Morgunblaðið - 25.02.1994, Side 24

Morgunblaðið - 25.02.1994, Side 24
24 B MORGUNBLAÐIÐ FASTEIGNIR líllST^S?. A3I FÖSTUDAGUR 25. FEBRÚAR 1994 Ern ný húsaleigulög í augsýn og verulegar réttarbætnr I vændnm? Húsaleigulöggjöf á tímamótnm Efni þessarar greinar er húsa- leigulöggjöf á tímamótum, for- tíðin og gildandi lög eru skoðuð og reynslan af þeim metin og horft er til framtíðar og væntanlegra breyt- inga á löggjöfinni. Inn í þá umfjöllun fléttast óhjá- kvæmílega sér- staða og sérkenni húsaleigumarkað- arins og leiguvið- skipta hér á landi. Annars vegar er umfjöllunarefnið lögin um húsaleigusamninga frá árinu 1979, fá þau slæma einkunn og útreið og staðhæft er að þau hafi dugað og reynst mjög illa. Það sem um þau lög segir má að sínu leyti skoða sem eftirmæli eða graf- skrift því þau eru væntanlega og vonandi að renna sitt gildisskeið á enda. Hins vegar er sjónum beint að frumvarpi til nýrra húsaleigulaga, sem hafa að geyma verulegar réttr arbætur og verður vonandi lögfest á næstu vikum. Eru meginatriðum frumvarpsins eða öllu heldur þeim breytingum, sem það hefur að geyma og til bóta eru, gerð nokkur skil og er Alþingi eggjað lögeggjan að lögleiða það hið fyrsta. Milli þessara tveggja meginvið- fangsefna eru ekki alltaf skörp skil í umfiölluninni, þau hijóta ávallt samkvæmt eðli málsins og saman- burðar vegna að skarast og fléttast talsvert. Hjá einhveijum endurtekn- ingum verður heldur ekki alveg komist þegar málin eru skoðuð frá mismunandi sjónarhornum. Frumvarp til nýrra húsaleigulaga Á Alþingi er nú til meðferðar stjórnarfrumvarp til nýrra húsa- leigulaga, sem hefur að geyma mjög gagngerar breytingar til bóta frá gildandi lögum frá árinu 1979, sem eru meingölluð og hafa sætt mikilli gagnrýni frá fyrstu tíð. Frumvörp nokkurn veginn sama efnis voru lögð fram af félagsmála- ráðherra á tveimur síðustu þingum en hlutu ekki afgreiðslu, döguðu uppi, eins og sagt er. Frumvarp þetta er samið af nefnd, sem í sátu fulltrúar Húseig- endafélagsins og Leigjendasamtak- anna, auk embættismanna Hús- næðisstofnunar og félagsmálaráðu- neytisins. Vann nefndin mikið og gott starf og var full samstaða inn- an hennar um efni frumvarpsins óg langflestir umsagnaraðilar hafa í öllum meginatriðum verið á einu máli um ágæti þess og að það sé mikil bót og framför frá gildandi lögum. Gildandi lög eru meingölluð Gildandi lög um húsaleigusamn- inga eru eins og áður segir frá ár- inu 1979 og eru þau fyrstu og einu almennu lögin á þessu sviði hér á landi. Fyrir gildistöku þeirra gilti samningsfrelsið svo til óheft í húsa- íeiguviðskiptum og var leigjandinn almennt talinn veikari aðilinn enda var það yfirlýstur tilgangur laganna að slá skjaldborg um réttindi hans. Eru flestir sem til þekkja sammála um að í því efni hafi verið gengið allt of langt þannig að sanngjarnt og eðlilegt jafnvægi og samhengi ^éttinda og skyldna aðila hafí rask- ast með óheillavænlegum afleiðing- um fyrir leigumarkaðinn og ekki síst leigjendur. Lögin eru um margt gölluð smíð og hafa í heildina reynst illa, en vitaskuld mátti búast við agnúum, andstöðu og árekstrum þegar ofur- kapps er kostað um að njörva niður og reglubinda í bvívetna viðskipti, sem áður voru að mestu fijáls og lutu lögmálum framboðs og eftir- spurnar og fáum öðrum. Strangar, ósveigjanlegar og ósanngjarnar reglur Lögin hafa að geyma ófrávíkjan- legar og mjög strangar og í mörgum tilvikum ósanngjarnar reglur í garð leigusala. Samskipti aðila, bæði í upphafi við samningsgerðina og eins á leigutímanum öllum, eru stranglega formbundin, þ.e. verða að vera skrifleg og tilkynningum þarf að koma til viðtakanda með sannanlegum hætti og yfirleitt á nákvæmlega tilgreindum tíma. Að öðrum kosti er voðinn vís með af- drifaríkum afleiðingum og harka- legur réttindamissir og oft veruleg röskun og fjártjón verður hlutskipti þeirra, sem í einfeldni treysta hinu fornkveðna, að orð skuli standa, þ.e. trúa á lagalegt og