Morgunblaðið - 25.02.1994, Side 25

Morgunblaðið - 25.02.1994, Side 25
og aðilum hans til heilla, andstætt gildandi lögum. Frumvarpið er mjög gott en ekki fullkomið Það frumvarp til nýrra húsaleigu- laga, sem hér er til umfjöllunar, hefur að geyma margvíslegar rétt- arbætur og nýmæli, en það er hins vegar ekki gallalaust og fullkomið fremur en önnur mannanna verk. Það ber þess nokkur merki að það er sumpart málamiðlun milli andstæðra hagsmúna og sjónar- miða leigusala og leigjenda. Þegar svo er nær hvorugur aðila öllu sínu fram og verður einatt að slaka á ýtrasta rétti eða kröfum sínum og mæta sjónarmiðum hins aðilans og vill þá niðurstaðan eða reglan ganga skemmra og verða óákveðn- ari og veikari en menn hefðu kosið. Þá eru einnig á frumvarpinu nokkrir hnökrar en þeir eru allir smávægilegir og meinlitlir. Loks hefði frumvarpið að ósekju mátt vera styttra, markvissara, einfald- ara og enn frávíkjanlegra. Má raunar segja að gallarnir stafi nánast allir af því að um hagsmuna- mat og málamiðlun er að ræða. Málamiðlunin er líka styrkur þess því ef eðlilegt jafnvægi og jafnræði milli aðiia og réttinda þeirra og skyldna hefur náðst eins og allt bendir til, má telja fullvíst að reglur þess komi til með að virka. Frumvarpið er mjög viðunandi málamiðlun Sem málamiðlun og miðað við aðstæður er frumvarpið mjög vel viðunandi og ekki síst í Ijósi þess hversu vond og meingölluð núgild- andi lög eru og brýnt er að þau hverfi sem fyrst yfir þá móðu, sem ólög eiga að fara. Samkvæmt frumvarpinu njóta leigusalar meiri sanngirni en áður en án þess þó að réttmætir hags- munir leigjenda séu fyrir borð born- ir. Er mikið meira jafnræði með aðilum en eftir gildandi lögum og byggir frumvarpið á miklu meira raunsæi og þekkingu á leiguvið- skiptum og aðstæðum og tekur í ríkari mæli mið af sérstöðu leiguvið- skipta og séreðli leigumarkaðarins hér á landi. Að öllu virtu er frum- varpið í heild fagnaðarefni og mjög viðunandi, bæði fyrir leigjendur og leigusala, og hefur það alla burði til að verða sá grundvöllur og um- gjörð fyrir eðlileg og heilbrigð húsa- leiguviðskipti, sem löggjöf á þessu mikilvæga og um leið viðkvæma sviði þarf að vera. Helstu nýmæli og réttarbætur frumvarpsins Ég ætla að lokum að tæpa á nokkrum helstu atriðum frumvarps- ins, sem til mestra framfara og bóta horfa. Hér verður þó stiklað á mjög stóru og mörgu sleppt en væntanlega gefst tækifæri til að fjalla nánar um þetta efni á þessum vettvangi þegar frumvarpið verður að lögum, sem verður vonandi innan tíðar. 1. í heildina eru fyrirmæli og reglur frumvarpsins einfaldari og sveigjanlegri og gefa meira svigi-úm til frávika eftir atvikum og aðstæð- um en gildandi lög. Mjög er slakað á allri formfestu og dregið úr til- kynningafargani því sem er megin- einkenni gildandi laga, allir frestir eru lengri og rýmri og afleiðingar þess ef út af formforskriftum er brugðið, eru ekki eins harkalegar og sjálfvirkar og nú. Formgildrurn- ar illræmdu eru afnumdar að mestu eða mildaðar, samhengi er eðlilegra milli vangæslu á formreglum og afleiðinganna, smávægilegar yfir- sjónir eru ekki lengur látnar hafa óeðlilega afdrifaríkar afleiðingar. Samningsfrelsi um atvinnuhúsnæði 2. Ákvæði frumvarpsins eru frávíkjanleg um