Morgunblaðið - 16.05.1990, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 16.05.1990, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 16. MAI 1990 43 ur og fluttur inn til okkar. Ég byij- aði að líta á hann meira sem bróður og vin heldur en mág. En svo var það í fyrrasumar að hann keypti drauminn sem endaði sem martröð, en hann hafði svo mikla unun af að hjóla eins og þeir flestir se_m hafa einhvern tíma próf- að það. Ég fór stundum með honum að hjóla og var farin að hugsa um að taka prófíð sjálf en sú hugsun fór með honum Hjalla mínum. Eftir síðustu jól flutti hann til Inga vinar síns en við héldum öll góðu sambandi og hittumst oft og ég mun alltaf muna þegar hann kvaddi mig með þessum orðum, bæ elsku dúllan mín. Því að hann lét ekki þann fjögurra ára aldursmun sem var á okkur hafa áhrif á sig. Ég held að hann hefði ekki getað verið betri við mig og aðra en hann var. Ég sá hann í síðasta sinn um þijú-fjögur leytið á sunnudaginn þegar hann kom heim til okkar að ná í leðurbuxur til að lána honum Magga. Hjalli var í stórgóðu skapi og hress því hann ætlaði á Selfoss að selja hjólið og Maggi fékk far með honum heim. Þeir áttu ekki langt eftir þegar slysið varð en f stað Selfoss eru þeir nú komnir upp til Guðs og það er vonandi að þar líði þeim vel. Ég vil votta Guðmundu móður hans, öfum hans, Hjálmari og Ólafi, og allri fjölskyldunni, Döggu systur og öllum hans vinum mína innileg- ustu samúð. Við skulum minnast allra stund- anna sem við áttum með Hjalla og minnast þeirra með gleði, því ég trúi að það myndi hann Hjalli vilja. Megi Guð vernda okkur og blessa uns okkar tími kemur til að hitta Hjalla. Kolbrún Hlín Hlöðversdóttir Á svo kaldan og óvæginn hátt erum við minnt á hverfulleika tilver- unnar. Tveir ungir menn í blóma lífsins leggja upp í ferð austur fyrir fjall á fögrum vordegi, en eiga ekki aft- urkvæmt. Eins og hendi sé veifað, er lífshjól ungu mannanna stöðvað. Svo snöggt og fyrirvaralaust. Engin orð ná að skýra þann sársauka, sem verður hjá okkur sem eftir stöndum. Minningar hrannast upp, góðar minningar sem sefa sorgina.' í mínum huga eru björtustu minningarnar um systurson minn Hjálmar Rögnvaldsson tengdar bernsku hans og fyrstu uppvaxtar- árum. Ég man hvað systir mín var stolt og sæl yfir fallega drengnum sínum, Eygló Viktorsdóttir söngkona - Kveðjuorð Hún er dáin. Ég vissi strax við hveija mamma átti er hún hringdi í mig að morgni 6. maí sl. Elsku föðursystir mín, Eygló Viktorsdóttir eða Systa eins og við kölluðum hans, hafði verið sótt af manninum með ljáinn og flutt yfir móðuna miklu til foreldra sinna og systur. Allt frá því hinn erfiði sjúkdómur hennar uppgötvaðist var vitað að endalokin væru ekki langt undan, en áfallið er engu minna fyrir það. Minningarnar sækja á hugann. All- ar í óreiðu og í raun stendur engin ein upp. úr, nema sú, að þegar ég heimsótti Systu á sjúkrahúsið um það bil viku áður en hún var kölluð héðan þá var styrkur hennar og trú svo áberandi að það var hún sem hughreysti mig. Systa var alla tíð mjög sterk og trúuð kona sem smitaði frá sér. Og alltaf var jafn gott að koma á Rauðalækinn, hvórt sem var sem barn í afmælin hennar Sólveigar, eða sem unglingur til að gista eina og eina nótt, eða nú hin síðari ár, þó að það verði nú að viðurkennast að heimsóknunum hafi fækkað verulega hin síðari ár. Sundurlausar minningar frá úti- legum fjölskyldnanna tveggja, þeg- ar ég var barn að aldri og ungling- ur, eru fullar af hlátri og glaðværð og er Systa alltaf þar í forgrunni, alltaf létt og kát. Og ef einhver prakkarastrik voru framin þá voru þau fljótt fyrirgefin, eftir eðlilegar skammir — að sjálfsögðu. Já, minn- •ingarnar streyma