Morgunblaðið - 28.10.1994, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 28.10.1994, Blaðsíða 36
36 FÖSTUDAGUR 28. OKTÓBER 1994 MORGUNBLAÐIÐ NORDJUNEX 94 ÞORSTEINN Pálsson við Mynt- og minnispeningasafn sitt FRIMERKI Kjarvalsstaðir MARGSKONAR SÝNINGAREFNI í SÍÐASTA þætti var sagt frá því frímerkjaefni, sem fyrir augu bar í vestursal Kjarvalsstaða dagana 16.-19. sept. sl. í austursalnum var aftur á móti blandað sýningarefni, sem einkum var sett upp til þess að minnast 50 ára afmælis lýðveldisins. Þá var þar sérstök heiðursdeild til minningar um tvo nýlátna fé- laga, sem höfðu Iengi látið að sér kveða í röðum frímerkjasafnara, þá Pál H. Ásgeirsson og Sigurð P. Gestsson. Báðir höfðu þeir lagt sig fram um að leiðbeina ungum söfnur- um. Var því vel við hæfi, að hlutar úr söfnum .þeirra kæmu fram á unglingasýningu. í annarri heiðurs- deild voru einnig skemmtileg söfn. Þrír danskir safnarar, Arne Fahnoe, Ebbe Eldrup og Torben Jensen, áttu hér mjög áhugaverð íslenzk söfn, sem verulegur fengur var í að fá hingað heim, því að margt má læra af þeim um uppsetningu og þá ekki sízt um vandað frímerkjaefni. Mér hefur einmitt stundum fundizt skorta á, að sýningarefni okkar heimamanna væri nógu vel valið. En auðvitað erum við stöðugt að læra í þessum efnum sem öðrum. í þessari deild áttu þrír íslenzkir safn- arar einnig góða hluti: Jón Egilsson átthagasafn sitt frá Hafnarfirði, Sigurður R. Pétursson Tveggja kónga frímerki og Þór Þorsteins íslenzk frimerki 1933-37. Þetta síð- asta efni mun ekki hafa sézt áður á sýningu, enda vakti það forvitni margra. Ekki má svo gleyma að geta þess, að í þessari deild voru áhugaverð umslög með frímerkjum úr söfnum Þjóðminjasafnsins og Þjóðskjalasafnsins. Enda þótt þau hafi áður verið á sýningum, er allt- af jafngaman að virða þau fyrir sér. Hér eru líka nokkur umslög, sem sjást ekki í almennum söfnum. í seinni tíð er farið að brydda upp á ýmsu nýstárlegu efni í sambandi við frímerkjasöfnun og -sýningar, enda er verið að reyna að beina söfnurum inn á nýjar leiðir og um leið freista þess að glæða áhuga á frímerkjum meðal yngstu kynslóð- arinnar. Hér var sérstök Nútíma- deild. Þar vöktu athygli mína og vafalaust margra annarra tveir rammar, sem í var efni, sem nefnd- ist EG - Afmæli mitt og lýðveldis- ins 17. júní. Þetta safn höfðu sett saman mæðginin Fanney Krist- bjamardóttir og Einar Jón Gunnars- son, en hann er einmitt fæddur á afmælisdegi lýðveldisins. Var hér einkar frumlega haldið á því, sem lesa má úr frímerkjum lýðveldisins og tengja þessum tveimur afmælis- bömum. Þá var þarna annað safn, sem hlýtur að hafa skemmt mörg- um. Það hafði Garðar Jóhann Guð- mundarson sett saman af ótrúlegri hugkvæmni. Kallaði hann það Fólk og fleira fólk. Þar setur hann saman frímerki með hárprúðum mönnum og svo aftur sköllóttum, mönnum með alskegg eða aðeins efri varar- skegg og kannski bara með höku- topp. Gleraugu manna af ýmsum gerðum hafa orðið honum að yrkis- efni og þannig mætti lengi telja. Það þarf vissulega verulegt hug- myndaflug til þess að setja slíkt efni saman. Gísli Geir Harðarson átti hér einn ramma með efni, sem hann kallar Tónlist í daglegu lífi, en hann átti líka tónlistarefni í sam- keppnisdeild. Kristján Borgþórsson sýndi frímerki og póstkort í tveimur römmum. Allt þetta nútímaefni höfðar örugglega til margra. Komið