Morgunblaðið - 16.05.1990, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 16.05.1990, Blaðsíða 38
38 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 16. MAÍ 1990 Islensk þátttaka í verk- eftri Evrópubandalagsins eftir Hellen M. Gunnarsdóttur Á vegum Evivpubandalagsins eru mörg verkefni í gangi til að efla atvinnulíf aðildarríkjanna og er miklu fé vnrið til þeirra. Hingað til hafa EFTA-ríkin ekki haft aðgang slíkum verkefnum, en nú er að verða breyting hér á. Á síðasta ári tókst samkomulag um þátttöku EFTA í verkefni Evrópubandalags- ins sem ber heitið COMETT (European Community programme on cooperation between universities and industry regarding training in the field of technology). Hvað er COMMETT? COMETT er heiti á áætlun Evr- ópubandalagsins um eflingu sam- starfs atvinnulífs og skóla um tækni- og verkmenntunarþjálfun. Fyrsta hluta áætlunarinnar — COMETT I, sem hófst 1987, er lokið. Annar hluti hennar — COMETT II, hófst þann 1. janúar 1990 ogstendur í fimm ár. ^ Markmiðið með COMETT II er að koma á fót og styrkja samstarf milli atvinnulífs og skóla um frum- þjálfun og endurmenntun á tækni- sviðum. í þessu skyni styrkir áætlun- in þrjár megintegundir verkefna en _ ætlast er til að þátttakendur í verk- efnunum leggi til mótframlag við þá styrki sem COMETT veitir. Verk- efnunum er skipt upp í þijá hluta sem hér segir: í A-hluta er stuðlað að stofnun sam- starfsnefnda ýmissa aðila í atvinn- ulífi og skólum. Nefndunum er ýmist ''‘tetlað það hlutverk að sinna þörfum atvinnulífs til þjálfunar á tiltekinni tækni, eða til að sinna þörfum ákveð- inna landsvæða. Nefndirnar meta hvar þarfir starfsgreina eða starfs- hópa fyrir þjálfun eru mestar og leiðbeina við framkvæmd einstakra verkefna. Alls verður um 2.000 millj- ónum króna varið til þessa þáttar. I B-hluta eru nemendur og nýút- skrifaðir kandídatar styrktir til starfsþjálfunar í iðnfyrirtækjum í öðrum aðiidarlöndum COMETT. Einnig er greitt fyrir því að starfs- fólk skóla komist til tímabundinna starfa i iðnfyrirtækjum. Á sama hátt er starfsfólki iðnfyrirtækja gert kleift að stunda tímabundin störf við erlenda skóla. AIls verður veitt um 6.500 milljónum króna til þessa þátt- ar. I C-hluta er veittur stuðningur til að þróa og halda stutt námskeið sem einkum eru ætluð starfsfólki fyrir- tækja, skóla eða stofnana. Slík nám- skeið skulu hafa evrópskt gildi og vera haldin í samvinu við EB-ríki. Innan þessa hluta eru einnig veittir styrkir til ýmiss konar námsgagna- gerðar sem telja má að hafi almennt evrópskt gildi. Alls verður veitt um 6.500 milljónum króna til verkefna af þessu tagi og gert er ráð fyrir að um 240 verkefni hljóti stuðning. Auk verkefna sem falla undir A-, B- eða C-hluta eru veittir styrkir til D-hluta sem nær til ýmissa stuðn- ingsaðgera við þátttöku í COMETT II. Hér er m.a. um að ræða styrki til reksturs sérstakra upplýsinga- miðstöðva um COMETT-áætlunina í hveiju aðildarríki. Islensk samstarfsnefhd um tækni- og verkmenntun Háskóli íslands hefur, ásamt fleiri skólum, samtökum og fyrirtækjum úr íslensku atvinnulífi, sótt um styrk til COMETT-áætlunarinnar í því skyni að koma á fót samstarfsnefnd þessara aðila samkvæmt skilyrðum A-hluta. Hlutverk samstarfsnefnd- arinnar verður að standa að könnun á þörfum ýmissa sviða atvinnulífsins fyrir tækni og verkmenntun. 