Morgunblaðið - 25.02.1994, Síða 22

Morgunblaðið - 25.02.1994, Síða 22
22 B MORGUNBLAÐIÐ FASTEIGIMIR FÖSTUDAGUR 25. FEBRÚAR 1994 Strandgötu 33 SÍMI 652790 Opið laugardag kl. 11-13 Sjáið einnig augl. okkar í nýja Fasteignablaðinu. Erum með fjölda eigna á söluskrá sem ekki eru auglýstar. Póst- og símsendum söluskrár um land allt. Einbýli - raðhús Mjósund Talsv. endurn. 84 fm einb. á góðum stað. Panelklæðningar. Parket. Nýtt gler og gluggar, hiti, rafm., þak o.fl. Skipti mögul. á stærra. Verð 6r8 millj. Klausturhvammur — 2 íb. Nýl. nánast fullb. 284 fm endaraðh. m. innb. bílsk. Góð staðsetn. Mögul. séríb. Skipti mögul. á minni eign. Verð 14,9 millj. Glæsil. 178 fm einb. á einni hæð ásamt 70 fm rýmr í kj. og 60 fm tvöf. bílsk. Nýl. rnnr. Parket. Arinn í stofu. Falleg ræktuö lóð. Vönduð og falleg eign. Verð 17,9 millj. Lindarberg. Nýl., vandað, 176 fm etnbhús á einni hæð m. 70 fm innb. bílsk. Fráb. staðsetn. Fallegt útsýni. Góð áhv. lán. Klukkuberg. Glæsil. 230 fm parh. á tveimur hæðum ásamt 28 fm bílsk. Húsið er fullb. m. vönduðum innr. Park- et. Arinn. Fallegt útsýni. Áhv. góð lán. Tjarnarbraut. Eldra einb. á tveim- ur hæðum alls ca 200 fm. Verð 12,8 millj. Kírkjuvegur. Snoturt, mikið end- urn. 116 fm steinh. á 2 hæöum. 3 svefn- herb. Parket. Verð 8,4 millj. Nönnustígur. Vorum að fá í sölu talsvert endum. 127 fm einb. sem er hæð og ris. Góður staður. Skipti mögul. Verð 8,9 millj. Smyrlahraun. í einkasöiu 142 fm mikið endum. raðhús ásamt 28 fm bílsk. Nýl. eldhúsinnr. Viðarstigi. Parket. 4 góð svefnherb. Verð 12,5 millj. Hverfisgata — skipti. Mikið endurn. lítið einb. Skipti mögul. á stærri eign. Verð 6,8 millj. Miðvangur — skipti. Vorum að fá vandað og fallegt 195 fm endaraðhús á tveimur hæðum ásamt 30 fm bílsk. Búið að byggja yfir bílsk. 5 góð svefn- herb. Parket. Falleg hornlóð. Skipti mögul. Stekkjarhvammur. Fallegt fullb. 185 fm raðhús á tveimur hæðum ásamt innb. bílsk. Parket og flísar. Lóð frág. Vönduð eign. Vitastígur. Algjörl. endurn. snoturt einb. ásamt skúr á lóð. Ný klæðníng að utan. Allt endum. að innan. Góður og ról. staður. Áhv. húsbr. ca 2,5 millj. Verð 7,6 m'rllj. Álfholt - skipti. sfýtt nán- I ast fullb. 173 fm raðh. á tveimur hæðum ásamt 26 fm bflsk. i keðju- húsalengju. Góðar innr. Mögul. góð 4 svefnherb. Sklptl mögul. á mlnnl eign. Áhv. langtlán oa 7,4 millj. Verð 12,7 mlllj. Lækjarberg — v. Lækinn. Vorum að fá í einkasölu að mestu fullb. einb. á einni hæð á þessum vinsaela stað. Vandaðar og fallegar innr. Parket. Furuberg. Fallegtfullb. 143fmparh. ásamt 23 fm bílsk. 4 svefnherb. Góðar innr. Parket og flfsar. Gróinn garður. 4ra herb. og stærri Stekkjarhvammur. Nýl. falleg og fullb. 117 fm efri sórh. og ris í tvíb. ásamt 25 fm bílsk. Parket. Góð áhv. lán. Verð 9,9 millj. Kelduhvammur Nýl. 110fm neðri sérh. ásamt 29 fm bílsk. 3 svefnherb. Parket og flísar. Falleg og fullb. eign. Áhv. góð lán 4,6 millj. Verð 10,8 millj. Austurgata. Góð 174 fm efri sórh. og ris í eldra timburh. Góð staðsetn. Verð 8,3 millj. Grænakinn. Góð talsv. endurn. 