Morgunblaðið - 28.10.1994, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 28.10.1994, Blaðsíða 26
26 FÖSTUDAGUR 28. OKTÓBER 1994 MORGUNBLAÐIÐ STOFNAÐ 1913 ÚTGEFANDI: Árvakur hf., Reykjavík. FRAMKVÆMDASTJÓRI: Haraldur Sveinsson. RITSTJÓRAR: Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. VEIÐISTJÓRAEMBÆTTIÐ TIL AKUREYRAR Núverandi starfs munu allir hæ1 SIÐBÓT HJÁ HINU OPINBERA FORSÆTISRÁÐHERRA Bretlands, John Major, hef- ur ákveðið að gera nefnd undir forystu dómara, sem rannsakað hefur hvort embættismenn og þingmenn hafi gerst brotlegir í störfum sínum, að varanlegri nefnd. Mörg hneykslismál, sem upp hafa komið undanfarin ár og þar sem háttsettir breskir stjórnmálamenn koma við sögu, hafa dregið mjög úr tiltrú almennings til stjórn- valda. í mörgum tilvikum virðist sem stjórnmála- eða embættismenn hafi nýtt sér störf sín i þágu þjóðarinnar í eiginhagsmunaskyni. Major segir nauðsynlegt að bregðast við almennri óánægju með siðgæði í stjórnsýslu í Bretlandi og muni nefndin kanna vinnusiðgæði allra þeirra, sem gegna opinberum stöðum. Mun könnunin ná jafnt til ráðherra, þingmanna, embættismanna, sem þeirra er gegna stöð- um hjá hálfopinberum samtökum. Það er mjög alvarlegt mál þegar myndast trúnaðar- brestur milli þjóðarinnar og stjórnkerfisins. Það má aldr- ei leika nokkur vafi á því að þeir sem gegna opinberum trúnaðarstörfum, hvort sem það eru stjórnmálamenn eða embættismenn, sinni sínum störfum í almannaþágu en ekki ejgin. Hér á íslandi hefur undanfarið verið mikið rætt um opinbera spillingu þó að þau mál, sem upp hafa komið í því sambandi, séu töluvert frábrugðin þeim málum sem til umræðu hafa verið í Bretlandi. Það er greinilegt að þjóðin er farin að gera aðrar og meiri kröfur til hins opinbera jafnframt þvi sem öll umræða er opnari en áður var. Vel má spyrja hvort nauðsynlegt sé að grípa til svip- aðra aðgerða og í Bretlandi, þ.e. að óháður aðili fylgist með siðgæði í stjórnsýslunni. Besta vörnin gegn því að sá trúnaður, sem þeim er gegna opinberum stöðum er sýndui;, sé misnotaður er að gera stjórnsýsluna opnari og tryggja aðgang almenn- ings að upplýsingum. Pukur og yfirhylmingar eiga ekki heima í lýðræðislegri stjórnsýslu. Samhliða því verður að móta skýrar viðmiðunarreglur um vinnusiðgæði hjá hinu opinbera, sem eftirlitsnefnd af fyrrgreindu tagi gæti tryggt að farið væri eftir. SKATTASIÐFERÐI ÁBÓTAVANT ISLENSKU skattasiðferði er verulega ábótavant, sagði Skúli Eggert Þórðarson skattrannsóknarstjóri ríkis- ins í ræðu á þingi Bandalags starfsmanna ríkis og bæja. Skattrannsóknarstjóri telur að meginvandamálið varðandi skattsvik sé hversu almennur vilji er til undan- skota frá sköttum. Skattsvik vegi að rótum réttarríkis- ins og skekki auk þess samkeppnisstöðu fyrirtækja. Samkvæmt niðurstöðu nefndar, sem nýlegá kannaði umfang skattsvika, má gera ráð fyrir að ellefu milljörð- um sé skotið undan skatti árlega. Skattsvik eru verulegt vandamál í þjóðfélaginu. Það gengur auðvitað ekki að stór hluti þjóðarinnar komist hjá því að greiða opinber gjöld að öllu eða mestu leyti. Á það jafnt við um einstaklinga sem lögaðila. Slíkt grefur undan vilja hinna, sem standa undir rekstri hins opinbéra, til að standa skil á þessum gjöldum á heiðar- legan hátt. Eða líkt og skattrannsóknarstjóri orðaði það: „Mikil skattsvik kalla á meiri.