Morgunblaðið - 04.05.1993, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 04.05.1993, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 4. MAÍ 1993 Ráðstefna um forvarn- ir framlíðar DÓMS- og kirkjumálaráðu- neytið gengst fyrir ráðstefnu um fyrirbyggjandi störf lög- reglu miðvikudaginn 5. maí nk. Ráðstefnan ber yfirskrift- ina Forvarnir - Fyrir framtíð- ina. Til hennar er boðið lög- reglustjórum, yfirlögreglu- þjónum, fulltrúum þing- manna, rikissaksóknara, Lög- regluskólans, fangelsismála- stofnunar, félagsmálayfir- valda, Landssambands lög- reglumanna, skóla og Kaup- mannasamtaka. Víðast hvar erlendis hafa lögregluyfirvöld lagt vaxandi áherslu á forvamarstarf með góðum árangri. Slíkt starf kall- ar á samstarf þeirra sem sam- eiginlegra hagsmuna hafa að gæta. Vinna að markvissum forvömum krefst ákveðins við- horfs og að þeir sem með þau mál fara geti nýtt sér vilja sam- starfsmanna sinna, getu þeirra, áhuga og jafnframt tileinkað sér þá möguleika er í boði eru á hveijum tíma. Aðstæður hér á landi em ólíkar á milli lands- svæða, en grandvallaratriði forvamarstarfsins era víðast hvar þau sömu. Á ráðstefnunni er ætlunin að gefa þátttakendunum inn- sýn í möguleika forvamarstarf- ans. Lögreglustjórinn í Talla- hassee í Bandaríkjunum, Mel- vin L. Tucker, mun halda fyrir- lestur um forvamir hjá lögregl- unni þar í landi. Áhersla verður lögð á almannatengsl og fjallað um nýja möguleika í löggæslu- málum hér á landi. Kynntar verða forvamir með þátttöku íbúasamtaka, nágrannavörslu, forvamir á sviði fíkniefnamála, ráð til að draga úr líkum á þjófnaði og innbrotum, búðar- hnupli, o.fl. Rætt verður um þýðingu samstarfs lögreglu, skóla- og félagsmálayfírvalda. Þá mun fulltrúi Lögregluskól- ans og Landssambands lög- reglumanna gera grein fyrir æskilegri framtíðarsýn á sviði fyrirbyggjandi starfa lögreglu. (Fréttatilkynning) Manneldisráð íslands gerir könnun á matarvenjum skólabarna Stúlkur á unglingsaldri sleppa morgunverðimim Of mikill sykur FORSVARSMENN Manneldisráðs; Guðmundur Þorgeirsson, for- maður, Hólmfríður Þorgeirsdóttir, sem vann að könnuninni, og Laufey Steingrímsdóttir, skrifstofustjóri, virða fyrir sér sykurdag- skammt íslenskra skólabarna. Neysla mjólkur, svaladnykkja og vatns 1882 eftir búsetu, grömm á dag MJÓLK SVALADRYKKIR VATN ÍSLENSK börn þjást ekki af næringarskorti en sykurneysla þeirra er mun meiri en ráðlagður dagskammtur segir fyrir um. Stúlkur á unglingsaldri sleppa morgunverði, neysla mjólkur er á undan- haldi en sykraðir drykkir sækja á. Þetta kemur fram í könnun, sem Manneldisráð íslands gekkst fyrir síðastliðinn vetur, og kynnt var í gær. Nemendur 22 skóla um allt land vora heimsóttir og náði úrtakið til 1.166 nemenda 5., 7. og 9. bekkj- ar. Könnunin, sem miðuð er við ráðlagðan dagskammt fyrir íslend- inga, leiðir í ljós að skortur á nauð- synlegum næringarefnum er ekki teljandi vandamál meðal íslenskra skólabarna, þótt slík tilfelli þekkist. Að sögn Laufeyjar Steingrímsdótt- ur, skrifstofustjóra Manneldisráðs, er sykumeysla barna og unglinga mjög mikil, einkum í formi gos- drykkja, enda er gosneysla íslend- inga sú mesta í Evrópu. Eins og fram kemur í skýrslu Manneldisráðs neytir hvert barn að meðaltali 167 g af sykri á dag. Þegar sykurmagn frá náttúrannar hendi.