74 fm 4ra herb. efri sérh. í góðu tvíb. Park- et. Áhv. góð lán ca 3,4 millj. Hrísmóar — Gbæ. Falleg fullb. 4ra herb. íb. á 2. hæð í góðu lyftuh. sem er nýl. viðg. og mál. Húsvörður. Góðar innr. Flísar. Verð 8,4 millj. Breiðvangur. Falleg 108 fm íb. á 2. hæð ásamt bílsk. Parket. Rúmg. og vönduð eign. Verð 9,0 millj. Hvammabraut — „pent- house“. Falleg og fullb. 109 fm íb. á tveimur hæðum. Vandaðar innr. Parket. 4 íb. í stigagangi. Áhv. góð lán. Skipti mögul. Verð 8,9 millj. Grænakinn. 109 fm hæð ásamt hluta í kj. Töluvert endurn. Skipti á ódýr- ari eign fyrir austan fjall koma vel til greina. Verð 6,9 millj. Suðurvangur. Falleg talsvert end- urn. 114 fm 4ra-5 herb. íb. í nýl. viðgerðu húsi. Ný eldhúsinnr., parket o.fl. Lækjarkinn — skipti. Talsvert endurn. 104 fm neðri sórhæð í tvíb. Sól- stofa. Rúmg. eign. Skipti á ódýrari kemur til greina. (Má þarfnast lagfæringar). Verð 7,9 millj. Breiðvangur. Falleg 109 fm 4ra-5 herb. íb. á 2. hæð í góðu fjölb. Góð áhv. lán 4,3 millj. Verð 8,4 millj. Austurgata. F alleg 141 fm afri hœð og ri$ í vir( góö svefnh., mögul. á setn. Fallegt útsýni. ul. steinh. 4 fl. Gáð SlBÖ- Víðihvammur. íeinkasölu góð 100 fm 4ra herb. íb. á 1. hæð í góðu fjölb. ásamt 25 fm bílsk. Góð staðsetn. Verð 8,9 millj. Kaldakinn. í einkasölu talsvert end- urn. 73 fm 4ra herb. íb. í góðu þríb. Nýl. eldhús, þak, gler o.fl. Skipti mögul. á stærri eign. Áhv. byggsj. 2,4 millj. Verð 7,2 millj. Hólabraut. Góð 86 fm 4ra herb. íb. á 2. hæð í góðu 5-býli. Parket. Fráb. út- sýni. Áhv. húsbr. 3,4 millj. Verð 6,9 millj. Suðurhvammur. í einkasölu nýl. falleg 108 fm 4ra-5 herb. íb. Vandaðar innr. Þvottah. í íb. Frábært útsýni. Áhv. húsnl. ca 5,2 millj. Verð 9 millj. Herjólfsgata. 109 fm 4ra herb. talsv. endurn. efri sórhæð í tvíb. Hraun- lóð. Fráb. útsýni út á sjóinn. öldi Itún. í einkasölu efri sérh. og ris í góíu tvíb. Mikfð endurn, m.a. r göð lé ý eldhúsinnr. 5 herb. Áhv. n. Ver« 10,7 mitlj. Hjallabraut. Góö 4ra-5 herb. íb. á 1. hæð í nýmál. fjölb. Breiðvangur — skipti. Falleg 140 fm efri sérhæð ásamt 33 fm bílsk. í góðu tvíb. 4 svefnherb. Stutt í skóla. Stór gróin lóð. Skipti mögul. Verð 12,2 millj. 3ja herb. Miðvangur. Góð 97 fm 3ja-4ra herb. íb. á 1. hæð í fjölb. Góð staðsetn. Verð 6,9 millj. Hellisgata. Endurn. 66 fm neðri hæð í tvíb. Verð 4,9 millj. Miðvangur. 97 fm íb. á 1. hæð. Gott verð 5.950 þús. Garðstígur — skipti. Góö talsv. endurn. 3ja herb. 102 fm sérh. í góðu tvíb. Frábær staðsetn. Áhv. húsnæðisl. og húsbr. ca 2 millj. Skipti mögul. á stærri eign. Hverfisgata. 3ja herb. 69 fm risíb. í tvíb. Áhv. byggsj. 1,2 millj. Skipti mögu- leg á stærri eign. Ölduslóð. Góð 78 fm neðri sérhæð í góðu standi. Bílskréttur. Áhv. byggsj. 3,2 millj. Verð 6,5 millj. Laufvangur. Góð 93 fm íb. Þvhús og búr. Steinflísar. Suðursvalir. Ról. og góður staður. Verð 6,9 millj. Krókahraun. Falleg 94fm 3ja herb. íb. á 1. hæð í keðjuhúsi. Þvottah. og búr í íb. Frábær staðsetn. Suðursv. Áhv. góö lán ca 3,5 millj. Verð 7,5 milij. Hjallabraut. Góð 86 fm 3ja-4ra herb. íb. á 2. hæð í nýklæddu fjölbýli. Áhv. húsbr. 