Morgunblaðið - 04.05.1993, Síða 35

Morgunblaðið - 04.05.1993, Síða 35
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 4. MAÍ 1993 35 Morgunblaðið/Benjamm Urvalsmjólkurbændur Mjólkursamlag KEA hefur síðustu 11 ár veitt þeim afhentar á aðalfundi samlagsins í vikunni, en að mjókurframleiðendum sem skarað hafa fram úr þessu sinni uppfylltu 24 framleiðendur öll skilyrði varðandi mjólkurgæði viðurkenningar og voru þær fyrir veitingu viðurkenningar fyrir úrvalsmjólk. 24 fá viðurkenningn fyrir framleiðslu á úrvalsmjólk Skólaakstur hefjist með böm úr Giljahverfi SKÓLANEFND mælif eindregið með því að á næsta skólaári verði nemendur fyrsta til þriðja bekkjar úr Giljahverfi boðið upp á skólaakstur í og úr Glerárskóla. Nú búa tæplega 30 nemendur í fyrsta til fímmta bekk í Gilja- hverfi, en þeir eru í Glerárskóla. íbúum í hverfinu hefur fjölgað milli ára og með hliðsjón af því og eins að sumir nemenda skólans eiga heima í rúmlega eins kíló- metra fjarlægð frá skólanum þá mælir skólanefnd með að boðið verði upp á skólaakstur á næsta skólaári. Því er jafnframt beint til stjórn- enda Glerárskóla að við skipulags- vinnu fyrir næsta skólaár verði tekið mið af því að hægt-verði að koma á hagstæðum akstri fyrir þessa nemendur og að skólastarfið verði skipulagt þannig að nemend- ur úr öðrum árgöngum geti að hluta nýtt sér skólaaksturinn. Kirkjulistarvika Dagskrá um Hall- grím Pétursson frumflutt í kvöld FRUMFLUTT verður í kvöld, þriðjudagskvöldið 4. maí, dagskrá í tali og tónum um æviferil og skáldskap Hallgríms Péturssonar, en sýningin verður í Akureyrarkirkju og hefst kl. 20.30. Dagskrá- in er hluti Kirkjulistaviku sem nú stendur yfir í kirkjunni. SÍFELLT strangari kröfur eru gerðar til mjólkurbænda og nú er ekki einungis farið eftir gæðum mjólkurinnar sjálfrar heldur er einnig tekið tillit til aðbúnaðar á framleiðslustað, þ.e. fjóss og mjólkurhúss auk aðkomu og snyrtimennsku utanhúss. Á aðalfundi Mjólkursamlags KEA voru veittar viðurkenningar til 24 mjókur- framleiðenda sem uppfylla öll skilyrði samlagsins vegna fram- leiðslu á úrvalsmjólk. Ekki hefur tekist að samræma reglur þær sem farið er eftir hjá mjólkursamlögunum á landinu hvað þessar viðurkenningar varð- ar, þannig að ekki liggja sömu forsendur til grundvallar á milli samlaga, en forráðamönnum Mjólkursamlags KEA þykir tíma- bært að samlögin birti þær reglur sem farið er eftir svo bændur átti sig á raunverulegum og sambæri- legum árangri mjólkurframleið- enda á öðrum samlagssvæðum. í fyrsta flokki Til að fá viðurkenningu Mjólkursamlags KEA þurfa bænd- ur að uppfylla eftirfarandi skil- yrði: Að heildargerlatala hafí aldr- ei farið yfir 30 þúsund gerla í ml., að mjólkin hafi alltaf verið í fyrsta flokki við flokkun hitaþol- inna gerla, að mjólkin hafi alltaf verið í fyrsta flokki við flokkun kuldakærra gerla, að meðaltals- frumutala mjólkurinnar hafi verið undir 300 þúsund á árinu, að aldr- ei hafi orðið vart fúkalyfja.eða annarra efna er rýrt geti gæði mjólkurinnar, að árskoðun mjók- ureftirlits hafi verið án athuga- semda og að engar athugasemdir aðrar hafi verið gerðar við mjólk eða aðstæður til mjólkurfram- leiðslu á árinu. Signý Pálsdóttir tók dagskrána saman og byggði á ritum um Hallgrím, skáldskap hans og ann- arra, en Björn Steinar Sólbergsson organisti Akureyrarkirkju valdi tónlistina. Signý leikstýrir verk- ínu. Söngur og saga í dagskránni fléttast saman saga og skáldskapur Hallgríms Péturssonar í flutningi leikara frá Leikfélagi Akureyrar og söngur félaga úr Kór Akureyrarkirkju og Jóns Þorsteinssonar, tenórs. Fimm leikarar taka þátt í dag- skránni, Agnes