Morgunblaðið - 16.05.1990, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 16.05.1990, Blaðsíða 42
42 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 16. MAÍ 1990 Kveðjuorð: Rósa J. Sigurþórs- dóttír, Grundarfírði Fædd 13. júní 1936 Dáin 22. marz 1990 Aðeins nokkrar línur, um vin- konu mína, Rósu Jóhönnu. Mér al- deilis krossbrá er ég fékk upphring- ingu frá Grundarfirði, sunnudaginn 8. apríl. Það var Guðbjartur Císels- son eiginmaður Rósu sem hringdi og tilkynnti mér lát Rósu. Það hafði alveg farið fram hjá mér í fréttum. Að vísu var ég búin að lesa um í blöðum að kona hefði verið skorin upp við bijósklosi og dáið af völdum þess, en að mig óraði fyrir að ég þekkti konuna, það hvarflaði aldrei að mér. Það er oft skammt á milli lífs og dauða það sýnir sig á þessu tilfelli. Hun hefði í skyndi verið kölluð til annarra starfa og þykir mér það ekki skrítið því að allir vilja hafa jafn ljúfa konu í vinnu hjá sér. Við Rósa kynntumst á Heilsu- hælinu í Hveragerði fyrir þremur árum. Tókst með okkur kær vinátta frá fyrsta degi er við tókum tal saman. Höfðum við lík áhugamál, vorum báðar bindindismanneskjur, áhuga á söng, góðri tónlist, gönguferðum og síðast en ekki síst töluðum við mikið um trúmál og um heimilin okkar. Við vorum báðar svo lánsam- ar að eiga yndislega menn sem hægt var að treysta, yndisleg börn og bamabörn, sem öll voru í fjar- lægð. Rósa skipti aldrei skapi, hún kom til dyranna eins og hún var klædd, alltaf hrein og bein þannig að mað- ur vissi alltaf hvar maður hafði hana. Það er gott að kynnast slíkri mannkosta manneskju. Einnig var ég svo lánsöm að kynnast seinni manni hennar, Guðbjarti Císelssyni. Hann kom á eftir konu sinni til Hveragerðis sér til hressingar og hvíldar, eftir mikið slys. Hann sýndi þvílíkt æðruleysi, var sko ekki al- deilis að kvarta þó að honum liði oft illa. Það var yndislegt að sjá hvað þau báru mikla virðingu hvort fyrir öðru. Ég dauð öfundaði hana af að hafa manninn hjá sér, en auðvitað þakkaði ég Guði fyrir það að minn maður var heill heilsu þó að það hefði verið dásamlegt að fá að hafa hann hjá sér. Ég kom oft inn á herbergi til þerra og drakk með þeim kaffisopa, þá var oft glatt á hjalla eins og raunar alltaf nálægt Rósu minni. Þó að kynni okkar yrðu ekki löng + Móðir mín, tengdamóðir og amma, LÍNEY HELGADÓTTIR, Hrafnagilsstræti 38, Akureyri, sem lést 7. maí, verður jarðsungin frá Akureyrarkirkju fimmtudag- inn 17. maí kl. 13.30. Hólmfriður Andersdóttir, Úlfar Hauksson og barnabörn. Hjartkær móðir mín, ODDNÝ MARGRÉT HALLDÓRSDÓTTIR, Erluhrauni 4, Hafnarfirði, sem lést á hjúkrunarheimilinu Sólvangi 8. maí sl., verður jarðsung- in frá Víðistaðakirkju föstudaginn 18. maí kl. 13.30. Fyrir hönd annarra vandamanna, Anna Guðnadóttir. + Útför mannsins míns og föður okkar, HELGA EIRÍKSSONAR, bónda, Fossi á Síðu, fer fram frá Prestbakkakirkju, föstudaginn 18. maí kl. 14.00. Þeim, sem vilja minnast hins látna, er vinsamlega bent á Prest- bakkakirkju. Guðrún Björnsdóttir, Guðleif Helgadóttir, Björn Helgason. Hjálmar Rögnvalds- son - Minningarorð þá urðum við strax svo kærar hvor annarri. Sögðum við stundum að það væri engu líkara en að við hefð- ' um þekkst í fyrra h'fi. Ég vissi oft hvað Rósa hugsaði og gagnkvæmt. Það er erfitt að trúa því að Rósa sé dáin, en staðreynd engu að síður. Ég finn fyrir tómarúmi við tilhugs- unina að hitta Rósu ekki oftar á þessari plánetu, en ég trú því að við eigum eftir að hittasta aftur á öðru tilverustigi og getum þá sung- ið saman