siðferðislegt skuldbindingargildi munnlegra lof- orða. Má fátt út af forskrift lagabók- stafsins bregða ef ekki á illa að fara og það er yfirleitt leigusalinn, sem situr í súpunni og nagar hand- arbökin, ef eitthvað misferst á hin- um þrönga, grýtta og vandrataða vegi formlegheitanna. Hafa margir leigusalar í gegnum tíðina fengið að bergja á beisku og dýrkeyptu seyði mistaka og trúgirni í þessum efnum. Eru til mýmörg dæmi um hróplega ósanngjarnar og óréttlátar málalyktir, bæði innan réttar og utan, á grundvelli stífra og ósveigjanlegra formreglna lag- anna. Lagareglurnar eiga mjög illa við um atvinnuhúsnæði Hinar ófrávíkjanlegu reglur lag- anna gilda bæði um íbúðarhúsnæði og atvinnuhúsnæði en eru þó svo til eingöngu sniðnar að því fyrr- nefnda og eiga í mjög mörgum at- riðum illa við um atvinnuhúsnæði. Þrátt fyrir það takmarka lögin að verulegu leyti svigrúm aðila slíkra samninga til að semja á annan og hentugri veg um réttindi sín og skyldur en þau mæla fyrir um. Það er deginum ljósara að um margt eiga við önnur sjónarmið og önnur lögmál um atvinnuhúsnæði en íbúð- arhúsnæði. Við setningu laganna hefur löggjafinn að mestu litið fram hjá þessum mun og sett - hvort tveggja undir sama hattinn. Hefur þetta valdið verulegum vandræðum og vissulega nokkuð háð leiguviðskiptum um atvinnu- húsnæði og sett þeim óeðlilegar skorður og má segja að lögin hafi að því leyti verið óþurftar klafi á þeim. Hrá þýðing á skandinavískum Iagaákvæðum Ákvæði laganna eru að mestu leyti bókstafsþýðing á dönskum, norskum og sænskum lagaákvæð- um. Var það slæmur innflutningur því þess var ekki gætt og nánast alveg fram hjá því litið, að hér á landi eru allt aðrar forsendur og allt aðrir hættir í húsaleigumálum en í Skandinavíu og eiga því frá- leitt sömu löggjafarsjónarmið og lagareglur við þar og hér. Þar er algengt að einstaklingar og félög eigi stórar og margar eign- ir og jafnvel heilu borgarhverfin, sem leigð eru út. Þar er því til sér- stakur og eiginlegur leigumarkaður þar sem festa og stöðugleiki ríkir. Sérkenni og sérstaða íslensks leigumarkaðar Hér á landi er ekki fyrir að fara neinum eiginlegum almennum Ieigumarkaði. Leiga húsnæðis er hér yfirleitt skammtímaráðstöfun af hálfu beggja aðila, leigusala og leigjenda. Leiguhúsnæði kemur og fer og leigjandi í dag verður íbúðar- eigandi á morgun, fáir eru eða ætla sér að verða leigjendur til lífs- tíðar. Mjög fátítt er að einstaklingar eigi hér meira húsnæði en sem þeir búa sjálfir í. Langstærsti hluti leigu- húsnæðis hér á landi er húsnæði einstaklinga, sem af ýmsum tilfall- andi ástæðum þurfa ekki að nýta það sjálfir um einhvern tíma. Þá er einnig algengt að húseigendur leigi út frá sér húsnæði, sem losnar þegar fækkar í kotinu. Þeir aðilar eru hins vegar hverf- andi fáir, sem reyna í atvinnu- eða hagnaðarskyni að stunda útleigu húsnæðis, enda eiga þeir kost á öðrum og mikið vafstursminni og vænlegri og áhættuminni leiðum til að varðveita og ávaxta sitt pund. Aðstæður og löggjafar- sjónarmið eru gjörólík Það dylst varla nokkrum að húsa- leiga hér á landi er mjög frábrugð- in því sem gengur og gerist í grann- löndum okkar. Það ætti þvr að vera jafn augljóst að vegna gerólíkra aðstæðna eru löggjafar'sjónarmið í húsaleigumálum hér allt önnur en t.d. í Noregi og Danmörku. Strangar, flóknar og ófrávíkjan- legar reglur um samningsgerðina og öll samskiptin þaðan í frá, með harkalegum afleiðingum fyrir leigu- sala, ef út af er brugðið, kunna e.t.v. að eiga rétt á sér í löndum þar sem leigusalar eru stórir og öflugir aðilar, sem búa yfir sérþekk- ingu og stunda starfsemina í hagn- aðar- og atvinnuskyni. En hér á landi þar sem allt aðrar aðstæður eru og meira jafnræði er með aðilum eru slíkar reglur óeðli- legar og ósanngjarnar og til þess fallnar að valda ósamkomulagi, tor- tryggni, deilum og úlfúð milli aðila og stuðla þannig að óöryggi og ójafnvægi á leigumarkaðinum og draga úr framboði á leiguhúsnæði. Gildandi