Morgunblaðið - 04.05.1993, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 04.05.1993, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 4. MAÍ 1993 35 Morgunblaðið/Benjamm Urvalsmjólkurbændur Mjólkursamlag KEA hefur síðustu 11 ár veitt þeim afhentar á aðalfundi samlagsins í vikunni, en að mjókurframleiðendum sem skarað hafa fram úr þessu sinni uppfylltu 24 framleiðendur öll skilyrði varðandi mjólkurgæði viðurkenningar og voru þær fyrir veitingu viðurkenningar fyrir úrvalsmjólk. 24 fá viðurkenningn fyrir framleiðslu á úrvalsmjólk Skólaakstur hefjist með böm úr Giljahverfi SKÓLANEFND mælif eindregið með því að á næsta skólaári verði nemendur fyrsta til þriðja bekkjar úr Giljahverfi boðið upp á skólaakstur í og úr Glerárskóla. Nú búa tæplega 30 nemendur í fyrsta til fímmta bekk í Gilja- hverfi, en þeir eru í Glerárskóla. íbúum í hverfinu hefur fjölgað milli ára og með hliðsjón af því og eins að sumir nemenda skólans eiga heima í rúmlega eins kíló- metra fjarlægð frá skólanum þá mælir skólanefnd með að boðið verði upp á skólaakstur á næsta skólaári. Því er jafnframt beint til stjórn- enda Glerárskóla að við skipulags- vinnu fyrir næsta skólaár verði tekið mið af því að hægt-verði að koma á hagstæðum akstri fyrir þessa nemendur og að skólastarfið verði skipulagt þannig að nemend- ur úr öðrum árgöngum geti að hluta nýtt sér skólaaksturinn. Kirkjulistarvika Dagskrá um Hall- grím Pétursson frumflutt í kvöld FRUMFLUTT verður í kvöld, þriðjudagskvöldið 4. maí, dagskrá í tali og tónum um æviferil og skáldskap Hallgríms Péturssonar, en sýningin verður í Akureyrarkirkju og hefst kl. 20.30. Dagskrá- in er hluti Kirkjulistaviku sem nú stendur yfir í kirkjunni. SÍFELLT strangari kröfur eru gerðar til mjólkurbænda og nú er ekki einungis farið eftir gæðum mjólkurinnar sjálfrar heldur er einnig tekið tillit til aðbúnaðar á framleiðslustað, þ.e. fjóss og mjólkurhúss auk aðkomu og snyrtimennsku utanhúss. Á aðalfundi Mjólkursamlags KEA voru veittar viðurkenningar til 24 mjókur- framleiðenda sem uppfylla öll skilyrði samlagsins vegna fram- leiðslu á úrvalsmjólk. Ekki hefur tekist að samræma reglur þær sem farið er eftir hjá mjólkursamlögunum á landinu hvað þessar viðurkenningar varð- ar, þannig að ekki liggja sömu forsendur til grundvallar á milli samlaga, en forráðamönnum Mjólkursamlags KEA þykir tíma- bært að samlögin birti þær reglur sem farið er eftir svo bændur átti sig á raunverulegum og sambæri- legum árangri mjólkurframleið- enda á öðrum samlagssvæðum. í fyrsta flokki Til að fá viðurkenningu Mjólkursamlags KEA þurfa bænd- ur að uppfylla eftirfarandi skil- yrði: Að heildargerlatala hafí aldr- ei farið yfir 30 þúsund gerla í ml., að mjólkin hafi alltaf verið í fyrsta flokki við flokkun hitaþol- inna gerla, að mjólkin hafi alltaf verið í fyrsta flokki við flokkun kuldakærra gerla, að meðaltals- frumutala mjólkurinnar hafi verið undir 300 þúsund á árinu, að aldr- ei hafi orðið vart fúkalyfja.eða annarra efna er rýrt geti gæði mjólkurinnar, að árskoðun mjók- ureftirlits hafi verið án athuga- semda og að engar athugasemdir aðrar hafi verið gerðar við mjólk eða aðstæður til mjólkurfram- leiðslu á árinu. Signý Pálsdóttir tók dagskrána saman og byggði á ritum um Hallgrím, skáldskap hans og ann- arra, en Björn Steinar Sólbergsson organisti Akureyrarkirkju valdi tónlistina. Signý leikstýrir verk- ínu. Söngur og saga í dagskránni fléttast saman saga og skáldskapur Hallgríms Péturssonar í flutningi leikara frá Leikfélagi Akureyrar og söngur félaga úr Kór Akureyrarkirkju og Jóns Þorsteinssonar, tenórs. Fimm leikarar taka þátt í dag- skránni, Agnes