í mjólk, ávöxtum og ávaxta- safa er undanskilið er niðurstaðan sú að bömin neyta 96 g sykurs á dag sem kemur úr sykraðum svala- og gosdrykkjum. Könnun þessi tek- ur ekki til svokallaðra nammidaga bama eða annarra hátíðisdaga þeg- ar börn neyta sælgætis til hátíða- brigða. Stúlkur sleppa morgunverði í skýrslunni segir ennfremur að þegar komið er fram á unglingsár fær fjórða hver stúlka minna en ráðlagðan dagskammt af kalki. Auk þess eykst tilhneigingin til þess að sleppa morgunverði. Þegar komið er fram á 14. ár borða margar unglingsstúlkur ekki morgunmat og 40% þeirra sleppa honum a.m.k. þrisvar í viku. Börn borða fituminna fæði en fullorðnir, þótt það teljist engan veginn fitulítið. Þau borða minna af trefjaefnum en nauðsynlegt er enda er aðaláherslan á dýraríkið í íslenskum matarvenjum, þ.e. á neyslu mjólkur- og kjötafurða. Mjólkin er þó á undanhaldi, hún víkur fýrir gosdrykkjum. Ástæður þessa era hugsanlega léleg geymsluaðstaða í skólum; börnin fella sig ekki við volga mjólk. Athygli vekur að aðstaða til vatnsdrykkju er bágborin, sem telja má undarlegt þegar litið er til þess að íslenskt vatn er með hreinna móti, eins og Guðmundur Þorgeirs- son formaður Manneldisráðs benti á er skýrslan var kynnt. í flestum tilfellum er um að ræða krana sem erfitt eða illmögulegt er að drekka úr. í Mýrarhúsaskóla er börnunum hins vegar boðið vatn úr könnu í nestistíma. Þau koma með mál eða bolla að heiman og hefur þetta minnkað neyslu sætra drykkja. Börn í dreifbýli borða reglulegar Neysluvenjur bama í dreifbýli eru aðrar en í þéttbýli enda er þeim séð fyrir heitum mat í hádeginu og sumstaðar er jafnvel boðið upp á morgunverð fýrir kennslu. Börn i þéttbýli borða hinsvegar síðar að deginum. Þau neyta næststærstu og jafnframt sykurmestu máltíðar dagsins um síðdegisbil, þ.e. um fjórðungs þess er þau neyta yfír daginn, að því er fram kemur í skýrslunni. Að sögn forsvarsmanna Mann- eldisráðs, sem hefur gefið út bækl- ing í kjölfar könnunarinnar, er ætl- unin að kynna niðurstöðurnar og leitast við að bæta neysluvenjur skólabarna í samvinnu við skólayf- irvöld. Fundur í kjaradeilu ekki boðaður í gær Sáttasemjari bíður þess að afstaða ASI skýrist RÍKISSÁTTASEMJARI boðaði ekki til fundar í kjaradeilu Alþýðusambandsins og vinnuveitenda í gær eins og áætlað var. Hann vill bíða með samningaumleitanir þar til af- staða ASÍ til forms á frekari viðræðum liggur fyrir. Á morgun hefur verið boðað til fundar í miðstj'órn ASI. Mikligarður selur 2 búðir ÓLAFUR Torfason kaupmaður mun taka við Kaupstað, verslun Miklagarðs við Garðatorg í Garðabæ, í lok mánaðarins. Þá hefur Kaupfélag Suðurnesja í Keflavík keypt verslunarrekst- ur Miklagarðs hf. við Miðvang í Hafnarfirði. Meirihluti kaupfélaganna hefur stofnað Innkaupasamband kaup- félaga hf. Tilgangur með stofnun hlutafélags kaupfélaga er að kaupa og starfrækja þá innflutn- ingsverslun og heildsölu með mat- vöru og aðra dagvöru sem Mikli- garður hf. hefur haft með höndum. Guðlaugur Þorvaldsson ríkis- sáttasemjari sagði við Morgun- blaðið, að hann vildi bíða og sjá hvort staðan skýrðist áður en hann