Morgunblaðið - 28.10.1994, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 28.10.1994, Blaðsíða 4
4 FÖSTUDAGUR 28. OKTÓBER 1994 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Áburðarverksmiðjan er í viðræðum við Norsk Hydro Rætt um að hætta áburðarframleiðslu ÁBURÐARVERKSMIÐJAN hf. hefur staðið í viðræðum við Norsk Hydro um samstarf. Sá möguleiki hefur m.a. verið ræddur í viðræðunum að Áburðarverksmiðjan hætti framleiðslu á áburði. Halldór Blöndal, landbúnaðarráðherra, sagði að viðræðumar væru enn á kynningar- stigi, en þeim yrði haldið áfram. Hann sagði að ef sala á áburði minnkaði umtalsvert frá verk- smiðjunni brysti grundvöllur undir framleiðslunni. Framleiðsla og sala á áburði hér á landi verð- ur gefin fijáls um næstu áramót í samræmi við ákvæði EES-samningsins. „Áburðarverð erlendis hefur oft á tíðum verið mun lægra en hér á landi. Það er alveg ljóst að bændur hljóta að leita eftir því að fá ódýrar rekstrarvörur eins og aðrir. Ef sala á áburði heldur áfram að dragast saman þá eru ekki leng- ur forsendur fyrir framleiðslunni vegna þess að áburðurinn verður of dýr. Af þeim sökum hef ég talið koma til greina að gera einhverja samn- inga við erlenda aðila um samstarf um rekstur verksmiðjunnar, um áburðarviðskipti og fleiri hluti. Fulltrúar Áburðarverksmiðjunnar hittu í sumar fulltrúa frá Norsk Hydro. Þetta voru kynningarviðræður og það liggja engin drög að samningum fyrir,“ sagði Halldór. Rætt um árslok 1996 í viðræðum stjómenda Áburðarverksmiðjunn- ar við Norsk Hydro var m.a. kannaður áhugi þeirra á að kaupa verksmiðjuna. Ekki reyndist áhugi á því. í viðræðunum hefur hins vegar verið rætt um samstarf og einnig er sá mögu- leiki inni í myndinni að Áburðarverksmiðjan hætti starfsemi. Rætt er um árslok 1996 í því sambandi. Sölu- og markaðsstjóra Áburðarverksmiðj- unnar hefur verið sagt upp störfum. í yfirlýs- ingu frá stjórn fyrirtækisins segir að hann hafí brotið trúnað við fyrirtækið m.a. með því að veita utanaðkomandi aðilum upplýsingar sem voru trúnaðarmál og ennfremur að hann hafí boðið erlendum og væntanlegum samkeppnisað- ilum verksmiðjunnar að hafa milligöngu um sölu á innfluttum áburði. Maðurinn annaðist fjárvörslu og ávöxtun Líf- eyrissjóðs starfsmanna Áburðarverksmiðjunnar. í yfírlýsingu stjórnar segir að í ljós hafí komið að á tímabilinu frá júní 1993 hafí hann farið verulega út fyrir heimildir sínar og ákvæði reglu- gerðar um sjóðinn um vérðbréfakaup. Stjóm verksmiðjunnar ákvað á fundi í fyrradag að óska eftir opinberri rannókn RLR á þessum þætti í starfí sölustjórans. Vita- og hafna- málastofnun Spara 255 milljónir í útboðum VITA- og hafnamálastofnun hefur á árinu boðið út 29 verk vegna efniskaupa og fram- kvæmda. Heildarupphæð þessara verka var um 786 milljónir samkvæmt kostnað- aráætlun. Verkin kostuðu hins vegar 531 milljón eða um 68% af kostnaðaráætlun. Spamaður vegna útboða nem- ur því 255 milljónum. Síðasta útboð Vita- og hafnamálastofnunar var gijótgarður á Djúpavogi. Þar var lægstbjóðandi Suðurverk hf. á Hvolsvelli með tilboð sem nam 71% af áætlun. Stærstu verkin sem eftir er