Morgunblaðið - 28.10.1994, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 28.10.1994, Blaðsíða 30
,30 FÖSTUDAGUR 28. OKTÓBER 1994 MORGUNBLAÐIÐ AÐSENDAR GREINAR Hægt að lækka grænmetisverð og auka gæðin Bernharð Jóhannesson HVERNIG ber að efla íslenska garðyrkju svo hagsmunir neyt- enda og framleiðenda fari saman? Þegar stórt er spurt verður fátt um svör, þó ery nokkur atriði sem vert er að huga að og skoða hlut- laust, hvorki með aug- um framleiðenda eða neytenda. Áætlaður bygging- arkostnaður er um 12.000 krónur á fer- metra. Þessu er hægt að breyta strax. Með því að byggja 2.500 fermetra er hægt' að lækka byggingarkostnaðinn í 4.000 krónur. Þetta hefur verið gert og ber að skoða þessa byggingaraðferð alvarlega. Framleiðslukostnaður er nokkuð hærri á íslandi vegna þess hversu rekstrareiningamar eru litl- ar, rekstrarkostnaður er í sumum tilfellum hærri en afurðarverð og eru margar garðyrkjustöðvar reknar með tapi. Sölumál Sölumálin eru-í miklum molum og hafa þau verið óbreytt í fjörutíu ár með einni undantekningu þegar reyndur var uppboðsmarkaður þar sem garðyrkjubændur voru sjálfir aðalkaupendumir, dauðadæmt áður _en það byrjaði. Garðyrkjubóndinn framleiðir vör- una, sendir hana í flestum tilfellum til Reykjavíkur í dreifingarfyrirtæki sem tekur vöruna í umboðssölu, vör- unni er dreift til til kaupandans á kostnað garðyrkjubóndans, verslun- in hefur allt að níutíu daga greiðslu- kjör, ef hún þá borgar grænmetið, það er að segja ef hún er ekki farin á hausinn þegar kemur að gjald- daga. í fijálsu uppboðskerfi er greitt fyrir vöruna innan við viku, það á akki að vera framleiðandans að fjár- magna verslunarrekstur, annað- hvort gera verslunareigendur það með eigin fjármagni eða lánsfjár- magni frá bönkum eða þar til gerð- um stofnunum. Stjóm dreifingarfyrirtækisins ákveður þóknun sem nægir til að standa undir öllum kostnaði í dreif- ingarfyrirtækinu sem er á bilinu tuttugu til tuttugu og fimm prósent af verðmæti vörunnar. Þá skal ekki gleyma því að framleíðandinn er búinn að láta af hendi svo og svo mikið hlutafé til að eigið fé dreif- ingaraðilans sé þolanlegt þegar það þarf að sýna það í bankastofnunum. Flest öll dreifíngarfyrirtækin em einnig í innflutningi sem er stað- greiddur og þurfa þar af leiðandi að hafa nokkuð rekstrarfé. Þessu er líka hægt að breyta. í nokkur ár hefur verið rekinn fijáls uppboðs- markaður með fiskafurðir. Uppboðs- markaðurinn hefur vaxið jafnt og Sölukostnaður alls íslensks grænmetis Núverandi sölukerfi, söluk. 22% Nýttkerfi, sölukostn. 4% 20 millj. Meðalverð alls íslensks grænmetis Núverandi sötukerfi Nýtt sölukerf/ þétt eftir því sem van- kantamir hafa verið sniðir af honum og trú- verðugleiki hans hefur sannað sig. Það er ekk- ert því til fyrirstöðu að selja grænmeti í gegn- um uppboðskerfi fisk- markaðsins. Kostnaður við söluna mundi lækka um tuttugu prósent, ekki sam verst fyrir neytandann og fram- leiðandann. Verslunin Síðasti liðurinn í ferli vörannar áður en hann lendir í höndum neyt- andans er í verslunini. Það ber að lofa það sem vel er gert fyrir græn- meti í mörgum verslunum, en græn- meti er sú vörategund sem flestar verðkannanir era gerðar á og verða því aðal keppikeflið í óeðlilegri sam- keppni milli verslana. Krafa margra verslana er að hafa ódýrasta græn- metið í næstu verðkönnun, inn- kaupastjórinn