atvinnuhúsnæði og er mönnum því algjörlega fijálst að semja á annan veg og haga samningum .sínuni og samskiptum á því sviði að vild og eftir því sem atvik og aðstæður krefja eða gera æskilegt í hveiju falli. Eru þessi viðskipti því í raun frelsuð og leyst MORGUNBLAÐIÐ FASTEIGNIR FÖSTUDAGUR 25. FEBRÚAR 1994 úr álögum og hlekkjum gildandi laga. 3. Settar eru skýrar og ótvíræðar reglur um það með hvaða hætti til- kynningum og orðsendingum skuli komið á framfæri við gagnaðila og hvor aðila beri áhættuna í því efni. Um það skortir fyrirmæli í gildandi lögum og hafa mörg vafa- og ágreiningsmál af því sprottið. 4. Samkvæmt frumvarpinu er aðilum fijálst að semja um íjárhæð húsaleigu og breytingar á henni en leiguíjárhæðin skal þó jafnan vera sanngjörn og eðiileg. Sett eru fyrir- mæli um greiðslu leigu með víxlum, skuldabréfum og annars konar við- skiptabréfum. 5. Ákvæði um fyrirframgreidda leigu eru mikið raunhæfari, einfald- ari og sanngjarnari í garð beggja aðila en tilsvarandi ákvæði í núgild- andi lögum. Sjálfkrafa margföldun leigutímans ef leiga er greidd fyrir- fram umfram tiltekið mark er af- numin og verður leigjandi að setja fram slíka kröfu innan tiltekins frests og leigusali á þá kost á að endurgreiða ef hann kýs það heldur. 6. Frumvarpið hefur sem nýmæli að geyma reglur og leiðbeiningar um það þegar leiguijárhæð er mið- uð við fermetrafjölda húsnæðis. Ný ákvæði um tryggingar 7. Reglur um tiyggingu af hálfu leigjanda fyrir réttum efndum leigusamnings eru samkvæmt frumvarpinu aðrar og raunhæfari og mikið ítarlegri en samkvæmt gildandi lögum. Er horfið frá því að einskorða tryggingu við svokall- að tryggingarfé og er aðilum veitt frelsi og skapaðir möguleikar til að semja um aðra tryggingarkosti. 8. Ákvæði eru um sölu leiguhús- næðis og réttarstöðu aðila í því sambandi, eru það nýmæli. Eru m.a. fyrirmæli um tilkynninga- skyldu leigusala við sölu. 9. Gjörbreyttar reglur eru um forgangsrétt leigjanda til leigu hús- næðis að leigutímanum loknum. Samkvæmt gildandi lögum kemur forgangsrétturinn aðeins til álita að loknum tímabundnum leigu- samningi en samkvæmt frumvarp- inu gildir hann líka við lok tíma- bundins samnings. • Er á því byggt sem meginreglu að leigjandi eigi slíkan rétt ef hús- næðið er á annað borð falt til áfram- haidandi leigu í a.m.k. eitt ár, en samkvæmt gildandi lögum getur leigjandi átt forgangsrétt þótt alls ekki hafi staðið til að leigja hús- næðið lengur. I frumvarpinu er tekið sann- gjarnt og eðlilegt tillit til beggja aðila í þessu efni. Gilda ýmsar und- antekningar frá forgangsrétt-mum, sem að sumu leyti eru víðtækari en að öðru leyti þrengri en sam- kvæmt gildandi lögum. Með undantekningunum er kom- ið til móts við hagsmuni leigusala, sem nauðsynlegt og sanngjarnt er að séu virtir þegar eignar- og ráð- stöfunarréttur hans sætir slíkum og þvílíkum takmörkunum. Forgangsréttur ekki sjálf gefinn Forgangsrétturinn er alls ekki sjálfgefinn og verður leigjandinn að gæta hans og hafa frumkvæðið að því að gera hann virkan. Það stendur honum næst og er sann- gjörn og eðlileg tilhögun. Þá hefur frumvarpið að geyma ákvæði um bótarétt leigjenda ef leigusali brýtur gegn forgangsrétti hans með málamyndagerningum eða á annan ólögmætan hátt. 10. Reglur um lok leigusamn- ingsins eru samkvæmt frumvarpinu einfaldari og sanngjarnari. Úreltum ákvæðum um tvo fardaga, sem miða þarf uppsögn á ótímabundnun samningum við, er kastað fyrir róða og á því byggt að slíkum samning- um megi segja upp á öllum tímum ársins miðað við mánaðamót. Á móti því er uppsagnarfrestur íbúða lengdur úr þremur í sex mánuði fyrsta árið. Einnig eru reglur um uppsagnir á ótímabundnum samn- ingum um atvinnuhúsnæði gerðar einfaldari og skýrari. 