hafði verið upp sérstakri sýningu, þar sem sjá mátti frímerki lýðveldisins og notkun þeirra frá ýmsum hliðum. Þau voru hér jafn- vel_ öll í heilum örkum. í seinni tíð er farið að sýna ýmis- legt annað en frímerki á frímerkja- sýningum, enda er alveg ljóst, að það dregur margan að. Hér voru td. allir seðlar lýðveldisins sýndir í átta römmum. Hefur Freyr Jóhannesson dregið það efni saman. Hafa áreiðan- lega margir gaman að sjá aftur sýn- ishom af þeim seðlum, sem þeir handléku og keyptu fyrir margs konar vörur og þjónustu fyrir 50 árum. Jón Halldórssön átti þarna í nokkrum römmum póstkort úr hinu alþekkta safni sínu, en þau eru ævinlega skemmtilegt sýningarefni, enda má þar rifja upp liðna tíð í myndum. Ekki verður svo skilið við þessa sýningu, að ekki verði minnzt á safn Þorsteins Pálssonar af mynt, minnispeningum, plöttum, matseðl- um, sem þarna var í fjölmörgum sýningarpúltum og allt tengist lýð- veldistímanum. Ljóst var af þeim fjölda, sem staldraði þar við, að þetta safn hlaut verðskuldaða at- hygli. Ég var einn í þeim hópi og get ekki annað en dáðst að þeirri elju og hugkvæmni, sem Þorsteinn hefur sýnt við að ná þessu efni sam- an. Nýr sérverðlisti frá AFA Eins og frímerkjasafnarar vita, hefur Árhus Frimærkehandel um áratugaskeið gefið úr frímerkja- verðlista, svonefnda AFA-lista. Ég hygg þeir hafi töluvert verið notaðir í frímerkjaskiptum meðal íslenzkra safnara, enda þótt sænski Facit-list- inn muni sennilega vinsælli í þeim efnum, þegar um frímerki Norður- landa er að ræða. Einn er sá AFA- listi, sem ég er ekki viss um, að hafi orðið mjög algengur hér, enda mjög sérhæfður. Það er svonefndur AFA SPECIALKATALOG. í honum er nákvæm skrá yfir hvert frímerki innan hins gamla danska konungs- ríkis, þ.e. Danmerkur, Færeyja, Grænlands, Dönsku-Vesturindía og Slésvíkur-Holsteins. Segir þar frá útgáfudegi og endurprentun frí- merkja og hvemig þekkja megi þær í sundur; enn fremur er greint frá margs konar afbrigðum, sem fínna má í dönskum frímerkjum. Þá er lagt verðmætamat á frímerkin og afbrigði þeirra og eins á frímerkt umslög. I annarri útgáfu þessa sér- lista (1971) var kafli um Island, en síðan felldur niður. Nú kemur fímmta útgáfa listans út, meðan NORDIA 94 stendur yfír. Það, sem hlýtur að vekja mesta ánægju meðal íslenzkra frímerkjasafnara, er það, að nú er ísland aftur tekið með. Utgefendur hafa að vísu takmarkað íslenzka kaflann við konungsríkið, þ. e. frá upphafi íslenzkra frímerkja 1873 og til ársins 1944, þegar lýðveldið var stofnað. Þá munu vera skráðir marg- ir íslenzkir stimplar og eins vera greint frá burðargjöldum. AFA SPECLALKATALOG 1994 er um 700 blaðsíður eða rúmum hundrað síðum lengri en sá næsti á undan frá 1987-88. Því miður kom fram missögn í síðasta þætti, þar sem sagt 'var frá spurningakeppni unglinga á NORDJUNEX 94. Ólafur Kjartans- son tók þátt í keppninni í annað skiptið, en Björgvin Ingi Ólafsson í fyrsta sinni. Þá var spurt um skóg- arhögg, landbúnað og sjávarútveg á frímerkjum. Verðlaunagripurinn er stytta af elg, sem er farandgrip- ur og íslenzkir unglingar hafa nú unnið tvisvar í röð. Hlutaðeigendur eru beðnir velvirðingar á því, sem hér var missagt. Jón Aðalsteinn Jónsson R AD AUGL YSINGAR Siglugfjörður Blaðbera vantar á Háveg, Hverfisgötu og Lindargötu. Upplýsingar í síma 71489. IMttgnnMbifeife ATVINNUHÚSNÆÐI