fram, sundur- lausar og er erfitt að henda reiður á þeim, en alltaf er hún Systa mín þar brosandi og yndisleg. Systa frænka var mjög hug- myndarík og lagin í sambandi við föt og búninga og var alltaf jafn gaman að sjá hvað hún var að stússa í því sambandi. Svo ég nefni nú ekki hvað var gaman að fá að gramsa hjá henni. Alltaf var sjálf- sagt að sýna okkur og útskýra hvað i hún var að gera. Ég bið góðan Guð að gefa elsku Sollu minni, Stéiná, pabba, föður- bræðrum og öðrum aðstandendum styrk til að takast á við missi okkar yndislegu Systu, og trúa því að nú líði henni vel í faðmi foreldra sinna og systur. Heiður Ósk Helgadóttir Að gefa af eigum sínum er lítil gjöf, hin sanna gjöf er að gefa af sjálfum sér. (K.G. Með söknuði og sorg í hjarta kveð ég elskulega föðursystur mína, Eygló Viktorsdóttur eða Systu eins og við köiluðum hana ætíð, en hún lést í Borgarspítalanum 6. maí sl. efir baráttu við erfiðan sjúkdóm. Orðin hér að ofan eiga mjög vel við frænku mína sem gaf svo sann- arlega af sjálfri sér og sem alltaf hugsaði fyrst og fremst um aðra. Ötal minningar streyma fram í hugann á þessari stundu. Fyrir 5 árum er ég flutti til Reykjavíkur til að hefja hér nám var gott að eiga hér góða frænku, það má eiginlega segja að hún hafi tekið okkur Sigga að sér og allt vildi hún fyrir okkur gera. Hvergi þótti heldur betra að koma og eru stundirnar sem við áttum á Rauðalæknum ótal marg- ar. Sérstaklega eru mér minnisstæð síðustu jól sem við áttum með Systu, Steina og Sólveigu, það voru yndislegar stundir, og söngtímarn- ir, en um tíma leiðbeindi Systa mér í söng. Þeir tímar vildu oft verða ansi langir, þá var setið og htustað á tónlist eða rætt um allt milli him- ins og jarðar. Það var aðdáunarvert að fylgjast með hvernig frænka mín tók sjúk- dómi sínum, hún ákvað strax að vera heima í faðmi fjölskyldunnar heldur en að ganga í gengum erfiða og gagnslitla meðferð, en Systa þekkti þennan sjúkdóm mjög vel. Foreldrar hennar létust úr honum og fyrir 5 árum elskuleg systir hennar Hulda, en hún hefði orðið 64 ára 9. maí sl. Þær systur hafa nú hist í ný. Guðveig Guðmunds- dóttir - Kveðjuorð er hún sýndi mér hann nýfæddan. Ég var þá við störf á Landspítalan- um, og létt voru sporin út á fæð- ingadeild til að sjá þennan nýja og kærkomna frænda. Sjálf var ég barnlaus þá, og naut þess að fá að halda á litla krílinu. Fyrstu æviárin bjó Hjálmar með móður sinni, Guðmundu Hjálmars- dóttur, á heimili foreldra okkar, Ásu Guðbrandsdóttur (lést í okt. ’72) og Hjálmars Sigurðssonar, í Skála- gerði 17 hér í borg. Þessi litli drengur var mikill gleðigjafi á því heimili. Þar steig hann sín fyrstu spor, undir styrkri handleiðslu ungrar móður, afa og ömmu. Mikil sorg er hjá afa í Skála- gerði núna, þegar hann kveður nafna sinn. Og árin liðu við leik’ og störf. Ungi drengurinn er orðinn fullvaxta maður. En þá, svo allt of fljótt, hefur hann lokið sinni lífsgöngu hér á jörðu. Hún var ekki löng, en bjarta brosið hans geymist í hugum okkar allra. Ég var beðin fyrir djúpar samúð- arkveðjur frá Ásu Valgerði dóttur minni, frænku Hjálmars, sem er skiptinemi í Kanada, hún sendir ykkur hlýjar hugsanir yfir hafið. Megi góður guð styrkja foreldra, systkini, afana og aðra ástvini f þeirra miklu sorg. Og skín ei ljúfast ævi þeirri yfir, sem ung á morgni lífsins staðar nemur, og eilíflega, óháð því sem kemur, í æsku sinnar tignu fegurð lifir? Sem sjálfur Drottinn mildúm lófum lvki um lífsins perlu I gullnu augnabliki. (T.G.) Blessuð sé minning um góðan dreng. Margrét Hjálmarsdóttir Það er svo erfitt að kveðja en ég er Guði þakklát fyrir að hafa fengið að kynnast frænku minni, hún gaf mér mikið. Elsku Steini og