11. Þá er svo fyrir mælt að tíma- bundnum leigusamningi ljúki á umsömdum degi án uppsagnar eða sérstakrar tilkynningar af hálfu leigusala. Er þar um mjög mikla réttarbót að ræða en samkvæmt gildandi lögum þarf sérstök formleg tilkynning innan nákvæmlega til- greindra tímamarka að koma til, a.nnars stofnast sjálfkrafa ótíma- bundinn leigusamningur. Er þetta ákvæði gildandi laga um tíma- bundna samninga eitt alræmdasta og ósanngjarnasta ákvæði þeirra og skilur eftir sig slóð mikilla hremminga, deilna og málavafst- urs. Þá opnar frumvarpið fyrir þann möguleika að samið sé um að tíma- bundnum samningi megi segja upp á leigutímanum með tilteknum hætti og á tilteknum forsendum. Skýrari reglur um riftun 12. Frumvarpið hefur að geyma ítarlegri og skýrari reglur um riftun leigusanfninga af beggja hálfu. Eru frestir til að hefjast handa um riftunaraðgerðir sam- ræmdir og lengdir og sérstaklega kveðið á um það að réttur leigusala til riftunar glatist ekki ef riftunará- stæðan er leiguvanskil leigjanda. Samkvæmt gildandi lögum fellur riftunarréttur leigusala vegna leiguvanskila niður ef hann fram- fylgir honum ekki innan eins mán- aðar og hefur það í gegnum tíðina leitt til fjölmargra deilumála og hrópandi ósanngjarnra málaloka í flestum tilvikum. 13. Úttektum og úttektarmönn- um er samkvæmt gildandi lögum ætlað að gegna mikilvægu hlut- verki. Það hefur ekki gengið eftir sem skyldi. Úttektarmenn á að dómkveðja í hveiju sveitarfélagi en það hefur misfarist í mörgum tilvik- um og má segja að lögin hafi að- eins náð tilgangi sínum að þessu leyti í Reykjavík og nokkrum stærstu bæjarfélögunum. Það er algjörlega óviðunandi ef réttará- standið er mismunandi eftir sveitar- félögum vegna þessa og ef aðilar leigusamninga standa misjafnlega að vígi með að tryggja og vernda rétt sinn samkvæmt ákvæðum laga allt eftir því hvar í sveit leiguhús- næðið er sett og hvort hirt hafi verið um að dómkveðja þar úttekt- armann. Nýtt hlutverk byggingafulltrúa Til að fyrirbyggja slíka mis- munun mælir frumvarpið fyrir um að úttektir skuli framkvæmdar af byggingarfulltrúa viðkomandi sveitarfélags en einnig má fela það verkefni húsnæðisnefnd. Bygging- arfulltrúar eru til staðar í öllum sveitarfélögum og er það því hent- ugt að fela þeim þessi verkefni enda virðast úttektarstörfín falla prýðilega að öðrum störfum þeirra. Þess er þó rétt að geta að sveitarfé- 6 25 lögin og samtök þeirra eru almennt andvíg því að þessum starfa verði bætt á könnu byggingarfulltrúa. 