Morgunblaðið - 25.02.1994, Side 17

Morgunblaðið - 25.02.1994, Side 17
MORGUNBLAÐIÐ FASTEIGNIR FÖSTUDAGUR 25. FEBRÚAR 1994 B 17 Það voru aðallega iðnfyrirtæki, sem hösluðu sér völl í Höfðabakkahverfinu í fyrstu. Á síðustu árum hafa æ fleiri verzlunar- og þjónustufyrirtæki flutt þangað aðsetur sitt. Morgunbl./Kristinn Reynir Kristinsson, rekstrarráðgjafi og stjórnarformaður Hagvangs stofuhúsnæði eftir stöðum og var og því væntanlega meiri hreyfan- leiki á slíku húsnæði, segir hann. — Ef starfsemin þíir býr við óhag- kvæm leigukjör, færist hún meira á mili staða, þar sem hún er ekki eins bundin af staðsetningu og verzlunin. Meiri munur á iðnaðarhúsnæði Að sögn Reynis er miklu meiri munur á húsaleigu fyrir iðnaðar- húsnæði en fyrir verzlunar- og skrifstofuhúsnæði. — Leiga fyrir iðnaðarhúsnæði hefur ekki náð að jafnazt út í jafn miklum mæli og þar er meira um mjög lága húsa- leigu en einnig mjög háa, segir hann. — Þetta er erfitt að skýra, en liggur þó sennilega í því, að það er meiri munur á iðnaðarhús- næði, hvað snertir gæði og stærð. Þarna getur verið um mjög stórar og rúmmálsmiklar einingar að ræða og svo minni, en minni ein- ingar eru yfirleitt hlutfallslega dýrari en þær stærri. Iðnaðarhverfin eru stöðugt að flytjast til í borginni, eftir því sem hún vex og breytist. — Þetta ger- izt gjarnan með því, að húsnæðið, sem iðnfyrirtækin eru í, er orðið of dýrt vegna ásóknar verzlunar- fyrirtækja, sem eru reiðubúin til þess að greiða hærri húsaleigu, segir Reynir. — Um tíma voru mörg iðnfyrirtæki í Múlahverfi. Síðan fluttu þau sig inn í Skeifu- svæðið, en nú hafa þau hörfað þaðan og upp á Höfða. í staðinn komu verzlunarfyrirtæki, sem voru tilbúin til þess að greiða húsa- leigu, sem iðnaðurinn stendur ekki undir, en það er alltaf verulegur munur á þeirri húsaleigu, sem greidd er fyrir verzlunarhúsnæði og iðnaðarhúsnæði. Þessi þróun á eflaust eftir að halda áfram og spumingin er, hvert fer iðnaðurinn, þegar verzlunin fer að færast upp á Höfða. Hvar verð- ur framtíðariðnaðarsvæði Reykja- víkur? Þegar er risin mikil byggð fyrir innan Grafarvog og hún á eftir að vaxa mikið enn. Þá fer Höfðabakkasvæðið að verða mjög miðsvæðis, að minnsta kosti að hluta til, á svipaðan hátt og Skeif- an á sínum tíma. Æ fleiri verzlun- ar- og þjónustufýrirtæki eru þegar farin að flytjast upp á Höfðabakka- svæðið. Þar eru komnar útvarps- og sjónvarpsstöðvar, skrifstofur og mikið af smáverzlunum. Það er því ljóst, að þessi þróun er þegar byrj- uð og spurningin er einungis, hversu hratt hún gerist hún og hversu langur tími líður, þangað til verzlunar og þjónustufyrirtæki verða yfirgnæfandi á þessu svæði. Þá kann einnig svo að fara, að önnur eldri svæði verði ekki eins eftirsóknarverð fyrir verzlun og áður og þá getur iðnaðurinn flutt þangað til baka að einhverju leyti. Þannig mætti vel hugsa sér, að ýmis léttur hátækniiðnaður ætti eftir að hasla sér vö'l í Múlahverf- inu. Svipuð leigukjör í Hafnarfirði og Kópavogi Húsaleiga fyrir atvinnuhús- næði í Hafnarfirði og Kópavogi er mjög svipuð og í Reykjavík. Mörg smá iðnfyrirtæki hafa kom- ið sér þar fyrir og virðast búa við mjög svipuð leigukjör og í Reykja- vík og það sama má segja um leigu á öðru atvinnuhúsnæði. Leigan er kannski eitthvað lægri, þegar á heildina er litið, en