Morgunblaðið - 04.05.1993, Side 36

Morgunblaðið - 04.05.1993, Side 36
36 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 4. MAÍ 1993 ATVINNUAUGl YSINGAR Kennarar Fóstrur Laus staða Kennara vantar við Einholtsskóla, sem er sérskóli fyrir unglinga í 8., 9. og 10. bekk grunnskóla. Vegna samsetningar starfshóps er heist óskað eftir karlmanni. í Einholtsskóla vinna kennarar saman að sveigjanlegu og fjölbreyttu skólstarfi. Upplýsingar veitir Guðlaug Teitsdóttir, skóla- stjóri, í síma 623711 og heimasíma 29647. Forstjóri Auglýst er eftir manni, sem hefði möguleika á að kaupa sig inn í fyrirtæki á sviði bygginga- iðnaðarins. Að stofna til samnorræns fyrir- tækis, sem fengi það hlutverk, samkvæmt tillögum Dana að bjóða fram lækkun á bygg- ingakostnaði hjá þeim þjóðum, sem verst eru settar í húsnæðismálum og þurfa um- fram allt að byggja hratt og ódýrt. Mál þetta boðar miklar breytingar á atvinnuháttum manna í heiminum. Málakunnátta er mjög mikilvæg. Þagmælsku heitið. Leggið nafn inn á pósthólf 94, 200 Kópavogi. Tækifæri Húsgagnahöllin hefur ákveðið að fjölga í starfsliði sínu og bæta við karli eða konu á sölugólf verslunarinnar. Um framtíðarstarf er að ræða, allan daginn. Leitað er að starfskrafti sem hefur góða og glaða framkomu, sem hefur ánægju af að þjónusta fólk og sem hefur unnið við verslun árum saman. Umsóknareyðublöð liggja frammi á skrifstof- unni, á Bíldshöfða 20, 2. hæð, spyrjið eftir Guðrúnu. Reykjavík Hjúkrunarfræðingar Hjúkrunarfræðingar, hjúkrunarfræðinemar eða læknanemar óskast til sumarafleysinga. Ýmsar vaktir koma til greina, m.a. 8-16, 16-24, 16-22, 17-23. Upplýsingar veita ída, hjúkrunarforstjóri, og Jónína, hjúkrunarframkvæmdastjóri, í símum 35262 og 689500. Laus störf Leitum meðal annars að konum í eftirtalin störf: • Framleiðslustarf. Snyrtilegt framtíðar- starf í framleiðsludeild iðnfyrirtækis. Vinnutími frá kl. 8-16. • Heimilisstörf. Ýmis heimilisstörf á vist- heimili barna. Vinnutími frá kl. 9-14 og aðra hvora helgí. Laun samkvæmt Sókn- artaxta. • Efnalaug. Móttaka viðskiptavina og fatn- aðar hjá traustri og vel rekinni efnalaug. . Vinnutími frá kl. 9-18 og til kl. 19 á föstu- dögum. Vinsamlegast sækið um á eyðublöðum sem liggja frammi á skrifstofu okkar. , abendi , I RÁÐGJQF 0G RÁÐNINGAR | LAUGAVEGI 178 • 105 REYKJAVÍK • SÍMI: 689099 • FAX: 689096 A leikskólann Lönguhóla, Höfn, Hornafirði vantar fóstru til starfa í ágúst. Útvegum húsnæði og flutningskostnaður verður greiddur. Upplýsingar gefa leikskjólastjórar í síma 97-81315 og félagsmálastjóri í síma 97-81222. ISAL Starf á málmfræðistofu Starfsmaður óskast á málmfræðistofu ÍSAL. Starfið er að miklu leyti fólgið í mati á málm- sýnum og frágangi á skýrslum. Starfið krefst nákvæmni og áreiðanleika. Æskilegt er að umsækjendur hafi verk- eða tæknifræðimenntun eða aðra sambærilega menntun. Nánari upplýsingar veitir ráðningarstjóri í síma 91-607000. Umsóknum óskast skilað í pósthólf 244, Hafnarfirði, eigi síðar en 12. maí 1993. Umsóknareyðublöð fást hjá Bókaverslun Eymundssonar í Austurstræti, Kringlunni og Mjódd, Reykjavík, og Bókabúð Olivers Steins, Hafnarfirði. Islenska Álfélagið hf. ATVINNUÞRÖUNARSJOÐUR SUÐURLANDS Ferðamálafulltrúi Suðurlands Atvinnuþróunarsjóður Suðurlands óskar eftir að ráða ferðamálafulltrúa í fullt starf til tveggja ára fyrir Suðurland. Starfssvið: Að vera til ráðuneytis þeim aðilum á Suðurlandi, sem að ferðamálum koma og stuðla að samstarfi milli sunnlenskra ferða- þjónustuaðila. Skriflegum umsóknum, þar sem fram