Laugavegur - Bankastræti Til leigu mjög gott skrifstofuherbergi (25 fm) með skjalageymslu (5 fm) og aðgangi að fundarherbergi. Einstök staðsetning. Upplýsingar í síma 627771. Iðnaðarhúsnæði íKóp. Óska eftir 150-250 fm húsnæði í austur- hluta Kópavogs fyrir járniðnað, helst jarð- hæð. Þarf að hafa minnst 3ja m. lofthæð, innkeyrsludyr og sterka plötu. Tilboð sendist afgreiðslu Mbl., merkt: „EAL - 16014“, fyrir 4. nóvember. NAUÐUNGARSALA Uppboð Uppboð munu byrja á skrifstofu embættisins, Aðalgötu 7, Stykkis- hólmi, þriðjudaginn 1. nóvember 1994 kl. 10.00 á eftirfarandi eignum: Akrar, Snæfellsbæ, þingl. eig. Elín G. Gunnlaugsdóttir, Þorvarður Gunnlaugsson, c/o KG, Kristján Gunnlaugsson og Ólína Gunnlaugs- dóttir, gerðarbeiðendur Byggingarsjóöur ríkisins og innheimtumaður ríkissjóðs. Bjarnarfoss, Snæfellsbæ, þingl. eig. Sigurður Vigfússon og Sigriður Gísladóttir, gerðarbeiðendur Byggingarsjóður ríkisins, innheimtu- maður ríkissjóðs, Lifeyrissjóður Vésturlands og Vátryggingafélag (slands hf. Bárðarás 12, Snæfellsbæ, þingl. eig. Jóhanna S. Emilsdóttir, gerðar- beiöandi innheimtumaður ríkissjóðs. Hamrahlíð 9, Grundarfirði, þingl. eig. Hallgrfmur Magnússon, geröar- beiðendur Byggingarsjóður ríkisins og Lífeyrissjóður sjómanna. Hellisbraut 21, Snæfellsbæ, þingl. eig. Harpa Björk Viðarsdóttir, gerðarbeiöandi innheimtumaður rfkissjóðs. Hellisbraut 7, efri hæð, Snæfellsbæ, þingl. eig. Eyþór Áki Sigmars- son, gerðarbeiðendur Byggingarsjóður ríkisins og innheimtumaður ríkissjóðs. Hellisbraut 9, Snæfellsbæ, þingl. eig. Siguröur Þ. Sigurðsson og Bryndís Snorradóttir, gerðarbeiðandi innheimtumaður ríkissjóðs. Helluhóll 5, Snæfellsbæ, þingl. eig. Hákon Erlendsson, gerðarbeið- endur Byggingarsjóður ríkisins og Lífeyrissjóöur starfsmanna ríkisins. Hlíðarvegur 13, Grundarfirði, þingl. eig. Valgeir Þ. Magnússon og Ingibjörg Sigurðardóttir, gerðarbeiöendur Fangelsið að Kvíabryggju og Lífeyrissjóður Vesturlands. Hraunás 18, Snæfellsbæ, þingl. eig. Katla Bjarnadóttir, gerðarbeið- andi Byggingarsjóður ríkisins. Háarif 59a, Snæfellsbæ, þingl. eig. Hrönn Vigfúsdóttir og Svanur Heiðar, gerðarbeiðandi Byggingarsjóður ríkisins, húsbréfadeild. Keflavíkurgata 5, Snæfellsbæ, þingl. eig. Georg Gr. Georgsson og Ragnheiður Ragnarsdóttir, gerðarbeiðendur Byggingarsjóður rikisins og innheimtumaður ríkissjóðs. Hraunás 5, Snæfellsbæ, þingl. eig. Baldur G. Jónsson, gerðarbeið- endur innheimtumaður ríkissjóðs, íslandsbanki hf. og Kreditkort hf. Laufásvegur 5, efri hæð, Stykkishólmi, þingl. eig. Sigurður P. Jóns- son, gerðarbeiðandi Innheimtustofnun sveitarfélaga. Lágholt 11, Stykkishólmi, þingl. eig. Jens Óskarsson, gerðarbeiðend- ur innheimtumaður ríkissjóðs, Lífeyrissjóður sjómanna, Lífeyrissjóður verslunarmanna, Stykkishólmsbær og Vátryggingafélag íslands hf. Lágholt 13, Stykkishólmi, þingl. eig. Guömundur Kristinsson, gerðar- beiðandi Ríkisútvarpið. Munaðarhóll 13, Snæfellsbæ, þingl. eig. Snæfellsbær v/Neshrepps u.Ennis, gerðarbeiðandi Byggingarsjóður verkamanna. Munaðarhóll 21, Snæfellsbæ, þingl. eig. Sigurður V. Sigurþórsson, gerðarbeiðandi Sjóvá-Alemnnar hf. Skólabraut 4, Snæfellsbæ, þingl. eig. Sölvi Guðmundsson og Aðal- heiður Másdóttir, gerðarbeiðandi Vátryggingafélag Islands. Stekkjarholt 13, Snæfellsbæ, þingl. eig. Lilja B. Þráinsdóttir, gerðar- beiðendur Byggingarsjóöur