Morgunblaðið - 28.10.1994, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 28.10.1994, Blaðsíða 6
6 FÖSTUDAGUR 28. OKTÓBER 1994 FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ Þingi BSRB lauk í gær Krafist umtals- verðra kjarabóta ÞING BSRB hvetur til stefnubreyt- ingar í efnahagsmálum og krefst þess að í komandi kjarasamningum náist fram umtalsverðar kjarabætur. Ögmundur Jónasson var endurkjör- inn formaður til þriggja ára, Sjöfn Ingólfsdóttir, formaður Starfs- mannafélags Reykjavíkurborgar, var kosinn 1. varaformaður og Ragnhildur Guðmundsdóttir, for- maður Félags íslenskra símamanna, var kosinn 2. varaformaður. Skipta varaformennirnir um hlutverk frá síðasta kjörtímabili. Við síit 37. þings Bandalags starfsmanna ríkis og bæja síðdegis í gær sagði Ögmundur Jónasson að í umræðum á þinginu hefði verið lögð áhersla á starfsmenntun og menntamál almennt. Vinnuvernd og fleiri málaflokka mætti telja sem augijóst væri að þingið vildi að sam- tökin leggi aukna áherslu á á kom- andi árum. „Mál málanna voru hins vegar kjaramálin. Þar er ljóst að kraumar undir,“ sagði Ögmundur. Spurt um sérverkefni í stjórnarráöi KRISTÍN Ástgeirsdóttir, þingmað- ur Kvennalistans, hefur lagt fram fyrirspurn til forsætisráðherra um hversu mörg sérverkefni voru unnin fyrir sérhvert ráðuneyti stjórnar- ráðsins frá 1989 til þessa dags. Þá er spurt um hvaða sérverk- efni hafi verið unnin og fyrir hvaða ráðuneyti, hverjir hafi unnið þessi verkefni og hver árleg útgjöld hvers ráðuneytis hafi verið vegna þessa. Þá er spurt hve margir þeirra sem unnu sérverkefnin voru starfsmenn ráðuneyta annars vegar og hins vegar ráðnir sérstaklega til þeirra. Vaxandi ranglæti mótmælt í kjaramálaályktun þingsins er mótmælt atvinnuleysi og vaxandi ranglæti í þjóðfélaginu. BSRB mót- mælir harðlega vaxandi launamun í þjóðfélaginu og krefst jafnari tekju- skiptingar. Lýst er fullri ábyrgð á hendur stjórnvöldum og atvinnurek- endum vegna vaxandi misréttis í íslensku þjóðfélagi og skorað á allt launafólk að fylkja sér bak kröfum um kjarajöfnun og réttlátara þjóðfé- lag. Launafólk er hvatt til að standa saman að því „að sveiga hagstjórn- ina af braut auðhyggju og ranglæt- is, til þess samfélags sem íslending- ar hafa ævinlega stært sig af, þar sem launamunur er minni og jöfnuð- ur meiri en gerist í öðrum löndum,“ segir í ályktuninni. í ályktuninni er þess krafist að í komandi kjarasamningum náist fram umtalsverðar kjarabætur og því beint til aðildarfélaga að gera hnitmiðaðar kröfur og fylgja þeim fast eftir. Þess er krafist að kaup- máttur lágra launa verði aukinn verulega og gripið til aðgerða til að útrýma fátækt úr þjóðfélaginu. „Viljum breytta stefnu“ „Nú er það okkar allra að fara út á mörkina og fylgja stefnu þingsins eftir,“ sagði Ögmundur í þinglok. „Skiíaboðin frá þessu þingi BSRB til ríkisstjórnarinnar, skilaboðin til sveitarstjórna og atvinnurekenda eru skýr og afdráttarlaus. í stað þess að stefna til þeirrar fortíðar er misskipting var mikil í þjóðfélaginu eins og gert hefur verið á undanförn- um árum, viljum við breytta stefnu, breyttar áherslur. Við viljum þjóðfé- lag sem útrýmir fátækt, þjóðfélag sem líður ekki atvinnuleysi. Við vilj- um þjóðfélag jafnaðar og réttlætis. Þetta er krafa BSRB og henni verð- ur fylgt eftir,“ sagði formaður BSRB. ALLT reyndist vera með felldu í íslenzku feijunum. Hér rennir Akraborgin að bryggju með opið stefni. Athugun Siglingamálastofnunar á íslensku feijunum Öryggismál í góðu lagi Tækni- og eftirlitsdeildir Sigl- ingamálastofnunnar hafa lokið við athugun á öryggi feijanna Akra- borg, Baldri, Fagranesi og Heijólfi, en til þeirra athuganna var stofnað í