Morgunblaðið - 16.05.1990, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 16.05.1990, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 16. MAI 1990 13 Húseigendaþjónustan ■ Ertu farinn að huga að viðhaldi? ■ Þarftu nýjar hurðir, glugga eða innréttingar? ■ Er húsið haldið steypuskemmdum? ■ Hvað með þalýið eða svalirnar? ■ Áttu í vandræðum með flatt þak? ■ Leki? ■ Vantar þig trésmið, múrara, málara eða blikksmið? ■ Við hjá Húseigendaþjónustunni höfum áralanga reynslu í viðhaldi og nýsmíði. ■ Látið fagmenn vinna verkin og annast þau fyrir ykkur. ■ Húseigendaþjónustan S. Sigurðsson hf., Skemmuvegi 34, 200 Kóp. Sigurður Sigurgeirsson, byggingameistari, s. 670780. Húsbyggjendur athugið! Útvegum hvert á land sem ertilsniðin timburhús í pökk- um með ýmsum gerðum útveggjaklæðninga. Hverjum húspakka fylgja allar teikningar, verklýsingar, ásamt leiðsögn um byggingu hússins. Höfum einnig til sölu parhús við Leiðhamra í Grafar- vogi, til afhendingar strax. Um er að ræða timburhús með múrsteinshleðslu. Allar frekari upplýsingar eru veittar á skrifstofu Fag- húss hf. á Grensásvegi 16, Reykjavík. FAGHÚS hf Grensásveg 16, Reykjavík, s: 91-678875 4 Þverholt - „Egilsborgir" JjÉ i g *i liiinii!ii/iiii y| ji w f iil fí mnr 11 Tffm [11 i y \m£ lm | crW Mlu hn “rmj [ppq. Dj □ □ □ mr 1 Nú hefst að nýju sala íbúða í byggingarkjarnanum „Egilsborgir". Seldar verða íbúðir úr húsunum nr. 22, 24 og 26 við Þverholt. íbúðunum verður skilað tilbúnum undir tréverk, en sameign fullfrágengin með sameigin- legu bílhúsi. Lyfta verður í húsinu nr. 24 og 26. Selj- andi lánar allt að 15% af kaupverði til 5 ára og býður eftir láni frá Húsnæðisstofnun ef kaupandi er búinn að fá lánsloforð. íbúðirnar verða fokheldar í júlí nk. og til- búnar undir tréverk í desomber 1990. Til sölu eru eftirtaldar ibúðir: 4íb.,2jaherb.frá 88-100fm. V. frá kr. 5.882.000,-. 7 íb., 3ja herb. frá 113-118 fm. V. frá kr. 6.595.000,-. 2 íb., 4ra herb. frá 145-201 fm. V. frá kr. 8.539.300,-. 2 íb., 5 herb. frá 171 fm-195fm. V. frá kr. 8.950.000,-. 1 íb., 6 herb. frá 113-118 fm. V. frá kr. 8.820.000,-. Stæði i sameiginlegu bílhúsi er greitt sér kr. 750.000,- fyrir hverja íbúð. Til greina kemur að taka eignir upp í kaupverðið. EFasteignasalan 641500 i EIGNABORG sf jp. L Hamraborg 12 - 200 Kópavogur ■■ Sölumaður Vilhjálmur Einarsson, Jóhann Hálfdánarson lögg. fasteignas. Barnasöngnr _________Tónlist_____________ Jón Ásgeirsson Frá upphafi íslandssögunnar hefur góður söngur þótt svo mik- ils virði að hans er sérlega getið og hefur ávallt verið talinn auka á orðstír mætra manna. Guðríður Þorbjarnardóttir kvað „þat kvæði, er hon kallaði Varðlokur“, eins og greint er frá í Eiríks sögu rauða en um söng hennar segir þar; „Kvað Guðríður kvæðit svá fagrt ok vel, at engi þóttist heyrt'hafa með fegri rödd kvæði kveðit, sá er þar var hjá.