komi upplýsingar um menntun og fyrri störf, skal skilað til Atvinnuþróunarsjóðs Suðurlands, Eyravegi 8, 800 Selfossi, fyrir 15. maí. Nánari upplýsingar veitir atvinnuráðgjafi Suðurlands í síma 98-21088. Baader maður óskast Grandi hf. óskar eftir að ráða til sín starfs- mann sem hefur haldgóða þekkingu og reynslu varðandi umsjón og viðhald Baader fiskvinnsluvéla. Við leitum að manni, sem er duglegur og áreiðanlegur og getur unnið sjálfstætt við daglegan rekstur og viðhald Baader fisk- vinnsluvéla, ásamt því að veita aðstoð við annað viðhald áhalda og tækja sem viðkem- ur fiskvinnslunni. Þeir, sem áhuga hafa á að taka þátt í krefj- andi starfi á góðum vinnustað, skulu skila inn skriflegum umsóknum á skrifstofu Granda hf., Norðurgarði, Reykjavík, eigi síðar en mánudaginnn 10 maí 1993. Æskilegt er að umsókn fylgi meðmæli og staðfesting á þekkingu viðkomandi varðandi Baader fiskvinnsluvélar. Farið verður með allar umsóknir sem trúnaðarmál. Laus er til umsóknar staða aðstoðarvarð- stjóra í lögreglunni í Snæfellsnes- og Hnappadalssýslu, með aðsetur í Grundarfirði. Staðan er veitt frá og með 1. júlí 1993. Umsóknum ber að skila til undirritaðs fyrir 21. maí 1993. Sýslumaðurinn í Stykkishólmi. Snæfellsnes- og Hnappadalssýsla. ÓlafurK. Ólafsson. Norðurland vestra Iðnráðgjafi Iðnþróunarfélag Norðurlands vestra aug- lýsir laust til umsóknar starf iðnráðgjafa á Norðurlandi vestra. Tilgangur Iðnþróunarfélagsins er að stuðla að vexti og framförum atvinnulífs á Norður- landi vestra. Æskilegt er að iðnráðgjafi búi yfir eftirfar- andi kostum: ★ Hæfileikum til að vinna jafnt sjálfstætt sem með öðrum. ★ Þekkingu á rekstri og þróunarstarfi. _ ★ Þekkingu á þyggðamálum. ★ Þekkingu á atvinnulífinu ásamt stofnun- um og samtökum þess. ★ Kunnáttu í tölvunotkun. Umsóknarfrestur er til 20. maí nk. og skulu umsóknir, er greina ítarlega frá starfsferli, menntun og reynslu umsækjenda, sendast til: Iðnþróunarfélags Norðurlands vestra, Þverbraut 1, pósthólf 10, 540 Blönduósi. Upplýsingar um starfið veitir framkvæmda- stjóri félagsins í síma 95-24981. Sumarstörf Vinnumiðlun skólafólks Æskulýðs- og tómstundaráð óskar eftir að ráða starfsfólk í eftirtalin störf: 1. Flokksstjóra í Vinnuskólann. 2. Leiðþeinendur í skólagarða. 3. Leiðbeinendur á íþrótta- og leikjanámskeið. Lágmarksaldur umsækjenda er 20 ár. Garðyrkjustjóri óskar eftir að ráða starfsfólk, ekki yngra en 16 ára, í eftirtalin störf: 1. Starfsfólk í slátturflokk. 2. Starfsfólk í garðyrkjuflokk. 3. Starfsfólk í viðhaldsflokk. Umsóknareyðublöð liggja frammi í félags- miðstöðinni Vitanum, Strandgötu 1 og tekið er á móti umsóknum 3.-7. maí kl. 10.00- 12.00 og 13.00-16.00. Umsóknarfrestur er til 7. maí. Nánari upplýsingar eru veittar í síma 50299. Innritun unglinga í Vinnuskóla Hafnarfjarðar fer fram dagana 3.-7. maí kl. 13.00-16.00 í félagsmiðstöðinni Vitanum. Vinnuskólinn er ætlaður unglingum, sem Ijúka 8. og 9. bekk í vor. Þeim unglingum, sem eru að Ijúka 10. bekk (f. ’77), er bent á að skrá sig hjá Vinnumiðlun skólafólks. Vinnumiðlun skólafólks opnar skrifstofu í Vitanum 2. maí. Hún er ætluð skólafólki 16 ára og eldri. Ef þú ert að leita þér að vinnu, hafðu þá endilega samband við okkur og við munum gera hvað við getum til að hjálpa þér í leit að vinnu í’sumar. Skrifstofan verður opin alla virka daga frá kl. 10.00-12.00 og 14.00-16.00. Símanúmerið er 50299. Æskulýðs- og tómstundaráð. Garðyrkjustjórinn í Hafnarfirði. Vinnumiðlun skólafólks.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.