lög eru vond og letjandi Húsaleigulögin frá 1979 eru að mestu vond lög, þau eru að veru- legu leyti úr takt við raunveruleik- ann og aðstæður og þarfir þess markaðar, sem þau skyldu þjóna og efla. Löggjöf á þessu sviði þarf að vera hvetjandi og stuðla að eðli- legum og öruggum viðskiptum en því er ekki að heilsa með núgild- andi lög. Þau eru mjög letjandi eða fælandi fyrir fólk að bjóða húsnæði sitt til leigu og mætti halda að yfir- lýstur tilgangur þeirra væri að út- rýma leiguhúsnæði og leggja leigu- markaðinn í rúst. Sætir í raun furðu hversu lífseigur leigumarkaðurinn eftir Sigurð Helgo Guðjónsson er, að hafa tórt undir þessum ólög- um í bráðum 15 ár. Lögin hafa reynst illa og eru á skjön við réttarvitund fólks Þessi lög hafa sem sagt í heild reynst afar illa og stangast í veiga- miklum atriðum á við réttarvitund þorra fólks enda hafa sum ákvæði þeirra orðið dauðir bókstafir, „papp- írslög“, eins og oft vill brenna við þegar lög ganga of langt og eiga ekki hljómgrunn í réttarvitund al- mennings. Flestir ef ekki allir sem til þekkja eru sammála um að Iögin séu meingölluð þótt menn kunni að kveða misjafnlega fast að orði í því efni. Gagnrýnisraddir hafa heyrst úr mörgum áttum og eru þar leigj- endur ekki undanskildir og heldur ekki samtök þeirra. Lögin halla mjög á leigusala Gagnrýni á lögin hefur þó frá öndverðu aðallega byggst á því, að þau gengju um of á hagsmuni leigu- sala og réttarstaða þeirra væri óvið- unandi og óeðlilega veik gagnvart leigjendum og að þau ættu í heild mjög illa við íslenskar aðstæður. Húseigendafélagið hefur í þennan eina og hálfa áratug, sem lögin hafa gilt, barist fyrir afnámi þeirra og því að sett yrðu ný og betri lög á grundvelli fenginnar reynslu, sem tækju mið af íslenskum aðstæðum og væru sveiganlegri og sanngjarn- .ari í garð beggja aðila. Langþráðar réttarbætur í augsýn Nú hyllir loksins, loksins undir réttarbætur á þessu sviði, ný húsa- leigulög virðast í augsýn. Má fast- lega búast við því að frumvarp til nýrra húsaleigulaga verði afgreitt sem lög frá Alþingi á næstu vikum, það hlýtur að hafast nú í þriðju atrennu. Þetta sjálfsagða réttlætis- mál, sem svo víðtæk samstaða og sátt er um með aðilum ieigumarkað- arins og í þjóðfélaginu yfirleitt, þolir einfaldlega ekki lengri bið. Leigumarkaðurinn verður að losna úr álögum, hann mun launa frelsið. Ég veit að ég mæli fyrir munn margra þegar ég skora á Alþingi að flýta afgreiðslu þessa frumvarps eins og frekast er kostur. Ötul framganga fé- lagsmáiaráðherra Þáttur Jóhönnu Sigurðardóttur félagsmálaráðherra í þeim réttar- bótum, sem nú virðast á næsta leiti, er stór. Hún hefur ávallt sýnt mál- inu skiliiing og áhuga enda gjör- þekkir hún eðli og þarfir húsaleigu- markaðarins og veit hvar skórinn kreppir og henni hefur því lengi verið ljóst hversu þýðingarmikið réttlætis- og þjóðþrifamál hér er um að ræða. Jóhanna hefur unnið ötullega að framgangi málsins, bæði meðan á samningu frumvarpsins stóð og eins eftir að það kom til kasta þingsins og líka við betrumbætur á því í ráðuneyti hennar milli þinga. Það er því ekki við hana að sak- ast hversu málið hefur rekist hægt í þinginu hingað til. Þvert á móti er það fyrst og fremst henni að þakka að málið er svo langt fram gengið, að ný og betri húsaleigulög virðast á næsta leiti. Hlutur Geirs H. Haarde Þess skal líka getið, að Geir H. Haarde, formaður þingflokks Sjálf- stæðisflokksins, hefur einnig sýnt þessum réttarbótum mikinn áhuga og skilning og hefur hann beitt sér mjög fyrir framgangi þeirra. Á hann sömuleiðis miklar þakkir skildar. Frumvarpið verður að ná í gegn nú Því verður ekki trúað, að þessi mikla réttarbót, sem svo almenn sátt og samstaða er um, dagi uppi á Alþingi eina ferðina enn. Það bókstaflega má ekki henda. Húsa- leigumarkaðurinn hreinlega æpir hástöfum á hina nýju löggjöf, sem hefur alla burði til að virka honúm

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.