gerir allt sem hann getur til þess að kaupa inn á sem lægsta verði. Þess vegna verða vöra- gæðin að víkja, það fer saman lágt verð og léleg gæði vegna þess að varan er komin á síðasta söludag, í Það er ekkert því til fyrirstöðu, segir Bem- harð Jóhannesson, að selja grænmeti í gegn- um uppboðskerfi fisk- markaðarins. þessu sölukerfi er áherslan lögð á verð en ekki gæði. Lokaorð Það er ekkert sem lækkað hefur framfærsluvísitöluna meira en garð- yrkjuafurðir, ríkisvaldið hefur á eng- an hátt stuðla að þessari lækkun, heldur verið mað aðgerðir sem garð- yrkjubændur hafa þurft að taka á sig, svo sem álagningu virðisauka- skatts. Ríkisvaldið hefur hætt að greiða mótframlag í lífeyrissjóði fyr- ir garðyrkjubændur. Skattlangingin í formi sjóðagjalda er með því hæsta sem þekkist. Við gerð EES-samn- ingsins urðu mikil mistök sem al- þingismenn hafa viðurkennt. Nú um þessar mundir er verið að ganga frá framkvæmdalið GATT-samningsins sem er búið að undirrita og er mögu- Ieiki að fá nokkra leiðréttingu ef rétt er að málum staðið. Það þýðir ekki að neytendur verði skotnir í kaf í formi verndartolla heldur verði af- koman leiðrétt og ef við breytum sjálfir samkvæmt því sem á undan er skrifað, þá ætti að vera hægt að reka garðyrkjustöðvar með viðun- andi rekstrarafkomu. Ef við drögum saman það sem á undan er skrifað kemur í ljós að það er hægt að fram- leiða ódýrari vöru vegna minni stofn- kostnaðar. Það er hægt að selja ódýrari vöru vegna lægri umboðs- kostnaðar og með breyttu sölukerfi er hægt að auka gæði grænmetis- ins. Þetta er ekki nýjung, þettá era staðreyndir. Framleiðslumagn okkar er svo lít- ið og hreinleiki grænmetisins svo mikill að það þarf ekki stóran mark- að til þess að við gætum varla sinnt eftirspurn, lífrænt er lausnarorðið í dag og sá dagur gæti komið að sum- ar tegundir landbúnaðarafurða yrðu allar fluttar úr landi og sjálf neyttum við annars flokks innfluttra afurða, niðurgreitt af ESB. Höfundur er garðyrkjubóndi í Borgarfirði. „Þetta er fallegt lítið ekkert sem þú ert næstum því í“ Ár fjölskyldunnar eða hvað? Baráttan UM aldamótin síð- ustu tók að bera á þörf- inni fyrir hagsmuna- gæslusamtök er kunnu að aðstoða verkalýðinn í landinu við iðnbylting- araukaverkanimar. Verkalýðsfélögin uxu af þessum meiði þar sem áherslumar á kaup og kjör komu helst fram í kröfum um lögbundin hámarksvinnutíma, bættan aðbúnað verka- fólks, veikindarétt, matartíma o.fl. Hetjur eins og Hannibal Valdi- marsson börðust fræki- Grímur Atlason legri baráttu við óvininn sem oftar en ekki var útgerðarbarón í nýtil- komnum byggðarlögum. Þau réttindi sem launafólk dagsins í dag býr við má nær eingöngu þakka baráttunni þama forðum. Verkalýðsfélög og starfsmannafélög nútímans era að- eins vönkuð tröll sem rísa úr rekkju fýrsta maí og hrópa einhveijar mis- gáfulegar barátturæður en falla því næst aftur í fletið sitt með augun sljó eins og títt er um „Valíumdrottn- ingar“ þjóðar vorrar. Hvað veldur því að baráttugleðin og krafturinn er horfinn? Við sjáum þennan kraft einatt á kappleikjum en varla annar staðar finnst hinn sanni íslenski bar- áttuandi sem við státum okkur af þegar við eram á þjóðlegu nótunum. Vita ekki sinna aura tal eða ...? íslendingar búa í fallegum húsum. Það era skoðanir flestra ferðamanna sem koma hingað og á ferðum land- ans eflendis sést hve vel við