Morgunblaðið - 04.05.1993, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 04.05.1993, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 4. MAÍ 1993 39 Nemendur og kennarar að loknum skriflega hluta meiraprófsins. Morgunbiað.ð/Jón Sigurðsson Ökuskóli á Blönduósi Meiraprófsnáinið í höndum heimamanna 154 ung- menni í þýsku- þraut HALDIN var þýskuþraut samtím- is í framhaldsskólum landsins 12. febrúar sl. Þátttaka í keppninni var mjög góð, alls tóku 154 nem- endur framhaldsskólanna þátt í keppninni. Hlutskarpastar voru þær Herdís Helga Schopka úr MR og Guðný Þorsteinsdóttir úr Framhaldsskólanum í Austur- Skaftafellssýslu. Verðlaunin sem þær hljóta eru mánaðardvöl í Þýskalandi næsta sumar. Boðið eru upp á fjölbreytta og vandaða dagskrá með menning- arviðburðum, málakennslu og skoð- unarferðum innan Þýskalands. M.a. verður dvalið í Bonn, Miinchen, Beri- ín og Wiirzburg. Þýsk yfírvöld (Stándige Konferenz der Kulturs- minister der Lánder der Bundesrepu- blik) greiða allan kostnað. Þeim nemendum sem voru í 3. til 16 sæti voru veitt bókaverðlaun. Verðlaunaafhendingin fór fram hinn 16. apríl sl. Þess ber að geta að þýskukennar- ar hrósa mjög kunnáttu þeirra sem þátt tóku í þrautinni. Þetta er í fyrsta sinn sem slík þýskuþraut er haldin en nemendastyrkir þessir hafa verið veittir fjölmörg undanfarin ár. -----» ■ ♦ ♦--- Fatadeild opnuð í V eiðimanninum VERSLUNARHÚSNÆÐI Veiði- mannsins í Hafnarstræti hefur nú verið stækkað um þriðjung og þar hefur verið opnuð fata- deild fyrir dömur og herra. í nýju deildinni verða í boði sér- staklega valin föt sem hæfa ís- lenskum aðstæðum og íslenskri náttúru, að því er kemur fram í fréttatilkynningu. Meðal þeirra merkja sem seld verða má nefna bresku fötin John Patridge. Blðnduósi. TVEIR ökukennarar, þeir Haukur Pálsson á Röðli og Snorri Bjarna- son á Blönduósi, settu á stofn öku- skóla þar sem nemendur öðlast réttindi til að aka vörubifreiðum og hópferðabílum. Þetta er í fyrsta sinn sem slík kennsla er alfarið í höndum heimamanna því áður voru námskeið sem þessi í höndum Bifreiðaeftirlits ríkisins Rúmlega tuttugu manns stunduðu nám við ökuskóla Hauks og Snorra og komu þeir víða að af vestanverðu Norðurlandi. Þeir félagar Haukur Pálsson og Snorri Bjarnason voru ánægðir með þátttökuna í námskeið- inu og þátt heimamanna í að hrinda þessu í framkvæmd. Flestir nemend- urnir á námskeiðinu þreyttu prófið á Blönduósi en einn nemandinn tók ökuprófið úti á rúmsjó og er ólíklegt að ökupróf hafi fyrr verið þreytt á hafi úti. Þess ber þó að geta að hér var um skriflega hluta prófsins að ræða en verklegi hluti prófsins verð- ur haldinn á fastalandinu. Jón Sig. Amnesty ræðir pyntingar og morð á börnum í Guatemala 50 lögreglumenn ákærðir en enginn hefur hlotið dóm BRUCE Harris, forstöðumaður Casa Alianza í Guatemala, sem er athvarf fyrir götubörn, hélt fyrirlestur hér á Iandi um síðustu helgi í boði Amnesty International og Barnaheilla. Harris er Englendingur en hefur búið um margra ára skeið i Guatemala og unnið þar að málefnum götubarna og reynt að draga lögreglumenn og hermenn sem misþyrmt hafa eða myrt götubörn fyrir dómstóla. í Guatemalaborg eru milli 5-10 þúsund götu- börn. Um nætur sofa þau á gangstéttum eða undir strætisvögnum. Þau draga mörg hver fram lífið með því að bursta skó vegfarenda, þvo bíla, selja sælgæti eða stela. Hungrinu og kuldanum veijast þau m.a. með því að anda að sér lími og komast í vímuástand. Að sögn Kristínar Jónasardóttur, skrifstofu- stjóra Bamaheilla, sem stóð að undirbúningi ís- landsheimsóknar Harris í samvinnu við íslands- deild Amnesty International, er ekki litið á götu- börn í Guatemala, né Brasilíu, sem börn, heldur fremur sem aðskotahluti sem þurfi að hreinsa af götunum. 