1 fram- haldi af því mun samstarfsnefndin standa að námskeiðum og endur- menntun þar sem við á. Samstarfsnefndir af þessu tagi eru starfandi í öllum Evrópubanda- lagsríkjunum og eru kallaðar UETP-nefndir (University-Enter- prise Training Partnership). Auk þess að koma á ákveðnu skipulagi á samvinnu milli skóla og aðila at- vinnulífsins, er þeim ætlað að að- stoða við framkvæmd verkefna inn- an annarra hluta COMETT-áætlun- arinnar. Þannig er starfræksla UEPT-nefndanna talin meginfor- senda þess að verulegur árangur náist af þátttöku í COMETT-áætlun- inni. Auk Háskóla íslands standa eftir- farandi aðilar að umsókn til COMETT um stofnun íslensku UETP-nefndarinanr: Búnaðarbanki Islands, Bændaskólinn á Hvanneyri, Félag íslenskra iðnrekenda, Háskól- inn á Akureyri, Landsamband iðnað- armanna, Kennaraháskóli íslands, Póstur og sími, Rannsóknastofnun byggingariðnaðarins, Rannsókna- stofnun landbúnaðarins, Ríkismat sjávarafurða, Samband iðnfræðslu- skóla, Samband málm- og skip- asmíðastöðva, Tækniskóli Islands, Verkfræðingafélag ísjands og Vinnuveitendasamband Islands. Verið er að ganga frá þátttöku fleiri aðila. Samstarfsnefndin getur fengið styrk frá COMETT til allt að þriggja ára og fyrir allt að helmingi af áætluðum kostnaði við starfsem- ina. Einstakt framlag getur mest numið 13 milljónum íslenskra króna. Islenska UETP-nefndin mun leggja áherslu á að koma upp sam- skiptum við aðrar UETP-nefndir Hellen M. Gunnarsdóttir sem starfræktar eru í löndum Evr- ópubandalagsins. Það verður reynt að leggja grunn að frekari þátttöku Islands í öðrum verkefnum innan COMETT. Markmiðið er að koma upp sem víðtækustu samstarfi ein- stakra aðila í íslensku atvinnulífi, skóla og fyrirtækja við fýsilega sam- starfsaðila í öðrum aðildarlöndum COMETT. Islendingar munu þar.nig á næstu fimm árum, í samvinnu við samstarfsaðila sína í ríkjum EB og EFTA, geta sótt um styrki til CO- METT til ýmissa afmarkaðra sam- starfsverkefna. Hvers vegna þátttaka í COMETT? Á íslandi er unnið mikið starf við endurmenntun og margs konar þjálf- un hjá fyrirtækjum, atvinnugreina- samtökum, Háskóla íslands og fleir- um. Með samstarfi við Evrópu- bandalagið og EFTA-ríkin í gegnum COMETT, opnast nýir möguleikar í slíku starfi. Með þátttöku í CO- METT-áætluninni eru skapaðar for- sendur fyrir beinu samstarfí íslenskra iðnfyrirtækja, atvinnu- greinasamtaka og skóla við aðila í Evrópu sem vinna á sömu tækni- eða starfssviðum. Með þessu móti verður t.a.m. mögulegt fyrir íslend- inga að nýta sér evrópsk þjálfun- arnámskeið og staðfæra, sem dýrt eða jafnvel ómögulegt væri að gera upp á eigin spýtur. Það sem er sérstakt við COMETT-áætlunina er áherslan á að hver þjóð líti á fólkið í landinu sem auðlind. Án þess að hafa vel menntað fólk á sviðum nýjustu tækni verður erfitt að standa sig í sam- keppni þjóðanna. Með þátttöku í COMETT geta fslensk fyrirtæki og skólar komist nær þeim veruleika sem á sér stað í Evrópu dagsins