Morgunblaðið - 04.05.1993, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 04.05.1993, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 4. MAÍ 1993 43 væri á að við yrðum veikir af honum. Sonni sagði hátt og skýrt já. Hon- um datt ekki í hug að ráðfæra sig við okkur, hvorki með orðum né augnaráði. Enda var það óþarfí. Hvorugur okkar hefði hreyft mót- bárum við ákvörðun Sonna. Gunnar var tekinn í gengið og mætti til leiks í eitt eða tvö sumur. Hann glímdi við okkur og veiddi með okkur en fór ekki í laugar eða lengri leið- angra. Ég held okkur hafi aldrei tekist að umgangast hann sem jafn- ingja. En því olli ekki sjúkleiki hans, öllu heldur málfarið. Hann var að norðan og talaði harða norðlensku sem lét okkur linmæltum Sunnlend- ingum spánskt I eyrum. Svo hætti hann að koma. Ég man ekki hvort spurt var um ástæðuna en mér þykir ekki ólíklegt að veikin hafi tekið nýja stefnu. Um sama leyti dó Sigurður Kristófer Pétursson (í ágúst 1925) og hefur drengurinn þar misst mikils. Gestur Þorgríms- son segir mér að Gunnar hafi dáið ungur maður. Ég sagði í upphafi að Sonni hafi horfið að heiman. Það kom þó ekki í veg fyrir að bæði hann og við kunn- ingjar hans legðum oft og tíðum leið okkar þangað. Kristín systir Sonna, fjórum árum yngri en hann, galt alltaf þessa aldursmunar og þótti ekki gjaldgeng í strákaleikjum. Þóra móðir þeirra vék aldrei öðru en góðu að okkur félögunum og Guðmundur faðir hans var mildur og barngóður öðlingsmaður sem hreppti ill örlög. Mikið vildi ég nú gefa til að ég hefði haft aldur og þroska til að kynnast honum betur. Heimur okkar Sonna og félaga er veröld sem var. Böndin sem bundu okkur saman fyrir rúmum sjötíu árum slitnuðu tíu árum síðar án þess við gerðum nokkuð til að hnýta þau á ný. Og hefði sjálfsagt ekki verið hægt. En tíu ár af ævi manns er ekki stuttur tími. Þó er hann í minningunni eins og ein andartaks- stund, hlýleg og falleg. Sjómannsblóðið úr föðurættinni sagði fljótt til sín. Nokkrum dögum eftir að Sonni fermdist fór hann til sjós, fyrst á Fossana en síðar á fiski- skip þar sem hann vann sig upp í stýrimannsstöðu. Hann tók Hið meira fiskimannapróf frá Stýri- mannaskólanum í Reykjavík árið 1948. Árið 1963 fluttist hann til Bandaríkjanna og dvaldist þar til æviloka. Hann öðlaðist skipstjóra- réttindi og var áratugum saman ýmist stýrimaður eða skipstjóri, fyrst á fljótaskipi en síðar á olíu- flutningaskipi sem sigldi á hafnir á austurströndinni. Sonni var tvíkvæntur. Fyrri kona hans var Sesselja Guðmundsdóttir. Þau áttu fimm börn: Sesselju Erlu, f. 2. febr. 1938, Þóru Söndru, f. 16. des. 1941, Guðmund Sigurð, f. 31. júlí 1943, Ingva Öm, f. 1. febr. 1947, og Helgu Báru, f. 4. jan. 1953. Síð- ari kona hans og eftirlifandi ekkja er Guðbjörg Ágústsdóttir. Þau áttu einn son, Agúst Kristin, f. 19. jan. 1961. Ásamt yngsta syninum, Ágústi Kristni, eru þrjú af fyrri konu börn- um Sonna búsett vestra, þau Sess- elja Erla, Guðmundur Sigurður og Helga Bára. Hér heima búa þau Þóra Sandra og Ingvi Örn. Um mánaðamótin febrúar mars sl. var Sonni lagður inn í sjúkrahús til uppskurðar. Æxli vom fjarlægð úr líkama hans en þá hafði sykur- sýki gengið SV9 nærri honum að ekkert var til bjargar. Mánuði síðar, eða 1. apríl, sofnaði hann út af. Ösku hans hefur nú verið dreift í Atlantshafið út af austurströnd