Morgunblaðið - 04.05.1993, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 04.05.1993, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 4. MAÍ 1993 45 grín að sér, en við hin dáðumst að henni fyrir dugnaðinn og ósérhlífn- ina. Undanfarin ár lét heilsa Möggu smátt og smátt undan og þrekið minnkaði. Samt lét hún aldrei á neinu bera og bar sig vel þegar hún var innt eftir líðanýini. Þau hjónin flutt- ust á Grandaveg fyrir örfáum árum. Möggu fundust viðbrigðin mikil, hún saknaði bæði góðrar vinkonu og veð- urblíðunnar úr Heiðargerðinu, en enn sem fyrr kom aðlögunarhæfni henn- ar og ljúflyndi vel í ljós því hún fann ljósu hliðarnar við Vesturbæinn eins og hún gerði reyndar á öllum málum. Margrét andaðist að kvöldi 26. apríl. Andlát hennar kom ekki á óvart, þar sem hún hafði legið á sjúkrahúsi í nær mánuð. Fjölskylda hennar og vinir fylgja henni hinstu sporin í dag. Ljúf kona er látin, hennar verður minnst með þakklæti og söknuði. Sigríður Hjartar. Elskulega mamma mín, mjúk er alltaf höndin þín, tárin þoma sérhvert sinn, sem þú strýkur vanga minn; þegar stór ég orðinn er allt það launa skal ég þér. (Sig. Júl. Jóhannesson) Þessar hjartnæmu ljóðlínur hafa æ oftar leitað á hug minn síðustu vik- urnar, þær stundir, er ég hef setið við sjúkrabeð móður minnar, Mar- grétar Stefánsdóttur frá Kleifum, Gilsfirði, er við kveðjum í dag hinstu kveðju. Það var fyrir tveimur árum, að hún kenndi sér lasleika og hafði heilsu hennar hrakað mikið, er hún ans hinn 1. apríl síðastliðinn, en þar andaðist hún að kveldi dags 26. apríl. Margrét Stefánsdóttir fæddist að Kleifum í Gilsfirði hinn 13. ágúst 1912, en foreldrar hennar voru Anna Eggertsdóttir og Stefán Eyjólfsson er bjuggu allan sinn búskap að Kleif- um. Foreldrar Önnu voru Ingveldur, dóttir Sigurðar prests á Stað í Stein- grímsfirði, og Eggert Jónsson, og bjuggu þau allan sinn búskap að Kleifum. Foreldrar Stefáns voru Jó- hanna dóttir Halldórs, prests í Tröll- atungu og Eyjólfur sonur Bjarna, prests í Garpsdal, og bjuggu þau að Múla í Gilsfirði. Böm Önnu og Stef- áns er náðu fullorðinsárum voru 9: Eyjólfur, bóndi á Efri-Bmnná, Sig- valdi, verslunarmaður í Reykjavík, Eggert, bóndi á Steðja í Borgarfírði, Sigurkarl, menntaskólakennari og dósent við Háskólann, Ástríður, hús- freyja að Óspakseyri, Ingveldur, hús- móðir í Reykjavík, Margrét, húsmóð- ir í Reykjavík, Jóhannes, bóndi á Kleifum, og Birgitta, húsfreyja í Gröf í Bitm. Þrjú systkinanna em enn á lífi, þau Sigurkarl, Jóhannes og Birgitta. Margrét missti móður sína á tólfta aldursári_ og gengu þá systur henn- ar, þær Ástríður og Ingveldur, henni í móðurstað, jafnframt því að þær fylltu húsmóðursætið eftir bestu getu. Úr föðurhúsum fór Margrét laust eftir tvítugt og lá leiðin til Reykjavíkur, þar sem hún vann á heimili Sigurkarls bróður síns á Bar- ónsstígnum. Árin 1935-1937 var Margrét við nám í Héraðsskólanum á Laugarvatni. Margrét giftist 14. október 1939 eftirlifandi manni sín- um, Kára ísleifi Ingvarssyni frá Framnesi í Holtum í Rangárvalla- sýslu, en foreldrar hans voru Ingvar Pétur Jónson trésmiður frá Aust- vaðsholti í Landssveit og Katrín Jó- sefsdóttir frá Ásmundarstöðum í Holtum, en þau bjuggu lengst af sín- um búskap í Framnesi. Kári ólst upp frá tólf ára aldri hjá systur sinni, Guðrúnu, og manni hennar, Þorsteini Runólfssyni frá Mykjunesi í Holtum, en þau bjuggu á Markaskarði í Hvol- hreppi í Rangárvallasýslu. Margrét og Kári hófu búskap í Reykjavík, þar sem Kári vann í byrj- un sem verkamaður en fetaði fljót- lega í fótspor föður síns og lærði húsasmíði hjá Guðmundi