ríkisins og Kreditkort hf. Stekkjarholt 9, Snæfellsbæ, þingl. eig. Páll Þ. Matthíasson, gerðar- beiðendur Bifreiðar og landbúnaðarvélar og Byggingarsjóður ríkis- ins, húsbréfadeild. Víkurflöt 8, Stykkishólmi, þingl. eig. Ragnar Berg Gíslason og Elín E. Sigurjónsdóttir, gerðarbeiðandi Byggingarsjóður ríkisins. Vísir SH-343, þingl. eig. Hjámur hf., gerðarbeiðendur Bjarni Harðar- son, Hallfríður Gunnarsdóttir, Nicolas Jacobus Yule, Sparisjóður Önundarfjarðar, Svanur Guðbjartsson og Ólafsvíkurkaupstaðurv Vb. Helga Hafsteinsdóttir SH-345, þingl. eig. Þórður Á. Magnússon, gerðarbeiðendur Gjaldtökusjóður og tollstjórinn í Reykjavík. Vs. Sigurvon SH-121, þingl. eig. Rækjunes hf., gerðarbeiðendur Byggðastofnun, atvinnutryggingadeild, Búnaðarbanki (slands, aðal- banki, Guðmundur Runólfsson hf. og Verkalýösfélag Stykkishólms. Þjónustumiðstöð v/Hafnargötu í Rifi, Snæfellsbæ, þingl. eig. Kristín S. Þórðardóttir og Sturla Fjeldsted, gerðarbeiðendur Ferðamálasjóð- ur og Snæfellsbær. Sýslumaðurinn i Stykkishólmi, 27. október 1994. Uppboð Uppboð munu byrja á skrifstofu embættisins á Hörðuvöllum 1, Sel- fossi, þriðjudaginn 1. nóv. 1994 kl. 10.00, á eftirfarandi eignum: Lækjargaröur, Sandvíkurhr., þingl. eig. Erla Haraldsdóttir, gerðar- beiðandi er Byggingarsjóður ríkisins. Framhald uppboðs á eftirfarandi eignum verður háð á þeim sjálf- um sem hér segir: 1100 m2 leigulóö Ferðamiðstöðvar á Flúöum, Hrun., þingl. eig. Karl. H. Cooper, gerðarbeiðendur eru Ferðamálasjóður, Hrunamanna- hreppur, Landsbanki fslands og Búnaðarbanki Islands, fimmtudaginn 3. nóv. 1994 kl. 15.00. 5 sumarhús á 8000 m2 leigulóð (Gamla gróðurstöðin) á Flúðum, Hrun., þingl. eig. Karl H. Cooper, gerðarbeiðendur eru Ferðamála- sjóður, Hrunamannahreppur og Búnaðarbanki (slands, fimmtudaginn 3. nóv. 1994 kl. 15.15. Reyrhagi 9, Selfossi, þingl. eig. Magnús Sigurðsson, gerðarbeiðend- ur eru Landsbanki íslands, Brunabótafélag islands hf., sýslumaður- inn á Selfossi, Sameinaði lífeyrissjóðurinn og Félag byggingar- manna, föstudaginn 4. nóv. 1994, kl. 10.30. Sýslumaðurinn á Selfossi, 27. október 1994. Mosfellsbær Munið „opið hús" í Hlégarði í kvöld, föstudaginn 28. október, kl. 20.30. Þar munu frambjóðendur í prófkjöri um skipan framboðslista Sjálf- stæðisflokksins í Reykjaneskjördæmi, sem fram fer 5. nóvember nk., kynna sig og ræða við væntanlega kjósendur í prófkjörinu. Allir velkommnir. Sjálfstæðisfélag Mosfellinga. Sma ouglýsingor I.O.O.F. 12 = 17610288'/z = Sp. I.O.O.F. 1 = 17610288'/2 = Db. Frá Guöspeki- fólaginu Ingótfastraati 22. ÁtkrtfUrtfml Qanglera er 39673. Föstudagur 28. október 1994: Vetrarstarf félagsins hefst að viku liöinni, þann 4. nóvember, kl. 21 í húsi félagsins, Ingólfs- stræti 22, með erindi Kristjáns Fr. Guðmundssonar. Laugar- daginn 5. nóvember kl. 15-17 verður kaffisamsæti í tilefni opn- unar hússins eftir viðamikla við- gerð. Félagar og velunnarar eru beðn- ir að hafa samband í síma 17520 eða 612773, ef þeir geta hjálpað til fram að opnun við lokafrágang og þrif. ] LÍFSSÝ? í Samtök til sjálfsþekkingar Félagsfundur Lífssýnar verður haldinn 1. nóv. f Bolholti 4 kl. 20.30. Á fundinum flytur Sigurð- ur Jakobsson erindi um Carlos Castaneda, lærisvein töfra- mannsins. Munið bænahring kl. 18.45 og hugleiðslu kl. 19.45. SS2S3SSS

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.