Bandaríkjanna þar sem hann sigldi skipi sínu árum saman. Jón Dan. 1. apríl sl. lést í Stuart í Florída Jóhann Guðmundsson stýrimaður, en hann hafði áður átt við alvarleg veikindi að stríða. Jóhann var fæddur 3. nóvember 1915 í Grimsby í Englandi, sonur hjónanna Guðmundar Sigurðssonar skipstjóra og Thóru Jóhannsdóttur. Með Jóhanni er genginn góður maður úr íslenskri sjómannastétt. Kynni mín og konu minnar af Jóhanni hófust þegar við fluttumst til Bandaríkjanna til náms. Þá bjó Jóhann í bænum New Jersey með konu sinni Guðbjörgu. Á þessum tíma starfaði Jónhann sem stýri- maður og skipstjóri á olíuskipum í New York. Með okkur tókust hin bestu kynni og var alltaf gott að heimsækja þau. Jóhann fluttist til Bandaríkjanna 1963 eftir að hafa fram að þeim tíma starfað nær ein- göngu sem stýrimaður á íslenskum fiskiskipum. Hann kunni strax vel við sig í hinu nýja landi og fór ekki í margar heimferðir eftir að hafa sest þar að. Eftir að Jóhann komst á eftirlaun, fluttust þau hjónin til suðurhluta New Jersey-fylkis þar sem þau festu kaup á hentugra húsnæði. Á veturna hin síðari ár bjuggu þau hjónin í Florída, þar sem Jóhann síðar lést. Jóhann var sérstakur persónu- leiki, hreinskiptinn og góður vinum sínum. Hann var ófeiminn við að láta skoðanir sínar í ljós og mátti ekki vamm sitt vita. Jóhann lauk hinu meira fiskimannaprófi frá Stýrimannaskólanum í Reykjavík 1948. Á sjómannsferli sínum lenti hann í þeim skipskaða þegar Súlan EA sökk árið 1963. Súlan var þá út af Garðskaga og fékk á sig hnút þannig að skipið lagðist á hliðina. Það var fímbulkuldi þegar þetta gerðist og var óveður að ganga yfir landið. Af 11 manna áhöfn fórust fimm manns. Jóhann sýndi mikla hreysti þegar hann komst af úr þessu slysi. Til marks um hreysti og karlmennsku Jóhanns má nefna að hann var fýrsti stakkasunds- meistari íslands á fyrsta sjómanna- daginn og síðan aftur stakkasunds- og björgunarsundsmeistari á 3ja sjómannadaginn. Jóhann kvæntist fyrri konu sinni, Sesselju Guðmundsdóttur, árið 1940 og eignuðust þau fimm börn. Þau eru Sesselja Erla, hárgreiðslu- kona, Thóra Sandra, skrifstofu- kona, Guðmundur Sigurður, hár- greiðslumeistari, Ingvi Örn, húsa- smíðameistari, og Helga Bára, hjúkrunarkona. Þau Erla, Sigurður og Helga eru öll búsett í Bandaríkj- unum. Jóhann og Sesselja slitu samvist- ir 1959. Jóhann kvæntist seinni konu sinni Guðbjörgu Ágústsdóttur árið 1967 og eignuðust þau einn son, Ágúst, sem er tölvufræðingur og starfar í Bandaríkjunum. Við hjónin sendum aðstandend- um Jóhanns okkar innilegustu sam- úðarkveðjur. Blessuð sé minning hans. Þórður S. Óskarsson. Minning Sæunn Tómasdóttir Sæbóli, Hafnarfirði Fædd 1. október 1911 Dáin 14. apríl 1993 Við andlát Sæunnar koma hlýjar minningar upp í hugann, og langar mig að minnast þessarar góðu konu fyrir allt sem hún gerði fyrir mig. Hve góð hún var mér í veikindum mínum er ég sem barn þurfti að dvelja langtímum saman á sjúkra- húsum í Reykjavík, langt frá for- eldrum og heimili mínu. Eitt atvik er mér sérstaklega minnisstætt. Það var um jólin 1972, er ég mátti ekki fara heim, en þá tóku þessi heiðurshjón, Sæunn og Björn, mig heim til sín yfir hátíð- ina. Þessum jólum mun ég aldrei gleyma. Síðar glöddu þau mig oft með gjöfum, en Jóhanna systir mín var þá orðin tengdadóttir þeirra, og þannig