Morgunblaðið - 04.05.1993, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 04.05.1993, Blaðsíða 29
28 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 4. MAÍ 1993 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 4. MAI 1993 29 JM*r$ttiiÚafrií Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Ritstjórnarfulltrúi Árvakur h.f., Reykjavík Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Björn Vignir Sigurpálsson. Kringlan 1, 103 Reykjavík. Símar: Skiptiborð 691100. Auglýsingar: 691111. Áskriftir 691122. Áskriftargjald 1200 kr. á mánuði innan- lands. í lausasölu 110 kr. eintakið. Erlend fjárfesting og atvinnulífið Upplýsingar um fjárí'estingu erlendra aðila á íslandi komu fram í fyrirspumatíma á Alþingi í síðustu viku. Nýjar fjárfestingar erlendra aðila í atvinnurekstri hér á landi námu samtals 814 milljón- um, þar af var langstærstur hluti, rúmlega 500_ milljónir, framlag Alusuisse til íslenzka álfélagsins. Að auki fjárfestu útlendingar fyrir 194 milljónir í verzlun og þjónustu og fyrir rétt rúmar 100 milljónir í iðnaði. Þessar upphæðir eru smápen- ingar, hvort sem þær eru skoðaðar sem hlutfall af þjóðarframleiðslu eða bomar saman við tölur um erlenda íjárfestingu í öðrum lönd- um. Þær sýna jafnframt að fjár- festing í nýjum rekstri er í miklum minnihluta. Útlend fjárfesting á íslandi hefur um áratugaskeið ver- ið afar takmörkuð og einkum í tengslum við orkufrekan iðnað. Fjárfesting erlendra aðila í Álver- inu í Straumsvík og Járnblendi- verksmiðjunni á Grandartanga er þannig yfír tveir þriðju hlutar allra erlendra fjárfestinga, sem á síðasta ári námu um sjö milljörðum króna, en framlag erlendra aðila í annan atvinnurekstur er hverfandi. Ástæða þess, hversu lítil erlend fjárfesting hefur verið hér á landi, er eflaust margþætt. í fyrsta lagi hefur jneðalarðsemi atvinnurekstr- ar á íslandi ekki verið með þeim hætti undanfarin ár að erlendir íjárfestar hafí að fyrra bragði sýnt landinu veralegan áhuga. í öðru lagi hafa lög og reglur allt fram á síðustu ár verið fjandsamleg er- lendum fjárfestingum og margvís- legar hömlur verið lagðar á þær. í þriðja lagi hefur hugarfar hér á landi ekki verið sérstaklega já- kvætt í garð erlendra fjárfesta og kynningarstarfsemi af hálfu stjómvalda til að auglýsa ijárfest- ingarkosti á íslandi af skornum skammti. Á seinustu áram hefur verið los- að um hinar lagalegu hömlur á þátttöku erlendra aðila í íslenzkum atvinnurekstri. Árið 1991 var sam- þykkt fyrsta heildstæða löggjöfin um erlendar ijárfestingar, sem heimilar þær með nokkrum undan- tekningum. Nú liggur fyrir Alþingi stjómarframvarp, sem lagt er fram vegna væntanlegrar gildistöku samningsins um Evrópskt efna- hagssvæði. Þar er kveðið á um enn rýmri reglur og lagt til að banni við fjárfestingu í sjávarútvegi verði viðhaldið en flestar aðrar fjárfest- ingar heimilar. Þessi þróun er af hinu góða og í takt við það, sem verið hefur að gerast í mörgum nágrannaríkjum okkar undanfarinn áratug. Sem dæmi má nefna Irland, Danmörku, Noreg og Finnland, þar sem stjórn- völd hafa lagt stóraukna áherzlu á að laða að erlenda fjárfesta. Því viðhorfí hefur vaxið fískur um hrygg, að erlend eignaraðild í at- vinnufyrirtækjum sé innspýting fyrir atvinnulífíð, bæði í formi