Morgunblaðið - 04.05.1993, Side 38

Morgunblaðið - 04.05.1993, Side 38
38 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 4. MAÍ 1993 RAÐAUGÍ YSINGAR Iðnaðarhúsnæði óskast Óska eftir að taka á leigu iðnaðarhúsnæði, 100-140 fm að stærð, helst með háum inn- keyrsludyrum. Svör leggist inn á auglýsingadeild Mbl., merkt: „I - 4716. [LAUFÁSl FASTEIGNASALA SÍÐUMÚLA 17 812744 Fax: 814419 Skrifstofa til leigu Skrifstofuherbergi á 2. hæð í Síðumúla er til leigu á 26 þúsund kr. á mánuði. Innifalið er rafmagn og hiti, ræsting, símsvörun og aðgangur að kaffistofu. Faxtæki og Ijósritun- arvél er á staðnum auk vélritunar-/ritvinnslu- þjónustu (leiserprentari). Nánari upplýsingar fást á skrifstofu okkar. Laugavegur o LE 1 K B /ER LEIKFANGA VERSL/ _L r... ’’ LÖUHREIÐUR VEITINGAR ~3SU T31 STJOR /NUSP STÖÐ HAPf ■ -drJ) P1R0LA HÁRGRST '41 m DA LUR HEILSUM1ÐST0Ö STORKURINN PRJÖNAVÖRUR TIL LEIGU 124 m2 Laugavegur 59, Kjörgarður, 2. hæð Til leigu er 124 fm verslunareining. Sanngjörn leiga. Upplýsingar í síma 682640. Samstarfstilboð til einkaskóla, íþróttafélaga og annarra áhugamannafélaga Skólamálaráð Reykjavíkur auglýsir eftir aðil- um, er starfa á sviði fræðslu, íþrótta og lista fyrir 6-15 ára börn, sem áhuga hafa á auknu samstarfi við grunnskóla Reykjavíkur. Til greina kemur að bjóða aðstöðu í grunn- skólum borgarinnar. Starfsemi þessi fari fram á tímabilinu jan.- maí og sept.-des. frá kl 8-17. Aðilar, sem óska eftir slíku samstarfi, hafi sam- band við Skólaskrifstofu Reykjavíkur, kennslu- máladeild, í síma 28544 fyrir 15. maí nk. Vinnuskóli Reykjavíkur Vinnuskóli Reykjavíkur tekur til starfa í byrjun júní nk. og starfar í júní og júlí. í skólann verða teknir unglingar, fæddir 1978 og 1979, sem voru nemendur í 8. og 9. bekk grunnskóla Reykjavíkur og eiga lögheimili í Reykjavík. Umsóknareyðublöð fást í afgreiðslu Vinnu- skóla Reykjavíkur, Borgartúni 1, efri hæð, sími 632590, og skal umsóknum skilað þang- að fyrir 14. maí nk. Gefa þarf upp kennitölu. Vinnuskóli Reykjavíkur. - - SUMARHÚS/-LÓÐIR Sumarhús óskast til leigu Lítið starfsmannafélag óskar eftir að taka á leigu góðan sumarbústað í júní, júlí og ágúst nk. Lengri leiga gæti komið til greina. Æski- legt er að fjarlægð frá Reykjavík sé ekki meiri en 150 km. í tilboði þarf að koma fram staður, stærð, ástand og aldur húss, upplýsingar um að- stöðu eins og heitt og kalt vatn, rafmagn svo og leiguverð og skilmálar. Tilboð sendist auglýsingadeild Mbl., merkt: „Þ - 374“, fyrir 20. maí. Skógi vaxið land á besta stað í Biskupstungum Til sölu er einstakt eignarland, með miklu heitu vatni, í Reykholtshverfi, Bisk. Landið, um 1 ha að stærð, er afmarkað með háum skógarkanti, sem myndar skjólríkan sælu- reit. Á landinu stendur 30 m2 trailerhús á stöplum með sólpalli. Landið er tilvalið fyrir félagasamtök og sam- henta aðila, sem byggja vilja 3-5 sumar- hús, eða aðila í ferðaþjónustu. Einnig íbúð- arhús og gróðrarstöð. Verð 3,5 millj. Upplýsingar í símum 98-33401 og 98-33635. íbúð óskast Óska eftir að taka á leigu 3ja-4ra herb. íbúð eða sérhæð í miðbæ eða vesturbæ. Leigu- tími frá 1. júní ’92 til a.m.k. eins árs. Upplýsingar á skrifstofutíma í síma 624660 á Lögmannsstofu Halldórs Þ. Birgissonar hdl., Klapparstíg 29, Reykjavík. Sérbýli óskast Einbýli, raðhús eða sérhæð óskast til leigu í 2-3 ár. Ársaiirhf. - fasteignasala, sími 624333. Uppboð Framahaldsuppboð á skipinu Árna ÓF-43, þinglýstri eign Árna hf., fer fram á skrifstofu embættisins, Ólafsvegi 3, Ólafsfirði, að kröfu A/S Fiskerikreditt, Noregi, Lífeyrissjóðs sjómanna og Vélbátatrygg- ingar Eyjafjarðar föstudaginn 7. maí 1993 kl. 14.00. Ölafsfirði, 3. maí 1993. Sýsiumaöurinn í Ólafsfirði. FUNDIR ----- MANNFAGNAÐUR Aðalfundur skíðadeildar Breiðabliks verður haldinn í Félagsheimili Kópavogs fimmtudaginn 6. maí kl. 20.00. Dagskrá: Venjuleg aðalfundarstörf. Stjórnin. Stofnfundur Eignarhalds- félags Suðurnesja hf. Stjórn Sambands sveitarfélaga á Suðurnesj- um