4,4 millj. Verð 7 millj. Eyrarholt — Turninn. Nýfalleg 105 fm fullb. íb. ásamt 24 fm bílsk. Vand- aðar innr. Frábært útsýni. Til afh. strax. Miðvangur. Góð 3ja herb. endaíb. á 2. hæð í lyftuh. Þvhús í íb. Húsvörður. Áhv. húsnlán ca 2,3 millj. Verð 6,3 millj. Álfholt. Ný, falleg 75 fm neðri sórhæð í litlu fjölb. Góðar innr. Parket, flísar. Sór- lóð. Falleg eign. Verð 7,2 millj. 2ja herb. Álfaskeið. 2ja herb. íb. á 4. hæð. Áhv. byggsj. ca. 3,6 millj. Verö 5,3 m. Kelduhvammur. Falleg 56 fm neðri sérh. Nýjar innr., parket o.fl. Verð 5,9 millj. Austurbrún — Rvík. Góð 2ja herb. íb. á 10. hæð í góðu lyftuh. Húsvörð- ur. Fallegt útsýni. Laus fljótl. Hverfisgata — laus. Góð 2ja herb. íb. á jarðh. í góðu tvíb. sér inng. Áhv. góð lán 2 millj. Laus strax. V. 3,9 m. Efstihjalli - Kóp. Snyrtil. 57 fm íb. á 1. hæð í 6-íb. stigagangi. Áhv. byggsj. og lífeyrissj. ca 2,2 millj. Verð 5,4 millj. Klukkuberg. Ný 56 fm 2ja herb. íb. á jarðh. m. sérinng. og sérlóð. Fráb. út- sýni. íb. skilast tilb. u. tróv. eða lengra komin. Lyngmóar — Gbæ. — laus. 2ja herb. íb. á efstu hæð í litlu fjölb. ásamt bílsk. Stórar suðursvalir. Parket. Laus. I smiðum Álfholt — skipti. 3ja-4ra herb. stórar íb. Aukaherb. í kj. fylgir öllum íb. Afh. tilb. u. tróv. eða fullb. Sameign fráb. Gott útsýni. Skipti möguleg á ódýrari eignum. Verð frá 7,5 millj. Áifholt - gott veró. Efri sérh. og ris i klasahúsi Ca 160 fm. Afh. strax fullb. að utan, fokh. að innon. Gott verö. Klukkuberg. 4-5 herb íb. á tveimur hæðum. Tilb. u. trév. Til afh. strax. Uthlíö. Falleg einnar hæðar raðhús á fráb. stað. Húsin eru 107 fm ásamt 34 fm bílskúr. Skilast fullb. að utan og frá fokh. uppí tilb. að innan. Verð frá 7,6 millj. Fagrahlíð. 3ja herb. íbúðir í fjölb. tilb. u. trév. Verð 6,9 millj. Klapparholt — parhús Klapparholt - „Golfarahúsið“ Vandaðár 4ra herb. Mðir í 4ra hæða lyftuhúsl. Sólskáli. Tvennar svalir. Prábært útsýni. Tilbúnar undlr tréverk: Verð frá 8,3 míllj. Fullbúnar: Verð frá 9,9 millj. Möguleiki á bílskúrum. Afhending í apn). Hafið samband og fáið nánari upplýsingar og teikningar. Hafnarfjördur - M idbæj arkringlan Nú er Miðbæjarkringlan rétt að verða fokheld. Eigum til verslunar- pláss í nokkrum stærðum til sölu á verð frá kr. 100.000,- á fm. Sériega glæsilegt húsnæði. Áætíuð opnun í nóvember ’94. Hafið samband og fáið nánari upplýsingar. INGVAR GUÐMUNDSS0N lögg. fasteignas., heimas. 50992 JÓNAS HÓLMGEIRSS0N sölumaöur, helmas. 