í dag. Miklar breytingar eru nú að verða á tækni og atvinnuháttum og ef íslenskt atvinnulíf á að geta fylgst með og staðist samkeppni við aðrar þjóðir er mikilvægt að auka sam- vinnu atvinnulífs og skóla. Huga þarf betur að þörfum atvinnulífsins fyrir upplýsingar um nýja tækni og verkmenntun og hvernig henni verði beitt til að auka hagvöxt. Höfundur er framkvæmdastjóri Rannsóknaþjónustu Háskóla Islands og umsjónarmaður með UETP-nefhdinni á íslandi. Þjóðarsálin í umferðinni Undan skilningstrjenu Egill Egilsson Sú saga er sögð að eitt sinn hafi íslendingur nokkur komist inn í himnaríki. Jesús Kristur tók hann tali og sagði honum dæmisöguna um faríseann og tollheimtumann- inn. Eins og biblíufróðum er kunn- ugt, snýst hún um hvernig skuli biðja. Tollheimtumaðurinn barði sér á btjóst og sagði: ,;Guð, vertu mér syndugum líknsamur." Far- íseinn þakkaði Guði fyrir velstand sitt og ágæti og fyrir að hafa alla hluti á hreinu. íslendingurinn hlustaði á sög- una með athygli og kinkaði kolli. Á eftir gekk hann afsíðis og baðst fyrir með þessum orðum. „Guð, ég þakka þér að ég skuli ekki biðj- ast fyrir eins og þessi farísei í dæmisögunni.“ Þessi saga fjallar um sjálfmiðun íslendingsins. Eitt er það torg þar sem við berum öll fram eiginleika okkar og þeir opinberast öðrum þeim sem glöggir eru. Það er hegð- un okkar í umferðinni. Utlendingi eða íslendingi sem hefur hlotið umferðaruppeldi sitt erlendis hnykkir við, ekki aðeins daglega, heldur svo oft á dag að hann hætt- ír að telja skiptin. Jesús Kristur sagði einnig á þessa leið: „Það sem þér viljið að aðrir gjöri yður, það skuluð þér þeim og gjöra.“ Rétt eins og dæmi- söguna hér að framan hefur landinn einnig lagt sinn eigin þjóð- lega skilning í þessi orð: „Það sem ég gjöri, það kemur mér einum við, og hinir koma mér ekki við nema að því leyti sem þeir eru fyrir mér.“ Hvað tekurjiað margar kynslóð- ir að breyta Islendingnum úr há- fjalladýri í ætt við kindina í félags- veru sem starfar sem hluti heildar? Lítum á það sem helst sker í augu á götum. (Til lesanda: Sjáir þú ekki þessi atriði, ber þér að taka til athugunar hvar þú ert á þróun- arbraut ijalladýrs yfir í félags- veru). I. Stefnuljós eru til að koma upplýsingum um fyrirætlun bílstjóra í umferðinni. Annað tveggja er algengast að sjá: 1) að ökumaður gefi stefnuljós um leið og beygj. er eða 2) sleppi því al- veg. Sama er í reynd hvort gert er, því í stað þess að horfa á ljó- sið get ég rétt eins horft á bílinn til komast að hvert hann fer. Stefnuljósanotkun við akreina- skipti er undantekning, en á að vera regla. II. Allt viðvíkjandi réttri stað- setningu til hliðar á götu virðist framandi. Gildir einu hvort merkt er ein akrein eða tvær í aksturs- stefnuna. Heldur er ekið í skrykkj- um fyrirvaralaust á milli akreina, eða það sem mest ber á, að hugtak- ið akrein sé ekki til í hugtakasafni ökumanns. III. Staðsetning ökutækis við gatnamót er sérstaklega mikilvæg. Þar mætast margir í flóknum kringumstæðum, og ríður á miklu að allir viti hvað aðrir geri. Tvær kórvillur eru einkum áberandi: 1) að fyrir vinstri beygju sé ekki liðk- að til fyrir umferð á eftir