kjölfarið á slysinu er varð í Norð- ursjó á dögunum, er bíla- og far- þegafeijan Estonia fórst og með henni um 900 manns. Athugunin var þrískipt, athugaðar voru í fyrsta lagi festingar og lokunarbúnaður, í öðru lagi var athugað það eftirlit sem er með notkun á lokunarbún- aði og í þriðja lagi með hvaða hætti sjór sem kann að renna inn á bíla- þilfar er losaður þaðan. Allt reynd- ist vera með felldu að sögn Páls Hjartarsonar deildarstjóra tækni- deildar og Páls Guðmundssonar deildarstjóra eftirlitsdeildar. Um margt töldu þeir íslenskar ferjur og feijusiglingar ólíkar feiju- siglingum ytra, en þar hafa mörg slys orðið hin seinni ár. í fyrsta, lagi sögðu þeir íslenskar feijur mun minni farkosti, aðeins væri um dagssiglingar að ræða og þótt Heij- ólfur og Akraborg sigldu að sönnu um úthaf, þá væru vegalengdir ekki hinar sömu og títt er erlendis. Þá sögðu þeir mannlega þáttinn hafa verið ríkan í orsökum sumra af hörmulegri feijuslysunum. Óhætt væri að segja að mannlegi þátturinn væri í góðu lagi, smærri skip og fámennari áhafnir yllu því að gott samband er manna í millum um borð og boðleiðir eru öruggar bjáti eitthvað á. Slysið, er Estonia fórst, hefur auk þessa að sögn deildarstjóranna ýtt af stað mikilli þróunarvinnu, t.d. í Noregi, um hvernig betur megi hanna feijur, einnig eru í undirbúningi strangari reglur um ýmis konar öryggismál og síðast en ekki síst farþegaskráningu. Hæstiréttur finnur að drætti á því að leiða sakborning fyrir dómara Sjálfstæðisflokkur Dæmdur í átján mánaða fangelsi fyrir árás með hnífi HÆSTIRÉTTUR mildaði í gær í 18 mánaða fangelsisdóm Héraðsdóms yfír 35 ára gömlum manni, sem hafði verið dæmdur í 2 ára fangelsi fyrir að hafa aðfaranótt 21. nóvember sl, stungið 22 ára gamlan mann með hnífi þannig að taugar og slagæð skárust í sundur með þeim afleiðing- um að maðurinn, sem hafði dottið í götuna á flótta undan árásarmannin: um, hlaut lífshættulega blæðingu. í dæmi Hæstaréttar er fundið að rann- sókn RLR á málinu í ýmsum atrið- um, þar á meðal því að maðurinn hafi ekki verið færður fyrir dómara fyrr en rúmlega 31 klukkustund eft- ir handtöku. Atburðurinn varð við Lækjargötu þegar sá sem fyrir stungunni varð og fjórir félagar hans settust inn í bíl hins dæmda og báðu hann að aka sér í Kópavog sem hann féllst á að gera gegn 1.000 króna gjaldi. Einn farþeganna hafði ætlað að skrifa tékka fyrir farinu en bílstjórinn vildi einungis taka við greiðslu í reiðufé og kom til orðaskipta og síðan átaka með mönnunum sem enduðu á þann veg að farþeginn hljóp undan en bíl- stjórinn elti með hníf á lofti. Móts við Menntaskólann í Reykjavík féll farþeginn í götuna og kom þá bíl- stjórinn að og lagði hnífnum í hand- legg mannsins. Hnífurinn gekk í gegnum upp- handlegginn og skar í sundur vöðva, aðalslagæð í handleggnum og eina af þremur megintaugum í hand- leggnum. Það var mat lækna að slag- æðablæðingin hefði verið lífshættu- leg ef pilturinn hefði ekki komist strax undir læknishendur. í framburði sínum fyrir Héraðs- dómi sagði ákærði að þegar hann sá manninn detta á flótta undan sér hafi hann ákveðið að stinga hann í handlegginn, ekki til að drepa hann heldur til að gera eitthvað til að stöðva hann en árásarmaðurinn kvaðst hafa fundið mikið til eftir högg sem hinn hafði veitt honum fyrr í viðskiptum þeirra. Þá sagði ákærði að hann hefði hugsað sér að stinga manninn til þess að lögreglan kæmi og sæi að hann hefði barið sig. Átti ekki hendur að verja í dómi Hæstaréttar segir að fallist sé á það með héraðsdómara að þeg- ar ákærði stakk manninn hafi hann ekki verið í hættu eða átt hendur sínar að veija eins og fram komi í Héraðsdómi. Hins vegar sé það nægj- anlega