áhættufjár, sem kemur í stað dýrs Iánsfjár, og ýmiss konar nýrra hugmynda og viðhorfa um rekstur fyrirtækja, sem fylgja slíkri fjár- festingu og auka á fjölbreytni at- hafnalífsins. Færa má rök fyrir því, að ís- lenzkt athafnalíf hafí þörf fyrir erlenda fjárfestingu í mun meiri mæli en verið hefur. Aðgangur að eigin fé til að hefja nýjan og arð- vænlegan rekstur er erfiður hér á landi vegna hárra vaxta. Erlent áhættufé er allra hluta vegna betri kostur en lántaka, hvort sem hún er innlend eða erlend. Atvinnulífíð tók að láni um 12,5 milljarða króna erlendis á síðasta ári — en erlent áhættufé var 814 milljónir króna! Hlutfall erlendra skulda af þjóðar- framleiðslunni nálgast nú hættu- mörk og ekki verður haldið áfram á þeirri braut. Á tímum atvinnu- leysis, þegar brýna nauðsyn ber til að efla nýjan rekstur og fjölga atvinnutækifærum, er það því vænlegri stefna að leita eftir er- lendu áhættufé en að kalla stöðugt á erlendar lántökur. Þegar aðstæð- ur á mörkuðum fyrir stóriðjuafurð- ir era með versta móti, er líka ástæðulaust að sitja með hendur í skauti og einblína á fjarlæga stór- iðjudrauma. Víða i nágrannalönd- unum era flest ný atvinnutækifæri einmitt í smáfyrirtækjum, sem komið er á fót með þátttöku er- lendra aðila. Alþjóðlega ráðgjafarfyrirtækið KPMG Management Consulting, sem skilaði ríkisstjórninni skýrslu á síðasta ári, komst að raun um að margar hugmyndir væru uppi um ný atvinnutækifæri í samvinnu við útlendinga. Hins vegar töldu hinir erlendu ráðgjafar að sam- ræmda stefnu skorti um það, hvemig laða bæri erlendar fjárfest- ingar til landsins. Þeir lögðu því til að komið yrði á fót stofnun, sem veitti erlendum fjárfestum upplýs- ingar, aðstoð og ráð. KPMG benti jafnframt á að ís- lenzkar skattareglur væru mjög óaðlaðandi fyrir erlenda fjárfesta og ráða þyrfti bót á því. í mörgum nágrannaríkjum okkar era sér- stakar skattaívilnanir í gildi fyrir erlenda aðila, sem vilja fjárfesta í nýjum atvinnufyrirtækjum. Fyrsti vísir að slíkri stefnu hér á landi er samþykkt ríkisstjórnarinnar frá í marz um frísvæði á Suðurnesjum, en í henni er gert ráð fyrir skatta- ívilnunum fyrir fjárfesta, tíma- bundið fram til aldamóta. í yfirlýsingu ríkisstjómarinnar, sem gefin var út í tengslum við viðræður um kjarasamninga, segir: „Fjárfesting erlendra fyrirtækja er mikilvægur þáttur í öflugra og fjöl- breyttara atvinnulífi á Islandi. Til þess að efla þennan þátt verður starfsemi af opinberri hálfu á þessu sviði aukin. Ríkisstjómin mun beita sér fyrir því að framkomnar tillög- ur um frísvæði nái fram að ganga.“ Vonandi fylgja gerðir þessum orð- um ríkisstjómarinnar. íslenzkt at- vinnulíf þarf nauðsynlega á slíku að halda. Um 54% íbúa andvíg byggð á vestursvæðum Seltjarnarness Lítið sem ekkert verður byggt á vestursvæðinu - segir Sigurgeir Sigurðsson bæjarstjóri TÆPLEGA 54% íbúa á Seltjarnarnesi eru andvíg byggð á vestursvæð- um nessins samkvæmt niðurstöðu könnunar, sem Félagsvísindastofn- un Háskóla íslands hefur gert meðal íbúanna. Sigurgeir Sigurðsson bæjarstjóri segir að niðurstaðan sýni að lítið sem ekkert verði byggt á vestursvæðinu. Stuðst var við 700 manna slembi- úrtak úr íbúaskrá, 18 ára og eldri, en úrtakið er 23% af heildaríbúa- fjölda. Svör fengust frá 