með að halda sig inni við miðju götunnar sem ekið er af. 2) að sé tekin vinstri beygja, er ekið vinstra meg- in inn í þá götu sem við tekur. Þessu tengt er hið hvimleiða þjóð- lega fyrirbrigði sem nefnt hefur veríð hreppstjórabeygja, sem er það að sækja beygjuna sem taka skal yfir til hinnar handarinnar (akreinarinnar), og gildir þá einu hvort menn eru fyrir umferð sem þar er. IV. Aðalbrautarréttur er of lítið virtur. Sá sem kemur inn á aðal- braut má ekki gera það þannig að það trufli þá umferð sem fyrir er, sé hún á löglegum hraða. Þetta er óskaplega algeng villa í akstri hérlendis. Samnefnari þeirra atriða sem á reynir er sá að taka tillit til ann- arra með að gefa upplýsingar um sjálfan sig og vera ekki fyrir öðrum umfram það sem þörf er. Samnefn- arinn sem má lesa úr raunveru- legri hegðun landans er þessi: Ég er einn í heiminum. Það er mitt einkamál hvernig ég ek. Mér koma hinir við einungis í þeim mæli sem þeir eru fyrir mér. Hvenær linnir? Yfirritaður hefur búið í borginni í 14, ár, þar af 9 ár í miðborg Reykjavíkur. Tilraunir Reyk- víkinga til úrbóta á sjálfum sér hafa hingað til falist í því að aka norður til Akureyrar eða austur á Djúpavog til að hneykslast á því hvað heimamenn aki illa. (Sbr. söguna að framan um faríseann o.fl.: „Guð, ég þakka þér... “ o.s.frv.). Þeir aka þó hvorki verr né betur en Reykvíkingar sjálfir. Á engum staðnum hafa menn breyst úr fjallaveru í félagsveru. Á þeim tiltekna tíma sem ég get um hefur ekkert ofangreindra atriða, I-IV, breyst, nema að notkun stefnuljósa hefur breyst úr að vera sama og engin í allt of litla. Spurningin er hins vegar sú hvort þetta félagsatferli sem við höfum uppi öðrum til ágláps beri ekki vitni almennt miklu sjálfmið- aðri hugsun en meðal þeirra þjóða þar sem fjöldinn hefur búið í þétt- býli um aldir. TIL SÖLU í samráði við veðhafa eru eftirtaldar eignir þrotabús Bjarna A. Einarsson- ar, Arnarstapa, Breiðuvíkurhreppi, Snæfellsnessýslu, auglýstar til sölu. Fasteignir: Einbýlishús, Naustabúð 21, Hellissandi; fiskverkunarhús á Eyri, Arnarstapa; fiskverkunarhús á Arnarstapa; verslunarhús/geymsluhús á Arnarstapa. Lausafé: Frystiklefi ásamt pressu, frystitæki ásamt pressu og pönnu, aðgerðarborð, fiskikör, tvær fiskvogir, þvottakar með færibandi, saltfisk- bretti, tveir rafmagnslyftarar, skreiðarpressa, veiðarfæri, Baader 188 flök- unarvél, Baader 421 hausunarvél, ísvél, umbúðir o.fl. Eignirnar verða til sýnis laugardaginn 19. þ.m. frá kl. 12.00-14.00. Tilboð sendist undirrituðum, sem veitir allar nánari upplýsingar, fyrir 30. þ.m. Áskilinn er réttur til að taka hvaða tilboði sem er eða hafna öllum Klemenz Eggertsson hdl., skiptastjóri, Garðatorgi 5, 210 Garðabæ, sími 656688. TOLLARI Láttu forritið Tollara um tollskýrslurnar og verðútreikn- inginn. Skilaðu disklingi með tollskýrslunni og flýttu fyrir af- greiðslunni hjá tolistjóra svo um munar! Tollari fæst hjá flestum tölvusölum landsins. Islensktæki I Garðatorgi 5, Garðabæ, sími 656510. BRÉFA- I BINDIN I frá Múlalundi... ... þar eru gögnin á góðum stað. Múlalundur W SfMI: 62 84 50

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.