“ Þorsteinn dró- mundur var leystur úr prísund suður í Miklagarði fyrir frábæra söngskemmtan og Jón Ögmund- arson, biskup söng svo vel í Niða- rósi að biskup gat eigi að gert, þótt bannað hefði að horfa út eft- ir kirkjuskipinu, til að líta þann er hefði svo fagra rödd. Líklega er einhver dulinn þráð- ur er tengir saman sögu hirð- skáldanna, seinni tíma ljóðaflutn- ing og söng, því svo sem ráða má af sögunum, hefur raddlegur flutningur, hvort sem átt er við að kveða eða syngja, skipt miklu máli. Þá er það ekki síður hljóð- fallið sem tengir saman ljóð og söng og ef það er hugsanlega rétt, að bragfræði, það er hryn- skipan texta, eigi uppruna sinn í háttbundnum danshreyfingum, er ljóst að samruni söngs og texta kallar fram hrynræn viðbrögð hjá hlustendum. Innihald textans er svo túlkað með öllum þeim blæ- brigðum sem söngur ræður yfir. Það fer ekki á milli mála að söngurinn ber með sér litbrigði hljóðfalls og tilfinningalegt inni- hald textans og getur staðið einn en auk þess er flytjandinn sjálfur mikilvægur þáttur sem sannaðist á tónleikum skólabarna úr Kópa- vogi, undir stjórn Þórunnar Björnsdóttur. Að heyra „Litla kór- inn“ syngja Vorið er komið, Vorið kallar, Mér um hug og hjarta nú og það bráðfallega lag Atla Heim- is, Snert hörpu mína, kallaði fram einhver djúpstæð tilfinningavið- brögð, hrifningu, sem gerir aðeins vart við sig er maðurinn stendur andspænis einhveiju stóru og mikilvægu. Starf Þórunnar við Kársnes- skóla er í sjálfu sér merkilegt og árangur af starfi hennar frábær. Það er svo sem hægt að mæla hann og miða við ijölda barna, fjölda kennslustunda og jafnvel árangurinn af raddþjálfuninni. Það sem ekki verður vegið eða mælt brennur í augum barnanna, sönggleðin og það veganesti sem þessi frábæri kennari hefur búið hveiju því barni, sem notið hefur leiðsagnar hennar. Manneskjurn- ar hópast saman við ýmiss konar iðju og dýrmæti þess að rækta tilfinningu unga fólksins fyrir feg- urð er mikilvæg, því fegurð er af sama stofni og réttlæti og mann- gæska og án fegurðar getur rétt- lætið og manngæskan snúist upp í afstyrmilega illsku og ljótleika. Á þessu sviði hefur list mikla þýðingu og þar hefur skólakerfið að nokkru brugðist, því segja má meginhluti skólanna í landinu séu listlausar stofnanir. Þar sem kennarar hafa barist fyrir því að fá að stunda þá mannrækt sem fólgin er kfagurfræði listarinnar, hafa skólayfirvöld oftast snúist ókvæða við, svo að nú er þessi ræktun að mestu í höndum sjón- varps og kvikmyndahúsa. I sjálfu sér er ekki ástæða til að kenna fjölmiðlum um hvernig komið er, heldur þeim er telja sig þurfa að spara við börn sín, það sem þau þurfa umfram fæði og klæði. Þessar húgleiðingar eru komnar til vegna þess hve söngur unga fólksins á tónleikum barna úr Kársnesskóla sl. laugardag í Langholtskirkju, snerti undirrit- aðan. Slíka söngfegurð er ekki hægt að falsa, því hún leitar frá hjarta til hjarta. Tónleikamir hófust á söng Skólakórs Kársness. Á efnis- skránni voru þjóðlög frá ýmsum löndum, tvö lög eftir Þorkel Sigur- björnsson. Fyrsta lagið heitir Kópavogur eftir Jón S. Jónsson í útsetningu Marteins H. Friðriks- sonar. Óll lögin voru vel sungin með þéttum, góðum og fallegum hljómi. Þá tók við „Litli kórinn“, sem fyrr var fjallað um. Stóri kór og miðkór fluttu 4 lög úr söngleik eftir Per Harling. Lögin voru flutt með undirleik „smábands“ og var söngurinn í heild þokkalegur. Svona „svingtónlist" er nú heldur bragðlaus. Stóri kór söng svo tvö ísraelsk þjóðlög, tvo negrasálma, eitt lag efti Kabalevskí og tvö vinsæl lög eftir Skúla Halldórs- son, Smalastúlkan og Smala- drengurinn. öll voru lögin vel flutt. Gesange op. 17 (ekki 7, eins og stendur í efnisskrá), eftir Brahms var flutt af Skólakór