Morgunblaðið - 04.05.1993, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 04.05.1993, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 4. MAÍ 1993 33 Morgunblaðið/Björn Bjömsson AÐALFUNDUR - Á aðalfundi Kaupfélags Skagfirðinga kom fram að rekstur Fiskiðju Sauðár- króks, sem er dótturfyrirtæki kaupfélagsins, gekk mjög vel, enda hefur aldrei verið tekið á móti jafn miklu hráefni eða samtals 9.500 tonnum af bolfiski sem er um 20% aukning á milli ára. Á myndinni er Þórólfur Gíslason, kaupfélagsstjóri í ræðustól. Hagnaður Kaupfélags Skagfirðinga um 41 millj. Sauðárkróki. AÐALFUNDUR Kaupfélags Skagfirðinga var haldinn þann 24. april í Selinu, kaffistofu Sláturhúss kaupfélagsins, og sátu fundinn auk sljórnar félagsins, stjórnendur rekstrardeildar, fulltrúar allra félags- deilda og gestir. Gunnar Oddsson bóndi á Flatartungu stjórnaði fundi. Stefán Gestsson, stjórnarformað- ur flutti skýrslu stjómar og fjallaði þar meðal annars um þá nýjung í starfi félagsins, sem er endurskoðun á starfsmannastefnu og starfs- mannastjómun, en í tengslum við þetta átak var ráðinn sérstakur verk- efnisstjóri til þess að sinna almennum gæðastjómunarmálum hjá fyrirtæk- inu. Taldi stjómarformaður að þetta starf lofaði góðu og hér væru menn á réttri leið. Þá skýrði Þórólfur Gíslason kaup- félagsstóri frá rekstri félagsins á liðnu ári. í skýrslu kaupfélagsstjóra kom fram að rekstrarhagnaður Kaupfé- lags Skagfirðinga varð rúmlega 41 milljón króna árið 1992, samanborið við rúmlega 32 milljóna króna hagn- að árið 1991, en vegna lækkaðra skulda á undanfömum ámm og minnkandi birgða varð neikvæður vaxtamunur félagsins 28 milljónum lægri en árið áður. Þá nefndi kaupfélagsstjóri háa raunvexti og minnkandi kaupmátt svo og fleiri atriði, sem hefðu skapað kaupfélaginu eins og öðrum fyr- irtækjum erfítt rekstrarumhverfí. Rekstrartekjur félagsins minnkuðu um 1% á milli ára, og væri því hægt að tala um 3% raunsamdrátt tekna á milli ára. Innflutningur Verslunarstarfsemi félagsins skil- aði svipaðri afkomu og árið áður, en umfang beins innfiutnings hefur stóraukist, og hefur skilað sér í veru- lega auknu vöruúrvali og stórlækk- uðu vöruverði til neytenda. Afkoma mjólkursamlagsins var nokkuð góð á árinu og skilaði rekst- ur samlagsins 7,8 milljóna króna hagnaði, þrátt fyrir að innvegið mjólkurmagn ársins, sem var 7,7 milljónir lítra, drægist saman um 9,3% milli ára. Samdráttur varð í sölu á nokkrum framleiðsluvörum samlagsins, svo sem á Smjörva og osti, en hins veg- ar veruleg aukning á súrmjólk ýmiss konar. Þrátt fyrir verulega hagræðingu í sláturhúsi félagsins var þar um tals- vert tap að ræða á árinu og skýrist af því hversu mjög hefur fækkað því fé sem sent er til slátrunar. Veruleg framleiðsluaukning varð hjá kjöt- vinnslunni án aukins kostnaðar og var reksturinn hallalaus á árinu. Rekstur Fiskiðjunar gekk vel Rekstur Fiskiðju Sauðárkróks, sem er dótturfyrirtæki kaupfélagsins gekk mjög vel, enda hefur aldrei verið tekið á móti jafn miklu hrá- efni, samtals 9.500 tonnum af bol- fiski, sem er um 20% aukning á milli ára. Var útflutningsverðmæti Fiskiðjunnar og Skagfirðings hf. tæplega 1,5 milljarðar. Eigið fé á samstæðurekstrarreikn- ingi