins 1977-1978. Eftir að Markús ákvað að gefa ekki lengur kost á sér í framboð til bæjarstjórnar var hann eftir sem áður sá ráðgjafi sem við helst leituð- um til varðandi ýmis bæjarmál og starfsemi félagsins. Var hann ætíð tillögugóður og hollur í ráðgjöf og lagði m.a. til mikið efni í blað okkar Hafnfirðing. Framsóknarflokkurinn í Hafnar- firði hefur ekki átt bæjarfulltrúa síð- an Markús átti þar sæti. Þrátt fyrir að fjöldi bæjarbúa styðji málstað okkar er eitthvað sem vantar á til að markmiðið náist. Ef til vill er það annar maður í anda Markúsar. Um það skal ekkert fullyrt en hitt má öllum vera ljóst að fyrir lítinn félags- skap er hver maður dýrmætur og þá ekki síst þeir sem í forystunni standa og hafa yfír að ráða þekk- ingu og reynslu sem byggja má á. Einn af þeim mönnum var Markús Á. Einarsson. Hann átti auðvelt með að færa hugsanir sínar í ritað mál og skapaði sér m.a. nafn sem slíkur auk þess sem hann varð afar vin- sæll meðal þjóðarinnar fyrir fágaða framkomu og greinargóða framsetn- ingu veðurfrétta í Sjónvarpinu. Án efa minnast hans flestir sem slíks. Markús var mikið prúðmenni og vann sína pólitísku sigra á góðum málflutningi og vönduðum vinnu- brögðum en hvorki skrúðmælgi né persónulegu poti. Gætu aðrir þar af lært. Við hlið hans í ofangreindum fé- lagsmálum stóð ávallt kona hans Hanna Sesselja Hálfdánardóttir og mátti treysta á liðsinni hennar þegar til var leitað. Framsóknarmenn í Hafnarfirði hafa misst mikið bak- land við fráfall Markúsar Á. Einars- sonar og skarð hans verður vand- fyllt. Hvert skal nú leita ráða og hver verður samnefnarinn? Á aðalfundi framsóknarfélaganna í Hafnarfirði sem haldinn var sl. þriðjudagskvöld stóð upp í ræðustól virtur heiðursmaður úr röðum okk- ar, Eiríkur Pálsson frá Ölduhrygg, og minntist Markúsar. Þar sagði hann m.a.: „Þeir menn sem oftlega koma fram í sjónvarpi verða ósjálfrátt heimilsivinir þeirra er á sjónvarp horfa. Þeir eru að sjálfsögðu misgeð- þekkir þó þeir hafi allir til síns ágæt- is nokkuð. Áhorfandinn gefur þeim ósjálfrátt sínar einkunnir. þeir sem greina frá veðurútliti eru ekki und- anskildir. Þeir færa og fréttir oft daglega og þær að sjálfsögðu breyti- iegar. Einn þessara manna var Markús Á. Einarsson, veðurfræðing- ur. Hann kom einkar vel fyrir. Gjörvulegur ásýndum, málrómur þægilegur og framsetning glögg og greinileg. Hann bauð af sér einstak- lega góðan þokka og varð því heim- ilisvinur sérstakur. Þá er mér barst til eyrna að hann væri fús til að gefa kost á sér í framboð fyrir bæjar- stjórnarkosningarnar hér í Hafnar- firði á sínum tíma, fagnaði ég því innilega. Hér var réttur maður á réttum stað. Framboð hans tryggði og fylgi flokksins og var Markús bæjarfulltrúi hans árin 1978-1986. Því starfi gegndi hann af hinni mestu prýði. Setti sig vel inn í málin. Vann af samviskusemi og glöggri heildar- sýn. Hann naut virðingar og trausts ekki aðeins sinna flokksmanna held- ur og samstarfsmanna annarra flokka hvar í fylkingu sem þeir stóðu. Þá er hann lét af því starfi varð skarð fyrir skildi, mikið og vandfyllt. Við hörmum fráfall þessa einkar vel gerða, hlýja og trausta manns, sem nú hefur vikið af vett- vangi dagsins allt of snemma. En eitt sinn skal hver deyja og þegar heilsan er þrotin er hvíldin lausn úr vanda. Hér er góður maður genginn en slíkum mönnum getur, þá er allt kemur til alls, ekkert grandað hvorki lífs né liðnum. Við syrgjum nú sér- stakan öðlingsmann og þökkum störf hans og dvöl hér með okkur og biðjum honum blessunar í eilífð- arljósi annarrar tilveru. Konu hans og börnum vottum við okkar dýpstu samúð. Góður Guð blessi þau og varðveiti og gefi þeim styrk í þeirra miklu sorg.