Morgunblaðið - 25.02.1994, Qupperneq 2

Morgunblaðið - 25.02.1994, Qupperneq 2
2 B MORGUNBLAÐIÐ FASTEIGIMIR FÖSTUDAGUR 25. FEBRÚAR 1994 Markaðurinn lif og Qör á fast- eisnamarkaónum Húsið stendur við Þingholtsstræti 3. Það skiptist í götuhæð, skrif- stofuhæð (2. hæð) og ris. Nokkur bilastæði eru á baklóð. Hið is- lenzka bókmenntafélag er eigandi hússins, en félagið hafði starfsemi sina í húsinu um tíu ára skeið. Hús Bókmeiuita- félagsins tíl sölu HÚSEIGNIN Þingholtsstræti 3 (annað hús frá Bankastræti) er nú til sölu hjá Eignamiðluninni. Húseignin skiptist í götuhæð, skrifstofu- hæð (2. hæð) og ris. Skipta má götuhæðinni, sem er um það bil 120 ferm, i tvö verzlunarrými, en þar eru góðir sýningargluggar. Á annarri hæð, sem er um það bil 120 ferm, er fundarsalur og 4-5 herb. og snyrting. í risi er 2 herb., eldhús og bað, samtals um 40 ferm. Nokkur bílastæði eru á baklóð. Að sögn Sverris Kristinssonar, fasteignasala hjá Eignamiðl- uninni, er húsið um 100 ára gam- alt, en það hefur lengi sett sinn svip á umhverfið. Hið íslenzka bók- menntafélag er eigandi hússins, en félagið hafði starfsemi sína í húsinu um tíu ára skeið. Þetta er fyrsta húseignin, sem Bókmenntafélagið eignast, en það var stofnað 1816 og er því elzta menningarfélag landsins, sem starfað hefur óslitið frá upphafi. Eignamiðlunin hafði einnig að- setur sitt í þessu húsnæði um tíu ára skeið, en bæði hún og Bók- menntafélagið fluttu starfsemi sína að Síðumúla 21 árið 1990. í húsinu var áður rekin ýmiss konar starf- semi m. a. verzlun. Að sögn Sverr- is Kristinssonar er húsið í allgóðu ástandi, en Reykjavíkurdeild Rauða krossins hefur það til leigu núna. Á þessa eign eru settar 12 millj. kr. — Ég held, að þetta sé sann- gjamt verð, en verðið og greiðslu- kjör eru auðvitað samkomulagsatr- iði, sagði Sverrir Kristinsson að lok- um. SÁ TÍMI sem líður frá því íbúðarkaupandi gerir tilboð í íbúð og þangað til húsbréfalán er afgreitt er tiltölulega skammur. Umsóknir um húsbréfalán gefa því án efa ágætlega til kynna hvað um er að vera á fasteignamarkaðnum á hverjum tíma. Þetta á í það minnsta við um þann hluta markaðarins sem snýr að þeim sem taka húsbréfalán til íbúðarkaupanna. Af flölda umsókna um hús- bréfalán að dæma er fast- eignamarkaðurinn líflegur um þessar mundir, og hefur verið það undanfarna þrjá til fjóra mánuði, allavega miðað við árstíma. Á tímabilinu frá nóvember til jan- úar voru umsókn- ir um húsbréfalán yfir 30% fleiri en á sama tímabili fyrir einu ári. eftir Grétor J. Ekkert lát virðist Guðmundsson ætla að verða á fatseignavið- skiptum á næstunni og auk þess fer í hönd sá árstími sem oftast er líflegastur á fasteignamarkaðn- um. Það virðist sem vaxtalækk- unin í lok síðasta árs hafi aukið bjartsýni íbúðarkaupenda. Lækkun íbúðarverðs Samkvæmt upplýsingum frá Fasteignamati ríkisins varð um 2% lækkun á raunverði íbúða í fjölbýlishúsum í Reykjavík milli 3. ársfjórðungs 1992 og 3. árs- fjórðungs 1993. Fasteignamatið telur hins vegar að lækkunin hafi numið að raungildi um 4-6% á einbýlishúsum. Þetta endurspegl- ar án efa það ástand sem verið hefur á vinnumarkaði. Greiðslu- geta fólks hefur minnkað. Ekki hefur enn orðið vart nokkurrar verðhækkunar á íbúðarhúsnæði í kjölfar vaxtalækkunarinnar í lok síðasta árs, eins og við hefði mátt búast. íbúðarskipti vegna greiðsluerfiðleika Það er meira áberandi nú en oft áður, hvað margir virðast vera að skipta um íbúðarhúsnæði vegna greiðsluerfiðleika. Engar tölur liggja þó fyrir þar um. Sem betur fer virðist sem sá hugsunar- háttur, sem algengur var fyrir nokkrum árum, að hlutirnir redd- ist einhvem veginn, sé að mestun horfínn í tengslum við íbúðarkaup. Ekkert reddast af sjálfu sér þegar um íbúðarkaup er að ræða. Ánnað hvort hefur fólk efni á ákveðnum íbúðarkaupum eða ekki. Óseyanlegar íbúðir Það kemur sér því vel fyrir þá sem þurfa að selja íbúðir sínar, að hið opinbera húsnæðislánakerfi er þannig uppbyggt, að umsóknir eru afgreiddar á skömmum tíma. Húsnæðislánakerfíð sem slíkt er því ekki ástæðan fyrir því ef fast- eignaviðskipti liggja niðri, eins og stundum kom fyrir áður en hús- bréfakerfíð kom til. Það er hins vegar slæmt til þess að vita hvað þessi staðreynd skiptir litlu máli varðandi íbúðarhúsnæði