Fiskiðjunnar og Kaupfélagsins við árslok er 1,047 milljónir, sem er um 50% eiginfjárhlutfall, en veltufj- árhlutfall hækkaði úr 1,28 í 1,77 milli ára. Helstu íjárfestingar félagsins voru um 15 milljóna kr. hlutafjáraukning í Skagfírðingi hf. og 47 milljónir sem lagðar voru í fasteignir, en þar er um að ræða nýja ostageymslu á Sauðárkróki og endurbætur og lag- færingar á húseign í Varmahlíð. Sagði Þórólfur Gíslason kaupfé- lagsstjóri að efnahagsleg staða kaup- félagsins væri við árslok 1992 mjög góð, enda skipti það verulegu máli fyrir atvinnulíf á félagssvæðinu að vel tækist til með rekstur þess og dótturfélaganna. Úr stjórn kaupfélagsins áttu að ganga Stefán Gestsson, Margrét Viggósdóttir og Ríkharður Jónsson, og voru þau Stefán og Margrét end- urkjörin, en Ríkharður gaf ekki kost á sér til endurkjörs og var Pétur Pétursson kjörinn í stjómina í hans stað. Starfsmenn Kaupfélagsins í fyrra voru á 180 og námu heildar launa- greiðslur til þeirra 269,1 milljón, en félagsmenn voru 1.792 og störfuðu þeir í 12 deildum. - BB. Hagnaður hjá Höfða entap hjá íshafi Húsavík. AÐALFUNDIR togaraútgerðar- félaganna Höfða og íshafs voru haldnir síðustu vikuna í apríl. Þar kom fram að hagnaður hjá Höfða hf. var um 13 milljónir á sl. ári en tap hjá íshafi hf. nam 47 millj- ónum. Höfði gerir út frystitogarann Júl- íus Havsteen aðallega á rækju, tvo báta og rekur einnig netaverkstæði. Heildarvelta nam 244 millj. og hafði aukist um 10% frá árinu áður. Alls landaði Júlíus Havsteen 856 tonnum af rækju, en hann hafði kvótaskipti á bolfiski og rækju við Kolbeinsey. Félagið fjárfesti á árinu í tveimur fiskiskipum fyrir 65 millj. króna. Rekstur veiðarfæragerðarinnar hef- ur ávallt gengið vel en erfiðleikar fara vaxandi vegna skulda á útseld- um veiðarfærum og viðgerðum. Hluthafar í Höfða eru 88 en aðaleig- endur eru Húsavíkurbær, með 46,4%, og Fiskiðjusamlag Húsavíkur hf.j sem á 41,04%. Ishaf hf. gerir út ísfísktogarann Kolbeinsey ÞH 10 sem fór alls 29 veiðiferðir á árinu. Togarinn aflaði alls um 2.500 tonna, sem hann land- aði að mestu í heimahöfn en seldi erlendis 320 tonn. Samdráttur vegna kvótaskerðingar var tæp 14%. Verð- mæti heimalandaðs afla var að með- altali 55,42 kr. á hvert kíló en meðal- verð sölu erlendis kr. 109 hvert kíló. Skerðing á aflaheimildum Kolbeins- eyjar frá því að áflamarkskerfið tók gildi árið 1983 er rúm 50% og voru því aflaskiptin á rækju og þorski við Höfða hf. félaginu hagstæð. Hlut- hafar í íshafi hf. eru 104 en aðaleig- endur eru Fiskiðjusamlag Húsavíkur hf. með 44,59%, Húsavíkurbær með 21,12%, og Kaupfélag Þingeyinga, með 17,36%. Rætt hefur verið um að sameina tvö áðurgreind félög en sömu menn skipa stjórnir þeirra, þau Einar Njálsson, bæjarstjóri, Örlygur Jóns- son, lögfræðingur, Gunnar Magn- ússon og Pétur Jónsson, fulltrúar hjá KÞ, og Katrín Eymundsdóttir. - Fréttaritari. Bílamarkaöurinn Smiðjuvegi 46E v/Reykjanesbraut Kopavogi, sími 671800 Subaru 1800 GL turbo station '87, grás- ans, vél og turbína ný uppt., sjálfslk. Fall- égur bíll. V. 780 þús. msr: Hyundai Elantra '92, hvítur, sjálfsk., ek. 9 þ., álfelgur, sóllúga, rafm. í öllu. V. 1190 þús., sk. á ód. MMC Colt GLXi '90, grásans, 5 g., ek. 