“ Framsóknarfélögin í Hafnarfirði gera þessi orð Eiríks Pálssonar að sínum. Guð blessi minningu Markúsar Á. Einarssonar. Framsóknarfélögin í Hafnarfirði. Ekkert listaverk fær notið sín nema birtan falli þannig, að það orki á huga þess sem á horfir. Samspil milli árstíða ásamt veð- urfari hefur mikil áhrif á göngu daglegs lífs. Skrefin eru misdjúp og í þeim öllum er mótuð okkar lífsganga. Markús gekk lífsgönguna þann veg að hann notaði kraftana til að sigr- ast á þeim erfiðleikum sem urðu á vegi hans, en hvorki til að forðast þá né ýta þeim frá sér. Við höfum stundum velt því fyrir okkur, af hveiju svo listelskur maður sem Markús, valdi sér veðrið að ævi- starfi. En þegar að er gáð sýnir ein- mitt það hversu sannur listamaður hann var, að sækja viðnám í þá tóna sköpunarverksins sem ýmist fara sem sumar eða vetur um líf okkar. Hver kemst í sjálfu sér nær sköp- unarverkinu en sá sem freistar þess í einlægri lotningu að skilja vindinn og ölduna. Markús Á. Einarsson tilheyrir vin- akeðju okkar, þar sem hann er lífs- förunautur Hönnu S. Hálfdánardótt- ur, sem er ein af okkur. í minning- unni ber hæst hlýja nærveru hans og þær unaðsstundir er við nutum listfengi hans sem píanóleikara. I vinakeðju er hver hlekkur mikilvæg- ur, og má engan missa. Hlekkir úr okkar keðju eru farnir að flytjast á æðra svið, sem gera hana ennþá sterkari. Nú hefur mild haustmóðir lagt Markús Á. Einarsson undir vetrar- sæng. I vetri er fólginn leyndardóm- ur þess lífs sem sofnar til upprisu að vori. Þau sannindi eru eilíf í veð- urfræði árstíðanna. Blessuð sé minning Markúsar Á. Einarssonar. Saumaklúbbur Hönnu og makar. Markús Á. Einarsson veðurfræð- ingur er fallinn frá, langt um aldur fram. Um hann geymi ég góðar minningar frá þeim tíma (upp úr 1980) sem ég átti við hann mikil- vægt trúnaðarsamband um málefni, sem við höfðum áhuga á að fengi skipulega umfjöllun, en var eigi að síður umdeilt, ekki síst í okkar eigin hóp. Hér er átt við þá nauðsyn að endurskoða þágildandi útvarpslög, ræða nýskipan útvarpsmála, horfa til framtíðar í því efni án allra bylt- ingahugmynda, sem vel mátti búast við að létu á sér kræla. Sem mennta- málaráðherra á þeirri tíð var mér málið skylt, en Markús var útvarþs- ráðsmaður, fróður og áhugasamur um útvarpsmál almennt og hafði sínar hugmyndir um líklega þróun þeirra mála eins og þá var komið. Þegar ég tók við starfi mennta- málaráðherra í febrúar 1980, við allóvenjulegar pólitískar kringum- stæður, gerði ég það fljótt upp við mig að meðal brýnustu viðfangsefna minna hlyti að vera að vekja smíði þjóðarbókhlöðu úr þeim dvala, sem hún hafði lagst í, eina ferðina enn, og vinna að úrbótum á málum Ríkis- útvarpsins, bæta rekstrarfjárstöðu þess og leysa þann hnút sem nefnd- afargan fjárveitingavaldsins hafði knýtt byggingu útvarpshússins. Þótt óneitanlega væri við ýmsa úrtölu- menn að stríða um framgang þjóðar- bókhlöðumálsins, leystist það far- sællega, svo að smíði bókhlöðunnar miðaði vel þessi ár, enda við að styðj- ast ákvæði í stjórnarsáttmála um að hraða byggingunni. Málefni Ríkisútvarpsins reyndust um margt