að bjóða út er gijótgarður á Austur- fjöru við Hornafjörð og fram- kvæmdir vegna feiju í ísa- fjarðardjúpi. Félagsleg íbúðalán Húsnæðisstofnunar Fjórðungur skuld- ara í vanskilum UM 13% þeirra sem skulda hús- næðis- og húsbréfalán, bæði frá eldri og nýrri tíma, eru með afborg- amir í vanskilum. Flestir eru í van- skilum í félagslega íbúðakerfinu, þ.e. við Byggingasjóð verkamanna, eða tæpur fjórðungur lántakenda, og í húsbréfakerfinu, þar sem fimmtungur lántakenda er með lán sín í vanskilum. Alls eru 7.266 lán- takendur í vanskilum með alls 1.585 milljónir kr. afborganir og vexti í húsnæðiskerfinu öllu. 700 milljóna kr. vanskil húsbréfa Upplýsingar um heildarútlán og vanskil við Húsnæðisstofnun ríkis- ins koma fram í svari Guðmundar Áma Stefánssonar félagsmálaráð- herra við fyrirspum Finns Ingólfs- sonar, sem dreift hefur verið á Al- þingi. Þegar talað er um vanskil er miðað við þriggja málaða van- skil eða eldri í byijun þessa mánað- ar. Fram kemur að 3.416 lánatak- endur era í vanskilum með húsbréf og nema þau um 700 milljónir kr. og eru dráttarvextir og kostnaður innifaldir. Alls er 1.661 lántakandi í vanskilum við Húsnæðisstofnun vegna almenna húsnæðiskerfísins sem tók gildi 1. september 1986 og nema vanskilin 337 milljónum. Þá eru 1.727 lántakendur í vanskil- um með lán úr húsnæðiskerfínu sem í gildi var fyrir 1. september 1986 og nema þau 175 milljónum kr. Loks era 1.299 lánatakendur í van- skilum við Byggingarsjóð verka- manna, þ.e. í félagslega húsnæði- skerfinu, alls með 371 milljón kr. að inniföldum dráttarvöxtum og kostnaði. Fram kemur að vanskil hjá Byggingarsjóði verkamanna hafa lítillega aukist eftir að vextir hans vora hækkaðir. í svari félagsmálaráðherra kem- ur einnig fram að afgreiðsla lána í nýjum húsbréfaflokki er hafin en þar bíða um 600 umsóknir. Segir ráðherra að búast megi við að um- sækjandi sem leggur inn umsókn nú fái afgreitt fasteignaveðbréf að um þremur vikum liðnum. Morgunblaðið/Sverrir Kópavogsbúar sóttir heim UNGIR Kópavogsbúar tóku vel á móti Bergþóri í vikunni; Tvímenningarnir koma fram á tónleikum Pálssyni söngvara og Önnu Guðnýju Guðmundsdótt- í safninu á laugardaginn kl. 16. Tónleikarnir markji ur píanóleikara í listasafni Kópavogs, Gerðarsafni, upphaf reglubundins tónleikahalds í safninu. Utanríkisráðherra gagnrýndur við umræður um utanríkismál á Alþingi fyrir ummæli um Evrópumál Hættulegt að tönnlast í sífellu á einangrun JÓN Baldvin Hannibalsson utanrík- isráðherra sagði í ræðu sinni um utanríkismál á Alþingi í gær að íslendingar ættu ekki að gera lítið úr hættunni á vaxandi einangrun sem kynni að bíða ef íslendingar kysu að standa fyrir utan Evrópu- sambandið. Stjórnarandstæðingar og einnig þingmenn úr Sjálfstæðis- flokknum gagnrýndu orð utanríkis- ráðherra varðandi Evrópumálin við umræðumar í gær. Bjöm Bjama- son, formaður utanríkismálanefnd- ar, sagði að þeir sem störfuðu að stefnumótun í utanríkismálum ættu að varast að nota orðið ein- angran í þessu samhengi. „Það er mjög hættulegt af hálfu stefnumót- andi aðila á Islandi að tönnlast í sífellu á því að við núverandi