14. Ákvæði um leigumiðlun eru skýrari og sumpart önnur og lík- legri til að verða rammi og grund- völlur fyrir trausta starfsemi af því tagi. 15. Eitt af mikilvægari nýmælum frumvarpsins eru ákvæði um kæru- nefnd húsaleigumála, sem aðilar geta skotið ágreiningsefnum sínum til og ferigið frá rökstutt álit. Lokaorð Af þessu yfirliti má sjá að í títt- nefndu frumvarpi til nýrra húsa- leigulaga felast margar og ýmsar stórkostlegar og langþráðar réttar- bætur, sem munu örugglega verða; leigumarkaðinum og aðilum hans til mikilla heilla og skapa munu leiguviðskiptum hér á landi loksins heilbrigðan og eðlilegan grundvöll. Er því rétt að heita enn og aftur á Alþingi, að það samþykki þetta frumvarp sem lög svo fljótt sem verða má. Þetta mikilvæga réttlæt- ismál þolir ekki lengri bið og má alls ekki daga uppi eina ferðina enn. Höfundur er hæstaréttarlögmað- ur og framkvæmdastjóri Húseig- endafélagsins. FASTEIGNAMIÐLUN. |f Síðumúla 33 - Símar: 679490 / 679499 Ármann H. Benediktss., sölustj. lögg. fasteigna- og skipasali. Geir Sigurðsson, lögg. fasteigna- og skipasali. Símatími laugardag kl. 11-13 Einbýli Grettisgata — einb. Fallegt og vel staðsett ca 105 fm einb. á baklóð. V. aðeins 6,1 m. Meöalbraut - Kóp. Stórgott og vel staðs. 217 fm ainb. Mikið útsýni. Innb. bllsk. Elnstaklíb. á neðri haeð. Áhv. ca 5,6 millj. húsbr. V. 16,6 m. Mánabraut — einb. Failegt 170 fm einb. neðan götu ésamt 40 fm á neðri hæð svo og 30 fm bílsk. Arinn. Húsið mikið endurn. Áhv. ca 7 millj. (húsbr.). Vantar Vegna mikillar eftirsp. vantar einb- hús á ainni hæð. Stærð 1 -200 fm. Kjalarnes — raðh. Vorum að fá í sölu 264 fm raðh. v. Esju- grund m. séríb. í kj. Áhv. ca 5,8 millj. Verð 11,6 millj. Eignaskipti mögul. Foldasmári - raöh. Nýkomið i sölu 192 fm endaraðh. á tvelmur hæðum. Tilb. u. trév. og máln. Innb. bflsk. Ath. 5 stðr herb. Áhv. ca 4,3 millj. (húsbr.). Verð 11,8 millj. Asbúö — Gbæ I einkasölu mjög gott ca 167 fm raðh. Innb. bílsk. Áhv. hagst. lán ca 3,6 millj. Verð 12,9 millj. Ásgarður — raöhús Nýkomiö i sölu sérl. gott endaraðh. 3-4 svefnherb. Rólegur staður innst í götu. Áhv. 5,4 millj. (húsbr.). V. 8,7 m. Birtingakvísl — raðhús Nýl. og vandað 140 fm endaraðh. ásamt 40 fm i kj. og 28 fm bilsk. Áhv. Byggsj. ca 3,4 millj. V. 12,9 m. Mögul. eigna- skipti á minni eign. Búland - raöhús Sérl. fallegt 200 fm raðh. ásamt bilsk. Stórar stofur með ami. 4 svefnherb. Mjög góð staðsetn. innst í götu. Laust strax. V. 14,0 m. Lyklar á skrifst. Skálageröi — rish. Nýkomin í sölu sérl. vönduð rishseð í nýl. húsi. 3 svefnherb., vinnuherb. Bílsk. Áhv. 5,6 millj. Verð 10,5mil|j. Hæðargarður — efri hæð Vorum að fá I sölu fallega 76 fm efri hæð ásamt risi. Sérinng. Verð 6,7 millj. Fornhagi — hæð Nýkomin í sölu sérl. falleg 130 fm efri hæð ásamt góðum bflsk. Út- sýni.' Áhv. hagst. ca 5 millj. V. 11,9 m. Mávahlfð — sérh. Vönduð neðri sérh. ásamt góðum bílskúr. Eignin er mikið endurn. í toppstandi. Áhv. Byggsj. 2,5 millj. V. 10,3 m. Skipti æskil. á 3ja herb. íb. m. aukaherb. í kj. 4ra-7 herb. Suðurhólar — 4ra Mjög góð ca 100 fm íb. ó 3. hæð. Æskil. eignaskipti á 3ja herb. íb. Hvassaleiti - 4ra 82 fm íb. á 3. hæð ásamt bílsk. Áhv. 2,5 millj. húsbr. Verð 7,9 millj. Hráunbær — 4ra Nýkomin í sölu mjög góð 95 fm íb. á 2. hæð. Áhv. ca 4,0 millj. V. 7,2 m. Sogavegur— 4ra Vönduð íb. á 1. hæð ásamt stóru auka- herb. í kj. 5-íb. hús. Parket. Útsýni. Ath. nýl. eign. Útb. 3,4 millj. V. 8,3 m. Jörfabakki - 4ra Nýkðmin í sölu mjög góð ib. á 2. hæð ásamt stóru