641152. Smiðjan Saga húsaiuia í bænum Myndin sýnir stafninn sem snéri að Framnesvegi og sér þar á útidyr á norðurhlið. Oddgeirsbær ÉG HELD áfram að segja frá húsi sem eitt sinn setti sérstæðan svip á umhverfi sitt. Það var steinbær. Veggir voru að méstu byggðir úr tilhöggnu grjóti en gaflar og þak úr timbri. Þessi hús hafa verið nefnd steinbæir. að eru ekki Iiðin mjög mörg ár síðan Oddgeirsbær var rif- inn og jafnaður við jörðu. Það gerð- ist árið 1977. Sá bær stóð við Fram- nesveg. Var hann nefndur Odd- geirsbær við Framnesveg, hin síðari ár númer 6. Ef gengið var vestur Ránargöt- una og að Fram- nesvegi blasti Oddgeirsbær við manni, hinum megin við Fram: nesveg dálítið til hægri handar. í síðustu smiðjugrein sagði ég frá húsi sem varð að víkja vegna mikill- ar umferðar á því svæði. Ekki var það umferðin við Oddgeirsbæ sem olli því að hann var rifinn. Líklega hefur það fremur verið af því að lóðin hafi þótt vera illa nýtt, því að þar var steypt upp hús á lóðinni með fleiri íbúðum. Ég ræddi við mann sem ólst upp í Oddgeirsbæ, Þórður Pétursson heitir hann. Gaf hann mér fúslega svör við nokkrum spumingum varðandi gamla bæinn. Hvenær var steinbærinn byggður? Þórður sagði mér að flutt hafi verið í Oddgeirsbæ 1864. Fólkið sem flutti þá í nýbyggðan steinbæ- inn flutti frá Ánanaustum, Þau hétu: Guðrún Gunnlaugsdóttir hús- móðir, 39 ára. Guðrún hafði áður verið gift Pétri og átt með honum tvö böm er fluttu nú einnig í Odd- geirsbæ. Þórður Pétursson 11 ára, Vilborg Pétursdóttir 9 ára og Petr- ína Kristín Oddgeirsdóttir 1 árs og húsbóndinn Oddgeir Björnsson 30 ára, tómthúsmaður. Hann lét byggja bæinn sem síðan var alla tíð við hann kenndur. Líklegt er að þessi steinbær hafi verið nokkru minni í fyrstu en að öllum líkindum stækkaður síðar. Má greina líkindi þeirrar stækkunar af gluggum á gaflinum sem snéri að götunni og einnig af útliti glugganna á lang- hliðinni. Það bjó oft margt fólk í þessum bæ. Þórður kvaðst vita til að um tíma hafi búið þar um 19 manns. Faðir Þórðar, Pétur Þórðar- son, réri til fiskveiða frá Mið-Sels- vör svo og afi Þórðar Péturssonar og alnafni, sá sem flutti 11 ára gamall í bæinn nýjan. Þannig hefur þetta gengið mann fram af manni í arf að stunda sjóróðra frá Mið- Selsvör. Mannlífið Þriðji ættleggurinn sem óx upp í þessum bæ voru börn Þórðar Pét- urssonar eldri. Eignuðust þau hjón- in þrjú börn, tvær telpur og einn dreng. Skóla sóttu þau niður í barnaskóla Reykjavikur. Má geta sér þess til að líf þeirra hafí verið friðsælt og gott heima í foreldra- húsi. Telpurnar hafa vafalaust lært að taka til hendinni við hannyrðir og hússtörf, á milli þess að lært var eða leikið sér. Má jafnvel vera að þær hafi einhverntíma fengið að fara á sjóinn með föður sínum og drengurinn, Pétur hét hann, hefur án efa byijað snemma að sækja fisk í sjóinn með föður sínum. Dreg ég þá ályktun af því að hann stund- aði róðra frá Mið-Selsvör er hann komst á legg. Ég gat þess hér að framan að oft hafi verið mann- margt í Oddgeirsbæ. Stundum bjuggu þar ungir menn sem stund- uðu nám við Stýrimannaskólann og hefur þá stundum verið spilað, hleg- ið og sungið, þegar unga fólkið átti frístundir. Það fór svo að báðar systur Péturs giftust stýrimönnum sem höfðu búið í Oddgeirsbæ á meðan þeir stunduðu nám við Stýri- mannaskólann við Öldugötu. Pétur kvæntist líka, en hann bjó áfram í Oddgeirsbæ og stundaði sjóinn, eins og áður er nefnt. Þórður heimildar- maður