50 lögreglumenn hafa verið ákærðir fyrir að hafa misþyrmt eða myrt götubörn en enginn þeirra hefur hlotið dóm enn sem komið er. Pyntuð og skotin T Kristín sagði að Harris hefði lýst pyntingum á átta ára gömlum börnum og sýnt því til staðfest- ingar myndskyggnur. Hefðu bömin verið hræði- lega útleikin og mörg verið skotin í hnakkann að pyntingum loknum. Hún sagði að Harris hefði nýlega flust frá Guatemala til Mexíkó vegna lífl- átshótana dauðasveita. Liðsmenn sveitanna hafi ofsótt hann og aðra starfsmenn athvarfsins vegna baráttu þeirra til að fá lögreglumenn og hermenn sem hafa misþyrmt og myrt götubörn dregna fyr- ir dómstóla. Harris er þrátt fyrir það tíður gestur í Guatemala og sagði Kristín að hann væri orðinn þekktur víða um heim fyrir baráttu sína og þyrfti því ekki að óttast jafnmikið og ella að falla í hend- ur dauðasveitanna. Alþjóðlegur þrýstingur Kristín sagði að tilgangurinn með heimsókn Harris væri sá að gera almenningi ljósar þær hörmungar sem dynja yfir götuböm í Guatemala og þrýsta á almenning og stjórnvöld hérlendis sem og um allan heim að stöðva óöldina í landinu. Islandsheimsókn Harris var hluti af samvinnu Amnesty-deildanna á Norðurlöndum, en íslands- deiidin tók höndum saman við Bamaheill um að, undirbúa heimsóknina. Kristín hvatti íslendinga til að mótmæla pyntingum og morðum á götubörn- um í Guatemala með því að skrifa sendiherra landsins sem hefur aðsetur í Svíþjóð mótmæla- bréf. Nafn hans er: H.E. Dr. Lars Henrik Pira Perez, ambassador, Guatemalan Embassy, Wittstochsgatan 30, 115 27 Stockholm. tölvur ■ Öll tölvunámskeið á PC og Macintosh. Ný námsskrá komin út. Tölvu- og verkfræðiþjónustan, Grensásvegi 16, s. 688090. ■ Excel töflureiknirinn. 15 klst. ítarlegra og lengra námskeið. 10.-14. maí kl. 9-12. Tölvu- og verkfræðiþjónustan, s. 688090. ■ Word ritvinnslan 15 klst. ritvinnslunámskeið fyrir Macin- tosh og Windows. 10-14.maíkl. 16-19. Tölvu- og verkfræðiþjónustan, s. 688090. ■ Dreifibréf og límmiðar í Word. Fyrir þá, sem nota beina markaðssetn- ingu. 18.-19. maí kl. 9-12. Tölvu- og verkfræðiþjónustan, s. 688090. ■ Tölvunámskeið fyrir byrjendur Mjög gagnleg námskeið 9.-12. mars kl. 9-12. Tölvuskóli Stjórnunarfélags íslands og Nýherja. Símar 621066 og 697769. ■ Macintosh fyrir byrjendur. 15 klst. uin stýrikerfi, ritvinnslu, gagna- söfnun og töflureikni. 180 bls. handbók fylgir. 10.-14. m?í kl. 13-16. Tölvu- og verkfræðiþjónustan, s. 688090. ■ Excel og Word á ótrúlega hag- stæðu verði. Hringdu og fáðu nánari upplýsingar. Tölvu- og verkfræðiþjónustan, s. 688090. ■ Windows og PC grunnur. 9 klst. um Windows og grunnatriói PC notkunar 17.