Morgunblaðið - 16.05.1990, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 16.05.1990, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKIÍDAGUR 16. MAÍ 1990 19 Sinfóníuhljómsveit íslands. Beethoven-tónleikar Sinfóníunnar: Fílharmonía flytur níiindu sinfóníuna að hún sé miklu skemmtilegri en hin nýrri. Hún liggur hærra, er styttri og af henni er meira víðsýni. Það er því ekki út í hött að koma með þá tillögu hér, að gera þessari fornu, áður fjölförnu leið svo til góða, að hún verði sumarfær öllum farartækjum. Með þeim afkasta- miklu tækjum, sem nú eru notuð við vegargerð, ætti það ekki að kosta stórar ijárhæðir. Vestan við vegamótin þar sem gamli og nýi Þingvallavegurinn mætast er blautlend lægð. Um hana fellur Vilborgarkelda, sem löngum þótt ill yfirferðar, áður en nýi vegur- inn var lagður yfir hana. Engar heimiidir eru til um ástæður þessar- ar nafngiftar, en nafnið er gamalt, því það kemur fyrir í sögu Harðar og hólmveija. Annað örnefni, kennt við konu, er nærri vegamótunum skammt austan við Vilborgarkeldu. Það er Þorgerðarflöt. Kona með þessu nafni mun hafa látist þar með voveiflegum hætti einhvern tímann á fyrri tíð. Hafa menn talið sig verða þar vara við slæðing, þótt engum hafi orðið það að meini enn. Á Þorgerðarflöt var oft áning- arstaður ferðamanna, því þangað þótti hæfileg dagleið frá Reykjavík með hestalest. Nærri Vilborgarkeldu bíður bíllinn, og í honum verður ekið til baka og þá eftir Þingvallaveginum nýja. Að lokum er rétt að geta þess, að í maíbyijun eru klakabönd víða farin að bresta, snjór að bráðna og aurbleyta á flestum leiðum. Þetta þurfa göngumenn að hafa hugfast og vanda vel til skófatnaðar. Skað- ar ekki að mæla með traustum gúmmístígvélum í þessa ferð. Gönguferðin verður farin sunnu- daginn 20. maí og er brottför kl. 10.30 frá Umferðarmiðstöðinni, austanmegin. Höfundur er kennari. eftirRafh Jónsson Síðustu áskriftartónleikar Sin- fóníuhljómsveitar íslands á þessu vori verða í Háskólabíói nk. fimmtu- dagskvöld, 17. maí, og hefjast kl. 20.30. Á efnisskrá verða eingöngu verk eftir Beethoven; Forleikur úr Leonora nr. 3, aríur úr Fidelio, og að lokum sinfónía nr. 9. Einsöngvar- ar verða Ingrid Haubolt, Sigríður Ella Magnúsdóttir, Garðar Cortez og Guðjón Óskarsson auk söngsveitar- innar Fílharmoníu. Kórstjóri er Úlrik Ólafsson en hljómsveitarstjóri Petri Sakari. Níunda sinfónían Beethoven lauk við Níundu sinfón- íuna 1824 og var hún fyrst frum- flutt í Vínarborg í maí sama ár. Hún var samin á svokölluðu þriðja skeiði hans, sem hófst er hann varð alveg heyrnarlaus 1819. Á þessu skeiði samdi hann sum sín bestu verk og náði hámarki með 9. sinfóníunni. Með texta Schillers, Óðnum til gleð- innar, hvatti hann til friðar í heimin- um. Níunda sinfónían hefur nokkrum sinnum verið flutt hérlendis áður, í fyrsta skiptið 1966. Um þetta verk skrifaði Jón Þórarinsson á sínum tíma: „Níunda sinfónía Ludwigs van Beethovens var einstæð í tónbók- menntum veraldar, þegar hún kom fram, bæði vegna stærðar sinnar og reisnar og sökum þeirrar nýbreytni að kalla til einsöngvara og kór í loka- þættinum. Margir telja