Morgunblaðið - 28.10.1994, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 28.10.1994, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ LANDIÐ FÖSTUDAGUR 28. OKTÓBER 1994 13 Morgunblaðið/Anna Ingólfsdóttir ÚR sláturhúsi KHB á Fossvöllum. Sláturhús KHB á Fossvöllum Sauðfjár- slátrun lýk- ur í dag Egilsstöðum - Sauðfjárslátrun lýkur í dag í Sláturhúsi Kaupfé- lags Héraðsbúa að Fossvöllum. Slátrun hófst 30. ágúst sl. og búið er að slátra um 37.000 fjár. Að sögn Jónasar Guð- mundssonar sláturhússtjóra er meðalþyngd dilka 16,2 kg, sem er álíka og á síðasta ári. Tekið var við fé frá Héraði, Borgar- firði, Seyðisfirði, Mjóafirði, Eskifirði og Norðfirði. Um 70 manns hafa unnið við slátrun- ina þessa tvo mánuði sem hún stóð yfir. Meðalþungi dilka of mikill Miðhúsum - Sláturtíð er lokið hjá Kaupfélagi Króksfjarðar og var slátrað 10.300 fjár á árinu. Kaupfélagsstjóri er Sigurður Bjarnason og hefur kaupfélagið verið rekið með hagnaði undan- farin ár. Sláturtíminn hefur verið að lengjast síðustu ár og byrjað var að slátra í maí í vor hjá Kaupfé- lagi Króksfjarðar. Einnig var slátrað í júlí og ágúst og síðan á hefðbundnum tíma í septem- ber og október. Þessi lenging sláturtímans er til að geta kom- ið kjöti á markað með þeim gæðum sem viðskiptavinurinn óskar eftir. Þrátt fyrir þessar aðgerðir eru dilkar hér of þungir og var meðalþunginn 15,9 kíló, en vor og sumar voru ákaflega hag- stæð fyrir kjöt og fitusöfnun. Meðalþunginn er of mikill og sá markaður sem sótt er inn á vill 13-14 kílóa þunga dilka. Ef sótt er inn á veitingahúsamark- aðinn er kjörþunginn 16 kíló. Það kjöt er talið betra og marg- ir telja kjöt af 16-18 kílóa dilk- um það besta. Útgáfutón- leikar í Bolungarvík Bolungarvík - Bísinn á Trini- dad nefnist nýr geisladiskur sem trúbadorinn Siggi Björns gefur út á næstunni. Af því tilefni efnir hann til útgáfutónleika í Víkurbæ í Bolungarvík í dag. Siggi Björns hefur haft það að atvinnu að spila á krám um allt land undanfarin sex ár og hefur verið tíður gestur á Vest- fjörðum. Á geisladisknum eru ellefu lög, öll eftir Sigga nema eitt. Öll eru lögin með íslenskum texta. Meðal hljóðfæraleikara sem aðstoðuðu Sigga við gerð plötunnar má nefna Tryggva Hiibner, Þorleif Guðjónsson, Halldór Lárusson, K.K. og Bubba Morthens. Héraðsbókasafn Rangæinga tölvuvæðist Hvolsvelli - Nú hafa verið tekin upp tölvuvædd útlán hjá Héraðs- bókasafni Rangæinga. I vor var lokið við að tölvuskrá safnkostinn og voru þá fest kaup á strika- merkjalesara, þannig að nú eru öll útlán safngagna jafnóðum skráð í tölvu. Er þetta mikil hag- ræðing frá því sem áður var, því nú sést samstundis hvort bókin er í útláni og hvaða lánþegi hefur viðkomandi bók. Miklu auðveldara er að halda utan um allt lánþegabókhald og útprentun á rukkunum er leikur einn. Þá hefur verið sett upp tölva fyrir almenningsleit og eru lánþegar farnir að fikra sig áfram við að leita á þennan hátt. Bókasafnsforritið sem Héraðs- bókasafn Rangæinga notar heitir Metrabók og er sunnlenskrar ættar en það er Ásmundur Eiríks- son frá Selfossi sem hefur samið forritið. Mikil aukning á útlánum hefur átt sér stað undanfarin ár eftir nokkurra ára lægð. Útlán hafa aukist um 30% á ári undanfarin 3 ár. Safnið leggur fyrst og fremst áherslu á að þjóna al- menningi en hefur nú einnig lagt aukna áhersiu á að þjóna fram- haldsskólanemendum í Rangár- vallasýslu. Safnið á nú ríflega 10.000 bókatitla og er í stöðugum vexti. Reynt er að kaupa bækur jafnóðum og þær koma út og var nýja bókin um Díönu prinsessu til dæmis komin á safnið daginn eftir að hún kom út i Englandi. Héraðsbókasafn Rangæinga er opið alla virka daga, 2-4 klst. í senn. Þar vinna tveir bókaverðir, þær Steinunn Ósk Kolbeinsdóttir og Brynja Dadda Sverrisdóttir. BRYNJA Dadda Sverrisdóttir bókavörður aðstoðar ungan viðskiptavin sinn. 100 ára afmæli Reykdælahrepps haldið hátíðlegt Miklar framkvæmd- ir á afmælisárinu Á ÞESSU ári eru liðin 100 ár síðan Helgastaðahreppi í Suður-Þingeyj- arsýslu var skipt í tvo hreppa, Reyk- dælahrepp og Aðaldælahrepp. Af því tilefni hélt Reykdælahreppur upp á afmælið með því að bjóða öllum íbúum sveitarfélagsins til hátíðardagskrár í Félagsheimilinu á Breiðumýri. Vel var mætt til fagn- aðarins og almenn ánægja með daginn. > Miklar framkvæmdir hafa verið í hreppnum í ár, lokið var við bygg- ingu þriggja íbúða, tveggja í félags- lega íbúðakerfinu og einnar leigu- íbúðar, en önnur er í byggingu. Þá hafa verið settir ljósastaurar við vegi á Laugum, á þremur kílómetr- um alls, og bílastæði voru malbikuð við Breiðumýri og við stjórnsýslu- hús hreppsins á Laugum. Ákveðið hefur verið að gera veru- legar endurbætur á húsnæði grunn- skólans, leikskólans og tónlistar- skólans og eru framkvæmdir þegar hafnar við fyrirhugaðar endurbætur á grunnskólanum. Ekki fækkun íbúum í Reykdælahreppi hefur ekki fækkað síðustu ár og voru þeir 305 talsins 1. desember síðast- liðinn. Núverandi oddviti hreppsins er Benóný Arnórsson á Hömrum. Fyrirfjórum árum veittuð þið mér góðan stuðning í 3. sœti framboðs- listans í Reyhjavík. SÆTI Eg heflagt mig allanfram um að standa undir því mikla trausti. Nú legg ég störf mín í ykkar dóm og óska eftir áframhaldandi stuðningi í 3. sœti. BjÖKN BTARNASON ÁFRAM

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.