búum. Hér á ég auðvitað ekki aðeins við fegurð húsanna heldur einnig heimil- anna sjálfra og íburðinn. Á íslensku heimili ertu nær öragg(ur) um að rekast á dýrar mublur, nýlegar inn- réttingar, sjónvarp, hljómflutnings- tæki, myndbandstæki, eggjasuðuvél, þráðlaus símtæki, þvottavélar og fyrir utan standa tveir ný- legir bílar. Allt er þetta gott og blessað fyrir utan eitt lítið atriði. Það er nú éinu sinni svo að hér er helmingur allra launamanna undir skattleysismörkum! Er eðlilegt að þessar mun- aðarvörar sem vart geta talist til nauðsynja prýði þá hvert heimili? Hvemig er það hægt i landi þar sem nauðsynj- ar eru svo dýrar að varla finnst hliðstæða í hinum vestræna heimi? Á íslandi er svo komið að megin þorri fjölskyldná er orðinn áhrifalaus og vamarlaus gagnvart samfélaginu, efnahagslega jafnt sem félagslega. Útgjöldin era nær undantekninga- laust hærri en tekjumar og það svo mánuðum skiptir. Greiðslukortin, ávísanayfirdrættir, skuldabréf og önnur form lána njörva alþýðu manna þannig niður að tekjum næstu mánaða og jafnvel ára hefur verið ráðstafað fyrirfram. Kapphlaupið við hin svokölluðu lífsgæði valda því að fjölskyldur missa allt þrek og sam- stöðu fyrir samneytið við Mammon. Það viðkvæði sem stjórnar er: „Borga á morgun." Við kjósum óbreytt ástand Visst ástand hefur skapast með tímanum. Ástand sem ráðamenn þjóðarinnar, vinnuveitendur og jafn- vel verkalýðsfélög, forðast í lengstu lög að breyta. Hvað ætti svo sem manneskja sem á fyrir bömum og heimili að sjá að vilja með kröfu um bætt kjör? Hún nefnir það kannski kokhraust yfir bjórglasi en á hólminn leggur hún ekki enda endar slík ganga aðeins með gjaldþroti. Þessu vilja auðvitað þeir sem með fjármálin fara, í einkafyrirtækjum og opinber- um fyrirtækjum viðhalda, því á með- Útgjöldin ern nær und- antekningarlaust hærri en tekjurnar, segir Grímur Atlason, sem telur breytinga þörf. an moka þessir aðilar upp arði sem almennir launþegar hafa ekki rænu á að krefjast hlutdeildar í. Af ári fjölskyldunnar Á ári flölskyldunnar er því svo komið fyrir blessaðri Qölskyldunni að hún er „þreytt og lúin“ og þráir rólega tíma sem varla era í augsýn nema þá í Paradís. Bömin eru geymd á daginn í skólum og öðram stofnun- um. Kvöldin fara i sjónvarpsgláp eða tölvuleiki og orðaforði heimilana tak- markast við tveggja til þriggja orða setningar. Ofan á þetta bætist síðan fordæmi yfirvalda þegar þau neita að samþykkja ályktun frá þjóðunum hér fyrir austan okkur um að lög- binda 48 stunda vinnuviku. Óskandi væri að þjóðin tæki sér tak, hætti að dragnast með þennan djöful á bakinu. Ef þú heldur að þú eigir krónu „ca korteri eða eitthvað síðar" ekki eyða henni núna heldur slakaðu á strengnum í boganum og hjartanu. Þá fyrst ferðu að skilja hina raunveralegu stöðu sem þorri manna hér er í ásamt þér sjálfum. Þar með verður ekki hægt að horfa framhjá ójöfnuðinum í landinu og þá fyrst fara fjölskyldurnar að geta lifað einhverju fjölskyldulífi. Ár fjölskyldunar verður vonandi einhverntíman reynd en ekki gagns- laust form sem hræsnarar skála fyr- ir í veislum og hampa á síðum „laun- þegatíðinda". Höfundur er nemandi í Þroskaþjálfaskóla íslands. Trúfrelsi er fjöregg Nokkur orð í tilefni hofbyggingar í Grindavík Ásatrúarsöfnuðurinn fékk löggildingu sem félag, segir Einar Sig- I GRINDAVIK hef- ur verið rætt um að reisa