Þorleifsdóttir, Sig- urþór Albert Heimisson, Sunna Borg, Þórey Aðalsteinsdóttir og Þráinn Karlsson. Vinnumiölunarskrifstofan Atvinnulausum hefur fækk- að um 50 milli mánaðamóta FÆKKAÐ hefur á atvinnu- leysisskrá á Akureyri, en um síðustu mánaðamót voru 50 færri á skránni en voru um mánaðamótin þar á undan. Elías B. Halldórsson sýnir í Listhúsinu Þingi SÝNING á verkum Elíasar B. Halldórssonar var opnuð í List- húsinu Þingi á laugardag, en hún stendur yfir fram til sunnudags- ins 9. maí næstkomandi. Sýningin er opin frá kl. 14 til 19 daglega. Elías B. Halldórsson fæddist í Borgarfirði eystra árið 1930. Hann stundaði nám við Myndlista- og handíðaskóla íslands 1955-1958 og stundaði síðan framhaldsnám við listaakademíuna í Stuttgart í Þýskalandi og við Konunglegu lista- akademíuna í Kaupmannahöfn. Elías hélt sína fyrstu sýningu í Bogasal Þjóðminjasafnsins árið 1961 og hefur síðan haldið margar einkasýningar og tekið þátt í sam- sýningum heima og erlendis. Hann hefur lengst af búið á Sauðárkróki en flutti til Reykjavík- ur árið 1986. Nú býr hann í Kópa- vogi og starfar þar að list sinni af miklum krafti. Elías B. Halldórsson Fleiri eru þó skráðir atvinnu- lausir í bænum nú þegar miðað er við sama tíma á bæði síðasta og þar síðasta ári. Atvinnuátak hefur verið í gangi frá því í byijun mars og verður væntan- lega út þennan mánuð, en rúm- lega 60 manns sem voru á at- vinnuleysisskrá eru í störfum tengdum átakinu. Nú eru 432 skráðir atvinnulaus- ir á Akureyri og er hnífjafnt hlut- fallið milli kynjanna, 216 karlar 9g jafnmargar konur eru á skrá. í lok mars voru 482 á atvinnuleys- isskrá þannig að fækkað hefur um 50 manns á skránni milli mánaða- móta. Fjarar út „Það er hreyfing á þessu, við finnum að það fjarar svolítið út atvinnuleysið. Það fékk nokkur hópur vinnu á Strýtu þegar fjölgað var þar um daginn og eins hefur fólk verið að fá vinnu á ýmsum stöðu, einn og einn,“ sagði Sigrún Björnsdóttir forstöðumaður Vinn- umiðlunrskrifstofu Akureyrarbæj- ar. Alls starfa nú 62 einstaklingar við atvinnuátak sem staðið hefur yfir frá því í mars, en þeir starfa m.a. í skólum, bókasöfnum, íþróttamannvirkjum, við umhverf- ismál og hjá stofnunum bæjarins. Þá hefur Folda fengið vilyrði fyrir því að fara af stað með verkefni með þátttöku Atvinnuleysistrygg- ingasjóðs sem veitir um 30 manns vinnu í 6 mánuði og er undirbún- ingur þess þegar hafinn. „Það er vissulega mikið at- vinnuleysi ennþá, en sem betur fer merkjum við að það fer minnk- andi,“ sagði Sigrún, en til viðmið- unar voru 279 skráðir atvinnulaus- ir á sama tíma á síðasta ári og 170 manns árið 1991 á móti 432 nú. Flestir þeir sem eru atvinnu- lausir eru úr Verkalýðsfélaginu Einingu, alls 168 manns, þá eru rúmlega 80 manns úr Félagi versl- unar- og skrifstofufólks og rúm- lega 70 Iðjufélagar. Um mán- aðamótin voru 135 manns á aldrin- um 20 til 30 ára á atvinnuleysis- skrá og um 40 manns voru undir tvítugu, en það eru stærstu hóp- arnir sem nú er atvinnulausir, að sögn Sigrúnar. Frá grunnskólum Akureyrar Innritun 6 ára barna (fædd 1987) fer fram í grunnskól- um bæjarins fimmludaginn 6. mai og föstudag- inn 7. mai nk. kl. 10-1 2 f.h. Jafnframt veróur könn- uð þörf á gæslu yngri barna. Innrita má meó símtali vió viðkomandi skóia. Á sama tíma þarf að tilkynna flutning eldri nemenda milli skólasvæða. Nemendur, sem flytjast í Gilja- hverfi, skulu innrita sig í Glerárskóla. Símanúmer skólanna: Gagnfræðaskóli Akureyrar 24241. Barnaskóli Akureyrar 24172. Glerárskóli 12666. Lundarskóli 24888. Oddeyrarskóli 22886. Síðuskóli 22588. Skólafulltrúi.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.