bæði í Hafnarfirði og Kópavogi má finna tölur um húsaleigu mjög sambærilegar við það, sem gerist í borginni. Húsaleigukönnun Hagvangs er gefin út einu sinni á ári í byijun febrúar ár hvert og er því nýkom- in út fyrir þetta ár. — Þeir eru margir, sem hagnýta sér þessa könnun okkar, segir Reynir Krist- insson að lokum. — Þeir vilja að sjálfsögðu vita, hvort þeir eru að greiða háa eða lága húsaleigu miðað við aðra. Þá eru valkostirn- ir skoðaðir og finnist leigutökum húsaleigan of dýr, þá flytja þeir sig á annan stað til þess að kom- ast í ódýrari húsaleigu eða þeir endursemja um húsaleigu á því húsnæði, þar sem þeir voru fyrir. Fyrirtækin geta líka þurft að flytja af öðrum ástæðum og þá þurfa stjómendur þeirra einnig að semja um húsaleigu að nýju. í öllu þessum tilvikum getur leigukönnun okkar komið að gagni. Það þarf ekki að vera um stórt leiguhúsnæði að ræða, til þess að upplýsingar um húsaleigu geta haft áhrif á rekstrarafkomu fyrirtækjanna. Upplýsingar af þessu tagi geta því skipt miklu máli og það ekki bara fyrir leigu- taka heldur einnig fyrir leigusala. Við vinnum upplýsingar úr könnun okkar og gefum þær út í skýrsluformi. Að sjálfsögðu þarf að greiða fyrir hana. Þeir, sem hafa tekið þátt í könnuninni, fá afslátt og greiða nú fyrir skýrsluna 19.000 kr. án virðisauka en aðrir 20% hærra eða 22.800 kr. án virð- isauka. Við einskorðum okkur hins veg- ar ekki við húsaleigukannanir. Þær eru einungis hluti af stöðug- um könnunum, sem eru hér í gangi. Hagvangur var stofnaður 1971 og er því orðinn yfir 20 ára gamalt fyrirtæki. Á þessum tíma höfum við aflað okkur mikillar reynslu í viðhorfskönnunum, launakönnunum og margs konar markaðskönnunum. Við veitum hér ennfremur margs konar rekstrarráðgjöf á sviði stjómunar, gæðamála og fjármála og rekum ráðningarþjónustu, sem margir kannast við. í heild starfa hér um tíu manns fyrir utan þá spyrla, sem taka þátt í könnunum fyrir okkur. —\ FAST6IGNA5ALA T\ ) VITASTÍG 13 i **»jr**r*\ **wr*i-kr Opið laugard. 13-15 2ja herb. Mosgerði Einstakl.ib. i Kj. m. sérinng. 27 fm. Verð 1,8 mlllj. Efstasund — 2ja 2ja herb. glæsil. ib. á 2. hæð, ca 50 fm. íb. er öll mikið endurn. Nýl. gler og gluggar. Góð lán áhv. Leifsgata. 2ja herb. falleg ib. á 3. hæð, ca 50 fm. Mikið endurn. Góö lán áhv. Verð 5,6 millj. Skúlagata — þjón- ustuíb. 2ja herb. falleg íb. á 3. hæð, 64 fm auk bílskýlis. Fal- legar innr. Sérþvottaherb. í íb. Fallegt útsýni. Grettisgata. 2ja herb. fat- leg risíb. 47 fm. Góðar ínnr. Park- et. Góð lén áhv. Verð 4,4 millj. Kleifarsel. 2ja herb. falleg íb. á 1. hæð 75 fm. Sér suður- garður. Góð verönd. Þvherb. í íb. Góð lán áhv. Verð 6,2 millj. Hverafotd. 2ja herb. falleg íb. á jarðhæð 56 fm auk stæðís i bílgeymslu 26 fm. Fallegar innr. Góð lán éhv. Verð 5,9 millj. IMæfurás — útsýni. 2ja-3ja herb. íb., 108 fm, á jarð- hæð. Sérlóð. Útsýni yfir Rauða- vatn. Laus strax. Falleg sameign. Vitastígur. 2ja herb. góð Ib. á 2. hæð 45 fm. Góðar ínnr. Góð lán áhv. Verð 4,9 mlllj. Laua. Laugavegur. 2ja herb. íb., 35 fm. Nýtt gler og gluggar. Verð 3,5 millj. Makaskipti á góðri 3ja herb. ib. 3ja herb. Krummahótar. 3ja herb. ib. á 2. hæð, 90 fm auk bilskýtis. Góð lán áhv. Verð 0,5 mlllj. Lokastígur. 3ja herb. fal- leg ib. á 3. hæð, 67 fm. Mikið endurn. i góðu steinh. Suðursv. Leirubakki. 