örðug viðfangs. Átti það við um hvort tveggja: tekjuöflunar- þörf vegna almenns rekstrar og byggingarmál útvarpshússins, sem voru í algerri lægð. Tekjuöflunar- þörfína tókst að leysa með viðun- andi samkomulagi í stjórnarsam- starfinu. Hitt kostaði átök að koma smíði útvarpshússins svo á skrið, að um munaði. Það lukkaðist eigi að síður, enda tók bygging útvarps- hússins fjörkipp um áramót 1980-81, sem entist lengi. En að fleiru var að hyggja að því er tók til málefna Ríkisútvarpsins. Þótt ég vildi fara hægt í sakir, fannst mér einsýnt að sá tími náigaðist að RÚV yrði ekki aðeins að auka fjöl- breytni starfsemi sinnar, sem vissu- lega var á döfínni, heldur búa sig undir óhjákvæmilega breytingu á högum sínum, að því er varðaði einkarétt Ríkisútvarps til útvarps- starfsemi. Því var tímabært að menntamálaráðherra hefði frum- , kvæði að því að láta endurskoða útvarpslög. Við engan mann átti ég nánara samstarf en Markús Á. Ein- arsson um það; hvernig að því verki skyldf staðið. Ég fór fram á það við hann, að hann tæki að sér for- mennsku í nefnd, sem ég hugðist skipa til slíkrar endurskoðunar. Hann var fús til þess, enda gerði ég honum grein fyrir því að ég mundi ekki setja nefndinni ströng fyrirmæli um efni endurskoðunar- innar, nefndin skyldi að því leyti til hafa rúmar hendur, en þess væri vænst að hún hraðaði störfum og skilaði af sér ítarlegu áliti. Markús var mér sammála um að nefndin yrði þannig sett saman, að stjórnar- andstaðan ætti sína fulltrúa í henni samkvæmt tilnefningu, að útvarps- stjóri væri nefndarmaður, svo og formaður útvarpsráðs. Til setu í nefndinni völdust ágætir menn. Útvarpslaganefnd var formlega skipuð 23. sept. 1981 og lauk störf- um um miðjan október 1982. Nefnd- in skilaði ítarlegum tillögum í formi frumvarps til nýrra útvarpslaga ásamt greinargóðri skýrslu eftir Markús um skipan útvarpsmála í nálægum löndum. Nefndarálitið ber með sér að samstarfið í nefndinni hefði verið gott og fullur vilji fyrir því af hálfu fulltrúa flokkanna að álitið gæti stuðlað að samkomulagi á Alþingi um nýskipan útvarpsmála, þar sem að vísu væri losað um einka- rétt Ríkisútvarpsins, en eigi síður gengið út frá því að Ríkisútvarpið yrði áfram þungamiðja útvarpsstarf- semi í landinu. Ég hafði fullan hug á því að flytja þetta frumvarp sem stjórnarfrum- varp, en um það náðist ekki sam- komulag meðal stuðningsliðs ríkis- stjórnarinnar. Þar á meðal reyndist megn andstaða gegn frumvarpinu í Framsóknarflokknum, okkur Mark- úsi til sárra vonbrigða. Þótt svona tækist til um afdrif frumvarpsdraga útvarpslaganefndar 1981-82, standa verk hennar fyrir sínu. Skipan hennar var tímabær og markar að sínu leyti skil í sögu út- varpsmála. Til þessarar nefndarskip- unar og starfa hennar má rekja upphaf þess að ráðamenn brygðust rétt við viðhorfum sem uppi voru í útvarpsmálum og bentu til þróunar sem í augsýn var. Að vísu má nú sjá eftir nokkra reynslu, að margt mætti betur fara í íslenskri útvarps- starfsemi. En endurbætur í þeim efnum felast ekki í því að taka upp einkaréttarstefnu í þágu Ríkisút- varpsins. Það er liðin tíð. Þetta rifjast upp fyrir mér á dán- ardægri Markúsar Á. Einarssonar. Hann var maður, sem kunni vel til verka, þar sem hann tók á því. Eftirlifandi eiginkonu hans og fjölskyldu sendi ég hugheila samúð- arkveðju. Ingvar Gíslason.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.