Morgunblaðið - 04.05.1993, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 04.05.1993, Blaðsíða 52
52 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 4. MAI 1993 * /Hér \/ajr sagb upp i gaer. VeJctt/ nnig efLir þrjár u'i/cur." Með morgunkaffinu .. að kæfa hana ekki með rakspíralykt TM Reg. U.S Pat Off.—all rights reserved ® 1993 Los Angeles Times Syndicate Skál! Nei, ekki fara strax. Hann er ekki ennþá kominn að íþróttas- íðunum. HOGNI HREKKVISI ,hann o/er/sano 'A já&jgrjn&v&pjci! *• BRÉF TIL BLAÐSINS Kringlan 1 103 Reykjavík - Sími 691100 - Símbréf 681811 Tóbakslaust ísland? Frá Birgi Óskarssyni: ]í TILEFNI af nýliðnum „reyklaus- um degi“ þá væri ekki úr vegi að við íslendingar hugsuðum aðeins lengra fram í tímann og þá til þess dags að tóbaksreykingar verða úr sögunni. Sá dagur er langt undan frá flestum þjóðum en vegna legu lands okkar er hugs- anlegt að hann renni fyrst upp hérlendis. Ég veit ekki tií þess að tóbaksnotkun hafi neina kosti umfram það að nota ekki tóbak, en hins vegar er vel kunnugt um slæmar afleiðingar tóbaksnotkun- ar á líkamann og umhverfi. Ég er þess fullviss að með mark- vissu átaki í nokkur ár megi draga svo úr reykingum að lokaskrefið gæti orðið það að úthluta nokk- urra vikna forða nikotínhjálpar- meðala, ásamt leiðbeiningum, til þeirra sem enn væru bundnir þess- um fjötrum, en loka síðan fyrir innflutning og banna notkun reyk- tóbaks með öllu í landinu. For- dæmi fyrir banni á notkun sumra tegunda eitur- og fíkniefna eru þegar fyrir hendi. Þá sem verst yrðu haldnir mætti síðan vista tímabundið á sjúkra- eða hjálpar- stofnunum þar til ástand þeirra yrði viðunandi. Þetta yrðu óneitanlega mjög harkalegar aðgerðir og einsdæmi en ávinningur þjóðarinnar mjög mikill á margan hátt. Mikill sparn- aður kæmi fljótlega fram vegna betri heilsu þeirra er áður reyktu, vinnutími nýttist betur þar sem frátafir vegna reykinga legðust af og óþrif og óhreinindi myndu minnka verulega alls staðar þar sem áður lék um reykur og stubb- um og eldpsýtum var hent. Ég held þó að stærsti ávinning- urinn yrði aukið álit á þjóðinni sem slíkri og er þess fullviss að hingað myndu streyma hópar fólks sem vildi ferðast um og njóta lífsins í landi lausu við tóbaksreyk, en slíkt land fyrirfinnst ekki ennþá. Það er talað um möguleika landsins sem ráðstefnulands og óttast ég ekki að reyktóbakslaust ísland dragi úr möguleikum til slíkra mannfunda, þar sem stór- lega hefur dregið úr reykingum erlendis og auðvelt yrði að velja til íslandsfarar þá er ekki eru háðir fíkninni. Það má búast við að hugmynd sem þessi eigi ekki upp á pallborð- ið hjá þorra reykingafólks, en margir eru þeir sem í raun óska þess að þeir gætu hætt reykingum, en hafa ekki getað það hingað til, og kæmi þarna upp í hendur þeirra langþráð lausn þó svo harkaleg sé. Eftir eitt til tvö ár yrði allt hið versta yfirstaðið hjá fyrrverandi nikótínþrælum og reyklaust líf að verða þeim eðlilegt eins og öðrum. Það sem þeir hins vegar þyrftu að hafa í huga eftirleiðis er að þrælahaldarinn liggur enn