hof. Samtök, sem nefnast „Vor sið- ur“, beita sér fyrir hofbyggingunni. „Sið- ur“ merkir átrúnaður, trúarbrögð. „Vor sið- ur“ þýðir þá „átrúnað- ur vor“. Félags- skapurinn mun þó ekki vera löggilt trúfé- lag, þó að a.m.k. einn frammámaður þar sé ásatrúarmaður. Fé- lagsskapurinn hefur eftir biaðaskrifum á Suðumesjum að dæma haft sig nokkuð Einar Sigurbjörnsson í frammi og m.a. gengist fyrir ein- hvers konar mannvirki, sem nefnt er „sólarvé" þar syðra og var „vígt“ um mitt sl. sumar. í sambandi við „sólarvé“ og „hof“ er talað um þjóð- legar minjar, skemmtanir og Íífs- gleði og helst virðist þetta eiga að vera liður í að laða að ferðamenn. Ásatrúarmenn hafa lýst yfir stuðningi við tiltæki félagsskapar- ins „Vors siðar" og talað um, að þeir muni geta notað „hofið“ til trúariðkana. Í því sambandi virðast þeir helst talá um blót og trúariðk- anir sínar sem skemmtanir. Eg verð að segja, að mér finnst framganga og málflutningur ásatrúarmanna í þessu máli undarleg. Ég fyrir mitt leyti ber það mikla virðingu fyrir heiðnum forfeðrum mínum, að ég ætla mér ekki annað um þá, en að þeir hafi í alvöru játast undir sinn sið og notað blót sín í því skyni að öðlast betri innsýn í líf sitt og lífemi í samræmi við þá heims- skoðun sem siður þeirra kenndi. Við vitum í raun ósköp lítið um þá heims- skoðun og raunar lítið um trúariðkanimar nema út frá heimildum sem kristnir menn skráðu löngu eftir að heiðinn siður var hættur að vera vor siður íslend- inga. Almenn skemmt- un var blótið varla og lífið á íslandi hefur aldr- ei verið neinn leikur. Ásatrúarsöfnuðurinn verður að skilja, að hann fékk á sínum tima löggildingu sem trúfé- lag, ekki sem aðili í ferðaþjónustu eða ráðgjafarfyrirtæki fyrir sveitar- stjórnir um leiðir til að laða að ferðamenn. Löggilding trúfélags byggist á trúfrelsisákvæðum stjóm- arskrárinnar. í íslensku réttarríki verður trúfélag að lúta þeim lögum sem gilda um trúfélög í landinu. Ásatrúarsöfnuðurinn er ekki und- anþeginn þeirri skyldu jafnframt því sem hann hefur fullt frelsi og rétt til þess að iðka trú sína innan ramma laga og velsæmis. Vilji ásatrúarmenn því byggja sér hús til trúariðkana, þá verða þeir að koma fram sem löggilt trúfélag og sækja um nauðsynleg leyfi, fá samþykktar teikningar og afla fjár með sama hætti og önnur trúfélög í landinu, þ.m.t. söfnuðir þjóðkirkj- urbjörnsson, ekki sem aðili í ferðaþjónustu eða ráðgjafarfyrirtæki fyrir sveitarstjómir. unnar. Það er ósæmilegt að stofna samtök um eitthvert annað málefni en trúmálin til þess að byggja hús til einhverrar starfsemi sem síðan gegni hlutverki samkomuhúss trú- arsafnaðar og trúarsöfnuðurinn tali síðan um iðkanir sínar sem almenna skemmtun. Menn verða að kunna að koma fram sem einstaklingar annars vegar og hópur hins vegar og sem hópur að skilgreina afstöðu sína gagnvart öðra fólki með skýr- um hætti. Það þætti öllum skrýtið, að ekki sé meira sagt, ef sundkenn- ari úr söfnuði hvítasunnumanna notaði sundnámskeið til þess að skíra fólk niðurdýfingarskím í leið- inni án þess því væri það ljóst að sá hefði verið tilgangurinn með námskeiðinu! Nei, við skulum ekki vera með fíflaskap. Trúfrelsi er fjöregg, ekki leikfang. Það var háttur trölla að leika sér með fjöreggið. Slíkt gerum við ekki mennskir menn. Höfundur cr prófessor í guðfræði.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.