Sólveig, harmur ykkar er mikill. Guð veiti ykkur styrk. Minningin um yndislega konu lifir. Far þú i friði friður Guðs þig blessi hafðu þökk fyrir allt og allt. Fædd 2. október 1916 Dáin 21. apríl 1990 Okkur langar í nokkrum orðum minnast elsku ömmu okkar, Guð- veigar Guðmundsdóttur frá Borgar- nesi. Það er margt sem kemur upp í hugann nú þegar amma er fallin frá. Alltaf þegar við fórum í Borgar- nes fórum við beint til ömmu og afa. Við fengum alltaf hlýjar og góðar móttökur og alltaf var okkur boðið upp á kökur og mjólkurglas. Amma var mikil dugnaðarkona í höndunum. Yfirleitt þegar við kom- um í heimsókn til hennar var hún með eitthvað á pijónunum t.d. vettl- inga eða ullarsokka. Það er ekki langt síðan hún amma okkar var hjá okkur í nokkr- ar vikur hér í Reykjavík. Á þessum vikum áttum við margar ánægju- stundir með ömmu. Amma var mjög ákveðin k’ona en blíð og góð. Það var nú ekki fyrir löngu að fermingar voru í fjölskyldunni. Þar voru afi og amma mætt að vanda, hress og kát. Engan gat þá grunað að amma ætti svo stutt eftir sem raun varð á. En rúmlega viku seinna bárust okkur þau tíðindi að hún amma okkar væri dáin. Hún andað- ist á heimili þeirra afa í Ánahlíðinni í Borgarnesi. Við viljum senda afa, börnum þeirra, barnabörnum og barna- barnabörnum innilegar samúðar- kveðjur og biðjum Guð að gefa þeim styrk. Minningar ömmu munu lifa með okkur. Megi amma okkar hvíla í friði og í góðum höndum Guðs. Heiðrún og systkini. Sigurveig og systkini. t Einlægar þakkir færum við öllum þeim, sem vottuðu okkur hluttekningu sína og vináttu við andlát elskulegrar eigin- konu minnar, móður okkar, dóttur, syst- ur, mágkonu og tengdadóttur, ÁGÚSTU HELGU SIGURÐARDÓTTUR lögfræðings. Fyrir hönd vandamanna. Búi Kristjánsson, Haukur Þór Búason, Birgir Hrafn Búason, Arnar Már Búason, Jóhanna G. Möller, Sigurður Pálsson, Margrét Kristín Sigurðardóttir, Börge J. Wigum, Erla Guðjónsdóttir, Kristján Búason. i Innilegar þakkir færum við öllum þeim, er sýndu okkur samúð og vinarhug við andlát og útför móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, GUÐNÝJAR PÁLSDÓTTUR, Furulundi 1b| Akureyri. Hjálmar Jóhannesson, Anna L. Valdimarsdóttir, Anna Jóhannesdóttir, Smári Helgason, Erna Jóhannesdóttir, Ólafur Þórðarson, Gyða Jóhannesdóttir, Pálmi Einarsson, Páll Jóhannesson, Ólína Jónsdóttir, Birna Jóhannesdóttir, Eygló Jóhannesdóttir, Jósavin Arason, Magnús Jóhannesson, Jenný Karlsdóttir, Guðmundur Jóhannesson, Meriam Legaspi, barnabörn og barnabarnabörn. (V.Briem) Gerður Til greinahöfunda Minningarorð Það eru eindregin tilmæli rit- stjóra Morgunblaðsins til þeirra, sem rita minningar- og afmælis- greinar í blaðið, að reynt verði að forðast endurtekningar eins og kostur er, þegar tvær eða fleiri greinar eru skrifaðar um sama einstakling. Þá verða aðeins leyfð- ar stuttar tilvitnanir í áður birt ljóð inni í textanum. Ef mikill fjöldi greina berst blaðinu um sama einstakling mega höfundar og aðstandendur eiga von á því að greinar verði látnar bíða fram á næsta daga eða næstu daga. Að undanförnu hefur það færst mjög í vöxt, að minningargreinar berast til birtingar eftir útfarar- dag og stundum löngu eftir jarð- arför. Morgunblaðið áskilur sér rétt til að birta ekki minningar- greinar sem berast því eftir að útför hefur farið fram. Morgunblaðið hefur ekki birt ný minningarkvæði um látið fólk, en leyft tilvitnanir í gömul, áður prentuð kvæði. Blaðið áskilur sér rétt til að stytta þessar tilvitnanir eða fella þær niður, ef þær eru sífellt endurteknar í blaðinu. Þá mun Morgunblaðið ekki birta heil kvæði, áður birt, en stundum fylgja óskir um það. Ritstj.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.