kynntist ég þessum góðu hjónum betur. Einnig hafa foreldrar mínir notið gestrisni þeirra og vilja þau þakka það. Nú er hún Sæunn mín horfin yfír móðuna miklu, og vil ég þakka henni allar góðu stundirnar. Birni, eiginmanni hennar, sonum, tengda- dóttur og sonardætrum sendi ég mínar innilegustu samúðarkveðjur. Kristbjörn Óskarsson, Höfðavegi 8, Húsavík. Minning Guðrún Jónsdóttir Fædd 29. apríl 1904 Dáin 18. apríl 1993 Mig langar að minnast hennar Rúnu minnar í örfáum orðum. Við hittumst fyrst árið 1956, þegar ég kom hingað suður frá Isafirði með syni hennar Sigurði Tr. Sigurðssyni, þá tilvonandi eig- inmanni mínum. Þá kynntist ég þeirri yndislegu persónu1’ sem hún hafði að geyma og þar eignaðist ég góða vinkonu. Hún var alltaf sönn og kærleiksrík og hugsaði alltaf um þarfír og líðan annarra frekar en sína eigin. Ég er þakklát fyrir að hafa fengið að kynnast þessari góðu konu sem kenndi mér svo margt um manneskjuna, ástina, breysk- leikann og síðast en ekki síst — fyrirgefniriguna. Minning hennar er ljós sem allt- af mun skína hjá mér og fjölskyldu minni. Vertu sæl kæra vinkona. Bless- uð sé minning þín. Alda Sigurðardóttir. Nýkomin sending af glæsilegum mottmn frá Pakistan. 100% ull. Frábært verð! Mörkinni 1 • Sími (91) 68 31 41 t Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir og amma, SIGURLAUG HJARTARDÓTTIR, Stigahlíð 22, sem lést á Landspítalanum 23. apríl, verður jarðsungin frá Foss- vogskirkju miðvikudaginn 5. maí kl. 13.30. Þeim, sem vildu minnast hennar, er bent á Slysavarnafélag (slands. Einar Georg Alexandersson, Magnea Einarsdóttir, Bjarni Karvelsson, Hörður Rúnar Einarsson, Sólveig Valtýsdóttir, Erla Einarsdóttir, Sigurður Karl Linnet og barnabörn. t Þökkum innilega auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför GÚSTAFS ADOLFS BJÖRNSSONAR. Ásgerður Þóra Gústafsdóttir, Fríða Gestrún Gústafsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. t Þökkum innilega öllum þeim, sem auðsýndu samúð og vináttu og heiðruðu minningu frænku okkar, KRISTÍNAR KRISTJÁNSDÓTTUR, Furugerði 1, áðurtil heimilis íVonarstræti 3, Iðnó. Systkinabörn. t Þökkum hlýhug og vinsemd vegna sviplegs fráfalls EINARS GUNNARS JÓNSSONAR, Brú, Jökuldal. Anna Guðný Halldórsdóttir, börn og aðrir aðstandendur. t Hjartanlegt þakklæti fyrir auösýnda samúð og vináttu við andlát og jarðarför eiginmanns mins, BRYNJÓLFS INGÓLFS KJARTANSSONAR, dvalarheimilinu Höfða, áður Háholti 30, Akranesi. Málfríður Þorkelsdóttir. t Kæru vinir. Hugheilar þakkir og bestu kveðjur til ykkar allra, er vottuðu samúð við andlát ARNÞRÚÐAR INGIMARSDÓTTUR, Hjallalundi 18, Akureyri. Guð blessi ykkur. Eiginmaður, börn, tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn. t Okkar innilegustu þakkir fyrir auðsýnda samúð við andlát og jarðarför FRIÐBJARGAR DAVÍÐSDÓTTUR \ hjúkrunarkonu. Hrafnhildur Hreiðarsdóttir, Sigriður Karlsdóttir, Birgir Karlsson, Kolbrún Karlsdóttir, systkini og aðrir vandamenn. t Þökkum innilega auðsýnda samúð og hlýhug vegna andláts og útfarar föður míns, tengdaföður og stjúpa, EINARS JÚLÍUSAR INDRIÐASONAR, frá Auðsholti, Grindavík. Sérstakar þakkir til starfsfólks sjúkradeildar 3-B, Hrafnistu, Hafn- arfirði. Daníel Einarsson, Sigríður Jóhannsdóttir, Birna Bjarnadóttir og fjölskylda.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.