í leyni í öðrum löndum og þarf því að vara sig á honum á þar. BIRGIR ÓSKARSSON, Asparfelli 6, Reykjavík. HEIL NOTAR BARNJÐ ÞITT HJÁLM ÞEGAR ÞAÐ LETKUR SÉR Á HJÓLASKAUTUM EÐA HJÓLABRETTI? SLYSAVARNAFELAG ISLANDS RAUÐI KROSS ÍSLANDS Víkveiji skrifar Ræðuhöld verkalýðsleiðtoganna á 1. maí eru ótvíræð vísbend- ing um, að verkalýðshreyfingin sé í alvarlegri hugmyndakreppu. For- ystumönnum hennar hefur ekki tek- izt að skapa sér og hreyfingunni sannfærandi vígstöðu við breyttar aðstæður. Það þýðir ekki að halda ræður um, að stjórnvöld verði að gera eitthvað til þess að draga úr atvinnuleysi. Það er hægara sagt en gert. Verkalýðshreyfingin verður að benda á trúverðugar leiðir til þess, ef forystumenn hennar vilja láta taka sig alvarlega. Það mun áreiðanlega ekki standa á stjórn- málamönnum að grípa á lofti raun- hæfar hugmyndir en staðreyndin er sú, að þær eru ekki fyrir hendi og kannski er engin leið til þess eins og málum er nú háttað að draga úr atvinnuleysi að nokkru marki. Forseti ASÍ sagði í ræðu sinni á 1. maí, að þjóðarsáttin frá 1990 hefði verið misnotuð. Það er auðvit- að enginn fótur fyrir staðhæfingu af þessu tagi. Þegar þjóðarsáttin var gerð í febrúar 1990 og end- umýjuð fyrir ári sáu menn ekki fyrir þá djúpu kreppu, sem þjóðin er nú í. Vaxandi efnamunur í land- inu á nokkrum undanfömum árum á sér allt aðrar orsakir en meinta misnotkun þjóðarsáttarinnar. Það er erfitt að vera í forystu fyrir verkalýðshreyfingunni um þessar mundir, kannski erfiðara en það hefur nokkm sinni verið frá því á'árunum milli 1930 og 1940. En þeim mun meira máli skiptir, að foringjar verkalýðshreyfingar- innar vandi sig í málflutningi sínum en þylji ekki gamlar og innantómar lummur. xxx Eitt af því, sem verkalýðsforingj- arnir ættu að íhuga alvarlega við núverandi aðstæður er að stöðva þá miklu sjóðamyndun, sem fram fer á vegum félaganna með inn- heimtu hvers kyns gjalda af vinnu- veitendum. Líklega má bæta allt að 25% ofan á þá launaupphæð, sem launþeginn fær vegna þessarar sjóðamyndunar. Hluti af þessu eru að sjálfsögðu greiðslur í lífeyrissjóði en vinnuveitendur greiða ýmis önn- ur gjöld, sem betur væru komin í vasa launþega án milligöngu heldur en í sjóðum verkalýðsfélaganna. Þetta er ein aðferð til þess að bæta fólki að einhvetju leyti upp kjara- skerðingu undanfarinna missera. xxx • • Onnur aðferð er að draga stór- lega úr þeirri miklu yfirbygg- ingu, sem nú er á verkalýðshreyf- ingunni. Samtök atvinnurekenda í iðnaði stefna nú að því að sameina flögur samtök, sem hingað til hafa hvert um sig haldið uppi skrifstofu og starfsliði. Ljóst er, að þessi sam- eining mun leiða til mikils spamað- ar, sem kemur fram í lægri kostn- aði fyrirtækjanna af þátttöku í þessum félagasamtökum. Með sama hætti mundi samein- ing verkalýðsfélaga eða skrifstofu- halds á þeirra vegum draga stórlega úr kostnaði, sem félagsmenn þeirra hafa af skrifstofuhaldi og manna- haldi. Er ekki kominn tími til að verkalýðsforingjarnir horfi í eigin barm?
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.