42 þ. V. 760 þús. Toyota Hi-Lux Extra Cab '91, ek. 54 þ., 35“ dekk, álfelgur, 5.71 hlutf. o.fl. V. 1690 þús. Vantar góða bíla á staðinn, ekkert innigjald. Renault Express '92, hvítur, 5 g., ek. 15 þ. V. 850 þús. (VSK bíll). Subaru Legacy 4x4 station '91, sjálfsk., ek. 18 þ. V. 1450 þús. MMC Space Wagon '88, 5 g., ek. 97 þ. V. 790 þús., skipti. MMC Lancer GLX '89, 5 g., ek. 90 þ. V. 600 þús. stgr. MMC Colt GLX '89, 5 g„ ek. 72 þ. V. 630 þús. Daihatsu Feroza EL II EFi '90, talsvert breyttur, ek. 48 þ. V. 1070 þús., sk. á ód. M. Benz 190E '88, hvítur, sjálfsk., ek. 85 þ„ sóllúga, driflæsingar o.fl. V. 1890 þús. Subaru 1800 GL station 4x4 '86, blá- sans, mjög gott eintak. V. 580 þús. Toyota Corolla XL Liftback '88, stein- grár, 5 g„ ný uppt. vél. Gott eintak. V. 670 þús. Daihatsu Charade TS '92, hvítur, 3ja dyrá, ek. 10 þ. V. 660 þús. stgr. Suzuki Swift GL '90, 5 dyra, 5 g„ ek. 28 þ. V. 580 þús. Nissan Patrol langur diesel '86, 5 g„ ek. 170 þ„ spil o.fl. V. 1550 þús. MMC Lancer GLX Hlaðb. '90, sjálfsk., ek. 44 þ. V. 890 þús„ sk. á 4 x 4 fólksbíl + pen. MMC Galant GLSI 4x4 '90, ek. 61 þ„ rafm. í öllu o.fl. V. 1200 þús. Odýrir bílar: , uppt. Ford Taunus 1600 GL '82, sjálfsk. vél. Gott eintak. V. 155 þús. Skoda 130 GL '87, uppt. vél o.fl. V. 95 þús. Austin Allegro station '78, óvenju gott eintak. V. 95 þús. Fiat Duna 70 Berlina '88, 5 g„ ek. aðeins 39 þ. V. 290 þús. Auglysing um breytta starfsstöð Brynjars Níelssonar hdl. Mánudaginn 3. maí 1993 flutti ég starfsemi mína frá Laugavegi 1 78 í Bolholt 4, Reykjavík. Nýtt símanúmer er 624330. Nýtt faxnúmer er 688779. Brynjar Nielsson hdl. % * AR ALDRAÐRA í EVRÓPU 1993 Nú er komið að dúndrandi skemmtilegri ráðstefnu um efni, sem aldrei hefur verið fjallað um fyrr á íslandi, en það er um NÝJAN LÍFSSTÍL eldra fólks. Ráðstefnan verður haldin fimmtudaginn 6. maí í Borgartúni 6 og hefst hún kl. 13.15. 77/ umfjöllunar verða ýmis skemmtileg og sérkennileg erindi. Ráðstefnustjóri verður hin glæsilega og skemmtiiega Bryndís Schram. Auglysing um breytta starfsstöð Ásgeirs Björnssonar hdl. Mánudaginn 3. maí 1993 flutti ég starfsemi mína frá Laugavegi 178 í Borgartún 33, Reykjavík, og gekk þar til samvinnu vió Lögmenn Borgar- túni 33, þá Guðmund Jónsson hrl. og Siguró I. Halldórsson hdl. Nýtt símanúmer er 629888. Nýtt faxnúmer 617266. Ásgeir Björnsson hdl. Ráðstefnuna setur María Gísladóttir, formaður Félags stjórnenda í öldrunarþjónustu. Að þreifa á ellinni: Porsteinn Einarsson, fyrrverandi íþróttafulltrúi ríkisins. Heilsa og lífsstíll: Jón Eyjólfur Jónsson, öldrunarlæknir. Nýr lífsstíll í klæðnaði, hegðurrog framkomu (fjörí ellinni): Heiðar Jónsson, snyrtir. Kaffi og gott meðlæti. Tónlist og eldri borgarar: Kristín S. Pétursdóttir, tónmenntakennari. Kórsöngur: Söngvinir úr Kópavogi syngja undir stjórn Kristínar. Fjöldasöngur. Andlegt og líkamlegt gildi dans fyrir aldraða: Heiðar Ástvaldsson, danskennari. Að lokum leynivopnið: UPPÁKOMA með þátttöku sem flestra. Ráðstefnan er opin öilum, sem eru komnir með vor í hjarta og eiga þúsundkall. Mætum öll hress og kátl Félag stjórnenda f öldrunarþjónustu Öldrunarráð íslands M9305
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.