boðar til stofnfundar væntanlegs Eignar- haldsfélags Suðurnesja hf. fimmtudaginn 6. maí 1993 kl. 20.30 á Flughótelinu í Keflavík. Tilgangur félagsins verður að efla nýtt at- vinnulíf á Suðurnesjum með hlutafjárkaupum í fyrirtækjum, lánveitingum og öðrum þeim hætti, sem gæti elft atvinnulífið með arðsem- ismarkmið í huga. Á stofnfundinum munu liggja frammi vænt- anlegar samþykktir og stofnsamningur. Allir velkomnir. SJÁLFSTIEDISFLOKKURINN I' F I. A (i S S T A R F Sjálfstæðisfélag Seltirninga Félagsfundur í kvöld kl. 20.30 á Austurströnd 3. Dagskrá: Almenn umræða um prófkjör, uppstillingu eða annan framboðsmáta vegna sveitarstjórnakosninga 1994. Framsaga: Gísli Ólason. Kosning landsfundarfulltrúa. Stjórnin. Ráðstefna um efnahagsmál, efnahags- stefnu og atvinnumál Dagsetning: Laugardaginn 8. maí nk. Tími: 12.00 til 16.00. Staður: Hótel Saga, Ársalur. Dagskrá: - Avarp fjármálaráðherra, Friðriks Sóphussonar. - Dr. Sigurður B. Stefánsson, framkvæmdastjóri: Efnahagsmál: Tíundi áratugurinn. - Dr. Guðmundur Magnússon, prófessor: Velferð á ótraustum grunni - vaxtarkreppa og stjórnbrestir á Norðurlöndum. - Einar Oddur Kristjánsson, framkvæmdastjóri: Efnahagsstefnan og atvinnulífið. - Haraldur Sumarliðason, forseti Landssambands iðnaðarmanna: Staða iðnaðarins í atvinnulífinu. - Dr. Stefán Ólafsson, prófessor: Pólitískar og félagslegarforsend- ur hagvaxtar. • - Umræður og fyrirspurnir. Ráðstefnustjóri: Davið Scheving Thorsteinsson. Ráðstefnan er opin öllu áhugafólki um efnahags- og atvinnumál. Landsmálafélagið Vörður. Innheimtuþjónusta Ertu orðinn þreytt/ur á að skrifa reikninga og halda utan um inn- heimtuna? Illa skipulögð inn- heimta getur kostað þig ótrúlega mikið. Við hjá HV ráðgjöf sér- hæfum okkur í að halda utan um innheimtu fyrirtækja og einyrkja. HV ráðgjöf, sími 628440. Símatími milli kl. 15 og 17 alla virka daga. I.O.O.F. Rb. 4= 142548-81/2.11. Miðilsfundir - líflestur Miðillinn Colin Kingschot er kominn til landsins. Upplýsingar um einkafundi, líf- lestur, heilun, kristalla og nám- skeið í síma 688704. Silfurkrossinn. Flóamarkaður hjá Hjálpræðishernum í dag, þriðjudaginn 4., og mið- vikudaginn 5. mai. Opið á milli kl. 10 og 18 í Herkastalanum í Kirkjustræti 2. Æ VEGURINN GsG Kristið samfélag Breiðholt Samvera i Templarasalnum, Parabakka 3, Mjódd, í kvöld, þriðjudag, kl. 20.00. Kennsla um lofgjörð og tilbeiðslu. Kaffiveitingar og samfélag. Allir velkomnir. Vegurinn, kristið samfélag. Hvítasunnukirkjan Ffladelfía Samvera fyrir eldri safnaðar- meðlimi í dag kl. 15.00. Húsmæðrafélag Reykjavíkur Aðalfundurinn verður haldinn í félagsheimilinu á Baldursgötu 9 mánudaginn 10. maí kl. 20.30. Venjuleg aðalfundarstörf. Önnur mál. Kaffi. Félagskonur fjölmennið. Stjórnin. FERÐAFÉLAG ® ÍSLANDS MÖRKINNI 6 - SÍMI 682533 Miðvikudagur 5. maí kl. 20.30 Myndakvöld Ferðir við rætur Vatnajökuls Miövikudaginn 5. maí kl. 20.30 verður Ferðafélagið með síðasta myndakvöld vetrarins í Sóknar- salnum, Skipholti 50a. Hjörleif- ur Guttormsson, höfundur Ár- bókarinnar 1993: Við rætur Vatnajökuls, kynnir ferðaslóðir sem þar koma við sögu. Fjöl- margar Ferðafélagsferðir í sumar, bæði helgar- og sumar- ferðir, tengjast efni árbókar- innar að meira eða minna leyti. Um er að ræða svæðið frá Lómagnúpi ■ vestri og austur í Lón, byggðir og óbyggðir. Árbókin kemur út fijótlega. Hér gefst einstakt tækifæri til þess að njóta lelðsagnar um for- vitnilegt svæði hjá manni sem gjörþekkir landslag, náttúrufar og mannlíf. Ferðaáætlun liggur frammi á myndakvöldinu. Að- gangur er kr. 500 (kaffi og með- læti innifaliö). Allir eru velkomnir meðan pláss leyfir, félagar sem aðrir. Tilvalið að gerast félagi. Ferðafélagið heldur tvö átta- vitanámskeið um þessar mundir og er upppantað á þau bæði. Það fyrra 3. og 4. maí, en það síðara 10. og 11. maí. Þau er haldin í Mörkinni 6 (risi). Næsta opna hús þar verður auglýst síðar. Ferðafélag Islands.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.