á ný. Ég veit að Rósa hefur fengið góða heimkomu. Ég kveð kæra vin- konu. Minninguna geymi ég í huga mínum og mun biðja fyrir henni í bænum mínum. Elskulegi Batti minn, missir þinn er mikill, en ég vona að góður Guð mildi sárin er fram líða stundir. Börnum hennar, barnabörnum og öðrum aðstandendum sendi ég inni- legar samúðarkveðjur. Þeir eiga góðar endurminningar sem enginn getur tekið frá þeim. Minningarnar verða ógleymanlegan og oft rifjaðar upp í góðum vinahóp. Hildur Kristín Jakobsdóttir Okkur langar til að minnast með nokkrum orðum Hjálmars Rögn- valdssonar vinar okkar sem lést af slysförum 6. maí síðastliðinn aðeins 21 árs að aldri. Við kynntumst hon- um fyrir tæpum þremur árum þeg- ar hann fór að vera með eldri dótt- ur okkar, Dagrúnu, og bjó síðan hjá okkur í rúm tvö ár sem einn af fjölskyldunni. Hjálmar var að eðlisfari hæglátur og dulur en gat verið gamansamur og kátur þegar við átti. Hann flutti með sér á heim- ilið heilmikinn félagsskap ungs fólks því hann var vinsæll og vel látinn hvar sem hann fór. Viljum við nota þetta tækifæri og þakka öllum vinum hans og Dagrúnar þá hugulsemi og hlýju sem þau hafa sýnt okkur alla tíð og ekki síst þessa síðustu daga. Hjálmar talaði ekki mikið um sínar tilfinningar en sýndi með ýmsu móti næman skilning á líðan annarra. Honum þótti afskap- lega vænt um fjölskyldu sína og talaði um þau með stolti og virð- ingu, einkum Guðmundu móður sína, og sérstakan sess áttu í hjarta hans afarnir Hjálmar og Ólafur. Það er erfitt að koma að í stuttu máli öllu sem brýst fram í hugann á svona stundu og skal ekki reynt hér. En við vildum koma á fram- færi þakklæti fyrir þessi ár sem við fengum að hafa þennan elskulega unga mann hjá okkur og minningin um fallega brosið hans og einlæga vináttu gerir okkur ríkari. Að lokum viljum við senda fjölskyldu hans og vinum okkar dýpstu samúðarkveðj- ur. Fanney og Hlöðver Að kvöldi sunnudagsins 6. maí hittumst við vinirnir á Borgarspít- ala undir kringumstæðum sem við áttum aldrei von á. Við sátum á biðstofunni í örvæntingu og vonuð- umst eftir góðum fréttum, sem við fengum svo aldrei. Við fréttirnar var eins og að slökkt væri á öllu, tómleikinn yfirtók okkur. Það var eins og tíminn stoppaði í stutta sund, Hjalli var dáinn og það var ekkert sem við gátum gert. Við kynntumst Hjalla í grunn- skóla og ólumst upp með honum sem vini. Við lékum okkur og skemmtum saman og áttum margar ánægjustundir. Það er ekki hægt að segja annað um Hjalla en að hann hafi verið hæglátur, en hann brá skapi þegar við átti. Hjalli var traustur og góður vinur vina sinna og var gott að tala við hann og hann gaf sér tíma til að hlusta á það sem maður hafði að segja. Það var sama hvað á bjátaði hjá honum, það var alltaf ljós framundan. Það má því segja að það hafi verið höggvið stórt skarð í okkar vinahóp sem aldrei verður fyllt aft- ur. Við vottum fjölskyldum og vinum Hjálmars og Magnúsar okkar dýpstu samúð og Guð veri með þeim. Ingi, Gísli, Jói og Júlli Þegar ég kom heim sunnudags- kvöldið þann 6. maí fannst mér það skrýtið hvað allt var hljótt og að enginn var heima nema Gunni, vin- ur hans Hjalla. Ég átti ekki von á að heyra það sem Gunni sagði mér, að Hjalli hefði lent í slysi og að hann væri dáinn. Ég kynntist honum fyrst fyrir fjórum árum þegar hann og systir mín voru fyrst saman. Mér leist strax vel á hann og okkur varð fljótt vel til vina. En upp úr slitn- aði hjá honum og Döggu systur en ári seinna var hann þó kominn aft- Minning: Matsoka Sawanura 