Jóhanns- syni, trésmíðameistara í Reykjavík. Börn Margrétar og Kára eru: Katrin Sigríður, fædd 30. júní 1941, hús- móðir, gift Ölveri Skúlasyni skip- stjóra í Grindavík og eiga þau þrjú börn; Stefán Arnar, fæddur 30. júní 1944, tæknifræðingur, kvæntur Stefaníu Björk Karlsdóttur talsíma- verði og eiga þau eitt bam; Anna, fædd 19. október 1950, kennari, gift Karsten Iversen tæknifræðingi og eiga þau þrjú börn. Árið 1953 fluttust Margrét og Kári í nýtt einbýlishús sem þau byggðu í Heiðargerði 44 í Reykjavík. í Heiðargerðinu áttum við góða daga og mínar skærustu bernskuminning- ar eru þaðan. Hér eignuðust þau marga góða vini og kunningja meðal nágranna sinna sem þau bundu tryggð við æ síðan. Árið 1989 flutt- ust þau svo í hús aldraðra við Grandaveg 47 í Reykjavík. Margrét var sterkur persónuleiki, en jafnframt bjó hún yfir mikilli hlýju og sálarró sem hún miðlaði óspart af til náungans. Hún var einstaklega ósérhlífin og gerði lítið úr eigin veik- indum, sagði gjarnan ef spurt var um heilsufar: „Það er ekkert að mér, ég er bara gömul kona.“ Áhuga- mál hennar voru meðal annars lestur góðra bóka og tónlist, en auk þess var kveðskapur henni hugleikinn og átti hún auðvelt með að setja saman stökur, þótt hún legði það lítt fyrir sig. Það er í frásögu færandi, að þegar systkini hennar fengu reiðhesta í fermingargjöf, þá vildi hún frekar eitthvað annað og það varð úr að hún eignaðist lítið orgel sem hún lærði að leika á. Ég minnist þess að mér fannst jólin ekki byijuð fyrr en mamma var sest við orgelið og við sungum jólasálmana. Foreldrar mínir voru reyndar bæði tónelsk og var lagið oft tekið á heimilinu. Er þau hófu þátttöku í félagi aldraðra, þá lá því beint við að þau gengju í kór aldraðra og þar nutu þau sín vel. Upp úr síðustu áramótum hafði heilsu Margrétar þó hrakað það mik- ið að hún gat ekki tekið þátt í kór- starfínu og saknaði hún þess mikið að geta ekki verið með. Elsku mamma, þín er nú sárt saknað, er við kveðjum þig í hinsta sinn. Ég bið guð að geyma þig og styrkja pabba í sorg hans. Stefán Arnar Kárason, Stefanía Björk Karlsdóttlr og Sveinn Arnar Stefánsson. Mig langar að minnast tengda- móður minnar, hennar Möggu, með nokkrum orðum. Það var síðsumars 1958 að ég kom fyrst inn á heimili hennar og Kára að Heiðargerði 44. Ég var aðeins 18 ára unglingur, óþroskaður og hálffeiminn og vissi ekki hveiju búast mætti við þar sem ég var að gera hosur mínar grænar fyrir eldri dóttur þeirra, Katrínu Sig- ríði. Magga tók á móti mér með hlýju sem henni einni var svo létt um að láta í té. Fljótlega varð ég heima- gangur í Heiðargerðinu og hef verið allar götur síðan. Magga var fædd á Kleifum í Gils- firði, dóttir hjónanna Stefáns Eyjólfs- sonar og Önnu Eggertsdóttur sem þar bjuggu. Hún var ein níu barna þeirra sem upp komust. Nú eru að- eins þijú á lífi, þau Sigurkarl, kenn- ari í Reykjavík, Jóhannes bóndi á Kleifum og Birgitta bóndakona og kennari í Gröf í Bitru. Magga ólst upp á Kleifum, en missti móður sína ung að árum. Hún hleypti heimdrag- anum og fór í skóla á Laugarvatni og síðan sem kaupakona að Marka- skarði í Hvolhreppi, þar sem hún kynntist eftirlifandi eiginmanni sín- um, Kára Ísleifí Ingvarssyni, tré- smið. Magga og Kári giftu sig 14. október 1939. Þau eignuðust þijú böm, Katrínu Sigríði 1941, Stefán Arnar 1944 og Ónnu 1950. Öll þau orð sem mér koma í hug til að lýsa Möggu eru fátækleg í samanburði við hana sjálfa, dugnað hennar og fórnfysi. Hún er sú kona sem ég ávallt bar mestu virðingu fyrir. Hún var mjög sterkur persónu- leiki þó að ekki bæri hún skoðanir sínar á torg. Hún var mjög