“ Því ber að fagna þeim hertu aðgerðum sem skattrann- sóknarstjóri greindi frá, sem felast m.a. í því að kæra mál oftar til lögreglu vegna skattrannsóknar en verið hefur til þessa. Að sama skapi er það lofsvert framtak að hið opinbera og aðilar vinnumarkaðarins ætla að setja á laggirnar samstarfsnefnd til að gera tillögur um fyrirbyggjandi aðgerðir gegn svartri atvinnustarfsemi. Skattasiðferði íslensku þjóðarinnar mun ekki batna fyrr en tekið verður á skattsvikum af fullri hörku. Deilur um flutning embættis veiðistjóra eru komnar inn í sali Alþingis. í úttekt Péturs Gunnarssonar kemur fram að ráðherra aftekur að ákvörðun um flutn- inginn tengist deilum við starfsmenn veiðistjóra um rjúpnaveiðar. INNLENDUM VETTVANGI ENGINN starfsmanna veiði- stjóraembættisins mun að óbreyttu flytjast til Akur- eyrar við fyrirhugaðan flutning embættisins þangað 1. febr- úar næstkomandi, að sögn Páls Her- steinssonar veiðistjóra. Umhverfisráð- herra hefur verið harðlega gagnrýnd- ur fyrir hvernig staðið var að undir- búningi málsins. I greinargerð með þingsályktunartillögu, sem sex alþing- ismenn hafa lagt fram um skipun rannsóknarnefndar samkvæmt 39. grein stjórnarskrárinnar til að kanna embættisfærslu ráðherrans í málinu gagnvart starfsmönnum veiðistjóra, kemur fram að hugsanlega hafí ráð- herrann gerst brotlegur við ákvæði stjórnarskrár, brotið gegn rannsókn- arreglu, jafnréttisreglu og meðalhófs- reglu stjórnsýslulaganna og skert lög- bundin réttindi starfsmannanna. Auk þess sé ástæða til að ætla að ákvörð- un ráðherra um flutninginn hafi átt rætur að rekja til persónulegs árekstr- ar við starfsmenn embættisins á öðr- um vettvangi. Össur Skarphéðinsson umhverfis- ráðherra sagðist í samtali við Morg- unblaðið líta á tillöguna sem ígildi vantrausts og kvaðst undra sig á að flutningsmenn hefðu ekki haft kjark til þess að stíga skrefið til fulls og lýst á sig vantrausti í stað þess að krefjast skipunar rannsóknarnefndar. Hann kvaðst vísa því sem fram kæmi í tillögunni á bug, sagði stjórnsýslulög ekki hafa átt við um undirbúning málsins en það hefði hlotið eðlilegan undirbúning og aðdróttun um að ákvörðunin ætti rætur að rekja til árekstrar ráðherra við starfsmenn embættisins á öðrum vettvangi ætti við engin rök að styðjast. Deilur um rjúpur í greinargerð með tillögunni er ekki nánar vikið að því við hvaða persónu- legan árekstur sé átt en vísað er til þess að með embættisfærslu sinni kunni ráðherra að hafa brotið prent- frelsisákvæði stjómarskrárinnar, 72. grein. Össur Skarphéðinsson játti því aðspurður í samtali við Morgunblaðið að hann teldi ljóst að verið væri að vísa til gagnrýni starfsmanns hjá emb- ætti veiðistjóra, m.a. á almennum fundi og í dagblaðinu Tímanum í nóvember á síðasta ári, á þá ákvörðun ráðherr- ans að