22. febrúar síðastliðinn var jarð- settur Gústaf Metzelaar (Gústaf Skúlason), eða Matsoka Sawanura, eins og hann var jafnan kallaður. Matsoka fæddist í Indónesíu hinn 12. janúar 1931, elstur þriggjasona Henriettu Emely og Jóhannesar Marinus Metzelaar. John yngri albróðir hans er bú- settur í Brasilíu, en Wilson yngri hálfbróðir hans kom hingað til lands til að vera við útför bróður síns. Mikil vinátta hafði skapast milli þeirra bræðra, en' þeir týndu hvor öðrum á æskuskeiði í hamförum þeim er urðu í seinni heimsstyijöld- inni, þar sem faðir þeirra týndi lífi og fjölskylduböndin tættust og bræðurnir lentu á flótta undan inn- rásarheijunum. Matsoka lenti í fangabúðum í Nýju Gíneu og sat þar um árabil. Það hefur verið grimmilegur skóli óhörnuðum unglingi sem án efa hefur markað djúp sár í tilfinninga- ríkri sál. En víst er' að hann stóðst þær raunir sem honum var gætt að sæta, en orðum skýrari vitnis- burður um óvenjulegan viljastyrk og þrek. Að stríðinu loknu dvaldi Matsoka um hríð á Okinawa, þar sem hann fékk sína undirstöðuþjálfun í júdó- íþróttinni og varð henni í meira lagi handgenginn. íþrótt þessa kenndi hann við glæsilegan orðstír, fýrst í júdódeild Ármanns, síðar á eigin vegum. Síðan lá leið hans til Hol- lands, lands föður hans, síðan vest- ur um haf, þar sem hann var búsett- ur um árabil. Samfara þeirri júdó-þjálfun sem hann hlaut lagði hann stund á sjúkranudd, en hann var lærður Chiropractor, sem átti þátt í hve létt honum reyndist oft að lina þján- ingar þeirra er leituðu þjónustu hans. Árið 1967 gerðist Matsoka Metz- elaar íslenskur ríkisborgari og tók sér nafnið Gústaf Skúlason, en eft- ir sem áður héldu vinir hans áfram að kalla hann Matsoka Sawanura. Það var árið 1958 til 1959 sem Matsoka kom til landsins, skömmu síðar kvæntist hann Jenný Sig- mundsdóttur og eignuðust þau tvær dætur. Þær Miehiko Soffíu, en hennar sonur er Davíð Öm og sam- býlismaður Sveinbjöm Oddsson og + Eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, + Innilegar þakkir til allra, sem sýndu okkur samúð og vinarhug við andlát og útför eiginmanns míns, föður okkar, sonar og bróður, SIGURJÓN ÞÓRÐARSON, ÚLFARS ÞÓRS AÐALSTEINSSONAR, Æsufelli 6, Suðurhólum 18, Reykjavík, Reykjavík. sem lést þann 9. maí sl., verður jarðsunginn frá Fella- og Hóla- kirkju fimmtudaginn 17. maí kl. 13.30. Sigríður Helga Sverrisdóttir, Kristján Ari Ulfarsson, Sigrún Sigurðardóttir, Þórður Sigurjónsson, Þórhildur Hinriksdóttir, Aðalsteinn Þórðarson, María Aðalsteinsdóttir, Auður Björg Sigurjónsdóttir, Kristinn Gislason Þórstína Aðalsteinsdóttir, og barnabörn. 0 Svanhvít Aðalsteinsdóttir. Sylvíu sem býr hjá móður sinni. Jenný og Matsoka slitu samvistir eftir nokkurra ára hjónaband. Síðustu 12 árin bjó Matsoka í Keflavík og starfaði við fag sitt við mikla hylli sem fyrr uns meinsemd við hjartað tók að ganga æ nærri þreki hans. Fyrir um það bil 10 árum varð vart sykursýki hjá honum og 5 ámm síðar varð að taka af honum fótinn. Þetta varð Matsoka mikil raun, því fátt varð honum frábitnara en að þurfa að vera upp á aðra kominn. Og víst stóð hann svó lengi sem stætt var og barðist af óvenjulegu þreki, trúarstyrk og æðruleysi í sjúkdómslegunni sem hann lá síðustu mánuðina á Landakotsspít- ala, þar sem hann andaðist 15. febr- úar sl. Ég vil flytja dætmm og barna- barni Matsoka mínar innilegustu samúðarkveðjur um leið og ég þakka Matsoka fyrir að hafa verið til. í guðs friði. . , Grétar Bergmann

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.