hjálpsöm og vildi allra vanda leysa á sinn hægláta og yfirlætislausa hátt. Gest- risni þeirra var ómæld og man ég ekki eftir að við hjónin kæmum nokkru sinni þar í Heiðargerði með börnum okkar án þess að upp væri dúkað borð með mat eða kaffi og kökum. Ég vil þakka Möggu fyrir þau miklu og góðu áhrif sem hún hafði á mig sem ungling og alla tíð síðan til fullorðinsára. Heilræði hennar renna mér aldrei úr minni. Ég bið Guð að blessa minn- ingu hennar og veita Kára styrk til að takst á við sinn mikla missi. Einn- ig bið ég Guð að veita börnum henn- ar, bamabörnum og barnabarna- bömum og okkur tengdabömum Möggu styrk því að við höfum mikið misst. Guð blessi hana. Olver Skúlason. Minning Vilborg Andrea Guðmundsdóttir Fædd 11. júní 1937 Dáin 26. apríl 1993 Það setti að trega og vorbirtan dvínaði þegar mér bárust þau tíð- indi að móðurystir mín, Vilborg Andrea Guðmundsdóttir, væri fall- in frá, langt. um aldur fram. Frétt- in sú kom þó ekki á óvart þar sem hún hafði átt við alvarleg veikindi að stríða undanfama mánuði. Eng- inn má við dauðanum og þrátt fyr- ir ótrúlegan dugnað, baráttuvilja og æðruleysi Vilborgar sigraði hann að lokum. Vilborg fæddist á Raufarhöfn 11. júní 1937: Foreldrar hennar voru Guðmundur Jónasson og Fanney Jóhannesdóttir. Hún ólst upp í foreldrahúsum ásamt fimm systkinum sínum við þau kjör sem verkafólk bjó við á íslandi fram yfir miðja öldina. Hún naut ríku- legrar umhyggju foreldra sinna í hvívetna. Það veganesti sem hún bar með sér frá Raufarhöfn mótaði örugglega lífsviðhorf hennar alla tíð og afstöðu hennar til andlegra og veraldlegra verðmæta. Hún fór snemma að vinna fyrir sér, eins og gerðist og gekk með unglinga á þeim árum. Hún vann við sveitastörf og þó einkum við fiskvinnslu. Hún þótti duglegur, ósérhlífinn og áreiðanlegur starfs- maður sem gott var að hafa í vinnu og vinna með. Hún kynntist ung manni sínum, Jóni Sölva Stefánssyni, sem ættað- ur er úr Svarfaðardal, og þau hófu búskap í Kambhóli, litlu húsi á Dalvík. Það gerðist á þeim árum þegar Islendingar tóku sem óðast að reisa sér hurðarás um öxl við stórbyggingar og ég man eftir því að einhver hafði orð á.því að ungu hjónin tjölduðu einungis til einnar nætur. Sú spá rættist ekki. Þarna var byggt á ráðdeild og skynsemi. Kambhóll varð heimili þeirra alla tíð. Húsið varð smám saman að vinalegri, fallegri umgjörð um mannkostafólk. Þar var eins og hveijum hlut væri ætlaður sinn staður og húsið virtist ætíð nægi- lega stórt, þó að vitaskuld hafi verið þröng á þingi meðan börnin voru heima. Mér hefur oft dottið í hug hin síðari ár að Kambhóll sé einskonar minnismerki þeirrar stefnu sem íslendingar hefðu átt að taka en tóku ekki. Vilborg og Jón eignuðust þrjár dætur, sem allar eru uppkomnar. Elst er Fanney, fædd 1959. Hún er gift Kristni Sigurði Gylfasyni og búa þau ásamt tveimur börnum sínum, Jóni og Vilberg, á Ólafs- firði. Sigurlína fæddist 1963. Mað- ur hennar er Ingimar Árnason og búa þau á Akureyri með börnum sínum, Kristínu og Árna. Yngst þeirra systra er Þórunn. Maður hennar er Jón Marinó Ragnarsson og eiga þau tvö börn, Guðnýju og Andreu. Þau búa á Akureyri. Við fráfall Vilborgar koma ýms- ar minningar fram í hugann. Flest- ar tengjast þær æsku minni á Raufarhöfn. Þar var ég barn í húsi afa og ömmu en hún, yngsta dóttir- in á bænum, unglingsstúlka. Við vorum þarna undir sama þaki frá því snemma vors og fram á haust. 