Morgunblaðið - 04.05.1993, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 04.05.1993, Blaðsíða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 4. MAÍ 1993 Lík Koresh fundið LÍK Davids Koresh, leiðtoga sér- trúarsafnaðarins í Waco í Texas, er fundið í rústum búgarðsins, sem brann til kaldra kola skömmu eftir að lögreglan reyndi að ráðast til inngöngu. Hafa gengið sögur um, að hann hafi sloppið lífs en að sögn lög- reglunnar lést hann af völdum byssukúlu í gegnum höfuðið. Er ekki vitað hvort hann stytti sjálf- um sér aldur. Tekist hefur að bera kennsl á lík 15 manna en alls hafa fundist 72 lík. Bill Clinton Bandaríkjaforseti hefur fyrirskípað rannsókn á fram- göngu lögreglunnar en sjálfur segist hann telja, að Koresh beri alla ábyrgð á dauða fólksins. Major o g Thatcher yfirheyrð RANNSÓKN hefst í dag á því hvort breska stjórnin hafi vísvit- andi brotið eigin reglur og sam- þykkt að selja írökum vopn að- eins nokkrum vikum áður en þeir réðust inn í Kúveit 1990. Verða Margaret Thatcher, fyrr- verandi forsætisráðherra, og John Major, núverandi forsæt- isráðherra, yfirheyrð um málið en þó í einrúmi til að hugsanleg- ar upplýsingar um ríkisleyndar- mál fari ekki lengra. Talið er, að rannsóknin geti komið sér mjög illa fyrir ríkisstjórn íhalds- flokksins. Armenskur ráðherra myrtur AMBARTSUM Kandilyan, járn- brautaráðherra Armeníu, var skotinn til bana á götu í Jere- van, höfuðborg landsins, í gær. Voru nokkrir menn vopnaðir hríðskotabyssum að verki en þeir komust undan. Talsmaður öryggismálaráðaneytisins í Armeníu sagði, að liðsmenn ein- hvers glæpaflokksins í landinu væru helst grunaðir en slíkir flokkar eru margir og hafa eflst mjög í þeim þrengingum, sem eru í Armeníu. Kandilyan hafði verið járnbrautaráðherra í 20 ár. Reuter Blóðug átök á 1. maí í Moskvu TIL mikilla átaka kom í Moskvu á laugardag, 1. maí, þegar and- stæðingum Borísar Jeltsíns, for- seta Rússlands, og lögreglunni laust saman. Er talið, að meira en 500 manns hafi meiðst og einn lögreglumaður slasaðist al- varlega. Kenna mótmælendur, kommúnistar og þjóðernissinn- ar, lögreglunni um upptökin en myndir, sem birst hafa i sam- veldissjónvarpinu, sýna þá ráð- ast gegn lögreglumönnunum. Segja fréttaskýrendur, að Jelts- ín verði að bregðast hart við þessum atburðum og sýna hver fari með stjórn í landinu, ella sé hætta á verulegum óróa. Myndin er frá viðureign óeirða- lögréglunnar og mótmælenda, sem voru um 5.000 talsins. Karadzic undirritar til bráðabirgða friðaráætlun Vance og Owens Serbar óttast efnahags- hrun og hernaðaríhlutun Aþenu, London, Sarajevo, Belgrad. The Daily Telegraph, Reuter. LEIÐTOGAR Bosníu-Serba létu á sunnudag undan öflugum, pólitískum þrýstingi og hótunum Bandaríkjanna um hernaðaríhlutun er þeir sam- þykktu til bráðabirgða áætlun sáttasemjara Sameinuðu þjóðanna og Evrópubandalagsins um frið. A bráðafundi deiluaðila í Aþenu undirrit- aði Radovan Karadzic, Ieiðtogi Bosníu-Serba, áætlunina en samkvæmt henni munu Serbar yfirgefa stór svæði sem þeir hafa hertekið. Verði áætlunin að veruleika munu SÞ hefja umfangsmestu friðargæslustörf frá stofnun samtakanna, gert er ráð fyrir að allt að 70.000 manna herlið þurfi til að tryggja að skilmálar áætlunarinnar verði haldnir. Flest þykir benda til þess að væntanlegar SÞ-hersveitir verði að búa sig undir langa dvöl í Bosníu, 5-10 ár, verði þær sendar á vettvang. Þing Bosníu-Serba tekur sam- Serbíu og Svartfjallalandi þar sem komulagið í Aþenu til meðferðar á ástandið var nógu slæmt fyrir, óða- morgun. Forsætisráðherra stjómar þeirra sagði þegar á sunnudag að gera yrði breytingar á ákvæðum um skiptingu lands milli þjóðabrotanna, ella fengist ekki samþykki þingsins. Ein af þeim hugmyndum sem ræddar hafa verið m.a. í Bandaríkj- unum eru loftárásir á