544, eða 77,7%. Sex tillögur að skipulagi vora kynntar í bæklingi, sem dreift var á öll heimili í bænum. Bæklingnum fylgdi bréf frá Félagsvísindastofnun, þar sem könnunin var kynnt og fólk beðið um að gera upp hug sinn. í upphafi hvers viðtals var áréttað að gert væri ráð fyrir akvegi að Nes- stofusöfnunum í tillögum tvö til fímm. 56% samþykkja einhverja framkvæmd Flestir svarenda, eða 40%, völdu tillögu eitt, tillaga þrjú með 18% svarenda var í öðru sæti og tillaga tvö m_eð 13% svarenda var í þriðja sæti. í niðurstöðum kemur fram að flestir íbúanna, eða 56%, samþykktu einhverjar framkvæmdir á vestur- svæðunum, vegalagningu eða íbúða- byggð, en þó er ekki meirihluti fyrir miklum framkvæmdum. Þá segir að „ef tillögur eitt og tvö eru lagðar saman, en þær fela í sér enga íbúða- byggð á svæðinu, sést að tæplega 54% íbúa eru andvígir því að byggt sé á vestursvæðum, 43% vilja ein- hvetja byggð, en tæplega 4% hafa ekki gert upp hug sinn.“ Mesta and- staðan var við tillögu sex, eða sam- tals 64% svarenda. Ekki er mark- tækur munur á afstöðu svarenda eftir búsetu eða aldri en konur velja frekar tillögu eitt og karlar velja frekar tillögur fjögur og sex. Könnunin til skipulagsnefndar Sigurgeir Sigurðsson bæjarstjóri sagði að skipulagsnefnd fengi niður- stöður könnunarinar til umfjöllunar og gengi frá tillögu að skipulagi til bæjarstjórnar. „Þetta er stórt mál sem tekur tíma,“ sagði hann. „Ég veit ekki hvað segja skal, ef maður er í pólitík á maður aldrei að verða fyrir vonbrigðum, en maður er mis- ánægður. Við erum búnir að kaupa Hannes Hlífar Stefánsson orðinn stórmeistari Yngsti stórmeistari Islendinga í skak HANNES Hlífar Stefánsson hefur nú náð tilskildum árangri til að verða útnefndur stórmeistari í skák. Hannes er tvítugur að aldri og verður þar með yngsti stórmeistari Islendinga í skák en þetta er jafnframt sjöundi stórmeistaratitill þjóðarinnar. FIDE á eftir að staðfesta titilinn en það gerist væntanlega þegar næsti skákstigalisti sambandsins verður gefinn út í júlí. Hannes Hlífar Stefánsson átti frjölda með þátttöku í sterkum mót- aðeins eftir að uppfylla það mark- mið að ná 2.500 ELO-stigum til að verða útnefndur stórmeistari en þeim áfanga náði hann á skákmóti í Gausdal um helgina. Hannes Hlíf- ar segir að á þessu móti fyrir þrem- ur árum hafi hann náð fyrsta áfanga af þremur til að öðlast titil- inn. Öðrum áfanga náði hann á Hafnaríjarðarmótinu í mars 1992 og þriðja áfanga á skákmóti í Man- illa í júní sama ár. „Samkvæmt lögunum verð ég að hafa náð 2.500 ELO-stigum til að hljóta stórmeistaratitilinn," segir Hannes Hlífar. „Er skákstigalistinn var síðast gefinn út í janúar hafði ég 2.495 stig en ég náði þriðja sætinu í Gausdal nú og það gefur mér 10 stig.“ Markvisst stefnt að titlinum Hannes Hlífar er atvinnumaður í skák og hann segir að síðastliðið ár hafi hann markvisst stefnt að því að ná tilskyldum ELO-stiga- um. „Þetta hefur vissulega oft á tíðum verið mikið taugastríð að glíma við 2.500 stiga markið," seg- ir Hannes. „Ég man að á móti í Svíþjóð í vetur hafði ég náð 5 stig- um fyrir síðustu tvær umferðirnir og þar með 2.500 stiga markinu. En ég tapaði þeim aftur með því að tapa þessum tveimur síðustu skákum." Hannes segir að það sé viss létt- ir fyrir