víða á landsbyggðinni. Fjölmargir íbúð- areigendur þar hafa engin tök á að leysa greiðsluerfíðleika sína með sölu íbúðar. Þeir eru fastir í skuldasúpi með ill- eða óseljanleg- ar íbúðir. Ráðgjöf Það er ástæða til þess að minna á að greiðslumatið í húsbréfakerf- inu er liður í því að aðstoða fólk við að gera sér grein fyrir hve dýrri íbúð það_ hefur efni á að festa kaup á. í því felst ráðgjöf sem vert er að taka tillit til. Þeg- ar upp er staðið þjónar það engum tilgangi að reyna að fá hærra greiðslumat en ástæða er til, eins og stundum kemur fyrir. Það eru allar líkur á að íbúðarkaup sem byggja á slíkum grunni endi með ósköpum. Að margra mati gefur greiðslu- matið í húsbréfakerfínu oft hærri niðurstöður um hugsanlegt íbúðarverð en viðkomandi gerir sjálfur ráð fyrir. Þetta er eðlilegt. Greiðslugeta fólks er mismun- andi. Sumir geta meira en aðrir á sömu launum. Það fer allt eftir því hvað fólk hefur vanið sig á og hveijar kröfur hvers og eins eru. Aðalatriðið er að íbúðarkaup- endur líti á greiðslumatið sem þá ráðgjöf sem í því felst og taki við þeirri ráðgjöf. Birgðastöð Rarik við Súðarvog 2. Lóðin er 10.846 ferm og stendur við gatnamót Sæbrautar, Kleppsmýrarvegar og Súðarvogs. Fasteígnir Kaiik við Snðarvog 2 tll sölu RAFMAGNSVEITUR ríkisins (Rarik) auglýsa nú til sölu fasteign- ir sínar við Súðarvog 2 í Reykjavík, þar sem birgðastöð fyrirtækis- ins hefur verið. Lóðin er 10.846 ferm og stendur við gatnamót Sæbrautar, Kleppsmýrarvegar og Súðarvogs. Á lóðinni er stein- steypt geymsluhús auk kjallara að grunnfleti um 441 ferm. og ennfremur steinsteypt skrifstofuhús áfast geymsluhúsinu á tveim- ur hæðum auk geymslukjallara að grunnfleti 124 ferm. Að auki eru þarna 2 bárujárnsklæddar bogaskemmur að grunnfleti 574 ferm. Astæðan fyrir sölu nú er sú, að Rarik hefur ákveðið að leggja niður allt birgðahald í Reykjavík og verða megin birgða- stöðvar fyrirtækisins framvegis á Akureyri og Hvolsvelli, sagði Garðar Briem, tæknifræðingur í byggingadeild Rarik. — Birgða- stöðvar verða ennfremur fyrir ör- yggisbirgðir og sérhæft efni við umdæmismiðstöðvarnar í Stykkis- hólmi, á Blönduósi og Egilsstöð- um. — Með þessari breytingu er Rarik að koma til móts við þær óskir að færa stjómsýslu fyrirtæk- isins meira út á rekstrarsvæðin nær viðskiptavinum sínum á þeim sviðum, þar sem koma má við hagræðingu og spamaði. Garðar Briem sagði að lokum, að ekkert endanlegt verð hefði verið ákveðið fyrir þessar fasteign- ir Rarik, en óskað væri eftir tilboð- Lausnir HVAÐ á að gera við langa ganga? Með einhveiju móti þarf að brjóta þá upp svo að mönnum finnist þeir ekki vera komnir inn á opinbera stofnun, en um leið verður að gæta þess að ofhlaða þá ekki skrauti og óþarfa húsmunum. Tvær þýskar frúr búsettar í Bremen, búa í tvíbýlishúsi, hvor á sinni hæðinni. Herbergja- skipan í íbúðum þeirra eru í stór- um dráttum eins og smekkur frúnna ekkert ósvipaður, nema hvað að önnur þeirra er hrifín af köldum litum, helst hvítum og bláum, en hin af hlýjum litum um. Eignirnar yrðu sennilega seld- ar í einu lagi, þar sem erfitt væri að skipta þeim niður. Langír gangar einkum í gulum tónum og dauf- grænum. Þær hafa innréttað ganginn á svipaðan hátt. Fyrir ganggluggann, sem snýr reyndar að stigaganginum, hafa þær sett gluggatjöld úr nokkuð þungu efni með glansáferð, mottu fyrir enda gangsins, sem brýtur upp gólf- flötinn og litlum húsgögnum, kommóðu í öðru tilvikinu og borði í hinu, er stillt upp fyrir miðju gangsins. Fyrir ofan kommóðuna og borðið er svo spegill og mynd- ir. Þar sem enginn gluggi er fyr- ir hendi, getur farið vel að setja stóran spegij, veggteppi eða stærri myndir á annan vegginn. KMB Fast- eigna- sölur í blaðinu Agnar Gústafss. 7 Ás 22 Ásbyrgi 10 Berg 32 Borgareign 28 Eignaborg 7 & 12 & 29 Eignahöllin 16 Eignamiðlunin 4-5 Eignasalan Fasteignamark. 10& 12 3 & 7 & 30 Fasteignamiðlun 5 Fasteignamiðstöðin 23 & 29 Fjárfesting 7 &,26 Framtíðin 26 Garður 26 Gimli 8-9 Hátún 30 Hóll 18-19 Hraunhamar 11 Huginn 27 Húsakaup 29 Húsið 20 Húsvangur 14 íbúð 17 Kaupmiðlun 16 Kjörbýli 12 Kjöreign 21 Laufás 28 Lyngvík 25 Óðal 6 Séreign 31 Skeifan 15 Stakfell 19 VagnJónsson 15 Valhús 12 Þingholt 10& 13

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.