boðaði til fundar. Vinnuveitenda- sambandið hefði vísað öllum deil- um til síns embættis með ósk um að reyna að ná heildarsamningum. „Það nást auðvitað ekki heildar- samningar nema fulltrúar ein- hverrar heildar komi hingað og ég bíð eftir því að það skýrist hvemig Alþýðusambandið ætlar að standa að málum,“ sagði Guðlaugur. • Skammtímasamningur Líkur á að teknar verði upp samningaviðræður aftur um heild- arkjarasamning til tveggja ára með tilstuðlan ríkisins minnkuðu um helgina þegar Alþýðusamband Norðurlands ákvað að óska eftir viðræðum við vinnuveitendur um kjarasamning til áramóta með það fyrir augum að tryggja félögum orlofs- og láglaunabætur á árinu.' VSÍ hafði fyrir helgina lýst því yfir að slíkir samningar kæmu til greina. Kári Árnór Kárason, for- maður sambandsins, sagði við Morgunblaðið að með þessu vildi sambandið koma málum á hreyf- ingu. „Vinnuveitendur vilja nota sáttasemjaraembættið sem eins- konar -smala, en það mun aldrei ganga. Því væri mun betra ef hægt væri að koma þessum málum í viðunandi farveg,“ sagði Kári. Hann sagði að Alþýðusamband Norðurlands myndi ekki koma með neinar sérkröfur til þessara við- ræðna ef af þeim yrði. „Félög, svo sem Verslunarmannafélag Reykja- víkur, telja sig ekki geta gengið til samningaviðræðna nema að undangengnum kröfuundirbún- ingi. Ef með því væri verið að búa til endalaust rugl í mánuði í við- bót. Það er fyrst og fremst til að bregðast við þeirri stöðu sem við vildum bjóða upp á þetta, þótt við gætum vel hugsað okkur annað samningsform ef það byðist. En aðalatriðið er að menn Ijúki þessum samningum,“ sagði Kári. Fæðingarheimil- ið opnað að nýju „VIÐ höfum verið að búa í haginn fyrir sængurkonurnar, panta inn, taka á móti vörum, þurrka úr skápum og fylla á. Það hefur verið nóg að gera við að undirbúa enda var búið að leysa allt upp,“ sagði Elínborg Jónsdóttir, yfirljósmóðir á Fæðingarheimilinu, þegar rætt var við hana eftir að heimilið opnaði aftir eftur nokkurt hlé í gær. Næstu sex vikur verður opin 12 rúma deild á heimilinu, einkum til sængur- legu en fæðingarstofur verða notaðar ef nauðsyn krefur. Um áramót er stefnt að því að opna 18 rúma deild. Elínborg sagði að ákveðið' hefði hefur unnið á Landspítalanum síðan verið að opna Fæðingarheimilið til þess að taka á móti mikilli fæðinga- bylgju í þessum mánuði. Áætlað er að þá verði tekið á móti börnum um 290 kvenna úr höfuðborginni og 30-40 kvenna af landsbyggðinni á Landspítalanum og Fæðingarheimil- inu og hefur aldrei verið tekið á móti jafn mörgum börnum, eða 320-330, í Reykjavík á sama tíma- bili. Búist er við meðalfjölda fæðinga í júní en aftur er von á fæðinga- bylgju í júlí. Starfsfólk Fæðingarheimilisins Fæðingarheimilinu var lokað 7. októ- ber í fýrra. Elínborg sagði að því fylgdi mjög góð tilfínning að koma aftur á heimilið. „Mér fínnst mjög ánægjulegt að vera komin hingað aftur og vona virkilega að úr því geti orðið að hægt verði að opna aftur stærri deild um áramótin," sagði hún. Hún sagðist vera þeirrar skoðunar að vegna fjölda fæðinga væri nauðsynlegt að halda opinni aðstöðu fyrir fæðandi konur bæði á Landspítala og á Fæðingarheimili.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.