sig að hafa nú náð þessum áfanga en það sem liggur fyrir er að senda FIDE skrá yfír öll þau mót sem hann hefur tekið þátt í og fá síðan staðfestingu á titlunum. Hann reiknar ekki með að tefla neitt á mótum fram að því að næsti skákstigalisti kemur út til að stefna ekki árangrinum í tvísýnu. „Sökum þessa hef ég ekkert sérstakt á döf- inni næstu tvo mánuði eða svo held- ur mun ég bíða eftir endanlegri staðfestingu frá FIDE,“ segir Hann- es Hlífar. Yngsti stórmeistarinn Hannes Hlífar Stcfánsson náði lokamarkinu að stórmeistaratitli á skákmóti í Gausdal í Noregi um helgina. Hann verður sjöundi stór- meistari Islendinga og jafnframt sá yngsti, aðeins tvítugur að aldri. land þarna fyrir um 120 milljónir og teljum að við eigum eftir að kaupa fyrir svona 90 til 100 milljón- ir í viðbót til að hægt verði að friða allt svæðið. Nú eru Seltirningar búnir að skrifa upp á þann stóra reikning þannig að maður hlýtur að kaupa það með betri samvisku." Gleðileg niðurstaða „Þetta eru mjög gleðilegar niður- stöður,“ sagði Siv Friðleifsdóttir, oddviti minnihlutans í bæjarstjórn Seltjarnarness. „Þarna kemur í ljós að íbúar vilja vernda þetta svæði. Við höfum upplifað skipulagsslys hér á Seltjarnarnesi á Valhúsahæð og ég held að fólk hafi ekki viljað upplifa það aftur. Niðurstaðan sýnir að fólk vill vernda svæðið. Nú er að setjast niður saman yfír þessum niðurstöðum og fara eftir þeim og skipuleggja svæðið. Við í minnihlut- anum eram mjög ánægð, þetta er það sem við höfum barist fyrir.“ Náttúruperla Það voru þeir Jón Hákon Magn- ússon, fyrrverandi formaður full- trúaráðs sjálfstæðismanna á Sel- tjarnarnesi, Magnús Erlendsson og Guðmar Magnússon, fyrrverandi forsetar bæjarstjórnar, sem riðu á vaðið og vöruðu við að flokkurinn myndi missa meirihluta í bæjarstjórn ef byggð yrði heimiluð vestast á nesinu. „Það verður að varðveita þessa náttúruperlu sem er ekki ein- göngu fyrir Seltirninga heldur alla Islendinga og útlendinga sem hingað koma,“ sagði Jón Hákon. „Þetta er einn fallegasti staðurinn við sjó á öllu höfuðborgarsvæðinu og hann verður að vernda í sinni upprunalegu mynd um alla framtíð. Það er ekki hægt að meta svæðið til ijár, þá væri eins hægt að reikna lóða- og gatnagerðargjöld á Þingvöllum. Það er nóg af lóðum á höfuðborgarsvæð- inu og óþarfí að byggja niður í fjöru og malbika á milli.“ Alþjóðlegnr baráttudagiir verkalýðsins, 1. maí, í Reykjavík Morgunblaðið/Árni Sæberg Fjölmennt á torginu FÁNAR verkalýðsfélaganna og borðar með áletruðum kröfum þeirra blöktu yfir mannfjöldanum. Krafan iim úrbætur gegn atvinnuleysi háværust FJÖLMENNI var á Lækjartorgi á laugardag, sem var 1. maí, baráttudagur verkalýðsins. Á spjöld- um og borðum verkalýðsfélaganna var mest áber- andi krafan um að brugðist yrði við atvinnu- leysi. Þar mátti sjá setningar eins og „Dagsbrún- armenn krefjast fullrar atvinnu", „Atvinna er mannréttindi", „15% Dagsbrúnarmanna eru at- vinnulausir, við líðum það ekki lengur“ og svo yfirlýsingar á borð við „Gefum ekki ríkisfyrir- tækin“. I ávörpum formanna samtaka verkalýðs- ins var og lögð áhersla á úrræði gegn atvinnu- leysi. Kröfuganga fór fylktu liði frá Hlemmi niður á Lækjartorg, en fyrir göngunni fór Lúðrasveit verka- lýðsins. Þar mátti sjá fána hinna ýmsu verkalýðsfé- laga, auk kröfuspjaldanna. Samkvæmt upplýsingum lögreglu er óljóst hversu margir voru á torginu, en giskað á að það hafi verið a.m.k. fimm þúsund manns. 