aukaherb. í kj, Verð 7,6 millj. Laufengi — Reykjavík Erum með í sölu 4ra herb. 105 fm Ib. v. Laufengi. Til afh. stax tilb. u. trév. og máln. Áhv. 3,3 millj. (húsbr.). Verð 6,5 mlllj. Bergstaðastræti — 4ra Nýkomin í einkasölu mjög góð 96 fm íb. á 2. hæð. Sérhiti. Ein ib. á hæð. Útsýni. Verð 7,9 millj. Hlfðarhjalli - 4ra Falleg 117 fm endaíb. á 3. hæð. Vandaðar Innr. 30 fm bflsk. Áhv. Byggsj. ca 5 millj. Mögul. maka- skipti á 2ja herb. ib. Eldri borgarar - Naustahlein — raðh. Erum með í sölu endaraðh. - þjónustuíb. ca 80 fm. Parket. Blómastofa. Tunguvegur — raðh. I einka- sölu mjög góð eign ca 110 fm raðh. Verð 7,9 millj. Sérhæðir — hæðir Æsufell — 4ra f Mjög faileg og rúmg. 112 fm i lyftu- húsi. Mlkið útsýni. Áhv. 4,5 millj. Verð 7,3 millj. Veghús - gott verð Vorum að fá i sölu 6-7 herb. 210 fm íb. ásamt innb. bílsk. (b. ekki alveg fullb. Áhv. ca 9,0 millj. langtlán. Útb. aðeins ca 2,3 millj. Miktabraut — 4ra Falleg ca 95 fm Ib. é 1. hæð ásamt auka- herb. í kj. Parket, nýl. eldhús. Hús yfirfar- ið að utan. V. 7,5 m. Vesturgata — hæðir Vorum að fá i sölu 4ra herb. íbúðir ásamt stæði í bílskýli. Afh. tilb. til innr. Sérinng. V. 7,9 m. Hraunbær - v. 8,9 m. á 2. hæð. 3ja herb. Baldursgata - 3ja Mjög góð 80 fm á 2. hæö. Parket. Svaltr úr stofu. Nýklætt stelnh. V. 6,5 m. Laus strax. Lyklar á skrifst. Skipasund — 3ja Mjög mikið endurn. 3ja herb. íb. í kj. Ath. skipti mögul. á ód. eign. Áhv. ca 2,2 millj. Verð 5,7 millj. Miðleiti Vorum að fá í sötu gtæsil. 121 fm fo. é efstu hæð. Mjög vandaðar innr. Stæði í bflgeymslu. Áhv. ca 1,3 mllij. byggsj. Verð 10,1 millj. Ath. mögul. eignask. á mlnni eign. Reykás - 3ja Vorum að fé i sölu fallega ca 90 fm fb. á 2. hæð. Áhv. ca 3 millj. byggsj. Verð 7,8 mltlj. Hraunteigur Nýkomin í sölu góð risíb. Áhv. ca 1.600 þús. V. 4,9 m. Skipasund — 3ja Vorum að fá f sölu fallega 72 fm íb. í kj. Áhv. ca 3,1 m. V. 6,3 m. Jöklafold — 3ja Nýl. 82 fm íb. á 2. hæð ásamt góðum bflsk. Áhv. 3 millj. Byggsj. V. 7,9 m. Mögul. skipti á 2ja herb. íb. Spftalastígur — 3ja Vorum að fá í sölu 59 fm ib. á 1. hæð i þríb. Svalir úr stofu. V. 4,7 m. Dalsel — 3ja Mjög rúmg. ca 90 fm íb. á 2. hæð ásamt stæði I bílskýli. Parket. Áhv. ca 2,3 millj. byggsj. Verð 6,9 millj. Hamraborg — 3ja Góð ca 72 fm íb. á 5. hæð ásamt bil- skýli. Útsýni gerist ekki betra. Sjón er sögu ríkari. Verð 6,3 millj. Dvergabakki - 3ja Gullfalleg ib. é 1. hæð. Parket. Tvennar svalir. Nýtt eldh. 2 rúmg. svefnherb. Áhv. Byggsj. 3,3 m. V. 6,7 m. Ofanleiti — 3ja Falleg ca 90 fm íb. á jarðh. ásamt stæði í bflskýli. Hagst. áhv. V. 8,4 m. 2ja herb. Ásvallagata — 2ja Falleg 2ja herb. íb. á 1. hæð ásamt herb. í kj. Áhv. ca 2,0 m. V. 4,9 m. Blikahólar - 2ja Vqrum að fá í einkesölu mjög góða 60 fm 2ja herb. tb. á 5. hæð. Fráta. útsýni yfir borgina. V. 4,7 m. Laus strax. Hraunbær — 2ja Nýkomin í sölu sérl. rúmg. 66 fm íb. á 1. hæð. Hús nýklætt að utan. Áhv. 2,7 millj. V. 5,3 m. Baldursgata — 2ja 33 fm íb. á 2. hæð. Áhv. 1,7 m. Fráb. verð. Útb. aðeins ca 1.300 þús. Vesturberg — 2ja Falleg 55 fm íb. á 2. hæð. Þvhús í íb. Verð 4,9 millj. Víkurás — 2ja Sérl. falleg ca 58 fm (b. á 3. hæð ásamt stæði í bflskýli. Áhv. 3,3 millj. V. 5,6 m.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.