hana stór- brotnasta tónverk sem samið hefur verið. Fyrstu þrír þættirnir mega kallast hefðbundnir að formi þótt þeir séu meiri í sniðum en áður hef- ur þekkst. Það er þó nýbreytni hér, að „scherzo“-þátturinn verður annar í röðinni en ekki þriðji eins og í öllum hinum sinfóníum Beethovens. En það var í lokaþættinum sem öll gildandi lögmál voru brotin. Hann er í „fijálsu formi“, fantasía sem skiptist í nokk- uð skýrt afmarkaða kafla með mis- munandi hraða, án þeirrar hefð- bundnu uppbyggingar og samsvör- unar sem finna má í öllum öðrum sinfóníum Beethovens — og raunar líka annarra höfunda fyrir og um hans daga.“ Flytjendurnir Þýska sópransöngkonan Ingrid Haubold hefur undanfarin ár getið sér gott orð í tónlistarheiminum. Hún hefur sungið í óperum og með hljóm- sveitum víða um Evrópu, m.a. kom hún fram á Listahátíðinni í Slésvík/Holstein í fyrra og söng í óperunni í Frankfurt og Torino á Ítalíu. Að ári verður hún fastráðin við Vínaróperuna. Sigríður Ella Magnúsdóttir nam við Tónlistarskólann í Reykjavík og lauk framhaldsnámi frá Tónlistarhá- skólanum í Vín. Hún hefur hlotið styrki til söngnáms og þrisvar sinn- um verðlaun í alþjóða söngkeppni. Hún hefur komið fram á tónleikum austan hafs og vestan og sungið á fjölmörgum tónleikum og í óperum hér heima. Garðar Cortez stundaði tónlist- arnám við Konunglega tónlistarhá- skólann og Konunglega Trinity tón- listarháskólann í Lundúnum. Hann hefur oft áður sungið með Sinfóníu- hljómsveitinni. Hann hefur verið for- maður íslensku óperunnar frá upp- hafi. Guðjón Grétar Óskarsson stundaði söngnám hjá Vincenzio Maria De- metz í Nýja tónlistarskólanum og var auk þess einn vetur við nám á Italíu. Hann hefur tekið þátt í óperuflutn- ingi hér heima og einnig með ítölsk- um óperuflokki í Frakklandi og á Ítalíu. Petri Sakari hljómsveitarstjóri hefur verið endurráðinn sem aðal- stjórnandi Sinfóníuhljómsveitar Is- lands næstu tvö árin. Hann er rúm- lega þrítugur og hlaut tónlistar- menntun sína aðallega í Finnlandi. Hann lærði fyrst á fiðlu en nam svo hljómsveitarstjórn við Sibeliusar- akademíuna í Helsinki. Hann hefur auk þess tekið þátt í námskeiðum í Bandaríkjunum. Sinfóníuhljómsveit íslands hefur flutt alla starfsemi sína í Háskólabíó og fer miðasalan þar fram. Höfundur er kynningarfulltrúi Sinfóníuhljómsveitar íslands. Sumir bðar mi betri en aðrir Honda Accord EX 2,0 1990 kostar aðeins frá kr. 1.290.000,00. Þessi bíll er ríkulega útbúinn og m.a. með aul^abúnað eins og rafdrifnar rúður, rafstýrða spegla, hita í sætum, vökvastýri/veltistýri, samlæsingar, samlita stuðara, útvarp/segulband og margt fleira. Honda Accord er margfaldur verðlaunabíll og hlaut Gullna stýrið í Þýskalandi. í ár var Honda Accord kosinn bíll ársins í sínum flokki í Bandaríkjunum og þar var hann einnig mest seldi bíllinn á síðasta ári. Við bjóðum sérlega hagstæð greiðslukjör þar sem aðeins þarf að greiða 25% út og afganginn á allt að 30 mánuð- um. Komið, sjáið og sannfærist að hér er á ferðinni frábær bíll. ÍHONDA HONDA Á ISLANDI, VATNAGÖRÐUM 24, S-689900 QÆ

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.