7-10 þúsund atvinnulausir Þegar á Lækjartorg var komið fluttu ávörp þau Benedikt Davíðsson, forseti Alþýðusambands íslands, Þröstur Ólafsson, formaður Iðnnemasambands ís- lands, og Sjöfn Ingólfsdóttir, formaður Starfsmanna- félags Reykjavíkurborgar. í ávarpi sínu sagði Bene- dikt m.a.: „Það er óásættanlegt að 7-10 þúsund manns séu atvinnulausir á íslandi. Það er óásættan- legt að nokkur maður þurfi að vera atvinnulaus á íslandi, sem getur stundað vinnu. Og það er óásættan- legt að laun almenns verkafólks, sem þó hefur ennþá vinnu, séu skattlögð eins og um hátekjur væri að ræða.“ Þá sagði Benedikt einnig: „Þótt ekki hafi ennþá tekist að ganga frá kjarasamningi verða stjóm- völd að bregðast sérstaklega við auknu atvinnuleysi." Að ávörpunum loknum flutti KK og félagar nokkur lög. Sameiginleg yfirlýsing helstu hagsmuiiasamtaka sjómanna Fram fari opinber rann- sókn á framsali á kvóta í SAMEIGINLEGRI yfirlýsingu hagsmunasamtaka sjómanna kemur fram að full andstaða er við framsal á kvótum, það er sölu á óveiddum fiski innan gildandi kerfis um sljórn fisk- veiða. Samtökin sem standa að þessari yfirlýsingu eru Far- manna- og fiskimannasamband íslands, Vélsljórafélag ís- lands og Sjómannasamband íslands. Hólmgeir Jónsson fram- kvæmdasljóri Sjómannasambandsins segir að þessi samtök hafi farið fram á það við sjávarútvegsnefnd alþingis að nefnd- in standi að opinberri rannsókn á framsali á kvótum. „Við teljum eðlilegra að þau gögn sem við höfum undir höndum í málinu komi frá opinberri nefnd en ekki að við séum að birta þau vegna félagsmanna okkar,“ segir Hólmgeir. í yfírlýsingunni kemur m.a. fram að reynsla síðustu ára af frjálsu framsali kvóta hafí leitt til vaxandi andstöðu sjómanna og nú sé mælir- inn fullur. Frjálst framsal hafí skap- að fleiri vandamál en það hefur leyst og að kjarasamningum sjómanna sé ógnað vegna þess að þeir eru nauðugur látnir taka þátt í kaupum á óveiddum fiski. Síðan segir í yfir- lýsingunni: „Óheft framsal veiði- heimilda hefur búið til nýja stétt sjómanna og útgerðarmanna sem eru ofurseldir kjörum leiguliðans þar sem þeim er skammtaður að- gangur að fiskimiðunum af þeim sem veiðiréttinn hafa ...“ Sagt upp vegna kvótakaupa Á blaðamannafundi sem fyrr- greind samtök héldu til að kynna afstöðu sína voru lögð fram nokkur plögg, þar á meðal yfirlýsing frá sjómanni á bát frá Vestmannaeyjum þar sem fram kom að honum var sagt upp í kjölfar þess að hann neitaði að vera þátttakandi í kvóta- kaupum útgerðarmannsins. Einnig var lagður fram listi yfir báta sem átt hafa í kvótakaupum hjá Fisk- markaði Suðurnesja, svokölluðum tonn á móti tonni-viðskiptum, en þessi listi hefur töluvert verið í fjöl- miðlum að undanförnu. Jafnframt var lögð fram yfirlýsing úr síðustu kjarasamningum sjómanna og VSÍ þar sem fram kemur að samnings- aðilar séu sammála um að útgerðar- manni sé óheimilt að draga útlagðan kostnað við kvótakaup frá áður en skiptaverð til sjómanna sé reiknað út. Hólmgeir Jónsson segir að það sé skýrt brot á samningum að draga kvótakaup frá fyrir skipti og að slíkt verði ekki látið