Þorleifsdóttir, Sig- urþór Albert Heimisson, Sunna Borg, Þórey Aðalsteinsdóttir og Þráinn Karlsson. Vinnumiölunarskrifstofan Atvinnulausum hefur fækk- að um 50 milli mánaðamóta FÆKKAÐ hefur á atvinnu- leysisskrá á Akureyri, en um síðustu mánaðamót voru 50 færri á skránni en voru um mánaðamótin þar á undan. Elías B. Halldórsson sýnir í Listhúsinu Þingi SÝNING á verkum Elíasar B. Halldórssonar var opnuð í List- húsinu Þingi á laugardag, en hún stendur yfir fram til sunnudags- ins 9. maí næstkomandi. Sýningin er opin frá kl. 14 til 19 daglega. Elías B. Halldórsson fæddist í Borgarfirði eystra árið 1930. Hann stundaði nám við Myndlista- og handíðaskóla íslands 1955-1958 og stundaði síðan framhaldsnám við listaakademíuna í Stuttgart í Þýskalandi og við Konunglegu lista- akademíuna í Kaupmannahöfn. Elías hélt sína fyrstu sýningu í Bogasal Þjóðminjasafnsins árið 1961 og hefur síðan haldið margar einkasýningar og tekið þátt í sam- sýningum heima og erlendis. Hann hefur lengst af búið á Sauðárkróki en flutti til Reykjavík- ur árið 1986. Nú býr hann í Kópa- vogi og starfar þar að list sinni af miklum krafti. Elías B. Halldórsson Fleiri eru þó skráðir atvinnu- lausir í bænum nú þegar miðað er við sama tíma á bæði síðasta og þar síðasta ári. Atvinnuátak hefur verið í gangi frá því í byijun mars og verður væntan- lega út þennan mánuð, en rúm- lega 60 manns sem voru á at- vinnuleysisskrá eru í störfum tengdum átakinu. Nú eru 432 skráðir atvinnulaus- ir á Akureyri og er hnífjafnt hlut- fallið milli kynjanna, 216 karlar 9g jafnmargar konur eru á skrá. í lok mars voru 482 á atvinnuleys- isskrá þannig að fækkað hefur um 50 manns á skránni milli mánaða- móta. Fjarar út „Það er hreyfing á þessu, við finnum að það fjarar svolítið út atvinnuleysið. Það fékk nokkur hópur vinnu á Strýtu þegar fjölgað var þar um daginn og eins hefur fólk verið að fá vinnu á ýmsum stöðu, einn og einn,“ sagði Sigrún Björnsdóttir forstöðumaður Vinn- umiðlunrskrifstofu Akureyrarbæj- ar. Alls starfa nú 62 einstaklingar við atvinnuátak sem staðið hefur yfir frá því í mars, en þeir starfa m.a. í skólum, bókasöfnum, íþróttamannvirkjum, við umhverf- ismál og hjá stofnunum bæjarins. Þá hefur Folda fengið vilyrði fyrir því að fara af stað með verkefni með þátttöku Atvinnuleysistrygg- ingasjóðs sem veitir um 30 manns vinnu í 6 mánuði og er undirbún- ingur þess þegar hafinn. „Það er vissulega mikið at- vinnuleysi ennþá, en sem betur fer merkjum við að það fer minnk- andi,“ sagði Sigrún, en til viðmið- unar voru 279 skráðir atvinnulaus- ir á sama tíma á síðasta ári og 170 manns árið 1991 á móti 432 nú. Flestir þeir sem eru atvinnu- lausir eru úr Verkalýðsfélaginu Einingu, alls 168 manns, þá eru rúmlega 80 manns úr Félagi versl- unar- og skrifstofufólks og rúm- lega 70 Iðjufélagar. Um mán- aðamótin voru 135 manns á aldrin- um 20 til 30 ára á atvinnuleysis- skrá og um 40 manns voru undir tvítugu, en það eru stærstu hóp- arnir sem nú er atvinnulausir, að sögn Sigrúnar. Frá grunnskólum Akureyrar Innritun 6 ára barna (fædd 1987) fer fram í grunnskól- um bæjarins fimmludaginn 6. mai og föstudag- inn 7. mai nk. kl. 10-1 2 f.h. Jafnframt veróur könn- uð þörf á gæslu yngri barna. Innrita má meó símtali vió viðkomandi skóia. Á sama tíma þarf að tilkynna flutning eldri nemenda milli skólasvæða. Nemendur, sem flytjast í Gilja- hverfi, skulu innrita sig í Glerárskóla. Símanúmer skólanna: Gagnfræðaskóli Akureyrar 24241. Barnaskóli Akureyrar 24172. Glerárskóli 12666. Lundarskóli 24888. Oddeyrarskóli 22886. Síðuskóli 22588. Skólafulltrúi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.