Kársness og gömlum félögum. Hljóðfæraleikarar voru Monika Abendroth á hörpu og Joseph Ognibene og Lilja Valdimarsdóttir á horn. Söngva þessa samdi Brahms fyrir kvennakór og var töluverð reisn yfir flutningi þeirra, enda falleg tónlist. Síðast á efnisskránni komu all- ir kórarnir fram, um 200 börn, og sungu þau Hver á sér fegra föðurland, eftir Emil Thoroddsen, Fylgd eftir Sigursvein D. Kristins- son. Þriðja lagið hefur verið sagt íslenskt þjóðlag. Við nánari at- hugun hefur það reynst vera finnskt að uppruna en var fyrsta lagið, sem sungið var við kvæði Gríms Thomsens, Á sprengisandi. Tónleikunum lauk svo með Ma- ístjörnunni við kvæði Haildórs Laxness. í heild voru þetta frá- bærir tónleikar og er merkilegt hversu Þórunni Björnsdóttir tekst að ná fram góðum og eðlilegum söng og að því er virðist, að hafa þarna á fullan aga án þess að merkt verði að nokkur stjórnsemi komi til. Það er aðeins á færi afburða kennra að uppheíja öll vandamál og láta þau hverfa fyr- ir áhuga barnanna á því sem þau eru að gera. Norrænu menntamálaráðherrarnir: Norræna vísindaháskól- anum komið á laggirnar RÁÐHERRAR menntamáia á Norðurlöndunum hafa ákveðið að koma á laggirnar Norræna visindaháskólanum; samræmdu styrkjakerfi er ætlað er að veita í 623444 Álfhólsvegur 3ja herb. góð (b. á 2. hæð. Skipholt — laus 3ja herb. 74 fm góð (b. á jarðhæð. Seljahverfi 3ja herb. 94 fm mjög falleg ib. Hraunbær Til sölu 4ra herb. 113 fm íb. Nökkvavogur — kj. 4ra herb. 96 fm góð ib. I tvibhúsi. Karfavogur — falleg 4ra herb. falleg risíb. í steinst. tvíb. Arahólar — útsýni 4ra herb. góð íb. á 7. hæð. Þingholtsstræti 4ra herb. jaröhæð í gömlu virðul. húsi. Espigerði — Laus strax 4ra herb. falleg íb. á 2. hæð Einbýli — Laugarnesi Til sölu 13 herb. einbýlish. með tveimur ib. Allt nýstandsett. Skeiðarvogur — raðh. Til sölu ca 166 fm mikiö endurn. raðh. Álfhólsvegur — raðh. Til sölu mjög skemmtil. raðhús. Goðatún — Garðabæ Til sölu glæsil. 206 fm einbhús. Rekagrandi Til sölu 6-7 herb. mjög góð íb. ÁSBYRGI INGILEIFUR EINARSSON jm löggiltur fasteignasali, H Borgartúni -33 Qárstuðning til vísindanám- skeiða og ráðstefna, auk styrkja til háskólanema og starfandi visindamanna, til dvalar við norr- ænar háskólastofnanir. Ráðherranefnd Norðurlanda, skipuð ráðherrum menningar- og kennslumála, hélt fund í Kaup- mannahöfn 8.-9. maí. Svavar Gests- son menntamálaráðherra sótti fundinn af íslands hálfu. Á ráðherrafundinum var meðal annars rætt um drög að fjárhagsá- ætlun um norrænt menningarstarf 1991 og forgangsröðun verkefna. Meðal þeirra verkefna sem áhersla verður lögð á, er norræni kvik- mynda- og sjónvarpssjóðurinn, framkvæmdaáætlun um málasam- vinmi á Norðurlöndum, styrkjakerf- ið NORDPLUS og skipuleg sam- vinna um menntun til vísindastarfa. Staðfest var á fundinum ákvörð- un um að koma upp fimm norræn- um vinnustofum fyrir norræna listamenn á Fjölum í Noregi og áfram var rætt um tillögu græn- lensku landsstjórnarinnar um að komið verði á fót menningar- og listamiðstöð í Nuuk á Grænlandi. Lýstu ráðherrarnir áhuga sínum á þeirri hugmynd að þriðjungur stofn- kostnaðar yrði fjármagnaður af norrænu fé. ESAB RAFSUÐUVÉLAR vír og fylgihlutir = HÉÐINN = k VÉLAVERSLUN SlMI 624260 SÉRFRÆÐIÞJÓNUSTA - LAGER

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.