3ja herb. góð íb. á 1. hæð 84 fm. Góðar innr. Góð lán áhv. Eyjabakki. 3ja herb. góð íb. á 3. hæð, 78 fm. Þvherb. í íb. Áhv. góð lán byggingarsj. Tvær geymslur í sameign. Sameign öll nýuppgerð. Verð 6,5 millj. Laus. Grettisgata. 3ja herb. fal- leg tb. á 1. hæð 67 fm. Húsið er mlkið endum. Góð lán áhv. Verð 5,7 millj. Sórinng. Stóragerði. 3ja herb. falleg íb. ca 85 fm á 4. hæð auk herb. I kj. - Fallegt útsýni. Verð 6,8 millj. Laus. Hraunbær. 3ja herb. falleg ib. 85 fm á 2. hæð. Suðursv. Góð samelgn. Nýtt gler. Austurberg. 3ja herb. fal- leg íb. 78 fm auk bílsk. Suðursv. Góð lán áhv. Verð 6,6 millj. Básendi. 3ja her D. tb á 1. hæð, 80 fm. Öll ný jndurupp- réttur. Uíjl. öjjtiK-: : Asparfell. 3ja herb. glæsil. íb. íb. 91 fm á 2. hæð. Fallegar innr. Þvottaherb. á hæðinni. Mik- ið endurn. Góð lán áhv. 4ra herb. og stærri Dalsel. 4ra-5 herb. íb. á 3. hæð 107 fm. Bilskýli 36 fm. Hús- ið er altt ný tekið að utsn. Glæsil.útsýni. Laus. Suðursv. Blönduhlfð. 4ra herb. fal- leg risíb. 70 fm. Stórar suðursv. Fallegt útsýni. Góð lán áhv. Álfheimar. 4ra herb. falleg ib. é 3. hæð, 100 fm Mikið end- urn. Stórar suðursv. Mögul. á garóstofu. Áhv, Byggsj. 2,4 millj. írabakki. 4ra herb. íb. á 3. hæð, 85 fm auk herb. í kj. ca 10 fm. Tvennar svalir. Góð sameign. Nýtt gler. Makaskipti mögul. á stærri íb. Verð 7,1 millj. Kleppsvegur. 4ra herb. ib. á 1. hæð, 94 fm. Góðar suð- ursv. Makasklpti mögul. á 8tærri eign í sama hverfi. Engihjalli. 4ra-5 herb. góð ib á 2. hæð, 98 fm. Fallegt út- sýni. Góð lán áhv. Makaskipti mögul. á 2ja herb. íb. Verð 6,7 millj. Blöndubakki. 4ra horb. ib. á 3. hæð, 116 fm, auk harb. f kj. Glæsll. útsýnl. Góð semelgn. Boðagrandi. 4raherb. fal- leg ib., 92 frri, auk bilskýlis. Lyfta. Húsvörður. Gervihnsjónvarp. Fráb. útsýni. Gufubað í sameign. Áhv. húsbróf 4,7 millj. Maka- skipti mögul. Sörlaskjól. 4ra herb. góð íb. á 1. hæð, 103 fm, auk 30 fm blfsk. Fallegur garður. Suðursv. Laus. Hraunbær. 5 herb. falleg endaíb., 138 fm, á 3. hæð. Áhv. húsbr. 3,9 millj. Parket. Suðursv. Þvhús I íb. Laus. Frostafold . 6-8 herb. (b. é 3. hæð, 138 fm, í lyftuhúsí. Tvennar svalir. Bilskýli. Góð lán áhv. Verð 11,5 mtllj. Makask. mögul. á raðhúsi eða elnb. í sama hverfi. Bergstaðastræti. 4ra herb. góð ib. á 1. hæð, 123 fm, m. innb. bilsk. ítvibhúsi. Parket. Silungakvísl. Neðri sórh. I tvfb. á 2 hæðum. Ca 185 fm. Mögul. á tveimur tb. Göð garðstofa. Góð lán áhv. Mánagata. Glæsil. einb. á tveimur hæðum auk kj. 172 fm auk 18 fm bílsk. Nýl. gler og gluggar. Mögul. á sértb. í kj. Stór suðurgarður. Laust. Lyklar á skrifst. Hlaðhamrar. Raðhús á elnni og hálfri hæð, 13« fm auk 10 fm garö- stofu. Störar stofur, parket. Fallegt útsýni. Góð lán áhv. Mskaskipö mögul. á góðri Ib. eða sérh. Laufbrekka. Raðhús á tveimur hæðum 179 fm auk 230 fm iðnaðarhús- næðis. Suðurgarður. Miklir möguleikar. Makaskipti mögul. Otrateigur. Endareðbús, 168 fm, með 28 fm bflskúr. Mögul. á séríb. kjallara með sérinng. Nýlegt gler og glugger. Suðurgsrður. Mögulaiki á makaskiptum á mlnnt elgn. Verð 12,8 mBlj. Laugalækur. Raðhús á 3 hæðum, 206 fm, auk 24 fm bllskúrs. Nýl. innr. SuðursvaHr. Verð 14,5 millj. FÉLAG llFASTEIGNASALA Gunnar Gunnarsson, lögg. fasteignasali, hs. 77410.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.