óátalið af þeirra hálfu. Þeir hafa dæmi um að sjó- menn séu þvingaðir til að vera með í þessum kaupum og sú yfirlýsing sem lögð var fram á fundinum var staðfesting á einu slíku. Allt að 20% skerðing Hvað varðar viðskiptin hjá Fisk- markaði Suðurnesja kemur fram að dregnar eru 15 til 38 krónur af hveiju kílói á þorski áður en til hlutaskipta kemur og telur Hólm- geir að kjaraskerðing sjómanna af þessum sökum sé að minnsta kosti 20%. Til að útskýra málið betur má taka dæmi þar sem bátur með fimm mönnum landar 10 tonnurn af þorski á markaðinum. Fyrir hvert kíló fást 80 krónur eða samtals 800.000 kr. fyrir aflann. Ef sjó- mennirnir eru látnir greiða 15 krón- ur fyrir kílóið í kostnað vegna kvóta- kaupa eða 150.000 kr. og að teknu tilliti til uppboðskostnaðar sem nem- ur 32.000 kr, af þessum afla verður hásetahluturinn úr þessu dæmi 27.810 krónur. Ef kostnaður við kvótakaup væri ekki dreginn frá myndi hásetahluturinn nema 34.560 krónum eða vera tæplega 20% hærri. Að sögn Ólafs Þórs Jóhannsson- ar, framkvæmdastjóra Fiskmarkað- ar Suðurnesja, hafa viðskipti sem þessi tíðkast árum saman og fyrir markaðinn var um að ræða að vera með í þeim eða leggja upp laupana. Forráðmenn markaðarins horfðu upp á að hlutdeild þeirra í lönduðum afla á Suðurnesjum féll úr 44% nið- ur í 37% milli tveggja síðustu ára og því fóra þeir að bjóða upp á við- skipti með kvóta. „Við erum ekki að fela neitt hjá okkur, síður sen svo,“ segir Ólafur. „Og við höfum lagt áherslu á að það væri sátt milli útgerðar og sjómanna um þetta og ég veit ekki betur en svo hafi verið.“ Of langt seilst til að ráðast á bændastéttina - segir Guðmundur Jónsson um sjón- varpsmynd Baldurs Hermannssonar „ÞESSI þáttur er lágkúrulegur. Það er of langt seilst og lotið of lágt til þess að ráðast á bændastéttina í landinu," sagði Guðmundur Jónsson sagnfræðingur um fyrsta þátt heimildarmyndar Baldurs Hermannsson- ar, Þjóð í hlekkjum hugarfarsins, sem sýnd var í Sjónvarpinu í fyrra- kvöld. Þórður Tómasson, safnvörður í Skógum undir Eyjafjöllum, sagð- ist telja myndina ákaflega einhliða og að hún sýndi ekki rétta mynd af gamla íslenska bændaþjóðfélaginu. Þátturinn í fyrrakvöld hét Trúin á moldina og var þar fjallað um vistar- bandið sem kallað var hornsteinn hins forna íslenska bændasamfélags. Guð- mundur Jónsson sagnfræðingur skrif- aði fyrir nokkrum árum BA-ritgerð um vinnufólk á 19. öld. Hann sagði þegar Morgunblaðið leitað álits hans á þættinum að alis ekki mætti líta á þetta sem sagnfræðilegan þátt. Þetta væri mjög persónuleg frásögn og þó að höfundurinn notaði sögulegt við- fangsefni væri frásögnin ekki söguleg nálgun á viðfangsefninu. „Þetta er allt á sömu bókina lært. Bændum og vistarbandinu er kennt um allt sem aflaga fór. Tekin eru einstaklingsbundin dæmi af fólki og þau skýrð út með samfélagslegum fyrirbærum eins og vistarbandinu en það tel ég mjög hæpið að gera. Úr verður mjög hlutdræg og óraunsæ túlkun á aðstæðum á þessum tíma,“ sagði Guðmundur þegar hann var spurður um efni þáttarins og hvort hann kannaðist ekki við ýmislegt þar úr sínum rannsóknum. Hann sagði þó að hægt væri að taka undir það að vistarbandið hefði haft hamlandi áhrif á þróun þjóðfélagsins í átt til nútíma atvinnuhátta. Þórður Tómasson, safnvörður