að- stæður séum við í einhverri sér- stakri einangrunarhættu," sagði hann. Utanríkisráðherra vitnaði í út- tekt stofnana við Háskóla íslands á þýðingu þess fyrir ísland að standa utan við ESB sem iægju nú að mestu leyti fyrir og sagði það meginniðurstöðu þeirra að hag Islands sé í framtíðinni betur borg- ið með en án aðildar að ESB og að breyttar forsendur í utanríkis- málum kalli á endurmat á stöðu landsins. Verðum þiggjendur Jón Baldvin vék einnig að fram- tíð norrænnar samvinnu eftir aðild annarra Norðurlanda að ESB en þar gætu íslendingar ekki búist við að verða annað en þiggjendur gagnvart samvinnu hinna norrænu ESB-ríkja. Hann sagði einnig að framkvæmd EES-samningsins hefði í stórum dráttum tekist vel í framkvæmd og sannað gildi sitt. Þjóðhagsstofnun meti það svo að skilaverð útflutnings til ESB verði í ár 500-1.000 millj. kr. hærra en það hefði orðið, ef EES-samn- ingsins hefði ekki notið við. Bjöm Bjamason lýsti sig andvíg- an þeirri skoðun sem fram kæmi í skýrslu utanríkisráðherra, sem dreift var á Alþingi, þar sem segir að stækkun ESB í norður og aust- ur leiði til vaxandi einangranar ís- lands á sviði varnar- og öryggis- mála og að aukaaðild að Vestur- Evrópusambandinu dugi ekki til að tryggja hagsmuni^ íslands. Björn sagði að á meðan ísland hefði tví- hliða varnarsamning við Bandarík- in og væri aðili að NATO myndi stækkun ESB ekki stuðla að ein- angrun íslands í öryggismálum. Stjórnarandstæðingar gagn- rýndu utanríkisráðherra harðlega fyrir að greina ekki á milli eigin skoðana í Evrópumálum og stefnu ríkisstjórnarinnar þegar hann flytti Alþingi skýrslu sína um utanríkis- mál. Sögðu þeir að grundvallar- ágreiningur væri milli stjómar- flokkanna um málið og Páll Péturs- son Framsóknarflokki sagði að ræða Jóns Baldvins væri „einka- flipp“ hans sjálfs en ekki ræða um utanríkismál fyrir hönd ríkisstjórn- arinnar. Ólafur Raguar segir öryggismálin ekki í hættu Ólafur Ragnar Grímsson, for- maður Alþýðubandalagsins, vakti athygli á að utanríkisráðherra fengi engan stuðning í þingsalnum og benti á gagnrýni þingmanna Sjálf- stæðisflokksins á umfjöllun utan- ríkisráðherra um ESB. Sagðist Ólafur Ragnar vera alveg sammála afstöðu Björns Bjarnasonar um þann kafla í skýrslu ráðherra sem sneri að öryggismálum og hugsan- legri einangi’un. „Hvaða skoðun sem menn kunna að hafa á vamar- samningnum við Bandaríkin og á Atlantshafsbandalaginu er ekki hægt að halda því fram með nein- um hætti að á meðan ísland er aðili að Atlantshafsbandalaginu og er með vamarsamning við Banda- ríkin séu öryggismál Islands í ein- hverri sérstakri hættu,“ sagði Ólaf- ur Ragnar. Tómas Ingi Olrich Sjálfstæðis- flokki gagnrýndi umfjöllun um Evrópuþróunina í ræðu utanríkis- ráðherra og sagði að stefna ríkis- stjórnarinnar í þeim málum stæði óbreytt. Sagði hann að margir þættir í ræðu utanríkisráðherra væru settir fram með yfirborðs- kenndum hætti, „svo yfirborðs- kenndum að það hlýtur að veikja tiltrú manna á þennan málflutn- ing“, sagði hann. I 1 í. I 1 I ii I I l I c 'æ \ c { \ í (

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.