ýmsar stöðvar Serbíuhers í grennd við landamærin að Bosníu; Bosníu-Serbar fá megnið af birgðum sínum frá Serbíuher. Hertar efnahagslegar refsiaðgerðir hafa einnig valdið miklum ugg í TONLEIKAR Rauö áskriftarröö- Háskólabíói fimmtudaginn 6. mal kl. 20.00 Hljómsveitarstjóri: Paavo Jarvi Einleikari: Leif Ove Andsnes EFNISSKRÁ: Hugo Alfvén: Jónsmessuvaka, scensk rapsódía nr. 1 Grieg: Píanókonsert Tsjajkovskíj: Sinfónía nr. 5 skrifstofu uppíiaf tónlelka SINFÓNÍUHUÓMSVEIT ÍSLANDS Háskólabíói við Hagatorg. Síml 622255. Greiðslukortaþjónusta, verðbólga er að eyðileggja grundvöll efnahags þjóðanna. Onafngreindur embættismaður SÞ sagði að komið hefði til harðvítugra deilna snemma á sunnudagsmorgun er Slobodan Milosevic Serbíuforseti og menn hans þrýstu fast á þjóðbræður sína frá Bosníu um að ganga til samninga. Heimildarmenn telja líklegast að Atlantshafsbandalagið, NATO, muni taka að sér friðargæsluna þar sem SÞ muni vart geta fengið aðildarrík- in til að leggja fram nægt lið. Að nafninu til verði herliðið þó á vegum SÞ. Rússar og fleiri Austur-Evrópu- þjóðir hafa þegar nokkurt lið við frið- argæslu á vegum samtakanna í Bosníu en ósennilegt er að það verði aukið að marki, aðallega vegna þess að ríkin hafa ekki efni á því. Serbum tryggðir aðdrættir Karadzic sagði að það sem hefði brotið ísinn væri sú hugmynd að tryggja aðflutningsleiðir milli annars vegar Serba í mið- og suðurhluta Bosníu á svæðum sem umlukin eru Reuter ísinn brotinn? RADOVAN Karadzic, leiðtogi Bosníu-Serba, undirritar sam- komulag um frið í Bosníu er sáttasemjarar SÞ og Evrópu- bandalagsins stóðu að. löndum múslima og Króata og hins vegar samfelldra Serba-byggða í austurhéruðunum er jafnframt liggja mörg að Serbíu sjálfri. Verður þetta gert með því að tíu kílómetra breið landræma milli svæðanna verður undir yfirstjórn SÞ. Samtökin túlka friðaráætlunina þannig að þjóðabrot- unum sé ekki heimilt að stofna eigin ríki á svæðunum sem þeim verður úthlutað en Karadzic er á öðru máli. Atökin síðustu daga og vikur renna stoðum undir skoðun hans því að segja má að búið sé að skipta Bosn- íu allri á milli þjóðbrotanna þriggja. Ljón á veginum Embættismenn stjórnar Iset- begovic í Sarajevo töldu að öryggis- ráð SÞ myndi veita friðargæsluliðinu víðtækari heimiid svo að það gæti ef nauðsyn krefði þvingað Serba til að yfirgefa þau svæði sem þeim er ekki ætlað að fá en þeir ráða nú yfir miklum meirihluta landsins. Eft- ir er að leysa úr mörgum flækjum jafnvel þótt þing Bosníu-Serba fallist á friðaráætlunina og sætti sig við að skera niður her þjóðbrotsins. Nokkrar borgir, þ. á m. Gornij Vakuf og Travnik, þar sem múslimar eru í meirihluta, verða settar undir stjórn Króata. í janúar reyndu vopn- aðar sjálfboðaliðasveitir Króata, HVO, að taka Gomij Vakuf og báru fyrir sig að samkvæmt áætlun Vance og Owens ætti hún að verða króa- tísk. Sveitirnar hafa verið undir áhrifum nýfasista og hafa að undan- förnu hagað sér í ær ríkara mæli eins og glæpaflokkar. Sums staðar hafa múslimaflokkar goldið í sömu mynt, tekið hundruð króatískra borgara í gíslingu og kraf- ist lausnargjalds. Eigi friður að kom- ast á verður að afvopna ýmsa hópa af ofangreindu tagi og ljóst að verk- efnin verða ærin hjá gæsluliðinu. BANDARIKJASTJORN HUGLEIÐIR AÐ SENDA FRIÐARGÆSLULIÐ TIL BOSNÍU Talsmaður Hvíta hússins segir að Bandaríkjastjórn vinni að því ásamt bandalagsríkjunum í NATO að mynda friðargæslulið, sem sent yrði til Bosníu og bandarískir hermenn tækju þátt í. Þing Bosníu-Serba ætlar að fjalla í dag um friðaráætlunina, sem leiðtogi þeirra Radovan Karadzic hefur undirritað. Bosnía í dag - Múslimar Bosnía samkvæmt friöaráætlun SÞ ÍSrebrenica | | Króatar Serbar m Múslimarog Króatar Múslimar, Serbar og Króatar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.