minn er sonur Péturs, fædd- ist 1918. Á bernskuárum Þórðar var margt barna að alast upp þar í nágrenninú. Gömlu stígarnir breyttust í götur með „fortói". Þetta voru ár ungmennafélaga, ár bjart- sýni með trú á Guð og trú á fram- tíð íslands. Það voru stofnuð knatt- spymufélög og fimleikafélög. KR átti rætur í Vesturbænum. KFUK fyrir telpurnar og KFUM fyrir drengina. Börn og unglingar voru þar félagar af lífi og sál. Byggðin þéttist Það var svo komið að fullbyggt var við Framnesveg. Oddgeirsbær var orðinn lítill og kúrði eins og þúfa á milli hárra fjalla, lokað var fyrir hina fögra fjallasýn til norðurs og ekki sá lengur í ijöllin á Snæ- fellsnesi. Göturnar í kring voru all- ar löngu fullskipaðar bílum og menn voru sífellt að leita að lóð eða rými, ef hægt væri að byggja fleiri íbúðir og leggja fleiri bílum. Bygginga- meistarar renndu hýru auga að Oddgeirsbæ. Þessi gamli bær stend- ur á allstórri lóð. Það mætti fá nokkrar krónur ef byggt væri nýtt hús á þessari lóð. Það getur tekið langan tíma að átta sig. Var rétt að bijóta niður einn fárra steinbæja á höfuðborgarsvæðinu? Hvað er rétt í þessum efnum? Hús Mig langar til að vitna í orð Halldórs Laxness úr bókinni „Dag- leið á fjöllum". Þar nefnist einn kaflinn: Um hús. Þar segir svo: „í húsunum hér í bænum og götunujn milli þeirra sér maður hugmyndir þeirrar þjóðar sem bæinn byggir um fegurð og lífsþægindi." Með öðrum þjóðum hefur verið lagt all- mikið kapp á að gera við og fegra gömul hús, bæði lítil og stór. Þau eru mörg hver hið mesta augna- yndi. Hér á landi voru menn seinir til að læra að byggja hús úr steini. Þó voru lengi til miklir hagleiks- menn við að hlaða veggi og garða úr hraungijóti. Steinhús með veggi úr límdum tilhöggnum steinum koma vart til sögunnar fyrr en um miðja átjándu öld. Við getum ekki stært okkur af því að eiga mörg gömul hús sem eru byggð úr stein- um. Tími slíkra húsa í byggingar- sögu okkar er afar skammur. Þeim húsum fækkar óðum sem enn standa frá síðustu öld og frá því rétt eftir aldámótin. 113 ára bær rifinn Oddgeirsbær fékk að standa í 113 ár. Það var árið 1977 sem hann var brotinn niður og efnið flutt brott. Áður hafði verið unnið að því að mæla bæinn upp og teikna hann, lengd og breidd og veggi, skilrúm dyr og glugga. Árbæjarsafn sér e.t.v. um að byggja hann aftur upp þar í Byggðasafninu. Ég tel rétt og skylt að varðveita þessi fáu gömlu hús í sinu rétta umhverfi, þar sem þau geta áfram gegnt hlut- verki sínu. Vel er hægt að setja öll nútíma þægindi í sambandi við þau. Til þess var t.d. nóg rými á lóðinni hjá Oddgeirsbæ. Margir hafa notið skjóls og góðs heimilis í þeim bæ á liðnum 113 árum. Leiðrétting við síðustu smiðju- grein, 18. febrúar. Sagt var að Júl- íana Guðmundsdóttir í Hlíð hafi komið frá Bjarnarhöfn á Snæfells- nesi. Hún mun hafa verið frá Móa- búð á norðanverðu Snæfellsnesi, nokkru vestar en Setberg. Heimild: séra Guðmundur Óli Ólafsson. eftir Bjarno Ólafsson

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.