stutt læknisvottorði og fram- burðum vitna að áður en til þess kom hafði sá sem stunginn var veist að manninum og slasað svo að honum blæddi verulega. Leggja verði þá frá- sögn ákærða til grundvallar að hon- um hafi þótt sér ógnað af framkomu ungmennanna og gæta verði þess að hann skildi þau illa, en ákærði er af víetnömskum uppruna og flóttamaður hér á landi. Samkvæmt því og að teknu tilliti til refsilækkunarástæðna þyki refs- ing mannsins hæfilega ákveðin fang- elsi í 18 mánuði en til frádráttar komi gæsluvarðhaldsvist mannsins frá 21. nóvember 1993-18. apríl sl. Dróst að færa fyrir dómara Þá segir Hæstiréttur að rannsókn lögreglunnar á máli þessu hafi í upp- hafi farið í nokkrum atriðum úrskeið- is. Maðurinn hafi verið handtekinn klukkan 3.38 aðfaranótt sunnudags- ins 21. nóvember 1993 en ekki leidd- ur fyrir dómara fyrr en klukkan 10.50 mánudaginn 22. nóvember. „Á þessu hefur ekki verið gefin haldbær skýring," segir Hæstiréttur og vitnar til ákvæða 65. greinar stjómarskrár- innar um að hvem þann sem tekinn sé fastur skuli án undandráttar leiða fyrir dómara. Fékk aðhlynningu eftir 12 tíma Þá segir að maðurinn hafi borið áverka þegar hann var handtekinn en samkvæmt vottorði læknis hafi ekki verið komið með hann á slysa- deild til aðhlynningar fyrr en u.þ.b. hálfum sólarhring eftir handtöku. „Nokkru eftir handtöku ákærða voru tekin sýni af blóði á höndum hans. Við sama tækifæri að því er virðist voru teknar af honum myndir þar sem hann er blóðugur á höndum og í andliti. Án sýnilegrar ástæðu voru myndir þessar teknar af ákærða klæðalitlum," segir Hæstiréttur. Einnig segir að skorta þyki á að nægilega hafi verið að því gætt við upphaf rannsóknar að athuga allt sem varpað gæti ljósi á hvað leiddi til þeirra atburða sem séu tilefni ákæru. Sérstaklega hafi borið að kanna hvort bifreið ákærða væri skemmd, en hann hafi borið að í hana hafi verið sparkað og einnig hafi borið að athuga strax á hvern hátt maðurinn hafi hlotið áverka sinn. „Verður ekki hjá því komist að fínna að öllum þessum atriðum," segir í dómi meirihluta Hæstaréttar og í sama streng tekur Pétur Kr. Hafstein hæstaréttardómari í sér- atkvæði þar sem hann lýsti sig sam- mála meirihluta dómenda um annað en það að hann teldi hæfilega refs- ingu 2 ára fangelsi. Prófkjör hefst í dag PRÓFKJÖR sjálfstæðismanna í Reykjavík hefst í dag. Kjörstaður er í Valhöll og er opinn kl. 13 til 21. Á morgun verður hins vegar kosið í sex kjörhverfum. Á kjörskrá eru félagsbundnir sjálfstæðismenn í Reykjavík sem náð hafa 16 ára aldri. Einnig þeir stuðn- ingsmenn flokksins sem undirritað hafa inntökubeiðni í sjálfstæðisfélag. Fjórtán bjóða sig fram í prófkjör- inu: Guðmundur Kristinn Oddsson nemi, Katrín Fjeldsted læknir, Lára Margrét Ragnarsdóttir alþingismað- ur, Markús Órn Antonsson fyrrver- andi borgarstjóri, Pétur H. Blöndal tryggingastærðfræðingur, Sólveig Pétursdóttir alþingismaður, Ari Gísli Bragason rithöfundur og verslunar- maður, Ari Edwald lögfræðingur, Ásgerður Jóna Flosadóttir stjórn- málafræðingur, Björn Bjarnason al- þingismaður, Davíð Oddsson forsæt- isráðherra, Friðrik Sophusson fjár- málaráðherra, Geir H. Haarde al- þingismaður og Guðmundur Hall- varðsson alþingismaður. Kjósendur eiga að merkja við 10 frambjóðendur, hvorki fleiri né færri, með því að setja tölustaf framan við nöfn frambjóðenda í þeirri röð sem óskað er að þeir skipi endanlegan framboðslista. Þannig skal talan 1 sett fyrir framan nafn þess fram- bjóðanda sem óskað er að skipi fyrsta sæti listans, talan 2 fyrir framan nafn þess sem óskað er að skipi annað sætið o.s.frv. > I > ) i > :

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.