'Inni ríkti ákveðin ró og yfirvegun sem um sumt minnti á Brekkukot Halldórs Laxness. Úti fyrir dunaði hins vegar síldardansinn sem gerði íslendinga ríka. Eftir þátttöku okk- ar í þessu undarlega þjóðfélagi skildi leiðir. Vilborg giftist og flutt- ist til Dalvíkur og ég hélt áfram að dveljast á sumrum á Raufar- höfn. Fundum okkar fækkaði því mikið og næst þegar ég man eftir var hún ráðsett húsmóðir, en ég sprottinn úr grasi og farinn að leita suður. Þær stundir sem við höfum hist síðan þá hafa verið einkar ánægjulegar og þá var mikið skraf- að á Kambhóli. Nú sakna ég þess að þessar stundir voru ekki fleiri. Eg votta Jóni, dætrum þeirra hjóna, barnabörnum og systkinum Vilborgar mínar dýpstu samúð. Megi minningin um trausta og drenglundaða konu lifa. Guðmundur B. Kristmundsson. Hún Villa mín er dáin og aldrei aftur get ég hlegið með henni í eldhúsinu á Kambhóli. Þegar ég kynntist henni fyrst var ég feimin unglingsstelpa sem verið var að kynna fyrir fjölskyldu kærastans. Ég vissi ekki alveg hvernig ég átti að vera, en-Villa gaf ekki færi á neinni slíkri vitleysu. Hún spjallaði við mig eins og við hefðum þekkst árum saman, gerði að gamni sínu og brosti fallega hlýja brosinu sínu. Það er ekki hægt að vera feimin við slíka konu, enda var ég fljót að finna að hjá Villu var best að vera eins og átti að mér. Villa var mikill dugnaðarforkur og í kringum hana var alltaf líf. Hún fylgdist alltaf vel með og hafði áhuga á að ræða dægurmál- - in. Oft urðu umræðumar í eldhús- inu hjá henni ansi fjörugar og litla húsið hristist í hlátrasköllunum. Ekki spilltu veitingamar skapi gestanna því að Villa var besti kökugerðarmaður Norðurlands og þó víðar væri leitað. Hún var óskaplega barngóð og börnunum mínum var hún eins og amma. Andra var hún sérstaklega góð og kallaði hann ætíð nafna sinn og víst á nafni hennar eftir að sakna frænkunnar sem alltaf gaukaði að honum einhverri gjöf í hverri heim- sókn. Þegar ég heimsótti Villu um jól-- in hafði hún barist í rúmt ár við krabbamein. Samt var engan bilb- ug á henni að finna og ef ég hefði ekki þekkt til hefði ég sjálfsagt haldið að þar færi alheilbrigð kona. Hún stóð eins og sterk eik í storminum og féll ekki fyrr en veðurofsinn keyrði um þverbak. Ég vildi óska að samvistir okkar hefðu verið fleiri og lengri, en er þakklát fyrir að hafa fengið að kynnast henni. Elsku Jón, Fanney, Lína og Þórunn, ykkur og fjöl- skyldum ykkar sendi ég samúðar- kveðjur. Steingerður Steinarsdóttir. Minning Þorlákur Eiríksson Fæddur 29. október 1898 Dáinn 18. april 1993 Mig langar að minnast afa míns með nokkrum orðum, og þakka hon- um fyrir allt það sem hann var mér. Ég ólst upp fyrstu árin mín hjá afa Láka og ömmu Maju á Tómasars- haganum. Þegar ég hugsa til baka og allar góðu og fallegu minningarn- ar um afa koma upp í hugann, hugsa ég um allar skemmtilegu sögurnar sem hann sagði mér. Hann var mik- ill lestrarhestur og vissi allt mögu- legt milli himins og jarðar. Afi fæddist á Borgarfirði eystri. Hann sagði mér svo mikið og vel frá Álfaborginni, Dyrfjöllunum og öllu mannlífinu þar, að þegar ég kom til Borgarfjarðar fannst mér ég hafa verið þar oft áður. Afi hafði alltaf tíma, og var til staðar þegar ég þurfti á honum að halda. Hann dvaldist síðustu þijú og hálft ár á Hrafnistu í Reykjavík, þar sem hann lést 18. apríl 94 ára að aldri. Minn- ingin um afa Láka gleymist aldrei. ERFIDRYKKJUR Verð frá kr. 850- PERLAN síllli 620200 Erfidrykkjur Glæsileg kafli- lilaðborð Megir salir og mjög góð þjónusta. Upplýsingar í súníi 2 23 22 FLUGLEIDIR llfll Linuilll Ég fel í forsjá þína, Guð faðir, sálu mína, því nú er komin nótt. Um ljósið lát mig dreyma og ljúfa engla geyma öll börnin þín, svo blundi rótt. (M. Joch.) María.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.