stytta ijúpnaveiðitímabilið. Eftir það ræddi ráðherra málið við Pál Hersteinsson, veiðistjóra. Ráðherra hafði athugasemdir við framgang Am- órs í málinu en hann og veiðistjóri munu ekki hafa orðið á eitt sáttir. Aðspurður um málið í gær sagðist Össur þegar hafa gert grein fyrir þess- um árekstri í samtali í Morgunblaðinu Össur segir deilur sín- ar við starfsmenn veiðistjóra í fyrra- haust engin áhrif hafa haft á málið. Starfsmenn veiðistjóra vilja ekki ræða málið nú þegar þingsályktun- artillaga liggur fyrir Alþingi. Að óbreyttu verður enginn úr núverandi starfsliði við störf þeg- ar veiðistjóri tekur til starfa á Akureyri. Norður eður ei? DEILUR hafa sprottið um ákvörðun umhverfisráðherra að flytja veiðistjóraembættið frá Reykjavík til Akureyrar. Össur Páll Arnór og vísaði þar til greinar sem blaðið birti þann 13. febrúar síðastliðinn og fjallaði um málfrelsi opinberra starfs- manna. Framangreid upprifjun málsins byggist á þeirri grein. Þar er einnig haft eftir Óssuri Skarphéðinssyni að hann hafi talið að starfsmaðurinn, Arnór Sigfússon, hefði farið rangt með staðreyndir en ekki farið úr fyrir mörk tjáningarfrelsis síns sem opinbers starfsmanns. Össur neitar því að hafa hótað starfsmönnum einhveijum viður- lögum og áréttaði það í samtali í gær. „Ef ráðherra telur að ríkisstarfs- menn fari yfir mörkin hefur hann ýmis úrræði í hendi sér,“ sagði Össur. „Ef ég hefði talið svo vera hefði ég getað veitt þeim áminningar, munnleg- ar eða skriflegar." Morgunblaðið ræddi við Pál Her- ,steinsson veiðistjóra og Amór Þ. Sig- fússon, sem einnig er trúnaðarmaður starfsmanna, í gær í tilefni af þingsá- lyktunartillögunni en þeir sögðust ekki ræða málið að neinu leyti meðan það væri til meðferðar á Alþingi. Páli stað- festi að yrði af flutningi embættisins stefndi í að það stæði uppi starfs- mannalaust. Þar starfar auk hans ann- ar náttúrufræðingur, svo og leiðbein- andi, auk þriggja manna í hlutastarfi. Össur Skarphéðinsson sagði við Morgunblaðið í gær að flutningur embættisins til Akureyrar og samein- ing þess við náttúrufræðisetur þar hefði komið upp seinni hluta nóvemb- ermánaðar síðastliðins, þegar verið var að undirbúa yfirtöku umhverfis- ráðuneytis á náttúrufræðisetrinu. „Þessi hugmynd var gjörsamlega óskyld því stríði sem þá stóð yfir um rjúpur," sagði Össur og sagði að áður hefði legið fyrir í ráðuneytinu hug- mynd um að sameina embætti veiði- stjóra Náttúrufræðistofnun. „Sú hug- mynd varð þvi miður ekki að veru- leika,“ sagði Össur. Segja rannsóknarreglu brotna I greinargerð þingsályktunartillög- unnar segir að veiðistjóra hafi fyrst verið tilkynnt um málið 6. janúar eft- ir að ákvörðun lá fyrir og fyrst þá hafi hann og starfsmenn komið að sjónarmiðum sínum. Vitnað er til álits laganefndar BHMR um að með því að ræða hvorki við við starfsmenn veiðistjóra né náttúrufræðistofnunar á Akureyri um breytingarnar áður en ákvörðun var tekin hafi ráðherrann brotið rannsóknarreglu stjómsýslu- laga sem hafa beri í heiðri við ákvörð-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.