í Skógum, sagði að sér þætti myndin afskaplega einhliða. Gekk nærri fólki „Ég er ekki sáttur við við þá mynd sem þar er sýnd af hinu gamla ís- lenska bændasamfélagi. Brugðið er upp öllum soranum, siðleysi og hreinni villimennsku. Ég veit að þetta hefur gengið nærri fólki,“ sagði Þórð- ur. Hann sagði að með húsagatilskip- uninni frá því um 1746, sem byggð- ist á harðri strangtrúarstefnu, hefði húsbændum tvímælalaust verið feng- ið það vald að aga fólkið. „Vinnuhjú sættu raunverulegri ánauð, þau söfn- uðu ekki auði og áttu fáar útgöngu- dyr til að komast áfram í lífinu. Ég var hins vegar undrandi á því að sjón- varpsmyndin skyldi vera í þessu formi. Áhrifin voru mjög neikvæð og margt fannst manni vera oftúlkað. Maður veit að í hverri einustu byggð á íslandi þekktist það að smæl- ingjarnir báru skarðan hlut frá borði en það voru einnig heimili í hverri einustu sveit þar sem allt var í sóman- um og þessum reglum ekki beitt. Fólk talaði auðvitað meira um þau tilvik þar sem munaðarleysingjár sættu illri meðferð vegna þess að fólk var hneykslað á því. En að það hafí gengið svona yfir alla línuna tel ég að sé fráleit túlkun," sagði Þórður. Rúrek-jasshátíðin haldin í þriðja sinn Freddie Hubbard á Rúrek-hátíðinni BANDARÍSKI trompetleikarinn Freddie Hubbard leikur ásamt kvintetti sínum á Rúrek-jasshátíðinni 23. maí nk. Hubbard er einn þekktasti jasst- rompetleikari heims og hefur leikið inn á fjölmargar hljómplötur undir eigin nafni og með þekktustu jassleikurum heims. Auk Hubbards leika á hátíðinni danski jassfiðlarinn Sven Asmundsen og kvartett hans sem er skipaður Jakob Fischer gítar, Jesper Lundga- ard bassi og Aage Tandgaard tromm- ur. Bandaríski gítarleikarinn Doug Rainey, sem hefur lengi búið í Dan- mörku, leikur á tvennum tónleikum og sömuleiðis Japanirnir Hirosi Min- ami píanó og Masa Kamaguchi bassi ásamt Matthíasi Hemstock trommu- leikara. Fjölmörg önnur atriði verða á jasshátíðinni sem hefst 22. maí og lýkur 29. maí. Á leið til Evrópu Kvintett Freddie Hubbards sem leikur á Rúrek skipa Javon Jackson tenórsaxófónn, Ronnie Matthews píanó, Jeff Chambers bassi og Louis Hayes trommur. Kvintettinn er á leið í tónleikaferðalag um Evrópu og hefur skamma viðdvöl hér á landi og leikur á einum tónleikum á Hótel Sögu. Framkvæmdastjóri Þróunarfélagsins hættur Tekur að sér verk erlendis GUNNLAUGUR M. Sigmundsson, framkvæmdastjóri Þróunarfélags ís- lands, lét af því starfi um mánaðamótin. Gunnlaugur segir að stjórn- arformaður félagsins hafi vitað af áhuga sínum á að breyta til. „Mér barst síðan tilboð um að vinna tímabundið verkefni fyrir stórt alþjóð- legft fyrirtæki og ákvað að slá til,“ segir Gunnlaugur. Gunnlaugur Sigmundsson hefur starfað sem framkvæmdastjóri Þró- unarfélagsins sl. sjö ár. Hann segir að á sínum tima hafi hann heitið sjálf- um sér því að vera aldrei lengur en tíu ár í sama starfinu, „og þegar þau eru orðin sjö eru mörkin farin að nálgast mjög hratt,“ segir hann. Gunnlaugur segir að starfslok sín hjá Þróunarfélaginu hafi verið í góðu og með samkomuiagi við stjórnar- formanninn. Hann vill ekki gefa upp í hveiju verkefni hans erlendis nú er fólgið en hann mun fara utan á morg- un, miðvikudag.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.