-19. maí kl. 16-19. Tölvu- og verkfræðiþjónustan, s. 688090. ■ Paradox námskeið Paradox fyrir Windows, 14 klst. Nýkomin er út hjá skólanum kennslubók um Paradox fyrir Windows gagnagrunn- inn. Höfundur bókarinnar Brynjólfur Þorvarðarson mun kenna. Innritun stendur yfir. Skóli með metnað í námsgagnagerð. ■ Tölvunámskeið Windows 3.1, 8 klst. PC grunnnámskeið, 16 klst. Word 2.0 fyrir Windows og Macintosh, 14 klst. WordPerfect fyrir Windows, 14 klst. PageMaker fyrir Windows og Macin- tosh, 14 klst. Excel 4.0 fyrir Windows og Macintosh, 14 klst. Word og Excel framhaldsnámskeið, 12 klst. Námskeið fyrir Novel netstjóra, 16 klst. Innifaldar eru nýjar íslenskar bækur. ■ Tölvuskóli í fararbroddi Úrval vandaðra námskeiða. Reyndir leið- beinendur. Kynntu þér námsskrána. Tölvuskóli Stjórnunarfélags ísiands og Nýherja. Sfmar 621066 og 697769. ■ EXCEL og WORD framhalds- námskeið Itarleg og árangursrík námskeið. Excel framhald 17.-19. maí og 1.-3. júní kl. 9-12. Word framhald 10.-14. maf kl. 13-16. Leiðbeinendur: Jón Georgsson (Excel) og Ragna S. Guðjohnsen (Word). Tölvuskóli Stjórnunarfélags ísiands og Nýherja. Símar 621066 og 697769. ■ Windows 3.1 kerfisstjórnun Námskeið 25., 27. maí og 1., 3. júní, kl. 13-16. Hagnýtt námskeið fyrir þá sem hafa umsjón með Windows uppsetn- ingum. Tölvuskóli Stjórnunarfélags íslands og Nýherja. Símar 621066 og 697769. tungumál ■ Enskuskóli nærri York Alm. námskeið 2-20 vikur. Stöðupróf í upphafi náms. Fámennir hópar (6-7). Viðurkennd próf ef óskað er. Upplýsingar gefa Marteinn eða Ágústfna, sími 32492 eftir kl. 19. ■ Enskunám í Englandi. Við bjóðum enskunám við einn virtasta málaskóla Englands. Skólinn sér þér fyr- ir fæði og húsnæði hjá enskri fjðlskyldu. Um er að ræða alhliða ensku - 18 ára og eldri, 2ja til 4ra vikna annir. Unglingaskóla, júh' og ágúst, 13-17 ára, 4ra vikna annir. Viðskiptaenska - 2ja og 4ra vikna annir. Allar nánari upplýsingar gefa: Júlíus Snorrason og Linda Ragnarsdóttir í símum 96-23509 og 21173, Bæjarsíðu 3, 603 Akureyri. Enska málstofan ■ Enskukennsla Við bjóðum tíma í ensku í samræðuformi (megináhersla á þjálfun talmáls). Einkatímar Enska, viðskiptaenska, stærðfræði (á öllum skólastigum). Allir kennarar eru sérmenntaðir í ensku- kennslu. Upplýsingar og skráning í síma 620699 fráki. 14-18 alla virka daga. ýmislegt NÁMSAÐSTOÐ ■ Námsaðstoð við grunn-, framhalds- og háskólanema. Flestar námsgreinar. Einkatímar - hópar. Reyndir réttindakennarar. Innritun í síma 79233 kl. 14.30-18.30. Nemenííapjónustan sf. (ullofSnsfrædslan ■ Grunn- og framahaldsskóla- áfangar og námsaðstoð. Prófáfangar í sumar: 102-3, 202-3; ÍSL, ENS, DAN, SÆN, NOR, SPÆ, STÆ, TÖL, EÐL, RAF, EFN, BÓK, TÖLV. Fullorðisnámskeið í ensku og spænsku að hefjast. Fullorðinsfræðslan, Hábergi 7, sími 7 11 55. nudd ■ Námskeið í ungbarnanuddi fyrir foreldra með börn á aldrinum 1-10 mánaða. Upplýsingar og innritun á Heilsunudd- stofu Þórgunnu, Skúlagötu 26, símar 21850 og 624745. ■ Andlitsnudd Námskeið í andlitsnuddi ★ Punktanudd (hjálpar og fyrirbyggir hrukkur, slappa húð, poka undir aug- um, undirhöku og er gott við höfuð- verk, þreyttum augum, ennisholu- vandamálum o.fl.) ★ Slökunarnudd fyrir andlit, herðar og háls. 100% ilmolíur notaðar, sem eru sérstaklega gerðar fyrir húðina. Upplýsingar og innritun á Heilsunudd- stofu Þórgunnu, Skúlagötu 26, sfmar 21850 og 624745.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.